Morgunblaðið - 15.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1917, Blaðsíða 1
THiðv.dag 4. árgangr 15. ágúst 1917 10KGUNBLADID 281. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmifija Afa'reiðslusími nr. 500 BIOI Reykjavíkur Biograph-Theater Talslmi 475 Arlagadómur Fallegur og efnisrikur sjónl. í 3 þáttum, leikinn af ágætum dönskum leikurum. Aðalhlutv. leika: Fru Luzzy Werren, Hrr. Herm. Florentz. Efni myndarinnar er mjög áhrifamikið, og fádæma fagurt, og myndin er án efa með þeim beztu sem hér hefir verið sýnd. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 13. ág. Rúmenska stjórnin mun bráðlega verða flutt til Rostor. Rússar veita nú ðflugt viðnám hjá Brody. Bifreiðastj örarnir. Þeir eru margir hverjir ekki annað en nafnið, ýmist af þekkingarleysi, eða kæruleysi, og stundum sjálfsagt hvortveggja. Um bæinn, fjölförnustu göturnar, eigi síður en annarsstaðar, keyra þeir svo hart, að með öllu er óhæfilegt, þar sem þeir samkvæmt lögum mega ekki keyra um bæinn með meiri hraða en 15 km. á klst. En það er óhætt að fullyrða að marg- ir hverjir keyra um götur bæjarins með 20—25 km. htaða, og nota ekki flautuna nærri eins oft og vera ber. Það er eins og sumir af þess- um ungu mönnum sem læra að verða bilstjórar, haldi að þeir séu orðnir svo óttalega miklir menn, um leið og þeir fara að stjórna bifreið, að þeim líðist alt, og meira að segja að þeir þurfi enga varúð eða aðgætni að sýna. Þeim virðist mest um hugað að fara sem hraðast, enda eru axar- sköftin að verða svo tíð, að eigi verður um þagað lengur. Nú um síðustu helgi hvolfir einn bifreið fulri af fólki austur á Þingvöllum, og vit- anlega ekki hans forsjá að þakka, að hann limlesti ekki eða drap farþegana. — Annar bíl fer út af veginum suður hjá Hafnarfirði og slasast 2 menn, sem í honum eru. Þriðji keyrir hér á barnavagn á sunnu- daginn, sem hafði staðið uppi á gang- stétt. f Einn keyrði lögregluþjón um hér í vor á götum bæjarins, og eitthvað af börnum sem með hon- um voru. Fleiri dæmi mætti tilfæra ef þörf gerðist. Af mönnum, sem fara svona ógætilega, á að taka skír- teinið, því að það er hreinn voði að hafa bifreið í höndunum á þeim. Og úr því að lögreglan skiftir sér ekkert af hvernig bifreiðasjórarnir keyra um bæinn, sem er næsta furðu- legt, og af þvf að þeir allflestir sinna ekkert að fara eftir gildandi lögum um það efni, verða borgararnir sjálf- ir að kæra vægðarlaust, og opinbera nöfn þeirra bílstjóra er of hart keyra, eða ekki sýna fulla aðgætni, og kref jast þess að ökuskírteinið sé tekið af þeim. Það er sérstaklega einn bílstjóri, sem fer æfinlega varlega, og má full- yrða að brýtur aldrei lögin um notk- un bifreiða, og það verður að nefna nafn hans, honum til verðugs lofs, en það er John Sigmundsson, sem keyrir Saxon nr. 26. Það stendur á sama hvar hann sézt með bifreið, hann viðhefir alstaðar sömu aðgætnina, enda er hann tvímælalaust viðurkend- ur bezti bílstjórinn sem hér er til, og fólk sækist eftir að ferðast með honum öðrum fremur, bæði vegna gætni hans og eins hins, að hann þekkir allra manna bezt ef eitthvað verður að vélinni, og er fljótur að gera við það. Hann er maður sem hver ungur maður sem ætlar sér að verða góður bilstjóri, ætti að taka sértil fyrir- myndar. Það er ekki svo að skilja, að fleirí bilstjórar séu ekki til hér til gætnir, sem betur fer er svo, en þeir sem fara óvarlega hér eftir, hvort heldur er I bænum eða annarsstaðar, skulu vægðarlaust verða kærðir, eða þá birt nöfn þeirra, og geta þeir þá getið sér nærri hvað atvinnuvegurinn verður langgæður. Civis. Dýrtfðaruppbót. Pétur Jónsson, sem skrifað hefir með fyrirvara undir meiri hluta álit bjargráðanefndar neðri deildar i dýr- tiðaruppbótarmálinu, gerir nú ýms- ar, breytingartillögur við breytingar- tillögur þessa meiri hluta. Eru þess- ar helztar: 1. í stað þess að meiri hlutinn vill veita þeim, sem hafa 3500 kr. árslaun 10 °/0 í dýr- tíðaruppbót og veita enga upp- bót af hærri launum, vill Pétur veita mönnum með 3500 kr. laun rs°/o, en af 4S00 kr. launum 5 % og sömu krónu- upphæð og af 5000 kr. laun- um. 2. Meiri hlutinn vill ekki veita einhleypum mönnum, sem ekki 77i/fa Bíó <j| 1 ÞyrnibFautin. Nútíðar sjónleikur i 4 þáttum. — Aðal-leikendur: Olaf Fönss, Agneta Blom, Johs. Ring. Hvar sem þessi mynd er sýnd, munu þúsundir áhorfenda fyllast meðaumkun með hinni ógæfusömu fósturdóttur skóar- ans, sem hrakin er frá sælu lifsins ög lendir í mannsorpinu. Augnlæknirinn verður með Botníu águst-ferðina til Akureyrar, og til Seyðis- fjarðar afiur til viðdvalar þar. Tekið á móti sjúklingum á skipsfjöl. Gamaníeikarnir JTlalarakonan i JTlarii/ og Vinnustútknaátji/ggjur verða leiknir i Iðnó fimtudaginn 16. þ. m. kL 9. í síéasta sinn. Tekið á móti pöntunum í Bókverzlun ísafoldar. Snyrpibátaspil fást hjá Sigurjóni Péturssyni. cTHoRRrar íunnur af ágœtu saííRjoíi úr Vopnafirði og af Möðrudalsfjöllum, fást keyptar i dag og á morguu fyrir 115 kr. hver, hjá cTaíi cftrnasyni, Skólavörðusdg 8. hafa dúk og disk, dýrtíðarupp- bót, ef árslaun þeirra nema 2000 kr. eða meiru, en Pétur vill ekki taka af þeim uppbót- ina þó að þeir hafi alt að 2500 kr. i laun. 3. í stað þess að meiri hlutinn ieggur til, að þeir menn, sem njóta dýrtiðaruppbótar, fái 50 kr. að auki með hverju barni und- ir 15 ára, er þeit sjálfir fram- færa, vill Pétur láta þann upp- bótarauka ná til barna og for- eldra á skylduframfæri, sem ekki geta að fullu unnið fyrir sér. Heyþurkunarvél. Ef nokkursstaðar í heiminum er þörf á góðri heyþurkunarvél, þá er það hér á Suðurlandi. Ár eftir ár »verður taðan að skit< hér á Suður- landi, eins og einn góðkunnur læknir komst að orði, og bændur biða gif- urlegt tjón af. Það er óskemtileg sjón að koma hér austur í sveitirnar og sjá þúsundir hesta af töðu morkna og verða einkis nýta á túnunum. Þurkatíð um sláttinn er sjaldgæf mjög og bændur geta aldrei reitt sig á að heyin náist inn óskemd. Það hefir verið opinbert leyndar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.