Morgunblaðið - 13.03.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Kartðflur Nokkrir pokar eftir! Verið nú fljótirl Verzl. VISIR Sítiii 555. Jón frá Vaðnesi hefir fengið — með »Geyair« — góðar Jiaríöflur Stýrimaður. Ungur maður með stýrimanns- réttindum, hefir verið -8 ár í sigling- um utan- og innan-lands (verið 30 —40 sinnum á öllum höfnum lands- ins), óskar eftir starfa nú þegar. — Ritstjóri vísar á. Fataefni tekin til sauma. Föt afgreidd á 1 til 2 dögum, hjá Reinh. Andersson. Kanpið innlend höfuóföt. Beztu höfuðföt bæjarins úr ágætu efni og með vatnsheld skygni, fást að eins hjá Heinh. Anderson Laugavegi 2. (Húfur og »kaskeit« saumuð eftir pöntun). Styðjið innl. iðnað. Síðustu símfregnir K.höfn 12. marz. Þjóðverjar eiga aðeins eftir 60 Mlómetra til Odessa. Hermálaráðherra Bandaríkjanna er ^Ominn til vesturvigstöðvanna. Times telur nauðsynlegt að Bret- ,r láti Spitzbergenmálið til sín taka. Loftárás hefir verið gerð á Neapel Vegna sambands Finna við Þjóð- ^rja, hafa dönsku nefndar meðlim- ltllir rauða-krossins, sem í Finnlandi starfað, sagt sig úr nefndinni. . 11 þeir voru professorarnir Tschern- og Ehlers. N ýi dansskólinn Æfing í svöld kl. 9 í Bárubúð. Laxveiiiréttur i Elliðaánum fæst leigður mánuðina jímí, júlí og ágúst. Tilboð |sendist á skrifstofu borgarstjóra fyrir ’i8. þ. m. og eru leiguskilmálar til sýnis þar. Borgarstjórinn í Reykjavik, 12. marz 1918. cJS. Sjímsen. Vélstjórafélag Islands Fundur í dag kl. 4 í Goodtemplarahúsinu uppi. E.s. ,Kjöbenhavn‘. Viðtal við skipstjórann. Björgunarskipið Geir lá mestan hluta dagsins í gær við hlið skips- ins »Kjöbenhavn« vestur á Eiðsvík og lét »dæluna ganga«. Um kl. 5 hvesti og yigja varð töluverð við skipið, svo Geir flutti sig frá skip- inu, enda hafði þá verið komið fyr- ir á þilfari flutningaskipsins tveim aflmiklum dælum frá Geir, svo skip- inu var óhætt. Dældu þær skipið í sífellu, enda mun ekki hafa veitt af, þvl mikill sjór virðist vera í skipinu. Kafarinn af Geir var nokkrum sinn- um niðri til þess að reyna að þétta götin, en súgur var svo mikill við skipshliðina, að hann hélst þar ekki við. í gærdag komumst vér á vélbáti háfnarinnar, sem í förum hefir ver- ið milli skipsins og lands i ýmsum erindum og náðum tali af skipstjór- anum, og ýmsum öðrum skipverj- um. Skipstjórinn heitir Svarrer og er á að gizka feitugur, afskaplega feitur og »skipstjóralegur«, veður- barinn og lætur sér víst ekki alt fyrir brjósti brenna. Hann hefir verið á skipinu síðasta árið og siglt því margar ferðir milli Ameríku og Eng- lands. Þegar vér komum i klefa hans var hann önnum kafinn að skrifa Jsimskeyti til útlanda og rit- aði þau með einum fingri á heljar- stóra ritvél, sem skipstjórinn síðar lét í ljósi að væri föl fyrir sann- gjarnt verð! Eftir nokkra bið tókst að fá skipstjóra til þess að segja frá : Við hreptum afskapaveður í hafi og mistum biða björgunarbátana. -Akváðum því að halda til Rvíkur til þess að kaupa báta áður en við fær- um inn á hafnbannssvæðið. Skip- inu var ekki ætlað að koma hingað og flytur því eigi nema lítið sjókort af þessum hluta hnattarins. Þegar við komum að Gróttu, gáfum við hafnsögumerki, og þar sem við ekk- ert svar fengum annað, en að merkja- stöðin hefði skilið merki vort, héld- um við áfram. Ennfiemur sáum við fram undan okkur seglskip, sem lá fyrir festum, en það hefir nú komið í ljós, að það skip lá rétt hjá boð- anum, sem »Kjöbenhavn« ágldi á fullum hraða. Hefði skipið ekki verið þarna og hefði hafnsögumaður gefið merki um, að hann kæmi út, þá hefði eg undir eins stöðvað skipið. Skipstjóri kvað skipið mjög lekt,' 10 feta sjór í lestinni, og taldi vist, að það væri mjög laskað. Dælur Geirs hefðu þó við, en vafalaust yrði þó að afferma vörurnar til þess að skipið yrði sjófært eftir viðgerðina hér. Skipið var keypt frá Grikklandi af dönsku félagi árið 1915, en það félag seldi það aftur öðru félagi í Khöfn »Dampskibsselskabet Primula« sem J^ck Steenberg & Co. stjórna. Það er rúmlega 3S00 smálestir að stærð og skipverjar 23 talsins, flest- ir danskir, en nokkiir grizkir og spænskir. 11 fyrrasumar lá skipið lengi í Halifax og fékk hvergi að fara, en síðan hefir það verið i stöð- ugum flutningum yfir Allandshaf. — Skipstjórisettistnú aftur við stóru ritvélina, önnum kafinn eins og fyr. Hverju strandi fylgja annir þess, sem stjórnina hefir. En þegar vér kom- um upp á þilfar, stóðn skipverjar þar í hnapp og horfðu út yfir boð- ana hjá Gróttu, sem eigi. höfðu haft tima til þess að flytja sig, áður en Svarrer skipstjóri kom á vettvang. ff DAGBOK Hjálparstarfsemi Bandalags k v e n n a. Viðtalstíml miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,50 PósthAs 3,60 Franki franskur 62,00 60,00 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,50 Sterlingspund ... 16,00 16,00 Mark .. 68 00 • •• Holl. Florin ... • • • ... 1.37 Austurr. króna.. • • • •• • — — Samverjinn. A. S. færði osa 10 kr. í gær handa Samverjanum. i>Portland«, þilskip bræðranna Proppó kom hingað í gærmorgun með gærur frá Vestfjörðum. Kartöfiur, miklar birgðir, komu hingað með »Geysi« frá Danmörku. Er sannarlega gott að fá þær, því að margir bæjarmanna voru kartöflulaus- ir, þar eð þeirra birgðir skemdust í frostunum. Verð hvers poka er um 22—23 kr. að sögn. »Sterling«. Það mun vera áreiðan- legt, að »Sterling« só farið frá Khöfn áleiðis hingað, líklega síðastliðinn sunnu- dag. »Borg«. Eigi vita menn hór til. þess að Borg só enn farin frá Bret- landi áleiðis hingað. Mun eitthvað hafa tafið skipið, þvf það hafðl frózt, að það væri ferðbúið fyrir nokkru. Jarðarför Hjartar sáluga Hjartar- sou fer fram í dag. Frænkn Charley’s, ætlar lékfélag- ið nú að fara að sýna. Hefir það oft verið' sýnt áður hér í bæ og þótt ágæt skemtun. Jens B. Waage kvað leika aðalhlutverkið. Strandaða skipið. Geir lá við hlið þess í víkinni hjá Eiðsgranda í allan gærdag og dældi úr því sjón- um. Að sögn er skipið töluvert brotið. Verður það affermt hér lík- lega í Viðey og þangað ætlar Geir að flytja það. Leiðrétting. Misprentast hefir í grein Krumma, þeirri er út kom i Mbl. 6. marz: Úlfarfðllshólar fyrir Úlfarfellsfjalls, og þessi klausa: Máske að Valur vilji teygja Ellieavatnið austur að Heklu, fyrir: Máske að Valur vilji teygja Elliðanafnið austur að Heklu. í fyrirsögninni hefir fallið úr stafur- inn »i«, átti að vera: skammi. Tapast hefir sjúkrasamlagsbók frá húsi K. Konráðssonar læknis niður í Apótek. Skilist gegn fund- arlaunum á Laugaveg 20 B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.