Morgunblaðið - 24.07.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1917, Blaðsíða 1
f»riðjudag 4. árgangr 24. júlí 1917 fflORGONBLAÐID 259. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Fináfen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsimi nr. 500 BIOÍ Reykjavíknr |g|0 | BioRraph-Tlieater l ^1 M Talalmi 475 mtí prógram i kvöídí Ert. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl, Kmhöfn, 22. jiilí. Þjóðverjar sækja fram í áttina til Tarnopol og nálgast mjög borgina. I símskeytinu í blaðinu í gær stóð að Kerinsky vœri ýarinn frá. En það átti að vera, að Kerinsky væri orðinn forsætisráð- herra. Frá alþingi. Nýungar. 1. Beglugerðir um hafnanotkun. Sjávarútvegsnefnd efri deildar flytur frv. um heimild fyrir lands- stjórnina til að setja reglugerðir um notkun hafna 0. fl. Frv. þetta er að miklu leyti samhljóða núgildandi lögum um þetta efni (frá 1905). Aðalbreyt- ingin, sem frv. fer fram á, er sú, að ákveða megi í reglugerðum þessum, að gjald fyrir að nota höfn og hafnarmannvirki og taka seglfestu megi að eins krefja í peningum, en ekki hlut eða hundr- aðsgjald af afla útgerðar sem höfnina eða mannvirkin notar, svo og að ógildir séu samningar um að slík útgerð selji eiganda hafnarmannvirkja afla sinn frem- ur en örðum. Reglugerðum þess- um er einnig ætlað að ná til hafna við veiðistöður, þótt ekki sé þar löggilt kauptún, en nú er þetta bundið við löggiltar hafnir. »Tilgangur frumvarps þessa er að tryggja nokkru betur en nú er hagsmuni útgerðarmanna í kauptúnum »og veiðistöðum.* 2. Forkaupsréttur landssjóðs d jðrðum. Sigurður Sigurðsson flytur nú aftur frumvarp það, er hann bar fram á þingi 1915 með Sigurði Gunnarssyni, en felt var þá, um að landssjóður hafl forkaupsrétt, að frágengum ábúanda 0g sveitar- félagi, á seldum þjóðjörðum og kirkjujörðum, er ganga úr sjálfs- ábúð, svo og á öllum öðrum jörð- um, er ganga kaupum 0g sölum. í frv. frá 1915 var eiganda slíkra jarða gert að skyldu að selja þær landsstjórninni eftir mati óvilhallra dómkvaddra manna, en i þessu frumvarpi er seljanda heimilað að sæta hærra boði, sem honum kann að vera gert í eignina, ef landsstjórnin vill ekki kaupa fyrir það verð. Svo er og bætt við í þetta frv. ákvæði um að landsstjórnin megi verja alt að 100 þús. kr. á ári úr viðlagasjóði til jarðakaup- anna. Greinargerð: »Jafnvel þó að haldið verði áfram að selja þjóðjarðir og kirkjujarðir, þá tel eg samt réttmætt að heimila landsstjórn- inni, fyrir hönd landssjóðs, for- kaupsrétt að jörðum, er ganga kaupum og sölum. Slík heimild, ef hún yrði notuð, gæti stutt að því, að landið eignaðist jarð- ir, er ella lentu í höndum brask- ara eða útlendinga. Heimildin mundi einnig geta leitt til þess, að landssjóður keypti jarðir, er honum byðust samkvæmt lögunum, er þættu hentugar til sundurskiftingar til smábýla, til skólaseturs, embættisbústaða 0. s. frv. En aðaltilgangur með frum- varpinu er þó sá, að landið með tímanum eignist smátt og smátt jarðir, er það heíir látið af hendi, og aðrar jarðir, sem ekki eru í sjálfsábúð, en ganga kaupum og sölum. Mundi það styðja að efnalegu sjálfstæði landsins og efla lánstraust þess út á við.« 3. Sameining lsafjarðar og Eyrarhrepps. Frv. um þetta efni, er Magnús Torfason flytur, var vísað í alls- herjarnefnd (efri deildar). Nefndin hefir nú lagt fram álit sitt 0g er hún klofin. Meiri hutinn, flutningsmaður og Kristinn Daníelsson, vill að frv. nái fram að ganga, en minni hlutinn, Hannes Hafstein, ræður til að það sé felt. ísflrðingum er það áhugamál að bæta við kaupstaðinn i þess- um hreppi, en- meiri hluti sýslu- nefndarinnar í Norður-ísafjarðar- sýslu vill ekki sleppa, og í hrepps- nefnd Eyrarhrepps eru jöfn at- kvæði með og móti sameiningunni. Hins vegar mun þó meiri hluti Eyrhreppinga vilja samsteypu. 4. Samgöngumálanefnd neðri deildar heflr birt álit sitt um frv. frá Norðmýlingum um jftð síminn til Borgarfjarðar austur verði lagð- ur um Unaós, en ekki um Sanda- skörð, eins 0g ákveðið er í síma- kerfalögunum. Nefndin ræður til, að frv. verði samþykt. Ástæður: v 1. Síminn verður þá fleirum að notum. 2. Lítill kostnaðarauki. 3. Viðhaldskostnaður minni en ella. 4. Landsímastjóri meðmæltur breytingunni. 5. Fyrirspum um vöruúthlutun. í efri deild er komin fram svo- látandi fyrirspurn um úthlutun lands verzlunarvara: Eftir hvaða reglum fer út- hlutun á vörum landssjóðsins fram? Flutningsmaður: Magnús Torfa- son. 6. Framlenging vörutollslag- anna. Landsstjórnin hefir lagt fyrir þingið, auk frumvarpa þeirra, er frá henni komu í þingbyrjun frv. um að vörutollslögin 1912 (meðvið- aukum og breytingum frá 1914), skuli vera í gildi þangað til öðru- vísi verður ákveðið, með þeim viðauka, að endursendar fisk- umbúðir úr striga skuli vera undanþegnar vörutolli. Ástæður: »Þegar vörutollslögin voru sett 1912, var gert ráð fyrir að þau væru endurekoðuð innan ársloka 1915, en á þinginu 1915 þótti vegna, ófriðarástandsins ekki tök á að setja nein skattalög til fram- búðar, og voru því vörutollslögin ásamt viðaukum 'framlengd til ársloka 1917, og mun þá hafa verið gert ráð fyrir að fyrir þing- ið 1917 yrði stríðinu lokið, en þar sem svo varð ekki, virðist ekki á næsta þingi ráðlegt að taka vfjrutollslögin til endurskoðunar, með það fjrir augum að setja frambúðarskattalög, en hins veg- ar landssjóðt. nauðsynlegt að fá ekki minni tékjur en áður af að- fluttum vörum. Þar sem heldur ekki sýnist hægt að segja neitt um það, hvenær ástandið í heim- inum kemst í það horf, að hægt sé að byggja á því framtíðartoll- ílöggjöf, hefir stjórninni þótt rétt- ast að hafa framlengingartímann óákveðinn, en gengur út frá því, að vörutollslögin verði tekin til endurskoðunar þegar tök þykja tiL« núm bíó cTíýtt prógram i fívolél 7. Kosninqaréttur purýamanna o.ýl. Björn Stefánsson ber fram frum- varp um tvær breytingar á gildandi sveitarstjórnarlögum. Önnur breytingin er^sú, að mað- ur sem þiggur af sveit, skuli þó hafa kosningar- og atkvæðisrétt um öll sveitarmálefni, »ef hann hefir fleiri börn i ómegð fram að færa en 4, og styrkurinn nemur ekki meiru en sem svarar 70 kr. með hverju barni. Einnig hefir sá mað- ur kosningarrétt, sem afborgar á ári að minsta kosti tuttugasta part þeirr- ar upphæðar, sem hann hefi þegið*. Um þetta atriði segir flutnings- maður í ástæðum sinum: »Að minni hyggju er það | ]nokkurn veginn alment viðurkent ranglæíi að svifta menn almenn- um þegnréttindum, þótt þeir hafi unnið meira að mannýjölgun í iandinu en það, sem þeir af eigin ramleik hafa getað alið önn fyrir, enda er oft ekki fyrirhyggjuleysi um að kenna, heldur veikindum eða öðrum óviðráðanlegum óhöppum. Þó nær þessi ójöfnuður hámarki sínu i því, að þessum réttindum skuli ekki vera skilað aftur þegar hlutaðeigandi er orðinn sjálfbjarga maður og jafnvel farinn að endur- borga þann styrk, sem honum var veittur á erfiða timanum.c Flm. kveðst hafa óskað, að þessi réttarbót hefði einnig náð til kosn- ingarréttar til Alþingis, en til þess þyrfti stjórnarskrárbreytingu, sem ekki verði komið fram á þessu þingi. Hin breytingin er sú, að útsvar af síldveiði méð nótum inn á fjörð- um sé 2 % af veiðinni, og borgist innheimtumanni hreppsins á sama hátt og landeiganda er greiddur lands- hluturinn. 8. Hjúskaparlöggjöý, foreldrar og hörn. Einar Arnórsson og Gisli Sveinsson flytja svo látandi þingsályktunartil- lögu: Alþingi ályktar að skora á land- stjórnina að undirbúa og leggja fyrir Alþingi, svo fljótt sem unt er, frumvarp til laga um endur- bætur á gildandi löggjöf um hjú« skaparslit og afstöðu foreldia til barna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.