Morgunblaðið - 21.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Tf. P. Dims Tl-deUd Jiafnarsfræíi. Bæjarins stærsta úrval aí Vefnaðarvörum. > Nýkomiö: <\ Smávörur: Saumasilki, i Prjónavörur: Karlmanna ullarbolir, ------buxur, ------peysur, ------treflar, Sokkar. Kven bolir, — buxur — undirlíf — sokkar Barna peysur, með og án buxna, — kot, buxur og sokkar, — húfur og hattar, Normalefni. Sifkifau í svimfur einbr. og tvíbr., slétt og rósótt. Siíkitau í sfifsi margir litir. Divanfeppi margar tegundir. Hegnkápur svartar og mislitar. Uííarfeppi, Cfjeviof, Heiðfataefni, Tfíkfseði, Jiáífkfæði, Bendlar, Sokkabandsefni, Teygjubönd, Belti, Gardinubönd, Silkisnúrur, Saumnálar, Saumavélanálar, Títuprjónar, Stoppugarn, Káputölur, Jakkatölur, Broderingar, Dömukragar. Blundur, Ætíð góðar vörur. Ætíð ódýrast. heirnt hann úr helju aftur. Og nú er hann kominn hingað sem ræðis- ur frönsku þjóðarinnar — túlkur milli Frakka og íslendinga. Courmont var hér skamma hrið, svo sem fyr er sagt. En samt sem áður tókst honum að nema mál vort svö, að furðu sætir um jafn fjar- skyldan útlending. Og honum tókst meira. Honum tókst að skilja and- legt líf vort nú og fyrrum svo vel, að fáir útlendingar munu standa hon- um á sporði. Vér hyggjum að það muni og hafa átt sinn þátt i þvi, að Frakkar hafa nú sent hann hingað aftur — ekki sem kennara ífrönsk- um fræðum, heldur sem fulltrúa, mann sem á að sjá hvern ávöxt hið fyrra starf hans og bróður hans Barraud hefír borið hér á íslandi, nú þegar Frakkar standa á þröskuldi lifs og dauða. Allir íslendingar munu fagna komu Courmonts. Veri hann velkominn vor á meðal! Og hann er ekki fyrsti aufúsugesturinn, sem hingað kemur frá þeirri þjóð. Hingað kom Gaimard fyrir mörg- um árum. Hann kom að vísu í öðr- um vandaminni erindagerðum en Courmont. En koma hans varð til þess, að hið mikla ljóðskáld vort Jónas Flallgrímsson, kvað til hans eitt af þeim beztu kvæðum sem hann orkti. Nú er Jónas liðinn. Og þess vegna verða viðtökurnar sem Cour- mont fær ef til vill nokkuð »prosa- iskar«. En eigi að síður eru þær þó einlægar. Velkominn til íslands! segjum vér við hr. Courmont þegar vér hitt- um hann í gær. Það er óþarfi að spreita sig nokkuð i frönsku, því að hr, Courmont talar ágætlega ís- lenzku. Kærar þakkir. , Eg fulivissa yður nm að eg er ákaflega glaður yfir því að vera kominn hingað aftur. Eg á hér svo marga vini og hefi flutt með mér svo margar góðar endurminningar héðan, sem eg hlakka til að rifja upp. Hr. Courmont réttir oss vinstri hendina, því að hægri hendin er stirð eftir þýzka kúlu. Eg særðist dálítið á hægri hendi og í auganu, en það eru smámunir. Eg var á vígvellinum í nær 2 ár, var fyrst í Elsass, en var síðan flutt- ur til Champagne í september 1915. Eg byrjaði sem flokksforingi (cor- poral), en þegar eg lét af herþjón- ustu var eg orðinn liðsforingi. Þá var eg á skrifstofu hermála- ráðuneytisins um hríð — og þar fékk eg tilkynningu um það, að eg ætti að fara til íslands sem ræðis- maður Frakka. — Og glaður varð eg! Hvernig er hugurinn i Frökk- um ? Þeir vita það allir að úrslitin geta að eins orðið á einn veg. En ekki er gott að segja hvenær stríðið muni enda. Frakkland er við öllu búið, en það vonast eftir friði — sigur- friði — bráðlega. Eg er farinn að ryðga í íslenzku, segir háskólakennarinn okkar gamli. Það er undarlegt, eg var búinn að gleyma nöfnum fjallanna hér í kring- um bæinn, en þau kunni eg öll þegar eg fór héðan. En við höfum haft um svo margt að hugsa suður á Frakklandi upp á síðkastið . . . ES» B A 0 B ö K I N. KX Áfmæli í dag: Arndís Jósefsdóttir, húsfrú. Ólafía Jónsdóttir, húsfrú. SigríSur Björnsdóttir, húsfrú. Sigríður Einarsdóttir, húsfrú. Guðm. Björnsson, skipstjóri. Magnús Bjarnason, klæðskeri. N/tt tungl (sumartungl) kl. 2.1 e. h. Sólarupprás kl. 5.41 Sólarlag kl. 9.15 H á fl ó G í dag kl. 6.0 f. h. og kl. 6,18 e. h. Fyrirlestrar Háskólans: Björn M. Ólsen dr. phil.: Bókmentasaga Islendinga kl. 5—6. Eddukvæði, kl. 6—7. Jón ASils, dócent: Saga ísl. kirkjunnar, kl. 7—8. Brezkt hjálpar-beitiskip kom hing- að í gærmorgun. Flutti það hingað þá Geo. Copland stórkaupmann og Courmont, hinn nýja ræðismann Frakka. TJngmennafélagar halda gestafund í Goodtemplarahúsinu í kvöld. Er ætl- aBt til að allir ungmennafélagar, sem hór eru staddir, mæti þar ásamt fó- lagsmönnum félaganna hórna í bæn- um. Tilgangur fundarins er að gefa ungmennafólögum úr /msum héruðum landsins kost á að kynnast og skemta sór saman. »LandsspítaÍasjóðnum« áskotnaðist 616 krónur við jarðarför Magnúsar sál. Stephensen landshöfðingja. Eins og menn kanske muna — var þetta eftir tilmælum ekkju hans, frú Elínar Stephensen, og leyfir nefnd sjóðs- ins sér því hór með að færa henni al- úðar þakkir fyrir þessa fallegu hugsun, að láta sína eigin sorg verða öðrum til líknar. Barnaskólanum lokað. Að fengnu leyfi stjórnarráðsins hefir bæjarstjórn ákveðið að loka barnaskólanum og sleppa vorprófi. Er þetta gert vegna kola— leysis. Börnin fá frí frá helgi og verður þá heldur en ekki »fögnuður 1 Israel«, Eggert Briem óðalsbóndi hefir boð- ið bænum forkaupsrétt á fjósi sínu við Laufásveg og erfðafestu í Vatnsmýrinni fyrir 37. 500 krónur. Mál þetta er nú í nefnd og verður haldinn aukafuniur um það í næstu viku. Taugaveiki megn gengur nú hér 1 bænum. Hafa einkum orðið' mikil brögð við veikinni í húsum við Hverf- isgötu. Hafa margir sjúklingar verið fluttir á spítalann. Messað í Fríkirkjunni á morgun kl. 2 síðdegis sír. Ól. Ólafsson og kl. 5 sír. Haraldur Níelsson. írafoss, vólbát, eign Jóns frá Vað- nesi o. fl., rak upp í Sandgerði í Páska- hretinu. Fór af honum stýrið og brotn- aði kjölurinn nokkuð. Var komið með bátinn hingað í gær til viðgerðar. Trúlofnð eru ungfrú Sumarlína Eiríksdóttir og Bergur Th. Þorbergsson vólstjóri. Stjórnarbreyting Prússa Ummæli Bethmann-Hollwegs. Um miðjan marzmánuð hélt ríkis- kanzlari Þjóðverja, Bethmann-Holl- weg ræðu um framtíðar-stjórmála- horfur í Prússlandi. Fórust honum þá meðal annars orð á þessa leið: — Eftir stríðið liggur fyrir oss meira erfiði heldur en nokkru sinni hefir legið fyrir nokkurri þjóð. Það er svo mikið, að hver einasti mað- ur í landinu verður að leggja fram krafta sína til þess að vér getum leyst það af hendi. Öflug utanríkis- pólitík verður nauðsynleg að ófriðn- um loknum“Vér verðum umkringdir af óvinum og vér skulum eigi beita við þá stóryrðum, heldur sýna þeim hvert þrek þjóðarinnar er. En það getum vér að eins gert á þann hátt, að sú dæmalausa ættjarðarást, sem hefir komið svo fagurlega í ljós í stríðinu, verði einnig að verki með oss framvegis. Og þá þurfa allir ein- staklingar þjóðarinnar að fá að taka jafnan þátt í stjórnaríyrirkomulag' inu. Vei þeim stjórnmálamanni, setn ekki skilur tákn tímanna, og hyggar að hann geti hafist handa aftur Þar sem fyr var frá horflð, þegar þetta ógurlegasta strið, sem mannkynið hefir háð, skall yfir. Eg skal gera alt sem í mínu valdi stendur til þeSS að gera þjóðina sterka að ófriðnuiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.