Morgunblaðið - 16.07.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 v I'votturlnn, seni þWS ajáið þarna, þatS er nú englnn Ijettíngur, en samt var fur&u Mtll fyrirhöfn vi6 að þvo hann hvitan sem snjö. þa( var þessi breina súpa, sem átti mestan og bestan þátt i þvi. 4. Þorst. M. Jónsson flytur frv. í N. d. um, að Bakki hjá Bakkagerði í Borgarfirði eystra verði löggiltur verzl- unarstaður. 5. Frá fjárhagsnefnd N. d , sem haft heflr til athugunar frv. Jör. Br. um einkasölu landsstjórn- arinnar á kolum, er nú komin þingsályktunartillaga svolátandi: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um einkasölu landssjóðs á kolum«. Mun nefndinni ekki þykja mál þetta nógu vel undirbúið enn. Úr neðri deild 14. júlí. Till. til þingsályktunar um skil- yrði fyrir styrk til búnaðarfélaga tekin út af dagskrá. Frv. um breyting á lögum um bráðabirgða verðhækkunartoll á útfiuttumíslenzkum afurðum samþ. við 3. umr. með 15 : 4 atkv. og afgr. til efri deildar. Frv. um afnám laga um skýrsl- ur um alidýrasjúkdóma vísað til landbúnaðarnefndar með 12 : 4 atkv* og 2. umr. frestað. Frv. til laga um stofnun stýri- mannaskóla á ísafirði vísað til 2. umr. og til mentamálanefndar í einu hljóði. — Flutningsm. (Matth. Ól.) mælti með frv., en Pétur Jónsson andmælti því. Kvað hann tæplega ára til nýrra skólastofn- ana nú, en ef slíkan skóla ætti á annað borð að stofna, ætti að sjálfsögðu að byrja á Akureyri. Mætti reyndar vænta þess, ef slíkur skóli yrði stofnaður í ein- hverjum aðal-kaupstaðanna, þá kæmu hinir bráðlega á eftir. Frv. um erfðaábúð á landssjóðs- og kirkjujörðum var til 1. umr. Flutningsm. (B. Stef.) mælti með frv. og lagði til að því yrði vís- að til landbúnaðarnefndar. Sveinn Ólafsson taldi frv. í sjálfu sér þarft og gott, en kvað það þó mundu þurfa lagfæringa við. Vildi láta vísa þvi til allsherjar- nefndar. Einar Amórsson kvað málið eiga heima i landbúnaðar- nefnd og annarsstaðar ekki. Gæti nefndin fengið lögfræðiaðstoð, ef hún teldi sig þurfa þess. Var málinu vísað til 2. umr. í e. hlj. og til landbúnaðarnefndar raeð 14 : 7 atkv. að viðhöfðu nafna- kalli. Frv. um afnám forðagæzlulag- anna tekið út af dagskrá. Frv. til laga um forðagæzlu sömuleiðis tekið út af dagskrá. Frv. um friðun lunda vísað til 2. umr. i e. hlj. og til landbún- aðarnefndar með 13 : 4 atkv. Frv. um breyting á vegalögum vísað til 2. umr. og til samgöngu- málanefndar í e. hlj. Um frv. um breyting á lögum um stofnun landsbanka (um stofn- un útbús í Suður-Múlasýslu) urðu talsverðar umræður og orðahnipp- ingar, sérstaklega milli þing- manna Múlasýslna, því að báðir vilja eðlilega hafa þetta væntan- lega útbú hjá sér, Norðnjýlingar og Sunnmýlingar. — Vaó frv. að lokum vísað til 2. umr. og til allsherjarnefndar i e. hlj. Frv. um breyting á læknaskip- unarlögum tekið út af dagskrá. Samþykt að leyfa fyrirspurn til landsstjórnarinnar í tilefni af ályktun siðasta þings um láns- stofnun fyrir landbúnaðinn. Notkun jaröhitans. Winnipegblaðið Heimskringla 12. april þ. á. segir frá því eftir »The Electrical Experimenterc, að italskur fursti hafi getað notað jarðhitann til þess að koma upp rammefldri afl- stöð. Hafi ekki þurft að fara dýpra i jörð en jco fet til þess að ná i nægilegan hita. Er þarna, sé sagan sönn, gerð merkileg hyrjun til að færa sér i nyt eldkrafta jarðarinnar. Og ekki sízt fyrir íslendinga eru þetta eftirtektarverð tíðindi. Munu hér á landi viða vera góðar ástæður til að koma upp aflstöðvum, ef jarð- hitinn verður notaður til þess. H. P. Búnaðarþingið. Það hófst 28. júni og stóð yfir í viku. Þessir voru fulltrúar á þing- inu: Agúst Helgason, Ásgeir Bjarna- son, Benedikt Blöndal, Björn Bjarnar- son, Eggert Briem, Guðjón Guð- laugsson, Guðm. Helgason, }ón H. Þorbergsson, Jón jónatansson, Metú- salem Stefánsson, Ólafur Briem og Stefán Stefánsson. Þessi voru helztu málin, sem þing- ið tók ákvarðanir um: Gróðurtilraunir. Út af erindi frá Einari garðyrkjufræðingi Helgasyni um að fá innan skamms mann, sem annaðhvort yrði aðstoðarmaður eða sjálfstæður forstöðumaður við fóðurjurtatilraunir, sem gerðar yrðu í Gróðarstöðinni í Reykjavik, eða í sambandi við hana, var samþykt, að félagsstjórnin beittist fyrir því, að valinn maður byggi sig undir þennan starfa. Um verðlao. Lagt til að skipuð yrði sérstök verðlagsnefnd er verð- leggi innlendar vörur, og útnefni Búnaðarfélagið tvo menn í þá nefnd og Fiskifélagið aðra tvo, en hag- stofustjóri sé formaður. Innflutninqur sauðjjir. Félags- stjórninni falið að skora á lands- stjórnina að leyfa innflutning á sauðfé til blöndunartilrauna til framleiðslu sláturlamba undir eftir- liti og með ráði dýralækna. Jafn- framt, að landssjóður beri þann kostnað, er sóttkvíunin hefir í för með sér. Garnormaveiki. Að Búnaðarfélags- stjórnin hlutist til um að dýra- læknar rannsaki til hlítar, hver ráð muni helzt til þess að verjast garn- ormaveiki í sauðfé. Verkjari. Samþykt að afla upp- lýsinga um útlend lanbúnaðarverk- færi, sem geta orðið nothæf hér á landi og gera ráðstafanir til að kenna að nota þau. Skorað á stjórnina að hlutast til um að útveguð verði skurð%rajtarvél hentuga fyrir skurða- gröft í stórum, svo og Hka vélplóga. Stungið upp á að vöxtum Ræktunar- sjóðsins yrði varið til kaupa á slik- um vélum. Kynbatur sauðjjár. Samþykt að Búnaðarfélagið veitti Jóni Þorbergs- syni 1000 krónur hvort árið 1917 og 1918, til þess að koma upp sauðfjárkynbótabúi á Bessastöðum. Skeiða-áveitan. Félagsstjórninni falið að fara þess áleit við alþingi, að það heimili landsstjórninni að greiða úr landssjóði styrk til Skeiða- áveitunnar er nemi x/* kostnaðar við verkið. Fóðúrtryqflnq til þess að tryggja landinu nægar fóðurbirgðir á haust- nóttum handa öllum peningi fram úr, hvernig sem viðrar, felur Bún- aðarþingið félagsstjórninni að gang- ast fyrir því, að komið verði á fót öflugum og tryggilegum fóður- birgðafélagsskap um land alt, og séu hreppsbúnaðarfélögin í sam- vinnu við sveitarstjórnirnar eða sveitarfélögin sjálf frumdeildir þessá allsherjar félagsskapar. Jafnframt felur þingið stjórninni að hlutast til um að styrkveitingar til búnað- arfélaga verði bundnar þvi skil- yrði, að þau búnaðarfélög ein fái styrk, er komið hafa á hjá sér föstu skipulagi ufn fóðurbirgðir og fóðurtryggingar samkvæmt reglum er landbúnaðarfélagið semur. Þá telur búnaðarþingið bráð- nauðsynlegt, að landsstjórnin sjái um, að svo miklu leyti sem unt er, að nægar fóðurbirgðir verði hér til með haustinu, að minsta kosti á þeim höfnum sem lokast geta af ís, þegar fram á veturinn kemur. Forseti Búnaðarfélagsins, Guðm. Helgason, beiddist undan endur- kosningu. Var í hans stað kosinn Eggert Briem bóndi í Viðey. Stjórnarnefndarmenn endurkosn- ir, þeir Eggert Briem yfirdómari og Guðm. Hannesson prófessor. ^ DAGBOK T al s í m a r Alþingis: 354 þingmannaslmi. TJm þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu i sima. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Þinglesin afsöl. 5. júlí: 1. Sveinn Jónsson selur 2. þ. m. Jóni Kristjánssyni prófessor lóö úr Holtastaðabletti. 2. Þórður Jóhannsson selur 25. maí síðastl. Ölafi Þorleifssyni og Kjart- ani Höskuldssyni húsið nr. 61 við Grettisgötu. 12. júlí: 1. Copland & Berrie (1908) Ltd. selja 2. þ. m. Egil Jacobsen eignina nr. 11 (eða 9) við Austurstræti. 2. Vald.. Kr. Arnason selur 4. þ. m. Sigurði Arnasyni húsið nr. 82 B við Laugaveg. 3. Arni Jóhannsson selur 31. marz síðastl. Birni Þórðarsyni húsið. nr. 3 við Spítalastíg. 4. Jónatan Þorsteinsson selur 21. f. m. Jóni Einarssyni eignina Leynl- mýri. 5. Helgi Jónasson selur 15. maí sl. Bjarua Helgasyni húsið nr. 3 við Laugaveg. Hjónaefni. Ungfrú Solveig Slg- mundBdóttir frá Hafnarfirði og Þórður H. Jóhannesson í Viðey. Dagskrá Ed. í dag kl. 1: 1. Frv. um þóknum til vitna; 2. umr. 2. Frv. um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóðurs; 2. umr. 3. Frv. um stofnun húsmæðraskóla á Norðurlandi; 1. umr. Dagskrá Nd. í dag kl. 1: 1. Frv. um breyting á lögum um al- mennan ellistyrk; 2. umr. 2. Frv. um stimpilgjald; 1. umr. 3. —4. Frv. um breytingar á ritsíma- og talsímakerfislögunum. 5. Frv. um einkasölu landsstjórnar- innar á sementi; l. umr. 6. Frv. um vólstjóraskóla í kaupstöð- unum; 1. umr. 7. Frv. um viðauka við samþyktar- lög um kynbætur hesta; 1. umr. 8. Frv. um málskostnað einkamála; 1. umr. Farþegar á Lagarfossi hingað voru Ól. Johnson konsúll, Þórarinn Guð- mundsson fiðluleikari og Guðm. Jens- son bókhaldari. Tveir danskir hásetar voru teknir í gær af lögreglunnl og stungið í stein- inn. Voru þeir s/nilega ölvaðir og supu fast á St. Croix rommflösku, er þelr höfðu á sór — á miðju Austur- stræti. Jónasi og Sighvatiþóttu þess- ar aðfarir ekki að öllu samkvæmar settum reglum bannlaganna ogfór því sem fyr segir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.