Morgunblaðið - 14.04.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H, P. Duus A-deild Hafnarstræli. Nýkotniö mikið úrval af allskonar V eínaöar vörum: Tvisltau, Gólf-voxdúkar, Sirz, Lérefí, TTlorg- unkjólaefni, Tíóneí svört og mislit, Uííarkjóía- efni, TTJoískinn, Heiðfafaefni, Jlankin, Hegn- kápur með niðursettu verði, Gardinuefni hvít og mislit, Pigue, JTlolí, Tíaueí svört og mislit. Siíki i slifsi og svuntur, SUkifíauel, Borðdúkar, JTlussuíin, Húmfeppi, Jfáífkíæði 6.00 meterinn Smávörur. að Þjóðverjar eru fastráðnir í þvi að vinna stríðið i þessari orustu og þeir leggja alt í hættuna. Aðalmarkmið Þjóðverja er að eyðileggja brezka herinn. Þó að ástandið sé al- varlegt, þá er það þó svo, að enn hafa þeir eyðilagt sínar eigin her- sveitir meira og fljótar en brezka liðið. Áhlaup hefir verið gert á stöðvar Breta af helmingi meira liði en þeir höfðu og tefldu óvinirnir fram ógrynni af stórskotaliði af öll- um tegundum. Undir þeim kring- umstæðum er engin furða þó þeir hafi unnið á, og verður því ekki neitað; en það hefir kostað þá af- skaplega mikið. Annarsstaðar hefir ekkert mark- vert borið við. í Ítalíu er búist við að sóknin hefjist aftur á sfnum tíma, og mun hún þar, að svo miklu leyti sem unt er, samtíða há- marki þýzku sóknarinnar í Frakk- landi og Flandern. í Gyðingalandi hefir Kerak, fyrir austan Dauðahafið, verið tekin 7. april af Atöbum. Ovinirnir nefna það stóran sigur, að þeir gerðu skyndiáhlaup á járnbrautina til Hejaz, en samt sem áður hafa Bretar sótt enn meira fram á 5 mílna svæði og tekið nokkur þo;p. London, ódagsett. Hinn 11. april samþykti neðri deild brezka þingsins ný herskyldu- lög, og er nú herskyldualdurstak- mark hækkað upp í 50 ár. Forsætisráðherra bar frumvarpið fram hinn 9. apríl og sagði þá, að nú væri að hefjast hið allra alvar- legasta tímabil ófriðarins. Astandið var iskyggilegt er hin núverandi sókn hófst, en öllu var borgið meðhinni ágætu framgöngu hersins, sem hélt undan en án þess honum væri tvíst- rað. Ómissandi væri nú að búa sig undir enn gtimmilegri sókn og stjórnin hefði gert allar ráðstafanir til þess að flýta sem mest fyrir því að nægilegt varalið væri til. Frá- sagnir óvinanna um það hvað þeir hefðu tekið margar fallbyssur og fanga, væru mjög orðum auknar. Óvinirnir ætluðu að reyna að fá enda bundinn á ófriðinn með vopna- viðskiftum á þessu ári, hvað sem það kostaði. Vér hefðum nú þeg- ar tekið nær sex miljónir manna í þágu hers og flota. Herskyldan ætti nú að ná til ír- lands, þvi að nú væri eins barist fyrir írland og England. Lög um heimastjórn írlands mundu út gefin undir eins. Meðan nokkur brezk fleyta væri ofansjávar mundu Bretar eigi ganga að þýzkum friði, en ef bandamenn ynnu sigur i þessum yfirstandandi orustum þá væri kveð- inn upp dauðadómur yfir Prússa- veldi. Bonar Law sagði að í byrjun árs- ins 1918 hefðu Bretar haft miklu meira iið í Frakklandi heldur en í byrjun ársins 1917, en nú hefði gerst þörf fyrir fleiri menn. Ástæð- an til gerða stjórnarinnar væri sú, að nú mundu Þjóðverjar taka á öllu því sem þeir hefðu til. Hættulegasta tímabilið mundi verða i lok mai og júní. Forsni irska þjóðfundirins lagði fram rkýrsiu um álit meiri hiutans á heimastjórn Ira og eru því fylgjandi írskir »Nationalistar«, »Unionistar« í Suður-írlandi og verkamannaflokk- urinn írski. Tillögur þeirra fara fram á það, að stofna löggjafarþing fyrir alt írland með framkvæmdir- valdi á eigin ábyrgð og vald yfir öllum innanríkismálum og bein- um skattamálum þangað til fullnað- arákvörðun verði tekin um tolla- og skattamál, fara tillögur þessar fram á að brezka þingið haldi áiram að fjalla um óbein skattamál, en tekjurnar allar renni i ríkissjóð írlands. Foringjar íra eiu sammálu um það að írum beri að greiða konungsmötu og hafi framvegis fulltrúa i West- minster, en óákveðið er hve gjöldin skulu mikil eða fulltrúarnir margir. í frumvarpirm er geit ráð fyrir því, að irska þingið verði i tveim deild- um, og séu 64 fulltrúar i efri deild en 200 í neðri deild. Forsetinn lét þá ósk í ljós, að frumvarp þetta næði þegar fram að ganga. Utanríkisráðuneytið hefir birt skjöl, er sanna það, að herstjórn Þjóðverja hefir þráfaldlega neytt brezka fanga til þess að gera fallbyssuskýli, flytja hergögn og vinna önnur slík verk á herstöðv- um Þjóðverja og þannig vísvit- andi teflt lífi þeirra í hættu fyrir kúlum Breta sjálfra, þvert ofan í loforð þýzku stjórnarinnar. Hafa margir beðið bana á þann hátt og herteknir menn hafa verið beittir ógurlegri grimd; marga þeirra hafa Þjóðverjar skotið og svelt í hel með vilja. Tii þess að koma í veg fyrir það, að það vitnaðist, hvar þessir menn eru niður komnir, hafa þýzku yfir- völdin neytt þá til þess að hafa staðarnöfn inni í Þýzkalandi á bréfum sínum, enda þótt her- mennirnir hefðu aldrei komið á þá staði. Karl Austurríkiskeisari hefir ritað Þýzkalandskeisara bréf og segir þar: »Clemenceau hikar nú ekki við það, að gefa alger- lega ranga skýrslu um það, að eg hafi viðurkent að Frakkar hefðu rétt til þess að krefjast Alsace-Lorraine. Eg vísa stað- hæfingu hans frá mér með fyrir- litningu«. Franska stjórnin hefir opinber- lega birt bréf frá Karli keisara til Sixtus prins af Bourbon. Er það dagsett 31. marz 1917 og segir svo í því: »Til þess að sýna glögglega einlægni mína, bið eg yður að fiytja Poincare Frakkaforseta leynilega þá orð- sendingu frá mér, að eg skuli á allan hátt og með öllum þeim á- hrifum, er eg get haft á banda- menn mina, styðja réttlátar kröfur Frakka um Alsace-Lorraine.« Skýrslan um kafbátahernaðinn vikuna sem lauk 6. apríl, sýnir það, að 2595 skip hafa komið til brezkra hafna. Sökt var 4 brezk- um skipum, er báru meira en 1600 smál. og 2 rainni. Á ellefu skip var ráðist árangurslaust. Tveim fiskiskipum var líka sökt. í neðri deild enska þingsins lýsti dr. Macnamara því yfir hinn 9. apr. að i janúarmánuði hef'u verið full- smíðnð í Bretlandi skip sem báru samtals 58,558 smál. og i febrúar- mánuði skip sem báru samtals 161,674 smálestir. Söngkvöld. Á þriðjudagskvöldið kl. 9 heldur frú Laura Finsen hljómleika i Báru- búð. Ætlar hún m. a. að syngja lög eftir Hande!, Brahms, Rosenfeldt, Árna Thoisteinsson og Sigv. Kalda- lóns og ennfremur norsku þjóðvís- urnar, sem hún hefir áður sungið á hljómleikum hér og fólki þótt mikið til koma. Ungur stúdent, guðfræðisnemi við háskólann, Benedikt Árna- son, aðstoðar frú Finsen. Hefir hann numið sönglist hjá henni um eins árs skeið og hefir mikla og fagra tenorrödd, sem við framhaldsnám vafalaust mun koma honum í röð b’ztu söngnranna. Hann er enn- fremur fæddur ágætum »musik«- gáfum óvenju góðum að dómi þeirra, sem vit hafa á. Benedikt er »dramat skur« söngvari og hefir hug á þvi að ófriðnum loknum, að kom- ast til Þýzkalands og verða söngv- ari. Spá kunnugir honum glæsilegri framtið sem operusöngvara, þó mik- ið eigi hann auðvitað eftir að læra t'.l þess. I sumar er leið efndi hann til hljómleika á Akureyii, og tókust: þeir svo vel, að hann varð að endur- taka þá tvisvar, húsfyllir í 3 kvöld. M. a. syngur hann »ariur« af Bajads- er, Troubaduren, Lohengrin o. fL Frú Ásta Einarsson leikur undir á piano. Búast má við góðri skemtun k hljómleik þessum. Síðustu símfregniL Khöfn 13. apríl. Frá Berlin er simað, að Þjóðverj- ar hafi handtekið 3000 menn hji- Armentiere. Segjastþeir alls hafahand- tekið þar 20000 menn. Sækja þeir nú' fram yfir sléttuna hjá Lys, milli Armentieres og Merviile. Czernin hefir lýst yfir þvi að bréf það, sem Kari keisari á að hafa ritað Sixtus prins, sé falsað. í Þrándheimi hafa orðið upphiaup* gegn lögreglunni. Frá Kristíania hefir verið sent herlið þangað norð- ur-eftir. Athugasemd. Hr. ritstjóri V. Finsen. í Morgunblaðinu 12. þ. m. er grei með fyrirsögninni »Aum skemt- un«. Eg skai taka það fram strax, að flest það, sem hr. B. G. segir um fyrirlestur minn, er ekki rétt, - og sérstaklega vil eg benda á það, sem hann segir síðast i grein sinni, að eg hafi farið að þylja ástarvisur eftir mig sjálfan, er ósannindi. Það sem greinina »Grettir« áhrærir, þá hafa Vestur-íslendingar lesið grein- ina, og hefi eg ekki mætt ónotum hjá þeim; eru þeir þó margir vel ský/ir menn, og eg er þeim þakk- látur fyrir þær tilfinningar, sem lýsa sér i vísunum, sem koma á eftir greininni »Grettir«. Annars vildi eg benda hr. B. G. á það, að ef hann heyrir ekki velr þá er ekki gott fyrir hann að ver» fréttaritari. 'Reyjavík 12. apríl 1918. V. i h. jónsoti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.