Morgunblaðið - 18.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1917, Blaðsíða 1
Xargard 4. árgangr 18. ágúst 1917 284. tðlublað ’ Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslasimi nr. jgo BI0| |§I0 Talsími 475 mtt prógratti í hvöld! Jarðarför Þorgrims Johnsens fyrv. hér- aðslæknis, sem andaðist II. þ. m., fer fram þriðjudaginn 21. þ. m. kl. II1/, f. h. frá heimili hans, Schoushúsi við Vesturgötu. Hinn framliðni óskaði þess, að eigi væru gefnir blómsveigar né nokkurskonar minn- ingarspjöld. Sophie Johnsen. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 16. ág. Brezku verkamennirnir halda fast við ákvðrðun sína um að sækja iundinn í Stokkhólmi, sem halda á 9. september. Mackensen lieíir tekið 3000 fanga hiá Sereth. Bretar hafa tekið fremstu skotgrafalínu hjóðverja á svæðinu frá Lens og norð- austur af Loos, Friðarumleitunum páf- ans hefir allsstaðar verið tekið dauflega. Sildveiðin nyrðra. Akureyri i gær. Engin sildveiði i rúman hálfan mánuð, nema Njörður sem kom inn í fyrradag með 26 tunnur og Eirik- ur með 150 tunnur. Siglnfjörður fcanpstaður? Fréttaritari vor á Akureyri símaSi oss í gser á þessa leið: Aukasýslufundur var haldinn hór i gær, eftir áskorun frá meirihluta sýslu- nefndar. Til umræðu var meðmæla- umsókn Siglufjarðar um það að alþlngi veittl kauptúninu kaupstaðarróttindi, Jarðarför sonar okkar elskulegs, Óla P. Finsen, sem andaðist síðastliðinn laugardag að Geitabergi, fer fram á Akranesi miðvikudaginn 22. þ. m. og hefst kl. 12 Vs e. h. Ingibjörg og Ól. Finsen. ■BmmamnEBHBBaaMnrannH frumvarp, sem nú liggur fyrir þing- inu. Um það urðu miklar og heitar umræður, sem lyktaði svo, að fundur- inn synjaði meðmælauna til alþingis, með 8 atkvæðum gegn 2. — Þep FIoíu var sökt í »Gula Tidend« frá 12. og 13. júlí er allnákvæm frásögn um það þegar »Floru« var sökt og frásögnin höfð eftir skipverjum, sem degi áður komu til Bergen. Skipið fór frá Seyðisfirði miðviku- dagsmorgun 4. júll, svo sem kunn- ugt er. Hafði það meðferðis um 2000 tunnur af saltkjöti, sem Norð- menn áttu að fá, 5 íslenzka hesta og nokkuð af öðrum varningi. Skip- verjar voru alls 22, en farþegar 16 talsins, Norðmenn, Danir og íslend- ingar. Föstudagskvöldið 6. júlí var skipið komið í nánd við Shetlandseyjar. Kom þá þýzkur kafbátur að þvi og hóf skothríð mikla. Fyrstu tvö skot- in hæfðu ekki skipið, en við þriðja skotið féll reykháfur skipsins. Flísar úr sprengikúlunni fuku í allar áttir og ein þeirra kom i fót eins far- þeganna og særði hann nokkuð. Eftir þriðja skotið voru björgunar- bátar skipsins settir á flot og fóru skipverjar og farþegar i þá. En kaf- báturinn hélt áfram skothriðinni á skipið, en hæfði aldrei. Virtist helzt svo sem Þjóðverjarnir gerðu sér meira far um að hæfa björgunarbátana en skipið, því kúlurnar lentu alt i kring- um þá löngu eftir að þeir voru komn- ir frá skipinu. Til allrar hamingju lenti engin kúla á bátunum, en litlu munaði stundum. Loks hætti kaf- báturinn skothríðinni og rendi tund- urskeyti á »Floru«, sem sökk á nokkrum mínútum. Bátarnir reru nú í áttina til lands en hittu brátt brezkan tundurspilli, sem tók skipverja og farþega með sér til Lerwick. Skipverjar halda því fast fram, að Þjóðverjarnir hafi haldið áfram að skjóta á bátana eftir að þeir voru komnir frá skipinn og það hafi ein- göngu verið ylgju, sem var mikil, að þakka, að kúlurnar ekki hæfðu markið. Sama sagan og mýmargar aðrar. Þjóðverjar skjóta fyrirvaralaust á skip- in og beina fallbyssunum á bjnrg- unarbátana eftir að fólkið er komið í þá. Að þeir geri sig ekki ánægða með að sökkva skipnnum eingöngu er fastlega haldið fram af skipverjum margra þeirra skipa, sem orðið hafa kafbátunum að bráð. Þýzk víkingaskip. í neðri malstofu brezka þlngsins svaraði Maenamara, meðlimur brezku flotaskrifstofunnar, fyrirspuru um það, hvað væri orðið um 5 þýzk víkinga- skip, sem Þjóðverjar nýlega hefðu sent út um höfin, til þess að granda sigl- ingum bandamanna. Macnamara sagði að stjórninni væri vel kunnugt um örlög skipa þessara, en sem stæði væri ekki ráðlegt að gefa nánari upplýsingar þeim viðvíkjandi. Hafa erlendu blöðin dregið þá álykt- un af orðum hans, að Bretar muni hafa grandað skipunt þessum, eða að minsta kosti nokkrum þeirra, sem og er mjög sennilegt. Bæjarstjórnarfundur 16. ágúst. Þarfahúsiö á uppfyllingunni. í vor, þá er bærinn gaf eftir að Pétur Thorsteinsson fengi lóðar- ræmu fyrir norðan hús sitt við Hafn- arstræti, varð að taka burtu þarfa- húsið, sem þar var á steinstéttinni. Nú er farið að reisa það aftur norð- ur á uppfyllingunni. Þótti Jóni Þor- lákssyni alveg ófært að hafa það á þeim stað er þvi hefir verið valinn, því að það yrði þar meinlega fyrir allri umferð og mundi það sannast að almenn óánægja yrði út af því í bænum að hafa það þarna. Varð síðan nokkurt orðakast milli þeirra borgarstjóra um það, hvort bygging- arnefnd hefði leyft þennan stað fyrir þarfahúsið. Sagði borgarstjórfc að hún hefði leyft það, þótt eigi væri það bókað, en Jón Þorl. hefði eigi verið á þeim fundi. — Að lokum var samþykt tillaga frá Jóni Þorláks- syni um það, að frestað væri að endurreisa húsið þangað til bygging- nínn níö Æýít prógram i fíveló! I nnuii—im arnefnd og bæjarstjórn hefðu ákveðið stað handa því. Sparnaöarnefnd. Eins og menn eflaust muna kom Kvenréttindafél. fyrir nokkru fram með ósk um það, að konum yrði bætt við í dýrtíðarnefndina. En það þótti eigi fært að fjölga nefndar- mönnum og kom nú fram uppá- stunga um það frá dýrtíðarnefnd sjálfri að bæjarstjórn kysi nýja dýr- tíðarnefnd i stað þeirrar sem nú er. Var sú uppástunga feld með 3 : 3 atkvæðum. Bríet kom þá fram með tillögu um það, að kosin yrði ný nefnd, annaðhvort þriggja eða fimm manna og ættu sæti í henni 2 eða 3 kon- ur, t. d. tvær húsmæður og hús- stjórnarkenslukona, ef það yrði fimm manna nefnd. Urðu nú miklar um- ræður um málið voru menn lengi að átta sig á því hvað slík nefnd ætti að gera og hvað hún ætti að heita. Festir voru sammála um það, að konur ættu eingöngu að vera í nefndinni, hvert sem svo yrði verk- svið hennar, því að þetta væri gert til þess að verða við tilmælum kvenna. Flutningstnanni þótti það ófært. — Kvað nefndina mundi vera í lausu lofti ef hún yrði skipuð konum eingönga. Það yrðn að minsta kosti að vera tveir karlmenn í henni og hún ætti að vinna með dýrtiðarnefnd og matvælanefnd. Ann- ars ætti hún á hættu að ekkert tillit yrði tekið til hennar. Að lokum voru komnar fram fjórar tillögur i málinu og var tillaga frá borgar- stjóra samþykt. Var hún þess efnis að bæjarstjórn kysi fimm kvenna nefnd til þess að leiðbeina heimil- um um sparnað í dýrtíðinni og hag- nýting matvæla og eldneytis. Þetta er þó bundið því skilyrði að konur þær, er bæjarstjórn treystir til þess að starfa í slíkri nefnd, vilji taka það að sér. Nefndin á að vinna t kauplaust og heitir líklega sparnað- arnefnd, þótt eigi sé henni nafn gefið ennþá. Matvælakaup. O. Johnson & Kaaber hafa boðið bænum kaup á 625 kössum af smjör- líki frá Ameriku og er verðið á því um kr. 1.17 fyrir hálft kiló. Mis- jafnar sögur hafa gengið af þessu smjörlíki og fanst bæjarstjórn þvi rétt að það yrði reynt fyrst, en dkvað að kaupa alt að 300 kassa. Borgar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.