Morgunblaðið - 13.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ K.höfn 12. febr. Wolffs-fréttastofa i Berlín hermir það, að formaður friðarsendinefndar Rússa (Maximalista) í Brest Litovsk hafi lýst yfir þvi, að þótt Rússar skoruðust undan þvi að undirskrifa formlega friðarsammnga við Miðríkin, þá tilkynni Rússastjórn nú, að ófrið- arástandið sé upphafið og rússneski herinn þegar í stað uppleystur og hermennirnir sendir heim. Frá Berlín kemur sú fregn, að Jylgismönnum Maximalista fækki óð- um. Mackenzen hefir sett Rúmenum tvo kosti, að þeir hefji fiiðarsamn- inga fyrir n. febrúar eða þá að ófrið- uiinn verði hafinn að nýju. Rúmenska stjórnin sagði þá af sér. Ferdinand.konungur hefir nú beðið Averescu yfirhershöfðingja að mynda nýtt ráðuneyti. Frá Finnlandi. K.höfn 12. febr. Fregnir frá Finnlandi herma það að ástandið fari enn dagversnandi og gengur þar ekki á öðru en morðum og manndrápum. Flóaáveitufélag stofnað. Fnndur var haldinn á Eyrarbakka hinn 8. þessa mán. til þess að stofna Flóa-áveitufélag, sem hugsar til að koma áveitunni i framkvæmd, samkvæmt lögum frá síðasta Al- þingi. Félagsstofnunin var samþykt með 79 atkvæðum gegn 21 og hafði Eiríkur Einarsson frá Hæli orð fyr- ir þeim, sem voru í móti þvi að fé- lagið væri stofnað. Fundurinn samþykti lög fyrir félagið og kaus í stjórn þá Sigurð Ólafsson i Kallaðarnesi, Eggeit Bene- diktsson í Laugardælum og Bjarna Grímsson Stokkseyri. 1 varastjórn voru kosnir: Dagur Brynjúlfsson Sviðugörðum, Guðmundur Snorra- son Læk og Júníus Pálsson Stokks- eyrarseli. Um framkvæmd verksins er alt óráðið enn þá, en fundurinn sam- þykti, að fara þess á leit við land- stjórnina, að hún tæki að sér að framkvæma vetkið fyrir áætlunar- upphæð, þannig að það sem kostnað- ur kynni að fara þar framyfir, aðal- lega vegna hækkaðra verkalauna, þá yrði það skoðað sem dýrtíðaruppbót til verkamannanna. Lúðrafélagið „Harpa“ efnir til hljómleika á fimtudags- kvöldið í slðno*. Hefir verið hljótt um þá félaga um all-langt skeið og mun margur hafa ætlað að »Harpa« væri úr sögunni. En það er öðru nær. Hinn áhugasami og ötuli »dirigent« flokksins hefir unnið að því í kyrþey af mikilli alúð og með ágæt- um árangri að temja hina ótömdu og sundurleitu krafta sem völ var á hér, og hefir bætt við flokkinn ýmsum nýjum mönnum. Er það erfitt verk og meirajþrekvirki en flesta ókunnnga grunar að fást við slíkt hér, þar sem ekki er um að ræða neina hljóðfæra- leikara-stétt, heldur eru mennirnir sinn úr hverri áttinni, flestir hand- iðnamenn, sem lítinn eða engan tima hafa aflögum til æfinga. Því virðingarverðara er það hve langt þessi flokkur er kominn nú, og því aðdáunarverðara, hve snildarlega hr. Reyni Gislasyni hefir tekist að not- færa þá krafta sem fyrir hendi voru og steypa úr þeim fagra heild. Það var haft orð á þvi í fyrra vor og að því dáðst, hve miklum stakka- skiftum »Harpa« hefði þá þegar tekið undir stjórn Reynis. En það er spá mín, að margur muni nú undrast engu 'síður yfir framförum þeim sem flokkurinn hefir tekið sið- an, enda mun þess ekki langt að bíða, ef hann heldur jafnvel áfram og hingað til — og fær að njóta leiðsagnar Reynis, að hann standi fyllilega á sporði ágætum hljóðfæra- sveitom samskonar, erlendis. — Og væntanlega þarf ekki að hvetja bæjarbúa til að fjölmenna á hljóm- leikana í »Iðno« á fimtudaginn, — þvi að þeir verða báeði góð og fá- gæt skemtun. T. Á. Sigllngar Svia. Skipae gendur verða að beygja sig. Sænska »Aftonbladet« hermir frá því hinn 19. janúar, að sænskir skipa- eigendur hafi neyðst til þess að beygja sig og verða við kröfu stjórnarinnar um það að afhenda bandamönnum þau skip sín, sem í Englandi liggja. Samningur um þítta er gerður til þriggja mánaða, en að þeim tíma liðnum eru þó sænsku skipin eigi laus, heldur verður þá að semja að nýju við Breta. í stað þessara skipa, sem Svíar þannig ljá bandimönnum, hafa þeir fengið loforð um það að fá 100.000 smálestir af vörum frá Ameríkn. Þó er það skilyrði sett, að skip þau er vörurnar flytja til Svíþjóðar, snúi undir eins við og sigli heim aftur er þau hafa íffermt. »Aftonbladet« ámælir stjórninni fyrir framkomu hennar í málinu og segir að hún muni hafa beitt skipa- eigendur þeim vopnum að þeir hafi neyðst til þess að beygja sig. Segir blaðið að stjórnin muni hafa sagt þeim, að ef þeir léðu eigi skip sín með góðu, þá mundu bandamenn aðeins taka þau frá þeim. DAGBOK Hjálparstarfsemi Bandalags k v e n n a. Viðtalstími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Doll.U.S.A.&Canada 3,50 3,60 Franki franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark ........... 67 00 Holl. Florin ................. 137 Austurr. króna.................... Veðrið í gær: Vs sti6 h*fci kl. 6 að morgni, en 2 stig á hádegi. Harða vetnrinn samaoag: 4 stiga næturfrost, 1 stig hiti á hádegi. Suð- vestanátt. Hríð. Höfnin íslaus. í’östnguðsþjónnsta í dómkirkjunni í kvöld ki. 6. Biskupinn pródikar. Þrjú seglskip komu hingað frá Færeyjum á sunnudag. Eiga þau að taka fÍ8k hór og flytja hann til Spánar. Valnr heitir skipið, sem væntanlegt. er frá Danmörku innan skams. Það skip var hór í sumar og flutti þá vörur fyrir Aage Möller o. fl. Island mun vera um það leyti að fara frá New York eða alveg nýfarið. Borgarafnndnr var haldinn í Hafn- arfirði á fimtudaginn. Voru atvinnu- mál bæjarins þar til umræðu. Upp- lýstist það á fundinum, að horfur væru mjög ískyggilegar f Hafnarfirði, vegna atvinnuleysis. Var loks skcrað á bæjar- Btjórnina að útvega þegar í stað pen- ingalán handa bænum með svo hag- kvæmum kjörum sem unt væri, til þess að bæjarstjórnin gætl veitt mönn- um atvinnu við ýms þarfleg fyrirtæki. Willemoes lans? í gærdag var Willemoes að brjótast út af Siglufirði. Var ísinn sagaður og brotinn fyrir hon- um og um hádegi átti hann aðeins eftir um 20 álnir út úr ísnum. Má því búast við því að hann hafi losnað síðari hluta dagsins. — Willemoes á að fara austur um og er búist við því að hann muni nú geta komist alla leið og væri betur að satt reyndist. Strok af skipi. Unglingspiltur strauk fyrir nokkrum dögum af segl- skipinu »Doris« og hefir eigi fundist enn. »Doris« fór hóðan í gær og varð að fá sór annan mann í hans stað. Óþrifnaðnr. Reykjavíkurbúum á ekki úr að aka með óþrifnaðinn. Nýj- asta og ljósasta dæmi þess er það, að Síúkan „Einingin" Öskudagsfagnaður i kvöld- og fleiri skemtun. — Fjölmennið! — Ráðsett og rösk stúlka óskast í vist, einn eða tvo mánuði. Uppl. á Mýrargötu 3 (upp’)- nú er farið að aka ösku og rusli út á Tjörnina — fram á miðjan ísinn. Eru það eflaust »öskukarlarnir«, sem hafa fundið upp á þessu og ætti sem bráð- ast að koma þeim í skilning um það, að þetta er ekki heppilegasti staður- inn fyrir bæjarsorpið. 7. skilagrein fyrir gjöfum og áheitum t/l hús- bygflingarsjóðs Dýraverndarfélags Islands. Safnað af: Eiríki Einarss. Þóroddsst. kr. 55.00 Guðm. Þórðars. Lambalæk — 53.65 Guðr. E. Arnórsd. Staðarhr. — 36.00 Sig. Benediktss. Gljúfri — 0.50 Matt. Lýðss. Þingholtsstr. — 5.00 Jón Lýðsson s. st. — 5.00 Eika Björnsd. — 3.00 Jónas Sverrir Samúelsson — 3.00 Jólagj. frá börnum í Hraun- gerðishreppi — 10.00 María Halldórsd.Nýl.g. 19 — 3.50 Ól. Ormsson Kaldrananesi— 4.00 Jór. Ormsson Rvík — 4.00 N. N. — 1.00 Óneíndur úr Geirdal — 5.00 Áheit — 25.00 Afmælisgjöf (J. Ö. O.) — 100.00 Nýja Bíó — 100.00 Aður auglýst —: 2690.02 Kr. 3103.67 Reykjavik, 12. febr. 1918. Sarnúel Olajsson, (gjaldkeri nefndarinnar). Hitt og; þetta, Brezku beitiskipi sökt, Brezka beitiskipið »Drake« skaut ^þýzkur kafbátur tundurskeyti hjá Ir- landi. Tókst því þó að komast inn á höfn, en sökk þar. — Drake var 14,100 smálestir (af Leviathan- flokknum), smíðað 1903 og skreið 24 milur á klukkustund. Tveim frönskum skipum sökt. I haust réðst þýzkur kafbátur á tvö frönsk gufuskip milli Azoreyja og kanarisku eyja. Hétu þau »Made- leine 11« og »Marthe« Hófst þaí grimmileg orusta, en henni lauk þannig, að kafbáturinn sökti báðuu1 skipunum. Franska herstjórnin hefif i viðurkenningarskyni fyrir hraustleg2 vörn, gert skipstjórana báða að ri^' urum heiðursfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.