Morgunblaðið - 12.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ sézt vesælli vörn í máli. Jafnhliða því sem sænska stjórnin gerir kröfu til hlutleysisréttinda og nýtur þeirra og jafaframt þvi sem hdn þykist vera hlutlaus, en hjá'par þó Þýzka- landi i laumi með því að flytja skeyti fyrir það, i dulargerfi sænskra stjórn- arskeyta, gerist hún svo djörf að ætla að réttlæta breytoi sína með því að minna á það, að fyrirspurnir hafi áður verið fluttar með sima móti milli Kiaou chau og Tyrklands. En þar sem utanrikisiáðuneytið við- nrkennir að það hafi vel vitað um efni þessara fyrirspurn?, þá á það alls ekkert skylt við þetta, að flytja i milli dulmálsskeyti. Sænska ut- anrikisráðnneytið hlýtur að vera furðu ókunnugt hinum þýzku nágrönnum sinum. Það segir að engin form- leg krafa hafi komið fram um það, að það hætti skeytaflutningnum. Og fyrst Lindmann og félagar nans krefj- ast ótíræðrar yfirldsingar um það, að þetr meigi eigi i skjóli hlutieys- ísins halda áfram hinum óheyrðu lögbrotum sínum, þá teljum vér víst að innan skamms muni þeir fá form- legar og ótvíræðar yfirlýsingar um það. En sænska þjóðin getur iært mikið af dómi norsku, ameríksku og argentinsku blaðanna, sem er hlut- lausari heldur en dómgreind sænsku utanrikisstjórnarinnar. »Daily Newsl tekur í sama streng- inn um það að svör Svía séu eigi fullnægjandi. Það álítur þó, að svör- in sýni það að sænska stjórnin hafi ekki verið i vitorði með Luxburg, og að hún muni tilbúin að grípa til þeirra úrræða, sem nauðsynleg eru, enda þótt henni sé það þvert um 8eð- ^ »Daily Chronicle« segir að svör Svía sýni það glögt, að þá skorti allan skilning á því, hvað hlutleysi sé og þess vegna skilji þeir eigi heldur hvað alvarlegt brot þeirra sé. Nú sé ekki nema um þrent að velja fyrir þá: að utanríkisráðuneytið reki ýmsa starfsmenn sína og hegni þeim, að stjórnin reki utanríkisráðherraun, eða að þjoðin láti stjórnina alla fara frá. Ef ekkert af þessu verður gert, þá munu bandamenn grípa til sinna ráða og byrja t. d. með því, að slíta öllu skeytasambandi Svía við önnur lönd. »Morning Postt segir lika að Sví- um muni það eigi ljóst i hverju þeir hafi gert sig seka og það sé því ósýnt hverjar afleiðingarnar muni verða. Það geti líka vel verið að full- trúar Svia í öðrum löndum hafi komíð áleiðis skeytum fyrir Þjóðverja. F*ýzku blöðin. Birtingu Lansings á þýzku skeyt- unum nefnir »Vossische Zeitung« skeytastuld, og segir ennfremur: Ákefð bandamanna um það að ná í þýzku skeytin á e ngöngu rót síná að rekja til þess, hvað þeir eru gramir út af því að Þýzkaland og Argentína hafa jafnað með sér mál- ið út af því að argentinska skipinu #»To^o« var sökt. Bandamenn höfðu vænst þess að það mál mundi leiða til fulls fjandskapar milli þjóðanna, en þegar það varð eigi, reyndu þeir að gróðursetja rýtt hatur með skeyta- birtingunni og vekji fjandskrp með Argentínu og Þýzkalandi, En það er vonandi að þeim takist þ.rð ekki. En jafnframt reynir Ameríka nú að gera Svía grunsamlega, þjóð, sem jafnan hefir gætt hins strang- asta hlutleysis, til þess að koma henni út á hála braut. Asakanirnar um það að Svíar hafi misbútt hlut- leysi sinu, eiga eigi við nein rök að styðjrst, enda hafa þær getsakir verið hraktar bæði af Þjóðverjum og Svínm. »Kreuzzeitung« segir að biiting skeytanna sé diplomatsk árás af Bandaríkjanna hálfu gegn Svíum. Bandarikin búist við því að geta á þann hátt lagt vinstrimönnum i Svíþjóð þau vopn i hendur er nægi til þess að þeir sigri við kosning- arnar. Hlutdeild Svia í skeytamálinu sé algerlega réttmæt, en það sé ijóst dæmi um pólitík og siðgæði Banda- rikjanna, að þau vilja nú telja það glæp, sem þau heimtuðu áður sem fullkominn rétt, meðan þau voru hlut- laus. Og óskiljanlegt sé það með öllu,<þegar blóð bandamanna reyni að sýna fram á það að misvirt sé einnig hlutleysi Argentínu. »Tagliche Rundschau* segir: Banda menn beita Svía sama bragðinu og þeir reyna að beita Þjóðverja. Þeir gera greinarmun á stjórninni og þjóð- inni. Þjóðin er góð, en stjórnin af- hrak, og þess vegna ætti helst að trúa Branting fyrir henni. Kolaekla í Hollandi. Fyrir nokkru gerði stjórnia 1 Hol- landi samning við Þjóðverja um kola- kaup í stórum stíl. Sendu Þjóðverjar vikulega miklar birgðir kola til Hoi- lands. Nú kemur sú fregn að þýska stjórnin hafi hætt að senda kol, en krafist þess að Hollendingar lánuðu sér stórfé, ef kolaflutningar ættu að halda áfram. En það þorir Hollands- stjórn auðvitað ekki. Verksmiðjur margar hafa orðið að hætta að starfa vegna kolaeklu, og það. er búist við almennu atvinnuleysi og eymd ef ekkert raknar úr þessu. ---- . i.'i -i S: mii=^.=n----- Japanog Rína. Meðan stórþjóðirnar 1 Norðurálf- unnar hafa nóg að sta.fa 1 hernaði, og Bandaríkin búa sig af kappi und- ir það að senda berlið til Evrópu, hefir ein hernaðarþjóðin jafnt og þétt makað krókinn í ró og næði. Það eru Japanar. Hafa þeir á þess- um árum fært sig svo upp á skaft- ið í Kina,. að stórveldunum blöskrar. Þeir hafa náð undir sig járnbrautum þar og námum, og fengið nýlendur á leigu hingað og þangað. En sein- asta bragð þeirra er það, að þeir hafa láuað Kínverjum io miljónir Yena (um 37 miljónir króna), og til tryggingar láninu hafa þeii tekið að sér umsjón með öllpm fasteigna- skatti í Kína. Bretar og Bandaríkin börðust á móti þvi með hnúum og hnefum, að Japanar lánuðu Kínverj- um fé með þessum skilyrðum, en fengu ekkert að gert. En með þessu hafa Japanan náð þeim tökum á Kínverjum, að það er ólíklegt að þeir sleppi þeim aft- ur með góðu móti. Marne-sigurinn. 8. september voru þrjú ár liðin frá þvi Frakkar unnu hinn glæsilega sigur á Þjóðverjum hjá Marne — sigurinn, sem frelsaði Frakkland. — Var þessa dags minst um gervalt Frakkland og var mikið um dýrðir víða. Einna hátíðlegastur var dag- urinn á sjálfum Marne-vigvellinum. Þangað hafði margt stórmenna Frakka komið til þess að minnast hinna föllnu hetja þjóðarinnar og leggja blómsveiga á grafir þeirra. Ribot hélt þar aðalræðuna, en þúsundir manna hlýddu á. Grafirnar voru blómum skreyttar og dálitill frakk- neskur fáni blakti yfir hverju leiði. Þá er Ribot og Poincaré höfðu lok- ið ræðum sínum, flutti Foch yfir- hershöfðingi mjög fróðlegt erindi um orustuna og hinn glæsilega sig- ur Frakka. DAGBOK Kveikt á ljóskerum hjóla og bif- reiða kl. 7. Gangverð erlendrar myntar. Dollar Bankar 3,52 Pósthúa 3,60 Fránkl ...p 60,00 57 00 Sænsk króna ... 117,00 104,(f0 116,00 Norsk króna ... 103,00 Sterlingspund ... 15,80 15,15 Mark 49,00 45,00 Vélbát vantar. Vélbáturinn Trauati héðan úr Reykjavík fór fyrra mánu- dag frá Kálfshamarsvík og ætlaði suður. Með honum voru einhverjir farþegar. En síðan hefir [ekkert til bátsins spurt. Hefir verið haldið spurn- um fyrir um hann á öllum þeim stöð- um meðfram Húnaflóa þar sem líkur eru til að hann muni hafa leitað inn — nema á Reykjarfirði. Öll von er því eigi úti ennþá um það að bátur- lnn kunni að koma fram. Formaður bátsins heitir Aðalbjörn og er héðan úr Reykjavík. Bátinn eiga Marteinn Einarsson kaupm. 0. fl. Frétt kom um það hérna um dag- inn að sézt hefði til bátsins hjá Horni en það reyndist vera vélbáturinn Valborg. * , Gallfoss kom frá Amerfku i gær. Farþegar voru að eins þrír, þeir H. Benediktsson og Jób. Ólafsson stór- kaupmenn og Smith bankaritari. Póststofan. Frá því á laugardag-- inn verður bréfapóatstofan opnuð kL- 10 á morgnana á virkum dögum, og lokað kl. 6 að kvöidi, en á sunnu- dögum opin frá kl 10—11. Böggla- afgreiðslan fer fram í bréfapósthús- inu Dema eftir póstskipakomur. St. Sunniva, Bkip Andrésar Guð- mundssonar, kom hingað í gær. Skipið hafði mestmegnis kol meðferð- is, en dálítið af vörum til kaup- manna. Kolin munu eiga að fara til ísafjarðar. Um 2000 smálestir af kolum eru nú komnar á land úr stóra skipinu. Hafa 4 dagar fallið úr frá vinnunni vegna storma. Er mjög líklegt að það taki 25—30 daga að afferma skipið að fullu. Hvar era taimörkín? Svo virðist sem sumir bannmen»' iíti svo á, að engin takmörk séu íyrir því, hve langt þeir megi ganga í því að lrtilsvirða og ófrægja mót«* stöðumenn sina, andbanninga. Eitt dæmið um þessar aðfarir er »Vísis«- grein Hjalta undir fyrirsögninni: »Ráðlegging til venzUfólks drykkju- manna«. Greinin er samantvinnuð af lúalegustu aðdróttunum í garð andbanniuga. Og hver stétt manna fær sinn skerf, þegar prestlingurinn(í) Hj, »útdeilir«. Samborgara sina dirfist hann að tiefna: »ósvífna áfengisokrara*, »lögbrjóta«, »dóna«r »slæpingja« o. frv. Það er mjög vafasamt, að nokkur" fótur sé fyrir þessu kveini Hjalta" um áfengisböl og leynivíusölu hér í bænum, enda er Hj. ailra mairna vísastur til þess, að gera »úlfalda úr mýflugunnis þar sem bannlögin eru annais vegar. Það er næsta undar- legt, að Hj. skuli berast svona marg- ar sögur um leynilega áfengissölu, og hann samt ekki áræða að kæra öll þessi b ot, og þannig greiða sögunum rétta leið. Nei, aðra leið álítur hann heppilegri og heiðarlegri,, sem sé, að hvetja menn til að kæra sína nánustu vandamenn fyrir lög- reglunni ef um vinbrot er að ræða. Mundi það nú ekki fara út utn þúfur fyrir Hj. sjálfum, ef hann ætti að færa sönnur á allar þessar Gróu- sögur, sem hann lætur sér sæma að hlaupa með i hvers manns eyru? Hver er þessi Hjalti? Líkurnar benda til, að það sé sami maður og hafði Hjalta-nafnið að skýlu í bann- laga-ritdeilu við P. P. veturinn 1916. Þá vissu flestir Reykvíkingar hvað Hj. hét réttu nafni, og enn mun hann ýmsum kunnur, bæði afbann^ málsskrifum sinum og fleiri mann-- dygðaverkum. Reykjavík, 8. október 1817. Pétur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.