Morgunblaðið - 28.07.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1917, Blaðsíða 1
Laugard. 4. árganjír 28. júlí 1917 H0K6DHBLADID 263. tölublað Rítstjrtrnarsími nr. 500 Rtstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiftja Afgreiðslnsími nr 500 310 I Keykjavtknr lg|Q ,IUI Bio*raph-Theater Talsími 475 Hinci ðttalegi leyndardómur veitingahússins. (Easterbrook-miílið). Afarspennandi leynildgreglumynd í þrem þáttum. Leikin af frægustu leikurum Vitagraph-félagsins í New York. Bifreið ler til Eyrarbaksa I dag kl 10 Upplýsingar i síma 142 Frá alþingi. Nýungar. 1. MerJijalÖg. í neðri deild flytur Þórarinn Jónsson frv. allítarlegt til merkja- laga. Greinargerð fylgir á þessa leið: Það er öllum kunnugt, að víða á landi hér eru laDdamerki milli jarða óglögg og með ágreiningi, meiri og minni þrætulönd, sem legið hafa áratugum saman óaf- gerð. Þetta hefir víða vakið deil- ur og ósamlyndi milli mannat þótt aðiljar hafi ekki viljað leggja út í kostnaðarsaman og vafa- saman málarekstur. Það er því útlit fyrir, að svona verði enn lengi, ef það er ekki beint gert að lagaskyldu að fá hér enda á. Frumvarp þetta flytur þvi þau nýmæli, að allir landamerkja og itakaágreiningar verði afgerðir fyrir vissan tíma. Jafnframt þessu eru ný ákvæði um það að gera málareksturinn umsvifaminni, óbrotnari og ódýr- ari. Má fullyrða það, að ef þessi tilgangur næst, er mikil bót ráð- in á þvi, sem nú á sér stað í þessu efni. Enn má nefna það, hve mikla þýðingu þetta hefir fyrir rétt og ábyggiiegt mat jarðanna í fram- tiðinni.og þaraf leiðandi skattgildi þeirra. Aðalákvæði frv. er, að allir eigendur, jarðeigna, hjáleigna og húsmannabýla, utan kauptúna^ er afskift land fylgir, skuli gera merkjalýsingu eigna sinna fyrir maímánaðarlok 1920, og láta al|a, er hlut eiga að máli, undirrita landamerkjabréfið, og er það þing- lesið, en ef allir raálsaðilar hafa ekki skrifað undir merkjalýsingu, skal sýslumaður stefna þeim, sem ágreinir, fyrir landamerkjadóm, og sker hann úr deilunni, en dómi hans má skjóta innan árs til yfir- dóms til staðfe8tingar eða til ónýt- ingar og heimvísunar. 2. Kaupstaðarréttindi handa Siglufirði. Þingmenn Eyfirðinga flytja frumvarpsbálk mikinn, í 35 grein- um, um bæjarstjórn á Siglufirði. 1. gr. »Siglufjarðarverzlunar- staður, þar með talin verzlunar- lóðin öll, höfnin, landeign hafnar- sjóðs og alt land jarðanna Hafn- ar og Hvanneyrar skal vera lög- 8agnarumdæmi út af fyrir sig, með kaupstaðarréttindum.* Bæjarfógetanum á Siglufirði, sem jafnframt sé bæjarstjóri, eru ætluð 2 þúsund kr. fastalaun úr landssjóði. í greinargerð sinni benda flm. á, hver nauðsyn Siglufirði sé að eiga sérstakan dómara og lög- reglustjóra. Auk þess eigi hann lítið sameiginlegt með sýslunni vegna staðhátta og full sann- girniskrafa, að hann meigi ráða sér sjálfur, svo vel sem hann sé settur, að þvi er snertir sjávar- útveg, verzlun og samgöngur. Þá er sveitarfélagið ekki alveg á flæðiskeri að efnahag, að því er flutningsmenn segja. Hrein eign þess er fullar 55 þús. kr. Yfir 40 þús. kr. voru greiddar þar í sveitarútsvör síðastliðið haust. Og alt þykir þeim benda til, að þessi aðstaða Siglufjarðar sé ekkert stundarástand eða til- viljun. íbúar þar eru nú freklega 8004 og lifa eingöngu á fiskveið- um og verzlun. 3. Nefndarálit um stimpilgjald er komið (frá fjárhagsnefnd neðri deildar). Nefndin ræður til að samþykkja frumvarpið með nokkrum breyt- ingum (17). Segir svo í nefndarálitinu: »Jafnvel þótt fjárhagsnefnd- in gangi þess eigi duld, að var- lega verði að fara í það að leggja slíkan skatt á viðskifta- lífið, sem stimpilgjald er, hefir það þó orðið ofan á i nefnd- inni að ráða hinni háttvirtu deild til að samþykja frum- varp það, er hér ræðir um, með þeim breytingum, er til- færðar verða hér á eftir. Þess verður að gæta, að fjárhagur landsins er nú alt annað en glæsilegur og að hin mesta nauðsyn er á að þetta þing skiljist eigi svo, að landssjóði sé eigi aflað nýrra tekna. Frá þessu sjónarmiði ber að skoða tillögur nefndarinnar, en eigi frá því sjónarmiði, að henni þyki stimilgjald í raun og veru æskilegur skattur. En eins og ástandið er nú, eru vandfundn- ar leiðir í skattamálum að öðru leyti, og eigi við því að búast að þetta þing geti sett skatta- lög, sem vissa sé fyrir, að hald- ið verði að lokinni heimsstyrj- öldinni, þvi að enginn getur sagt um, hvernig vér þá verð um að snúa oss i skattamálum vorum.« Af breytingum má nefna, að nefndin vill auka við ákvæði um, að víxla og ávísanir, sem seljast í bönkum, eða öðrum lánsstofm unum skuli stimpla með 50 au. af hverju þúsundi eða minna, sem skjalið nemur. Framlengdur víxill telst nýr víxill. 4. Lýsismat. Frv. um það efni flytja (1 neðri deild) Ben. Sveinsson og Sveinn Ólafsson. Með frv. þessu er mönnum gerður kostur á að fá lýsi flokk- að og metið. Fiskimatsmenn hafi lýsismat á hendi. í ástæðunum segja flm.. að ókleift hafl reynst undanfarin ár, að selja • útlendum heildkaup- mönnum lýsi á skipsfjöl (fob). il þess að bæta úr þessu og ðka söluna sé farið fram á lýsismat, að ósk lýsissala. Flm. búast við ámóta ’gagni af lýsis- mati eins og af mati á saltfiski og síld. Sveinn Olafsson flutti á þing- inu í vetur frv. svipað þessu, en þá dagaði það uppi í flaustrinu og fuminu. i f 5. Herpinótaveiði. Magnús Pétursson og Þórarinn Jónsson vilja setja samþyktar- lög til að takmarka herpinóta- veiði á fjörðum inn af Húnaflóa. Úr efri deild í gter. 8 mál á dagskrá. 1. Frv. um breyting á lögum um umboð þjóðjarða gekk orða- laust út úr deildinni til neðri deildar. 2. Frv. um breyting á lögum um sjúkrasamlög. Umræður urðu litlar. Breyt- ingartill. allsherjarnefndar voru samþyktar og málið síðan samþ. til 3 umr. með 13 shlj. atkv. 3. Húsaleiga í Reykjavik. Framsögum. allsherjarnefndar, mjjn bíó cTbýtí prégram I í fivolél Tvö Ibúðarhíis við Hverfisgctu eru t i 1 s ö 1 u og i b ú ð a r i. október. Garðar Gíslason. Koiiráð R. Konráðsson læknir Þingholtsstræti 21. Simi 575. Heima 10—12 og 6—7. ■ flöskur eru keyptar hiui Sanítas Smiðjustíg 11 Kristi^n Daníehson, gerði grein fyrir breytingartillögum nefndar- innar, aðallega þeirri efnisbreyt- ingu, húseiganda sé leyft, einnig eftirleiðis, að segja upp húsnæði til eigin íbúðar, ef hann sjálfur er húsnæðislaus. Forsœtisráðherra spurði nefnd- ina að því, hvort hún hefði borið sig saman við bæjarstjórn Reykja- víkur eða borgarstjóra um breyt- ingartillögur sinar, eu það taldi hann að átt hefði við, þar sem um eina verulega efnisbreytingu væri að ræða. Bæjarstjórnin hefði átt frumkvæði að þessu frumv. stjórnarinnar, og ráðuneytið hefði farið að tillögum hennar i aðal- atriðum. Framsögum. kvað nefndina ekki hafa borið breytingar sinar undir borgarstjóra. Þess hefði nefndin ekki talið þörf, og annar maður í nefndinni, Magnús Torfason, gat þess, að borgarstjóri hefði átt að snúa sér til nefndarinnar í þessu máli, en nefndin ekki til hans að fyrra bragði. Magnús Kristjánsson vildi leyfa húseigendum að geta sagt upp hÚBnæði, þótt þeir ætluðu ekki að nota það til eigin íbúðar. Þeir gætu t. d. átt frændur og vanda- menn, sem þeir vildu lofa inni. Til þess að bæta úr húsnæðis- skortinum og koma í veg fyrir að hann ágerðist vildi hann að betur’ væri framfylgt gildandi lagaákvæðum um húsmenskuskil- yrði, sem sé, að þeir sem settust að í húsmensku, verði að hafa trygt sér samastað lum 1 ár. Atvinnumdlardðherra fanst ein- um að hornsteini vera kipt und-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.