Morgunblaðið - 20.11.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1917, Blaðsíða 3
NIOKGUNBI.AW*) Hundahreinsun fyrir Reykjavík fer fram á föstudag ng laugartlag næstkomandi, á venjulegum stað. í»orsteinn í»orsteinKSon, Laugavegi 38 B. Veturnáttasamskotio. Hér birtum vér lista yfir þá sem gefið hafa i samskotasjóð Morgun- blaðsins handa ekkjum og börnum þeirra manna, sem druknuðu á »Trausta« og »Bearniful Star«. Vér færum gefendum kærar þakkir fyrir hve drengilega þeir brugðu við og sýndu samúð þeim, sem mist hafa forsjármenn sína. I. listi. N. N. 10.00 V. A. H. 5.00 Sjómaður 20.00 Gizzur Filippusson 10.00 N. N. 3.00 H. A. 100 00 N. N. 50 00 Afh. síra Ól. Ól. 198.00 II. listi. Guðmundur 5.00 H. N. P. I. P. 100.00 Gömul ekkja 3.00 P. E. 3.00 Frá verkamönnum Slippfélags- ins 89.30 Laugavegi 108 50 00 N. N. 3.00 X. 3.00 N. N. 30.00 N. N. 10 00 H. Þ. 5.00 N. N. 3 00 S. J. 5.00 Ónefnd kona 10.00 N. N. 2.00 N. N. 10.00 N. N. 5.00 N. N. 3.00 O. G. 3.00 Afh. sira Ól. Ól. 18/u. 350.30 Slæm uppskera á Frakklandi. Parísarblaðið »Matin« segir n. september: Þegar maður ferðast landbúnaðarhéruð Frakklands og 5Pyr um uppskeruna, þá fær maður lsfnan sama svarið: »Uppskeran Varð enn þá verri heldur en búist Var viðU Og þetta er því miður satt. . Kornið er lítið og mjölefnið * Þvi mjög lélegt, vegna hins harða Veturs, votviðranna i sumar og skorts * vinnuafli og áburði. Eitt er vist: Tt ^Ppskeran, sem menn höfðu fyrir ^Ouði áætlað 40—50 miljón vættir verður að eins 35 miljón vættir. n árið sem leið var kornþörfin í rakklaudi 85 miljónir vætta. I dsg kl. f--4 eru til sölu um 100 baggar af skóg- arviði við Zi.nsensbryggju. Verð kr. 2.50. Skógræktarstjórinn. Failegir skórl Vandaðir skórl þægílegir skörl Laugavegi 17. Skri fstofumaður sem ritar þýzku, ensku og dönsku, og vanur vélritun, óskar eftir at- vinnu. Tiiboð merkt »100« send- ist á afgr. þess.i biaðs. Herbergi með húsgögnum er til leigu í Hofi við Laudakotsstig. Til sýnis kl. 12 —1 i dag. Krónuseðlarnir. Siðustu missirin hefir verið mikið af dönsku krónuseðlunum i umferð hér á landi. Segja sumir að það sé jafnvel meira af þeim í umferð meðal manna heldur en silfurkrónunum. Væti ekkert við þetta að athuga ef seðlarnir væru nreinir og góðir. Eo svo er ekki. Þeir eru gerðir úr mjög slætnum pappír, sem rifnar og þvælist ef gengið er með þá i vasa og verða svo illa útlits, að maður helzt vill verða af með þá hið fyrsta. Það er alkunnugt, að slíkir seðlar flytja mikið af skaðvænum sóttkveikj- um.J Enginn banki ætti því að gefa þá út frá sér nema glænýja. Alla seðla, sem verið hafa í umferð dá- lítinn tíma, ætti bankinn að leggja til hliðar jafnóðum og þeir eru borgaðir bankanum aftur. Það getur veiið stórhættulegt að taka við óhrein- um þvældum seðlum. P. dýrtíðarkolanna íer íram á bæjarþingstofunni og heíst miðvikudag 21. nóv. kl. 10. Fá menn þar afhendingarmiða gegn borgun kolanna. Þeir, sem vilja láta flytja kolin heim til sín, greiði jafn- tramt flutningskostnaðinn,- sem er kr. 3,75 á tonnið (60 aurar á skpd.). Til að flýta tyrir afgreiðslunni og forðast þrengsli, komi menn að sækja afhendingarmiða þannig: Miðvikudag 21. nóv., þeir, sem búa í þessum götum: Aðalstræti, Amtmannsstíg, Austurstræti, Ananaustum, Bakkastíg, Baldursgötu, Bankastræti, Barónsstíg, Berg- staðastræti, Bjargarstíg, Bókhlöðustíg, Bröttugötu, Bráð- ræðisholti, Brekkustíg og Brunustíg. Fimtudag 22. nóv.: Bræðraborgarstíg, Eskihlíð, Fischersund, Frakkastíg, Fram- nesveg, Fríkirkjuveg, Garðastræti, Grettisgötu, Gríms- staðaholt, Grjótagötu og Grundarstíg. Föstudag 23. nóv.: Hafnarstræti, Hellusund, Holtsgötu, Hverfisgötu, Ingólfs- stræti, Kaplaskjól, Kárastig, Kirkjustræti, Klapparstíg og Laufásveg. Laugardag 24. nóv..- Laugarnesveg, Laugaveg, Lindargötu, Lækjargötu, og Lækjartorg. Mánudag 26. nóv.: Miðstræti, Mjóstræti, Mýrargötu, Njálsgötu, Norðurstíg, Nýlendugötu, Óðinsgötu, Pósthússtræti, Rauðarárstíg, Ránargötu, Sauðagerði, Sellandsstíg, Skálholtsstíg, Skóla- stræti og Skólavörðustíg. Friðjudag 27. nóv.: Skothúsveg, Smiðjustig, Spítalastíg, Stýrimannastíg, Suður- götu, Templarasund, Thorvaldsensstræti, Tjarnargötu, Traðarkotssund, Túngötu, Unnarstig, Vallarstræti, Vatns- stíg, Vegamótastíg, Veghúsastíg, Veltusund, Vesturgötu, Vitastíg, Vonarstræti og Þingholtsstræti. Afhending kolamiðanna fer tram tilgreinda daga kl. 10-3 ^2 Borgarstjórinn í Reykjavík 19. nóv. 1917. K. Zimsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.