Morgunblaðið - 10.06.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 7 Es. La&arfoss fer hiian áleiðis til New York um Halifax. fimfudaginn 13. júnl cTeRur JarpQga ocj pósí og uorur sem úífluiningsíeyfi er Jengið Jyrir H.f. Eimskipafélag Islands. Tíátí kaup. 2 karlmenn og tvær stúlkur geta fengið ágæta atvinnu eystra í sumar og fría ferð með Sterling. Menn gefi sig fram í dag eða á morgun. «& v. á. Hérmeð tilkynmist heiðruðum almenningi að eg hefi nú flutt vinnustofu mina í PÓSthÚSStræti 11 norðurendann, og hefi þar á boðstólum ýmsar -vörur svo sem: Manicure-etui, hárbursta, hárnet turbana, andlitspúður margar teg., andlitscreme, handa-áburð, ilmvötn frá kr. 2,30—25.00, ýms naglaáhöld svo sem: þjalir, sköfur o. s. frv. Hið alþekta hærumeðal Juventine de Junon, Guldhaarvand, Kamilla-extrakt, Brilliantine og margskonar önnur hármeðul. Mikið úrval af hári við ís- lenzkan og útlendan búning. Vinnustofan er opin á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 10—9. Aðra virka daga-----10—6. Slmi 23. Kristolína Kragh. Siml 23. viðvaranir gefnar þeim, sem daglega þurfa að sigla þarna til þess að bjarga sér og sinum. Hér virðist sem traðkað sé hræðilega bæði þjóð- réttar- og mannúðarreglum. Fiskifloti Svía hefir þegar beðið tilfinnanlegt tjón vegna þessa og á hættutímum er honum varnað að að stunda þær fiskveiðar, sem eru lífsskilyrði bæði fyrir hann og sænsku þjóðina yfirleitt. Og á hverri stundu má búast við nýjum — og ennþá stærri — slysum. Það er alveg undir tilviljun komið hvað slysin verða mörg og mikil, og það er til- viljun að þakka að þau hafa þó eigi orðið meiri en raun er á. Við skulum vona að eigi verði stórslys.' En þau geta komið fyrir. Og hlutlausu löndin munu á eitt mál sátt um það, að mótmæla hatð- lega þeirri ónærgætni, sem þeim hefir sýnd verið. Því að, ef það á að setja morðvélar þannig í leyni rétt við dyr hlutleysingjanna án þess að þeim sé á nokkurn hátt gert aðvart, þá gilda eigi lengur neinar réttlætis né mannúðarreglur. DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll.U.S.A.&Canada 3,35 Pósth&i 3,60 Frankl franskur 59,00 62,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 103,00 103,00 Sterlingspund ... 15,50 15,70 Mark ... „. ... 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 Hjúskapur. Ungfrú Emilía Hjörtþórsdóttir og Kristján 0. Skag- fjörð heildsali voru gefin saman í hjónaband þ. 19. f. m. Fóru þau ^aeð Sterling um daginn til Breiða- fjarðar og Patreksfjarðar og komu aftur til bæjarins með Lagarfossi í fyrrakvöld. Lagarfoss kom að norðan í fyrrakvöld um kl. 12. Farþegar voru margir með skipinu og þar á meðal: Stefán Guðjohnsen verzlun- arstj. frá Húsavík, Stefán Stefánsson ekólameÍBtari og kona hans, Árni Þorvaldsson kennari, Bjarni Jónsson útbússtjóri, Bagnar Ólafsson og Pét- Ur PéturssoD kaupmenn frá Akur- eyr>. frú Soffía Guðmundsson kona Magnúsar skrifstofustjóra og börn þeirra frá Sauðárkróki, Helgi Sveins- son útbússtjóri, Basmussen lyfsali, síra- Guðm. Guðmundsson frá Gufu- dal, Jón Grímsson verzlunarstjóri, Kristján Torfason kaupm., Hannes B. Stephensen, síra Böðvar Bjarna- son frá Bafnseyri, Carl og Anton Proppó og Guðbrandun Jónsson. S e g 1 s k i p kom til Hafnarfjarðar i fyrradag með um 270 smálestir af salti til Augusts Flygenrings. það hefir verið 45 daga á leiðinni frá Cadiz á Spáni. Beikningur Eimskipafélagsins fyrir 1917 hefir nú verið lagður fram. Sýnir hann á ársgróði félagsins hefir verlð rúmar 758 þús. krónur, og má það heifca afbragðs gott. Danskt seglskip, sem var á leið hingað frá Danmörku til þess að sækja fisk og flytja hann til Spánar, en var tórat á hingað leið, rakst á tundurdufl í Kattegat nýlega og Bökk. Hjúskapur. Sveinn Jónsson kaupm. í Kirkjustræti 8b og ungfrú Elín Magnúsdóttir Arnasonar tré- smiðs. S i g u r ð u r I, fór Ioks upp í Borgarnes í gær. Ejöldi farþega fór með bátnum. Afleiðing bannlaganna. í »Templar«, sem kom út þann 31. maí, er eftirfarandi eftirtekta- verð klausa: — Menn höfðu orð á því í byrj- un þessa mánaðar, hve margir hafi sézt ölvaðir á almannafæri hér í bænum .... Þeir, sem eru svo langt leiddir, að þeir láti suðuvökva (Kogesprit) sér til munns . . . eru ekki lítill hluti þeirra, sem sjást ölvaðir. — Þetta mun vera i fysta skifti, að »Templar« kannast við það, að af- leiðing bannlaganna hafi orðið sú, að menn séu farnir að drekka suðu- vökva — eða annan óþverra. — Og hann er þá ekki að klípa utan af því, heldur segir berum orðum, að það sé eiqi lítill hluti þeirra manna, sem ölvaðir sjást hér, að þeir hafi drukk- ið suðuvökva. Fyrir 5 árum mundi engum hafa komið það til hugar að ræna neinn mann þess, að hann léti sér suðuvökva eða annan slíkan óþverra til munns. En nú eru þeir orðcir svo margir, sem það gera, að tölu verður eigi á komið. Andbanninqur. GDUtar. ftiiir eða gömul söðulklæði, verða keypt háu verði. R. v. á. Knattspyrnumót íslands Kappleikurinn í gær fór þannig að »Víkingur« sigraði »Val« með 5 : o. Veður var ilt, stormur af suð- austri og úrkoma með köflum. Var knötturinn illhemjandi innan svæðis- ins. »Víkingar« urðu í fyrri hálf- leiknum að sækja móti vindi og kom það fljótt í ljós, að þeir höfðu mikla yfirburði yfir mótstöðumenn slna. í þessum fyrri hálfleik komu þeir knettinum i mark einu sinni og þótti það frækilega af sér vikið. í siðari hálfleiknum komu þeir knett- inum fjórum sinnum i mark og herti þó »Valur« sig eftir því sem á leið. Margt var áhorfenda þar syðra — meira en búast hefði mátt við í svo vondu veðri. Síðustu símfregnip. Khöfn 8. júní. Frakkar hafa styrkt stöðvar sinar hjá Locre, Ambleny, Chezy og Venille. 1 Austurríki er hafin stjórnbylt- ingar-barátta. I Moskwa eru stórkostleg samtök gegn Maximalistum. Innan skams verður öllum útlend- um stjórnleysingjum vísað úr landi í Bandarikjunum. Fehrenback er kjörinn forseti þýzka ríkisþingsins, en þeir Dove, Paasche og Scheidemann varaforsetar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.