Morgunblaðið - 19.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ hernaðarþýðingu; þar liggur um ein aðaljárnbraut Norður-Frakklands. Þar var fyrir ófriðinn mikill tóvöruiðn- aður og mikið selt þaðan viðsvegar um heim. Bapaume, sem Bretar tóku fyrir skömmu er víggirtur smábær skamt fyrir sunnan Arras, og Peronne einnig víggirtur bær í Somme-héraði; járn- brantastöð. Þessar borgir hafa verið á va!di Þjóðverja siðustu tvö árin. Og er það fullvíst að eigi er F'rökkum lítil hugarstyrking að þvi að heimta land sitt aftur úr járngreipum óvina sinn3. Sóknin sem nú stendur yfir á vest- urvígstöðvunum virðist vera sú mesta sem þar hefir komið siðan Þjóð- verjar í öndverðum ófriðnum æddu inn í landið. Erl. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Kaupmh. 18. apríl Bandamenn hafa tekið Fayet. Áköf stórskotaliðsorusta stendur nú yfir milli Bheims og Soissons. Er sókn af bandamanna hálfu á ailri herlínnnni. Frakk- ar hafa tekið fyrstu varn- arlínuÞjóöverjaá alllönga svæði og hafa handtekið 10000 I»jóðverja í fyrstu hríðinni. Beigar sækja fram hjá Dixmiide. Áusturríkismenn eru að reyna að koma á friðar- umleitun við Ilússa. Fjölda skipa heflr verið sökt síðustu dagana. Hindenburg hefir enn von um að Djóðverjum muni takast að sigra með kafbátahernaðinum. „Meningitis" gengur i Kaupmannahöfn. Mörgum skólum hefir verið lokað. Gamaimennahæli. Borgin Haugesund í Noregi, sem er talsvert minni heldur en Reykja- vik, er nú að koma sér upp gamal- mennahæli. Verður það reist á Hassel- eyju, sem er rétt fyrir framan höfn- um sölu smjörlíkis I Rsykjavlk Samkvæmt reglugetð dags. í dag eru settar þessar reglur u,m sölu smjörlíkis í Reykjavík. r. gr. Enginn kaupmaður má selja smjörlíki nema gegn seðlum, sem borg- arstjóri gefur út. 2. gr. Kaupmenn sem selja smjörlíki gegn seðlum skulu skila seðlunum aftur til vöruúthlutunarskrifstofu bæjarins á hverjum mánudegi og gera þannig grein fyrir sölu alls þess smjörlíkis, sem er í höndum þeirra. 3- gr. Hver heimilisráðandi getur fengið hjá vöruúthlutunarskrifstofunni seðil, er gefur rétt til að fá keypt f/g kíló af smjörlíki fyrir hvern heim- ilismann og er sá skamtur ætlaður íil 2 — tveggja — vikna. Smjör- líkisseðlar verða afhentir mönnum sömu vikudaga og þeir fá sykurseðla. Um síðari úthlutun smjörlíkisseðla verða settar sérstakar teglur. 4• gr- Brot gegn reglum þessum varða sektum samkvæmt 4. gr. reglu- gerðar n. april 1917 um aðflutta kornvöru og smjörlíki. Borgarstjórinn í Reykjavík 18. apríl 1017 K, Zi ina og aðallega ætlað sjómönnum eða ekkjum þeirra. Verða í hælinu 29 íbúðir (1 herbergi og eldhús, sem jafnframt á að hafa fyrir mat- stofu) og ein forstofa fyrir hverjar tvær íbúðir. Þess verður líklega nokkuð langt að bíða að Reykjavík komi sér upp gamalmennahæli, nema þá að Bjarna- borg verði til þess tekin. JSW D A íi 8 O FJI N. Afmæli í dag: Hávarður Jónsson, verzlunarm. Sveinn Jónsson, trésmiður. Símon Ólafssoií, Birtingarholti. Sumardagurinn fyrsti. Sölarupprás ki, 5.57 Sólarlag kl. 9.9 Háfldð i dag kl. 5.1 og í nótt kl. 5.2Í Fyrirlestrar Háskólans: Holger Wiehe: Æfingar < forndönsku, kl. 5—6. Um C. J. L. Almquist, kl. 6—7. Kolaastind, skipið sem sækja átti steinolíu til Ameríku fyiir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag, hefir verið sökt af Þjóðverjum, þá er það var nýfarið frá Bretlandi áleiðis til Ameríku. Er því ekki a ð v i t a hvenær farmurinn, sem í Ameríku bíður, kemst hingað. Smjörlíkiskortur hefir verið mikill < bænum upp á síðkastið og hafa margir orðið að borða viðbitslaust. Nú mun þetta batna, því að bæjarstjórn- in lætur nú úthluta smjörlíkismiðum og fær hver maður £ kg. í tvær vik- ur. Gullfoss liggu nú við Batteríis- garðinn og affermir. Að því loknu fer skipið norður með vörur handa Akur- eyringum. Missiraskíftamessa í fríkirkjunni { Reykjavík í dag, kl. 8 síðdegis, síra Ólafur Ólafsson. Ósnmarlegt er veðrið í meira lagi, alhvít jörð í gær og snjókoma mikil. Er erfitt að fagna sumri þegar svona stendur á og ekki unt fyrir aðra en þá, sem ríkt ímyndunarafl hafa. ímyndunaraflið hafa að minsta kosti íþróttamennirnir, sem í dag ætla að fagna sumrinu með kapphlaupi. Er vonandi að þeir hlaupi sér til hita, þó ekki takist þeim að hlaupa hita í okkur hina, sem stöndum < loðkáp- um með skinnhúfuna niður fyrir eyru, og horfum á. Þetta eru undarlegir tímar. Ált er öfugt við það sem ætti að vera. Böskur og áreiðanlegur órongur getur fengið atvinnu n ú þ e g a r. Uppl. hjá Morgnnbl. Hmiaog, ágætt smjörs i.stail, og ódýit — i verzlun G. Zoega. v Austanpóstur fór héðan < gær- morgun og hafði 17 hesta undir póst- inn. Það er af sem áður var, þegar Isak gamli hélt austur yfir fjall með allan austanpóstinn á tveim hestum —• og þótti mikið < þá daga. Nord-Alexis, Skipið sem þeir Nathan & Olsen og Haligrímui Bene- diktsson keyptu nylega < Amenku, er nú komið undir danskt flagg. Kom símskeyti um það hingað < gær, að hinni formlegu athöfn, sem þv< var samfara, sé lokið. Trúlofuð eru ungfrú Jóhanna Guð- jónsdóttir og Einar Jónatansson gull- smiður frá Tami3taðabakka < Húna- vatnssýslu. Ný íþrótt. Svertingjarnir í Ásttaliu nota skot- vopn, sem þeir nefua »bumerang«. Er það y2 meter á lengd og bogið. Sutn vopnin eru þannig gerð, að þau fara lárétt í loftinu, en önnur eru svo hugvitssamlega smíðuð, að þau koma sjálfkrafa aftur til þess er skaut þeinþ ef þau hæfa ekki markið. í fornöld hafa þessi vopn þekst á Norðurlöndum, því að í Danmörk hafa fundist nokkur þeirra. Minnir það mann á að þannig muui Gusis- n:\utar Örvar Odds hafa verið, þótt örvar séu nefndar. Margir fióðleiksmenn hafa spreitt sig á því að komast að hvernig á því geti staðið, að vopnið hefir þann merkilega eiginleika að snúa aftur til þess, er skaut, en eigi getað fundið fullnaðarskýringu á því. Norskur fcrnfræðingur, dr. Fonahn, vill nú að íþróttarnenn taki upp þann leik, að skjóta »bumerang« og hafa íþróttafélög í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi þegar bætt við sig hinni nýju íþrótt. Fonahn hefir látið smíða þessí vopn i Noregi. Er það gert úf hickory og kostar um 5 krónur. Eí til vill verður þess eigi langt að biða, að iþróttamenn vorir taki uþP þennan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.