Morgunblaðið - 30.01.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1917, Blaðsíða 1
Þriðjudag jau„ 1917 4. argangr 87. tölublað Ritstiórnarsími nr 500| Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |Isafoldarprentsmiðja|Afgreiðslusími nr. 500 BIOl Reykjavlkur |R 10 Biograph-Tkeater l^'v Talslmi 475 Æfisaga fangans nr. 555. Atakanlegur sjónleikur í 5 þáttum, 165 atriðum. Mynd þessi er afbragðsgóð, efnið fagurt, snildarlega vel leikin og spennandi frá upphafi til enda. Pantið tölus. sæti í síma 475. K. F. U. M. Biblíulestur í kvöld kl. 8‘/2 Allir ungir menn velkomnir. r Kenslu || í ensku og dönsku veitir fröken KatrínGuðmundsson. Upplýsingar í Kaupangi, Heima frá 4—7 I —r ? JJ 313 Byggingarlóð. Hornlóð rétt við Miðbæinn fæst keypt, AHar frekari upplýsingar gefur undirritaður. Lárus Fjeldsted, yfirdómsiögm. K.F.D.K. Sanmafnndu kl. 5 og 8. Mafvælaskortur. Það hefir ræzt furðanlega vel og fljótt úr sykurskortinum, sem var orðinn hér í bæ og víða út um land upp á síðkastið. Um nær þriggja mánaða tíma tók alger- lega fyrir allan sykurflutning hingað til lands nema dálítið af púðursykri, sem vitanlega var ^kki nægilegt til þess að full- ’ hægja eftirspurninni. Kaupmenn gerðu itrekaðar tilraunir til þcss áð útvega sykur frá Danmörku, en danska stjórnin hafði bannað htflutning á þeirri vöru, þar sem ®kortur var fyrirsjáanlegur þar í tandi. Stjórnin íslenzka skarst í leikinn og fékk áorkað því. að ^tflutnfgsieyfi fékst á nokkrum 2 rúmgóð og björt herbergi, á gólfi eða fyrsta lofti, í hiisi sem næst Miðbænum, óskast til leigu fyrir skrifstofur sem allra fyrst. Uppl. í Bankastræti nf fyrsta lofti. Sími 465. Verkmannafélagið „DAGSBRUN11 Vegna fjölmargra áskorana verður Arshátíð félagsins endurtekin föstudaginn 2. febrúar kl. 8 síðdegis í B á r u b ú ð. Aðgöngumiðar verða seldir i Bárubúð á fimtudagskvöld frá kl. 6—9 og föstudag frá kl. 12—8. Nefndin. Eg er flattur frá Sandi til Hafnarjjarðar^ og bið eg útgefendm blaða og tímarita að senda mér pau pangað. Hafnarúrði 29. jan, 1917. ^DaniQÍ Jiargmann. smálestum af sykri, þó með því skilyrði, að sögn, að hún, íslenzka stjórnin, hefði eftirlit með söl- unni. Fyrsta sendingin til stjórnar- innar kom hingað á »íslandi«, en von er á meiri birgðum með Botniu í þessari viku. Eittvað kvað og Ceres flytja af sykri til Norðurlands. — Það er fyrirsjáanlegt, að frá Norðurlöndum meig- um vér ekki búast við sykri nema af skornum skamti, því sem danska stjórnin geturmiðlað okkur. En það verður ekki nægi- legt til frambúðar og eins vel má búast við þvi, að alveg taki fyrir sykursendingar þaðan. — Danir eiga fult í fangi með að sjá sér sjálfum fyrir nægilegum birgðum. Þetta munu þeir kaupmenn hafa séð, sem ráðstöfun hafa gert til þess að fá sykurbirgðir hingað frá Ameríku, eina landinu sem nú getur miðlað öðrum. I miðj- um marzmánuði er von á flutn- ingaskipi hingað frá New York til Nathan & Olsens og H. Bene- diktssonar, 0g flytur það, ásamt ýmsu öðru, töluverðar sykur- birgðir. Vér þurfum þvi eigi að kvíða því, að landið verði sykurlaust fyrsta kastið, 0g er það vel farið. En þetta sykurmál gefur til- efni til ýmsra hugleiðinga. Það er bersýnilegt, að hér skortir um- sjá með vöruinnkaupum til lands- ins. Stjórnin pukrar í sínu, horni og kaupir vörur, ýmist kornvör- ur, kol, olíu, sykur, kaffi 0. s. frv., og vita kaupmenn yfirleitt lítið um fyrirætlanir stjórnarinnar fyr en kaupin eru gerð eða vörurn- ar komnar hingað. Kaupmenn aftur á móti vinna af kappi að því að birgja landið nauðsynja- vörum, en eiga það ætíð á hætt- unni, að þeir einmitt panti sömu vörutegund, sem landsstjórnin hefir pantað. Árangurinn verður sá, að hér eru of miklar birgðir af sumum vörutegundum, en skortur á öðrum. Hér vantar samvinnu milli landsstjórnar og kaupmanna — hér vantar ein- hvern mann, sem hefir umsjá með vörukaupum til landsins og kemur á náinni samvinnu milli stjórnar og kaupmanna. Þegar landsstjórnin heflr ákveðið að kaupa einhverja vörutegund, nægilegar birgðir til þess að full- nægja þörfinni, þá er eðlilegast að kaupmönnum sé tilkynt það í tíma, svo eigi festi þeir kaup á sömu vörutegund. Þegar þeir málsaðiljar, sem sjá eiga lands- mönnum fyrir nægilegura nauð- synjavörum, vinna hver í sinu horni og forðast alla samvinnu, þá getur svo farið, að hér verði tilfinnanlegur skortur á mörgum vörutegundum. — í öðrum hlutlausum lönd- um hefir verið skipuð mat- vælanefnd, sem m. a. hefir það starf með höndum, að sjá löndunum fyrir nægilegri nauð- synjavöru. Er sú nefnd nokkurs- konar milliliður milli stjórnar og 774/777 BÍÓ Skipstrand í Kattegat. Sjónleikur í 3 þáttum. I Mynd þessi sýnir mjög glögt hið margbreytilega sjómannslíf, í bfiðu og striðu og hið ein- manalega líf þeirra, sem eiga að gæta vitanna og leiðbeina með því sjómönnunum. Tölusett sæti. kaupmanna. Hér þyrfti ekki nema einn mann til þess að koma vöruinnkaupunum i gott lag — mann sem öllum er óháður og hefir vilja til þess að koma á þeirri sjálfsögðu samvinnu milli landsstjórnar og kaupmanna, sem er því nauðsynlegri sem erfiðara er að útvega vörurnar. Erfiðleikarnir eru sannarlega nógu miklir samt. Erl. símfregir fri fréftaritara ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 29. jan. Bretar hafa sennilega náð i þýzka kafbátinn „Dentschland“. Búizt við sókn á vestur- vígstöðvunum. Devey flotaforingi látinn. Mowe II. Skip það, er Þjóðverjar sendu út í Atlanzhaf til þess að grandakaup- förum bandamanna, sást fyrst 4. desember. Hefir því orðið vel til bráðar, eigi síður en »Möwe» Á einum mánuði — frá 12. des. til 12. jan. — sökti það 10. skipum brezkum og frönskum, og báru þau samtals 65,637 smálestir. Ellefta skipið, St. Theodore (brezkt, 4992 smál.) tók það herfangi, vopnaði það og setti á það skipshöfn. Tólfta skipið, Hudson Maru (japanskt) og þrettánda skipið Yarrowdale (brezkt) sendi það til hafnar með skipverja af þeim skipum, er það hafði sökt, en tók áður úr þeim mestallan farm- inn. Stærsta skipið, sem sökt var, hét Georgic, 10 þús. smál., eign White Star félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.