Morgunblaðið - 02.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1917, Blaðsíða 1
Fimtudag 4. árgangr 2, ágúst 1917 268, tðlublað Ritstjórnarsíœ! nr. 500 Sjónleijtur i 4 þáttum eftir Roland Talbor. Tekinn og leikinn i Englandi af frægum amerískum leikurum. Myndin er f'illeg, áhrifamikil og afarspennandi frá byrjun til enda. Konráð R. Konráðsson læknir Þingholtssttæti 21. Sími 575. Heima 10—12 og 6—7. Frá alþingi. Nýungar. 1. Misœrisskattur aý tekjum. Bjarni Jónsson frá Vogi flytur frv. snikið um misærisskatt af tekjum. x. gr. Hver sá maður er hefir meiri hreinar tekjur en 2500 kr. skal gjalda misærisskatt af þeim tekjum, sem hann hefir fram yfir þá upphæð. 2. gr. Skattskyldir menn eftir *l. gr. þessara laga skulu gjalda sem hér segir: Af fyrstu 500 kr. fram yfir 2500 kr. . . . 2% Af næstu 1000 kr. þar fyrir ofan .... 3 % Af næstu 1000 kr. þar fyrir ofan • • • • 3 Va % Af næstu 1000 kr. þar fyrir ofan .... 4o/0 Síðan skal hundraðsgjaldið vaxa um Va viö hver þúsundaskifti þar til það nær io°/o. Eftir það vex það um 2 %o unz það nær 15 %, en þá um 1 %0 þar til það er orðið 20%. 3. gr. Hreinar tekjur teljast laun starfsmanna og tekjur af fyrirtækj- um að frádregnum kostnaði. Fram- færslukostnaður heimilisins verður ekki dreginn frá. I 4. gr. eru ákvæði um, að stjórn- jn skipi skattanefnd í hverri sjí-slu og kaupstað og yfirskattanefnd fyrir land alt. Mönnum er skylt að taka við skipun, og nefndirnar eiga að vinna kauplaust. Þær skulu vinna eið að starfi sínu. 5. gr. er um að ýmsum stjórnar- völdum sé skylt að fræða skattanefndir um hag manna. >Skal það talin em- bættisafglöpun, ef þessi völd tregðast við, og varða auk þess sektum frá 200—2000 kr.« 6. gr. ei um að stjórnarráð segi Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen fyrir um hvernig tekjur á að telja til skatts, en skattanefndir birti og heimti að menn segi sjálfir til tekna að viðlögðum drengskap. 7. gr. Nú vanrækir maður að segja til um tekjur sínar, og skal þá sknttanefnd setja honum skatt, en kæra frá hans hendi er ónýt, nema hann sanni, að gild forföll hafi valdið þvi að hann sagði eigi til. 8. gr. Telji maðnr vísvitandi tekjur sinar rangt, þá skal hann gjalda skattinn sjöfaldan, nemahann vilji heldur láta málið koma fyrir dómstólana. Fara skal með slík mál sem sakamál, og skal refsað fyrir sem skjalafals, ef sannast sviksamlegt framtal. 9. gr. Skylt er bönkum og öðrum stofnunum til fjárgeymslu að segja skattanefndum til um ei n manna i bankanum eða stofnun- inni og tekjur þeirra af peningum og verðbréfum. 10. gr. Á skattanefndum hvilir rik þagnarskylda, en sé afbrugðið skal það bæta 1000—5000 kr. 11. gr. Vinni skattanefndir verk sitt seinlega, má knýja þær til framkvæmda með dagsektum, sem stjórnarráðið ákveður. í 12. gr. eru fyrirmæli um hve nær setja á i skatt. Tekjur frá síð- asta nýári eru skattskyldar. 13. gr. Fé þessu má verja til þess að jafna misæri það í verzl- un, sém leiðir af heimsstyrjöldinni. Verði afgangur, skal hann renna í landhelgissjóð. 14. gr. Sá misæriskattur skal falla niður, sem eigi er fallinn i gjalddaga, þá er misærinu léttir af. 15. gr. Lög þessi ganga þegar i gildi og standa til næsta þings. Greinargerð: Telja má það vist, að landssjóði verði féskylft, er nú mun brátt reka að þvi, að hann þurfi að leggja fram fé til hjálpar öllum almenn- ingi. Þess vegna þykir mér rétt að sjá honum fyrir nokkrum tekju- auka. Hefi eg leitast við að láta koma sem léttast niður, en eink- um er tilætlun min, að lög þessi afstýri þeim óvinafagnaði, að leng- ist æfi verðhækkunartollsins*. Frv. er líkt þvi sem Bjarni flutti á þinginu 1915, er þá var vísað til stjórnarinnar með rökstuddri dagskrá. 2. Bœjarstjórnarlöf Isaýjarðar. Frv. Magnúsar Torfasonar um það efni er komið úr allsherjarnefnd Ed. Nefndin gerir nokkrar breytingar við frv., svo sem að fella úr öll á- kvæði, er voru miðuð við það, að Eyrarhreppur sameinaðist ísafirði, en, frv. um það er nú fallið, svo sem kunnugt er. Leggur nefndin annars til, að frv. verði samþykt. Framsögum. er Magnús Torfason. ísafoldarprentsmiðja 3. Mali og vigtartœki. Allsherjarnefnd Ed. hefir einnig athugað frv. stjórnarinnar um mæli og vigtartæki. Ræður nefndin til að það nái fram að ganga með allmörg- um breytingum á orðfæri. M. a. vill nefddin breyta »mæli og vigtar- tæki* I: mælitæki og vogaráhöld. 4. Bifreiðar. Frá allsherjarnefnd Nd. er komið svo hljóðandi álit um bifreiðafrv. Einars Arnórssonar: Nefndin hefir athugað frumvarp þetta og leyfir sér eindregið að ráða háttv. deild til að samþykkja það með tveimur viðaukatillögum. 1. Viðaukatillagan geymir i sér breytingu á 2. gr. bifreiðalaganna. Munur á téðri gr. og viðaukatillög- unni er fólgin þar í, að stjórnarráð- ið getur eftir viðaukatillögunni tak- markað eða bannað bifreiðaaksty á vegum eða vegaköflum, enda þótt hann verði eigi talinn hœttulegur eða til sérlegra óþæginda ýyrir aðra um- ýerð. Það er nægilegt til slíks banns eða takmörkunar, ef akstur veldur að öðru leyti óþægindum. Næturakstur hér' í Reykjavik er t. d. nú þegar að verða plága mörgum manni, og miðar aðallega til þess að skemta nautnasjúku fólki, sem eigi virðist annað hafa að gera við tíma sinn eða fé, en að leita sér næturskemt- ana í bifreiðum. í sambandi hér við má annars geta þess, að bifreiðaferðir innan bæja eða kauptúna hér á landi eru svo að segja eingöngu til skemtun- ar. Bæjarmenn nota eigi bifreiðar til starfa sins eða frá honum, og þvi sýnist alls engin ástæða til að leyfa hraðari akstur en svo, að hættulaus verði og til sem allra minstra ó- þæginda að unt er. 2. Viðaukatillagan hefir þá breyt- ingu að. geyma á 1. málsgr. 7. gr. bifreiðalaganna, að ökumönnuœ skuli skylt að stöðva, eigi að eins bifreið- ina, heldur og gangvélina (mótorinn) þegar hestar hræðast eða óróast. Nú er það svo, að þeir stöðva að visu vagninn, en neita að stöðva vélina, af þvi að þeim sé það eigi lögskylt. Vélin heldur þvi áfram, en hljóð hennar eru nægileg til að trylla áður hrædda eða órólega hesta. 3. breyt.till. er til hagræðis bif- reiðaeigendum. (Sú brtt. er um að lögin öðlist þegar gildi, en stjórnar- ráðið geti veitt frest til að fullnægja ákvæðunum um hraðamæli og leið- armæli). Framsögumaður er Einar Arnórs- son. Úr neðri deild i gær. 1. Frv. um framlenging á gildi laga um vörutoll; 2. umr. Frv. samþ. og visað til 3. umr. í e. hlj. Afereiðsinsimi nr. 500 gaiBtagaEBEawiiMiiiLjiBE JlÚJTi BÍÓ Gimsteinaþjófar. Leynilögreglusjónleikur í 3 þáttum. Leikinn af Nord. Films Co. Aðalhlutverkin leika: Ebba Thomsen-Lund. Th. Lund, Robert Dinesen, Henr. Seemann, Johs. Ring. Mynd þessi er frá upphafi til enda jafnspennandi. — Töiusett sæti. — witiiii iiiii 1 j, jii, ■ 4 maima hljóðfæraflokknr (Orkestei) fæst á Café frá ij. ágúst. Tilboð, merkt: » M u s i k «, með kaupupphæð, leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 6. þ. m. Jarðarför Jósefs sðl. Jónssonar sem and- aðist 17. júli, fer fram frá heimili hans, Syðri-Klöpp við Óðinsgötu, 2. ág. kl. IP/j. Aðstandendnr hins látna. 2. Frv. um breyting á og við- auka við lög um heimild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum; 2. umr. Frv. samþ. og vísað til 3. umr. í e. hlj. 3. Frv. um þóknun til þeirra manna er vitni bera fyrir dómi; 2. umr. Frv, samþ. með dálitlum breyting- um og vísnð til 3. umr. i e. hlj. 4. Tillaga til þingsál. um útveg- un á nauðsynjavörum; síðari umr. Till. samþ. með breytingum og agfreidd ti' stjórnarinnar. 5. Frv. um heimild handa bæjar- og sveitarstjórnum til að taka eign- arnámi eða á leigu brauðgerðarhús o. fl.; 3. umr. Eftir nokkrar umræður var frv. tekið út af dagskrá. 6. Frv. um viðauka við lög um samþyktir um kynbætur hesta; 2. umr. Frv. samþ. og vísað til 3. umr. í e. hlj. 7. Frv. um breyting á 1, gr. toll- laga fyrir ísland; 2. umr. Frv. samþ. með litlum breytingum og vísað til 3. umr. með öllum greidd- um atkv. gegn einu. 8. Frv. um skipulag kauptúna og sjávarþorpa; 1. umr. Guðm. prófessor Hannesson hefir samið frv. um þetta, en Magnús Pét- ursson flytur það. Fór flutnings-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.