Morgunblaðið - 07.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1917, Blaðsíða 1
Þriðjud. 4. árgangr 7. ágí ,t 1917 HORfiDNBLABIB 273. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 BIOl Reykjavtkur |P|Q UIUI Biofcraph-Theater lUIU Talsfmi 475 Jltjíí prógram í hvöídí K. F. U. M. VALUR (yngri deild) Æfing i kvöld kl.BVa.Fjölmennið Erí. simfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Khöfn 5. ágúst. Kerensky heflr sent He- krassov fulltrúa sínum eft- irfarandi skeyti: »Hinar nauðsynlegu um- hætur, sem þyrfti að gera á bráðabirðastjórninni er eigi hægt að framkvæma þrátt fyrir tilraunir, sem til þessa hafa verið gerðar. Æski eg því fullkominnar lausnar<. — Stjórnin heflr neitað taka þetta til greina Þjóðverjar hörfuðu und- an hjá Ypres á mánudag- inn. Rússar hörta enn undan. K.höfn 4. ág. Sundurlyndi er í rúss- nesku stjórninni. Finska landsþingið neit- ar því að leysast upp. BÚist er við því að Norð- tnenn muni taka að sér að flytja miljón smálesta af matvælum frá Ameríku til bandamanna. Bretar hafa náð St Jul- len. Frá alþingi. Nýungar. 1. Guðmundut Finnboqason. Nefndarálit um frumv. til laga um að skipa dr. phil. Guðmund Finn- bogason kennara i hagnýtri sálar- fræði við háskóla íslands (þingskj. 87). Frá mentamálanefnd Nd. Visindagrein sii, er hér ræðir um, er ekki eldri en svo, að telja má að undirstaðan hafi verið lögð um miðja öldina sem ieið, er hinn frægi þýzki visindamaður og spekingur Gust. Th. Fechner gaf dt bók sína Elemente der „Psychofysik (Leipzig 1860). Eftir þetta var farið að leggja mikla stund á þær greinar sálarfræðinnar, er byggjast á reynslu, þekkingu og tilraunum, svo sem sálareðlisfræði (psychofysik) og sálarfræði (psycho- dynamik). Lærðu menn af þessu að koma mælingum við ýmsar hliðar á andlegri og líkamlegri starfsemi mannsins, finna lögmál hennar inn- an vissra takmarka, og að lokum að hagnýta þetta lögmál, með því að haga vinnu eftir þvi sem það kennir oss að manninum sé eðlilegast og afl hans nýtist bezt. Þannig hafa orðið til hin svo nefndu vinnuvis- indi, sem nú hafa vakið svo mikla athygli úti um heim. Keppast mentaþjóðirnar við að þroska og efla þessa visindagrein, og það því fiemur sem mannsaflið stígur i verði hraðfara ár frá.ári. A öllum timum og í öllum lcnd- um hafa að vtsu verið til greindir og athugulir menn, er lærðu af reynslunni hagnýtar vinnureglur. En slik þekking, er svo verður til, eins og einstakir ljósdeplar hingað og þangað í tima og rúmi, rennur ekki í sameiginlegan sjóð sem menning- arlind þjóðfélagsins, nema safnað sé saman og sett i visindalegt kerfi. Fyrst þegar það er gert má segja, að þekkingin sé orðin sameign þjóðar- innar, er síðan getur gengið að erfð- um frá kynslóð til kynslóðar. Nú erum vér svo heppnir að eiga einmitt mann, sem með styrk af landsfé leggur stund á hagnýt sálar- vísindi, Svo sem bækur haus, fyr- lestrar og meðmæli lærðra manna bera vott um, er hann bæði áhuga- samur og vel að sér, eigi að eins i frumatriðum þessarar vísindagreinar, heldur og um nýjustu rannsóknir, er þar að lúta. Sjálfur hefir hann og hafið rannsóknir á hagnýting vinnu- afls við ýms íslenzk störf og mun halda þvi áfram, ef honum verður gert það fært. Þegar svo stendur á, að til eru menn i landinu, er leggja stund á og skara fram úr i einhverri visínda- grein, þá er það siður mentaþjóða að tryggja sér starfskrafta þeirra með því að veita þeim stöðu við aðal- mentastofnanir sínar, háskólana. Þar eiga þeir heima og þaðan njóta þeir sin bezt. Dæmi eru til að útlendir háskólar hafa tTygt sér þannig is- lenzka starfskrafta, af því að þeir kunnu að meta þá. Það er nú augljóst að frumvarp það, sem hér um ræðir, hefir ekki í för með sér aukin útgjöld fyrir lands- sjóð fyrst um sinn, því að ganga má að þvi vísu, að það komi ekki til mála að svifta hann styrk þeim, er hann hefir nú til visindaiðkana sinna, en þessi styrkur er einmitt jafn launum þeim, er hann fær, ef þetta frumvarp verður samþykt. — Vinningur má það aftur teljast, að ef dr. Guðmundi er veitt fast starf, þá á landið aukna starfskvöð á dug- andi manni, er það annars átti á hættu að missa út i heiminn. Nefndin hefir þvi komið sér sam- an um að mæla með frumvarpinu. Alþingi, 3. ágúst 1917. Bj. fónsson frá Vogi, M. Pétursson. form. og frams.m. Sveinn Ólafsson. Jör. Brynjólfsson, með fyrirvara. Stefán Stefánsson, með fyrirvara. Fjárveitinganefnd neðri deildar samþykk fjárhagsatriði nefndarálits og frumvarps þessa, um að skipa dr. Guðm. Finnbogason kennara i hag- nýtri sálarfræði við hásIrSla íslands. Alþingi, 3. ág. 1917. Pétur Jónsson. Bjarni Jónsson frá Vogi. 2. Steýnubirtingar. Frv. Einars Amórssonar um stefnu- birtingar er komið úr allsherjarnefnd Nd., sem það hafði til meðferðar. í nefndinni hefir enginn ágrein- ingur orðið. Telur hún frv. þetta til mjög mikilla bóta og er henni því áhugamál, að það nái fram að ganga. Ræður hún deildinni til að sam- þykkja fiv. með smávægilegum breyt- ingum. 3. Forðagazlumálið. Um. frv. Magnúsar Guðmunds- sonar og Gisla Sveinssonar til nýrra forðagæzlulaga er komið álft frá landbúnaðarnefnd Nd. Nefndin hefir klofnað. Meiri hlutinn, Stefán Stef- ánsson, Jón Jónssonj Pétur Þórðar- son og Sig. Sig., vill fella frv. Birt- ist hér útdráttur úr áliti þéirra: Með frv. þessu er ætlast til, að forðagæzlulögin sé afnumin. A það að vera endurbætt útgáfa laganna, en hefir mistekist. Helztu breytingarnar eru þessar: 1. Sýslunefndir i stað hreppsbúa kjósi forðagæzlumenn. 2. 5 kr. i stað alt að 2 kr. fái þeir á dag, meðan þeir eru i skoðun. 3. Engu föstu formi sé fylgt um skýrslugerð og mat á heyjum. 4. Engar reglugerðir á að semja. I ntiJTJ BÍÓ St. Licie-Ét. Nútíðar-sjónleikur i 3 þáttum. Aðalhlutv. leika þau Christel Holch, Alf Blötecher, Gunnar Sommerfeldt. Tölusett sæti. Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mðnnum að okkar hjartkæri sonur, Ágúst Jóhannsson, andaðist I. þ. m. ’Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 8. þ. m. kl. 12 á hád. frá Jófrlðar- staðavegi nr. 8 i Hafnarfirði. Jóhann Jónsson. Gróa Þórðardóttir. Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum að konan min elskuleg, Mar- grét Þórðardóttir, lézt þann 30. júlf. Jarðarförtn er ákveðin þann II. þ. m. kl. 12 á hád. Lambhúsum, Akranesi, 4. ágúst. Sig. Jónsson. Fundur á Bazarnum þriðjudag 7. ágúst kl. 9 e. h. Fundarefni: Skemtitúr. Alit meiri hlutans á þessum breyt- ingum er á þessa leið: 1. Óvíst að nokkur bót sé að þvi, að sýslunefndir kjósi mennina. Hættara við óánægju yfir gerð- um þeirra, og óviðfeldið, að kjósendur í hreppunum fái ekki að kjósa þá. 2. Ekki hægt að segja, að 5 kr. kaup á dag sé i raun og veru of hátt, en ekki er ráðlegt að hækka dagkaup svo, án sam- þykkis hreppsbúa eða hrepps- nefnda. Þessi breyting mundi gera lögin enn þá óvinsælli en þau, er nú gilda. 3. Alveg nauðsynlegt að ákveðnar reglur sé settar i lögin og reglu- gerðir um mat á fóðurbirgðum og ásetning. Kosturinn við þessa ferð er sá, að skoðunarmaðurinn verður að gegna starfi sínu með alúð og samvizkusemi; aular geta ekki metið heyin á þennan hátt og vilja ekki gera það. Sæmi- lega greinda og reikningsfæra menn verður þvi að kjósa. Menn eru með þessu neyddir til að mynda sér sjálfstæða skoðun, »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.