Morgunblaðið - 11.04.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1918, Blaðsíða 1
Fimtudag 1 *. 0 apríl 1918 I0R6UNBLAÐID 5 argangr 155. tölublaö Ritstióraarsími nr. 500 Ritstjón: Vilhjálmnr Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslasimi nr. 500 Nýja Bíó 1 PAX ÆTERNA EÐ A FRIÐUR Á JÖRÐU. Stórfenglegur sjónleikur í j þáttum eftir Ole Olsen. Aðalhlutverkin leika: Carlo Wieth, Zanny Petersen, Fred. Jacobsen, Carl Lauritzen, Anton de Verdier, Philip Bech. Hljómleikar undir stjórn hr. Theodórs Arnasonar eru viðhafðir undir sýn- ingunum. Eingöngu spiluð þar til valin úrvalslög. Aðgöngum. má panta í síma 107 og kosta fyrstu sæti 2.00, önnur sæti 1.50, þriðju sæti 1.30. NB. Allar pantanlr verða afhentar í Nýia Bí ó frá kl. 7—8 daglega — —• —------------— í. S. í. í. S. 1. Knattsp.mó! Islands 1918. Það hefst sunnudaginn 9. jdní næstkomandi í Reykjavík á íþrótta- vellinum. Verðlaunagripur mótsins er »Knattspyrnubikar íslands«, gefinn af Knattspyrnufélaginu »Fram« 1912. — Handhafi: Knattspyrnufélagið »Fram«. Félög, er óska að keppa á mótinu, hafi tilkynt skriflega þátt-töku sína stjórn knattspyrnufélagsins »Fram« eigi síðar en viku fyrir mótið. Reykjavik 9. april 1918. Stjórn knattspyrnufélagsins Fram. Olfll Reykjavikur |D|f| dIU| 3'ograp h-Theater |SIU Gæfunálin (Bil Apacherne) Sjónleikur í 3 þáttum tekinn af Svenska Bigrafteatern leikinn af okkar góðkunnu sænsku leikurum Rich. Lund, John Eckmann Frk. Almroth og Frk. Lange Mynd þessi er falleg, efnisrík og afarspennandi og mun án efa falla fólki vel í geð, þareð mynd- ir frá þessu félagi altaf hafa skarað fram úr öðrum norður- landamyndum. Ingólfsferðirnar. Síðan Flóabátnum Ingólfi hlektist á svo, að hann eigi, að minsta kosti i bráð, getur haldið uppi ferðum milli Reykjavíkur og Borgarness, hefir Gufubátsfélag Faxaflóa haldið aukafund, til þess að ákveða hvað gera skuli. Hefir félagið tekið þá ákvörðun, að segja lausum samningi þeim, sem það hefir við landsstjórn- ina um póstflutninga. En félagið hefir notið 18 þús. króna styrks úr landssjóði til ferðanna. Vér áttum í gær tal við for- mann félagsins, Odd Gíslason yfir- réttarmálaflutningsmann. Tjáði hann oss, að félagsstjórnin hefði ekki séð sér annað fært, en að segja upp samningnum, þar sem ekki hefði tekist að útvega annað skip, sem boðlegt væri, í stað Ingólfs. Mótor- bátar væru ófullnægjandi flutninga- tæki til þessa, en á öðru væri ekki völ. Það hefði því verið ákveðið að hætta ferðum að svo komnu. Eigi hefði ákvörðun verið tekin um það, hvort félagið hætti að starfa með öllu, þvi það væri enn óákveðið, hvað gert yrði við Ingólf. Það era liðin 10 ár og 3 mánuð- ir síðan félagið hóf siglingar um Faxaflóa. Annaðist skipið Geraldine ferðirnar fyrstu 4 mánuðina, en í tnaímánuði 1908 kom skipið Ingólf- or hingað frá Noregi, cn þar var það smíðað fyrir félagið. Heyrst hefir í bænum, að nokkr- ir menn séu að hugsa um að halda oppi ferðum til Borgarness, á mótor- báti fyrst í stað, ef landsstjórnin vill láta þá fá þann styrk framvegis, sem félagið hefir haft til ferðanna hingað til. Er Nic. Bjarnason aðalmaður Þessa nýja fyrirtækis, og mun beiðni Qtn styrkinn þegar hafa vertð send stjórnarráðinu, en svar þess að eins ^komið. Víst er það, að mörgum væri það bagalegt, ef ferðirnar legð- ust niður með öllu. Menn geta ekki án þeirra verið, enda verður landsstjórnin að halda uppi póstferð- um. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Mergunbl.). Khöfn 9. apríl. Þjóðverjar krefjast þess, að Rúss- ar verði tafarlaust á brott með her- skipaflota sinn frá Finnlandi. Þjóðverjar sækja fast fram hjá Couey-le-Chateau. Dönsku jafnaðarmennirnir eru klofnir f kostningabaráttunni.Syndika- listar hafa hleypt upp kostningaundir- búningsfundum jafnaðarmannaflokks. ins. Játning Þjóðverja. Merkilegur atburður hefir orðið í Þýzkalandi. Málsmetandi menn þar í landi, hafa haft einurð á því, að kveða opinberlega upp úr um það, að þýzka stjórnin hafi ranglátlega kent undirróðri Breta og Rússa um það, að friðslit urðu meðal stór- þjóðanna i ágúst byrjun 1914. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að þýzka stjórnin hefir talið þjóðinni trú um, að Bretar væru valdir að ófriðnum og að þeir bæru alla ábyrgðina. Þeirri kenningu hefir alla jafnan verið haldið að lýðnum i Þýzkalandi og eftir henni hefir herstjórnin sniðið allar sínar fiam- kvæmdir, að reyna að klekkja á »versta óvininum*, Bretlandi. Hlut- lausum þjóðum hafa verið bornar á borð margar bækur um upptök ófrið- arins og þar reynt að sýna fram á að ófriðurinn væri varnarstrið fyrir Þjóðverja. Það hefir samt ekki tek- ist nema þá að nokkru leyti, því að hugsandi menn i öllum hlutlausum löndum hafa sínar eigin skoðanir á því, bygðar á skýrslum allra ófriðar- þjóðanna og ýmsum atvikum, sem fram komu um og eftir að ófriður- inn hófst. Það eru sem sé margir, sem að vel hugsuðu máli hafa eigi getað séð betur né skilið, en að mikill hluti ábyrgðarinnar á heims- styrjöldinni hvili á þýzka hervaldinu. En það kemur úr hörðustu átt, þegar nú fréttist að mikilsmetnir þýzkir stjórnmálamenn kveða hátt upp úr um það fyrir löndum sinum, að það sé ranglátt að kenna Bretum um upptök ófriðarins. »Nú er fót- um kipt undan skröksögunni um launráð Breta og Belga,« segir þýzkt blað um þetta mál. En því var æfin- lega haldið fram af Þjóðverjum sem afsökun fyrir framferði þeirra i Belgíu, að Bretar, Frakkar og Belgar hefðu gert leynisamning, • sem heimilaði bandamönnum umferð um Belgíu, ef til ófriðar kæmi við Þýzkaland. Nú er þá einnig fótunum kipt undan einustu afsökuninni sem Þjóðverjar færðu fyrir því að þeir fóru með her manns inn i Belgiu og óðu þar yfir landið með báli, brandi og öðrum yfirgangi. Það er enginn vafi á þvi, að augu almennings i Þýzkalandi eru að opn- ast fyrir þeim sannleika, að Þjóð- verjar beri í raun og veru sinn hluta af ábyrgðinni, að öll sökin sé eigi hjá bandamönnum og getur sú játn- ing fært þjóðirnar nær friði en fram- sókn og fangatökur á vigvöllunum. 9 Askorun. Með þvi að bæjarstjórnin hefir samþykt að loka skuli sölubúðum kaupmanna kl. 7 að kvöldi, einnig á laugardögum og vænta má, að samþykt þessi öðlist bráðlega stað- festingu Stjórnarráðsins, þykir æski- legt að verkamenn fái borgað viku- kaup á föstudögum, en ekki á laug- ardögum, eins og tiðkast hefir. Leyfi eg mér því, að skora á alla vinnuveitendur hér í bænum, að greiða framvegis vikukaup verka- manna á föstudögum. Kaupirðu góðan hlut Smurningsolía: Cylinder- «& Lager- og 0xulfeit| mundu hvar þu fekst hann. erujireiðanlega ódýrastar og beztar hjá^SÍflUí j Ó]njl Hafnarstræti 18. gSimi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.