Morgunblaðið - 18.03.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1917, Blaðsíða 3
I i8. marz 134 tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 i»zNOTiÐ AÐ Þar sern 5unlight sápan er fullkomlega hrein og ómenguð, þá er hún sú eina sápa, áern óhíEtt er aö þvo úr ftna knipplinga .! annjað Hn. t / [ < -VA }, C'.j-i-:'? 1$ Í';i m il : 1&&! íil' cii iaV;U! Í) ÍS ti 1 Rafmsgnsmálið. Frá fundí bæjarstjér nar 15. marz. Umræður um það mál hófnst kl. 9 og stóðu fram jrfir miðnætti. Tóku þar til máls Þorvarður Þorvarðsson, borgarstjóri, Jón Þorldksson, Sig. Jónsson, Jörundur Brynjúlfsson, Kristján Guðmundsson og Tnor Jensen. \ Þorvarður mintist fyrst á tildrög- ' in til þess að hingað var fenginn útlendur verkfræðingur. Kvaðst fyrir sitt leyti ekki taka útlendinga fram yfir íslendinga, en þegar skoðanir manna hér, þeirra er verkfróðir væru, hefðu verið skiftar og sitt hefði sýnzt hverjum, þá væri ekki gott fyrir aðra að dæma þar í milli. Það hefði iíka verið hverjum manni augljóst að út- lendingur hefði getað litið á málið hlutdrægnislaust. En því miður hefði það nú komið á daginn að áætlun verkfræðinganna norsku væri ekki nýtandi og hefði þó verið mælt með þeim við bæjarstjórn eða borgar- stjóra. Um það að koma upp þessari liltu rafmagnstöð, sem nefndin vildi helzt, sagði hann það, að það sýndi sig hér sem oftar að menn litu ekki langt fram í tímann. Það væri venj- an hér að hafa alt of lítið í fyrstu og entist ekkert háifan þann tíma, er þvi væri ætlað að endast. Svo væri um gasstöðina. Henni hefði verið ætlað að nægja til 2b ára, en nú væri hún orðin alt of lítil. Sama máli væri að gegna með vatns- veituna. Henni hefði verið ætlað að nægja til 20 ára, en hún væri þeg- ar orðin of Htil. Menn yrðu að hafa það hugfast hvað nú væri erfitt um allar fram- kvæmdir og alt dýrara venju. Raf- magnsstöð, sem nú væri bygð, öiundi kosta alt að því þrefalt við það, sem áður hefði verið. En ef Það yrði hægt að koma hér upp lit- dli rafmagnsstöð fyrir næsta haust —- þótt dýr yrði — þá væri rétt að að athuga það og gæti þá verið rétt að leggja það til. En enga ástæðu kvaðst hann sjá til þess að það væri hægt og þess vegna væri það tæp- lega rétt, að sinu áliti, að kasta út stórfé fyrir það. Hann kvað sér þykja vænt um það, að þessi rannsókn hefði þó leitt i ljós að ótti bæjarstjórnar í fyrra hefði verið á rökum bygður. Það væti nú komið i ijós að vatns- magn Elliðaánna væri ekki nóg. Norsku verkfræðingarnir gerðu ráð fyrir að það væri 2,5 m3 á sekúndu. Færu þeir þar eftir ónákvæmum mælingum, sem gerðar hefða verið, enda segðu þeir það, að þetta væri að eins ágizkun — gæti verið minna. Þá væri hraunið. Norsku verkfræð- ingarnir héldu það ekki trygt til vatnsgeymslunnar. Og það hefðu þeir bæjarfulltrúar óttast, sem vildu fá nákvæma rannsókn í fyrra. Hann kveðst eigi vilja samþykkja fyrri tillögu rafmagnsnefndar, en viðaukatiilögu vildi hann koma með við þá síðari, um það að bæjarstjórn reyndi að ná samvinnu við Árnes- sýsíu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjörð um það, að koma á rafmagnsstöð hjá Soginu. Að síðustu lagði hann sex spurn- ingar fyrir rafmagnsnefnd: 1. Hve mikið vatn rennur í Elliða- árnar auk þess, sem kemur úr Gvendarbrunnum ? 2. A hvaða mælingum byggir nefndin það, að daglegt rennsii ánna sé 2,5 m2 á sek. ? 3. Treystir nefndin sér tii að mæla með rafmagnsstöð hjá ánum, áður en mælingar hafa farið fram á hverj- um sólarhring ? 4. Hvaðan hafa árnar upptök sín? 5. Hvað á að gera þegar bráða- birgðastöðin er orðin of lítil? 6. Er rétt að treysta Gvendar- brunnum til hvorutveggja í senn, að sjá bænum fyrir neyziuvatni og til rafmagnsframleiðsu? Borqarstjóri kvaðst furða sig á ræðu Þ. Þ. Hann hefðijVerið kosin í rafmagnsnefnd á síðasta fundi í stað Magnúsar Helgasonar. Kvaðst borgarstjóri hafa átt tal við hann rétt eftir fund og spurt hvoit hann vildi eigi að haldinn yrði fundur í rafmagnsnefndinni til þess að hann gæti betur áttað sig á því hvað gert hefði verið og hvað í ráði væri að gera. Hefði hann sagt það óþarft. En nú á bæjarstjórnarfundi kæmi hann fram með fyrirspurnir til nefnd- arinnar. Borgarstjóri kvaðst verða að telja ummæli Þ. Þ. um vatnsveituna og gasið algerlega rakalaus. Gasstöð- inni hefði verið ætlað að nægja þang- að til ibúar bæjarins væru 14 þús. Væri henni ætlað að framleiða 4CJ0 þús. m8 af gasi á sólarhring, en hún hefði eigi að eins gert það, held- ur framleiddi hún nú 500 þú«. m* á sólarhring eða meira. Auk þess hefði verið gert ráð fyrir því að stækka mætti stöðina, bæta við einum ofni stærri en þeim. sem fyrir væru og stækka einn ofninn um þriðjung. í gasstöðinni væru um 10 »retorter«, en þeim mætti fjölga upp i 16. Auk þess hefði verið gert ráð fyrir að smíða mætti nýjan gasgeysni við hlið hins. Það væri því hin mesta fjar- stæða að halda því fram að hún hefði eigi fullnægt þeim kröfum sem gerð- ar voru til hennar i fyrstu. Um hitt hefði aldrei verið talað að hún entist í 20 ár. Slíkar áætlanir væri eigi hægt að gera um þess háttar fyrir- tæki. Um vatnsveituna er sima máli að gegna. Henni var ætlað að fullnægja 14 þús. ibúurn og það hefir hún gert, enda þótt vatnseyðsla hafi auk- ist stórkostlega fram yfir það sem nokkur maður gat gert iér í hugar- lund, þegar áætlunin um hana var gerð. Þegar í upphafi var ætlast til þess að gerður yrði vatnsgeymir í Rauðarárholtinu og með því móti að leggja frá honum sérstakar pípur til hæstu staða i bænum t. d. Skóla- vörðustígsins, hefði vatnsveitunni ver- ið ætlað að nægja handa 20 þús. manns. Um vatnsmagn Elliðaánna hefðu útlendu verkfræðingarnir stuðst við mælingar þær, sem hér hefðu farið fram í 3—4 ár og þær sýndu með- alvatnsmagn" um 6 m3 á sek. En auk þess hefðu þeir reiknað eftir regnfleti ánna og miðað við meðal- úrkomu í Reykjavík, samkvæmt at- hugunum sem gerðar hefðu verið hér um 30 ára bil. Nú væri regn- flötur ánna alt það svæði er flytti vatn til þeirra eða með öðrum orð- um, alt svæðið hérnamegin viðReykja- nesfjallgarð alla leið upp að Kolvið- arhóli. Með þessum reikningi hefðu verkftæðingarnir fundið það að vatns- magnið væri 4,3 m3 á sek. En þess bæri að gæta að úrkomur væru miklu meiri þegar upp til fjalla dragi, held- ur en hér í Reykjavík. Það væri því eigi ófyrirsynju, að verkfræðing- arnir teldu sig vera örugga um það að vatnsmagn Elliðaánna væri ekki minna en 2,5 m3 á sek. Nefndin gerði nú ráð fytir að taka 800—1000 hestöfl úr ánum. En hefðu menn gert sér ljóst hvað hægt væri að gera með því afli? Með því má. fá 15—20 þús. 16-kerta lampa, sem loga samtímis. Hreyfi- vélar geta fengið 250—300 hestöfl savntímis og þó eru enn eftir 50 KW sem nota má til smáiðnaðtr og lækninga. Nú eru hér um 4484 gasljós og samsvara þau um 15 þús. 16-kerta lömpum, með öðrum orðum einn lampi handa hverjum ibúa. Líti mað- ur á ljósþörf annars staðar, eftir reynslu og áætlunum, þá er talið hæfilegt að ætla sinn 16-kerta lampa á nef hvert. Með þessu móti, að koma hér upp slfkri rafmagnsstöð, sem þeirri er nefndin leggur til að komið verði upp, má því ásamt gas- stöðinni fá tvo 16-kerta lampa handa hverjum manni og verður þó eftir mikið afl til iðnreksturs og lækninga. Elliðaárnar má nota á ýmsan hátt til aflframleiðslu. Það er hægt að koma þar á fullkomnum renslisjöfn- uði og fá úr þeim 4800 hestöfl. En það er svo mikill kraftur að nægja mundi 20 þús. ibúum hér. Rann- sóknir hafa verið gerðar erlendis, t. d. í Noregi fyrir nokkrum árum, unr það hve mikið rafmagn þyrfti á hvern íbúa og varð niðurstaðan sú, að ef það fengist Ys hestafli handa hverjum íbúa, þá fullnægði það öll- um kröfum til ljóss og iðnaðar. Hafa þó síðan verið gerðar breytingar á rafmagnsnotkun, sem spara rafmagn- ið að miklum mun. Elliðaárnar ættu því að fullnægja þessum kröfum. En ef það á að fara að nota rafmagn til suðu og hitunar í húsum, þá fuU- nægja þær ekki þörfinni. Þá veitir ekki af U/2—2 hestöflum handa hverjum manni. Og þess vegna hefir rafmagnsnefndin lagt það til að bæn- um yrði trygt afl í Sogfossunum, þegar þar að kæmi. Nú kallar að bráð nauðsyn að bæta úr ljósþörfinni. Það eru ekki minni erfiðleikar á því að stækka gastöðina heldur en koma upp raf- magnsstöð. Og líklega verður það tiltölulega dýrara að stækka gasstöð- ina. En þótt það yrði gert, þá er ekki bætt úr aflþörf og þörf á raf- raagni til Iækninga. Ef ekki verður komið upp rafmagnsstöð hér bráð- lega, þá stöðvum við alla framþró- un Reykjavíkur ura óákveðinn tíma. Allur smá-iðnaður fer í kaldakol. Höfnin okkar, sem á að verða lyfti- stöng bæjarins kemur eigi að neic- um notum ef hún fær eigi kraft. Og hvað verður um fiskþurkun, skipasmíðastöðvar o. s. frv. ef ekki fæst krafturinn ? Framtíð Reykja- víkur stendur og fellur með því, sem gert er í þessu máli. Ef það ætti að leita þess ráðs, að reisa rafmagns$töðina hjá Soginu, þá mundi smíði hennar taka 3—5 ár og hún kostaði líklega alt að ir miljónum króna. Þar er þó eigi meðtalinn sá kosínaður, sem geng- ur til járnbrautarlagningar þangað austur og leiðslukostnaður þaðan. Fyrst þarf auðvitað að fara fram rannsókn og svo verður bærinn að fjalla um málið og því ekki óliklegt að það taki um 10 ár þangað til stöðin væri komin upp. Litla stöð hjá Eliiðaánum má reisa á einu árl enda þótt stríðstímar séu. Jón Þorláksson gerði fyrst grein fyrir því, að það hefði verið hann sem gaf borgarstjóra meðmæli með «Forenede Ingeniörkontorerc íKristi- ania. Hann kvaðst hafa farið til út- landa rétt eftir að það hefði verið samþykt í bæjarstjórninni að fá hingað útlendan verkfræðing til þess að rannsaka EHiðaárnar, og hefði borgar- stjóri þá beðið sig að reyna að út- vega tilboð. Hann kvaðst hafa snúið sér til »Vasdragsvæsenet< í Kristi- ania, sem hefir með öll rafmagns- mál að gera fyrir stjórnarinnar hönd, og farið þess á leit, að það sendi hingað verkfræðing. Það hefði gefið sér þau svör degi síðar, að það mætti engan mann missa, en í sam- ráði við þann ráðherra, er hefði um rafmagnsmálin að fjalla og líka væri verkfræðingur, hefði það athugað hvert líklegast væri fyrir hann að snúa sér, og hefði þá bent á »For- enede Ingeniörkontorer*. Kvaðst hann þess vegna hafa mælt með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.