Morgunblaðið - 12.06.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1918, Blaðsíða 1
5. argangr Miðv.dag 12 júní 1918 M0R6UNBLA9IÐ 215 tðlnblað Ritstiórnarsimi nr. 500 Gamla Bió Dr. Mors. Skemtil. og afarspennandi sjónl. í 3 þlttum tekinn af Dania Biofilm (Gyldendahl). Og leikin af ágætum dönsk- um leikurum. Aðalhiutverkið, Dr. Mors, leik- ur hr. Paul Reumert. Til Vífilsstaða fer bifreið fyrst um sinn hvern þriðju , fimtu- og sunnu- dag kl. 11 frá Breiðabliki. Farkeðlar -'verða að kaupast þar. (Aukafeiðir venjulega kl. 2.) -St. Einarsson. 6r. Sígurðsson. Sími 127.Sími $81. Rttstjórt: Viihjátmur Fmsen + Sira Gisli Jónsson Mosfelli. Það sorglega slys vildi til í fyrra- dag að síra Gtsli fónsson á Mosfelli í Grímsnesi druknaði í Þverá. Hann ætlaði austur til Odda og vera þar við uppböð sem ha!d ð var þar í gær á bút síra Skúla Skúlason- ar, en fór fyrst snöggva ferð ofan i Landeyjar. Ætlaði hann svo að ríða Þverá hjá Hemlu, en mun hafa vilst út af vaðinu og lenti í ál. Losnaði hann þar við hestinn og druknaði, en maður, sem með honum var, komst klaklaust yfir ána. Uppboð á málverkum. Erl simfregiíir (Frá fréttaritara Morgunbl.). Khöfn, 10. júní. Þingmenn í neðri málstofu hol- lenzka þingsins vilja láta Hollend- inga beita sér fyrir því að byijað verði á friðarsamningum, Frá Berlín er slmað, að Þjóð- verjar hafi sótt fram hjá Gury og fyrir suðvestan Noyon. Khöfn, 10. júní. Frakkar tilkynna að Þjóðverjar haldi áfram hinum grimmilegustu áhlaupum i vinstra herarmi og fylk- ingarbrjósti. Frakkar hafa mist ' Ceuilly, Ressons sur Matz og Bel- linglise-sléttuna. Frá Moskva er simað, að her- sveitir Þjóðverja, sem höfðu Melina ^ sinu valdi, hafi beðið ósigur. £jóðverjar tilkynna að þeir hafi tezið borgirnar Matz, Ceuilly og Ricquebourg á vesturvigstöðvunum og séu komnir til Bourmont og Mareuil. Sunnar hafa þeir tekið Lassigny og farið í gegnum Thies- court-skóginn. Hafa þeir handtekið Þarna 8000 menn. Hér i Kaupmannahöfn er stofnað alþjóða sjómannafélag. Havelock Wilson er forseti. í dag kl. 3 verður haldið uppboð á málverkum, um 60 talsins, eftir Magnús A. Árnason, bróðir Arsæls bóksala. Mun það vera fyrsta sinni að listmálari selur málverk sín á uppboði hér á Iandi, en erlendis er það alltítt. En ástæðan til þessa er sú, að Magnús ætlar sér til Vestur- heims með Lagarfossi á morgun. Hann ætlar á listmálaraskóla i Santi- ago í Chile í Suður-Ameriku og hyggur til dvalar þar í nokkur ár. Magnús Arnason hefir málað í nokkur ár. Hefir hann eins og svo margir aðrir yngri listmálaranna is- lenzku, engrar tilsagnar notið, en hæfileika hefir hann bersýnilega. Sumar myndanna eru ágætar. — Vér viljum eindregið ráða mönnum til þess að koma i Good- templarahúsið kl. 3 í dag því Magnús er þess fullkomlega verður að hon- um sé sómi sýndur. Siriðs-iðnaður. Af mörgum sögum sem nú eru sagðar um stríðs-iðnað, getur sagan af Aafhus Oliefabrik i Danmörku orðið okkur hér til fyrirmyndar, ef við viljum hugsa um það að bjarga okkur sem bezt sjálfir. . Aarhus Oliefabrik er að nokkru leyti á vegum dönsku stjórnarinnar og þess vegna hefir hún fengið til í saíold i rprents m i ð í a Afgreiðslusimi nr. 500 >nyjd. Diu4 Skuggi ío tíðarinnar eða Ast Yvonne Sjónieikur i þrem þáttum, tekin á kvikmynd af Nordisk Films Co. Aðalhlutverkið leikur Elso Frölich. Hvers er krafist af góðri kvikmynd? Að hún sé áhrifamikif, fögur, eiukennileg, efnisrík, hrífandi og vel leikin. Öll þau skilyrði uppfyllir þessi piynd. Góóan matsvein vantar nú þegar á mótorkútter H a r r y. Menn snúi sór til skipstjóraus, sem hitt- ist í Slippnnm. Hér með tilkynnist að jarðarför konunnar minnar, Guðrún- ar Þórðardóttur, fer fram frá Fríkirkjunni og hefst með hús- kveðju á heimili okkar, Spítalastíg 6, á morgun kl, 11 átdegis. Fyrir hönd mína, barna minna og tengdabarna. Lárus Pálsson. umráða alt það lýsi sem frá Græn- landi kemur. Og eftir margskonar rannsóknir og tilraunir getur verk- smiðjan nú framleitt úr lýsinu ýms- ar og ólikar vörutegundir. Grænlenzka lýsið er brúnt og þef- ilt, en verkfræðingum og efnafræð- ingum vex eigi i augum að hreinsa það og ná úr því öllum sýrum o. s. frv. svo að hægt sé að nota það sem smurningsoliu við allskonar vél- ar. Ur lýsinu vinna þeir líka Elain- oliu, sem leysist upp í vatni og er nauðsynleg fyrir allar tóvinnuverk- smiðjur. Úr lýsinu er og gert gljá- vax til þess að fægja með gólf, og ennfremur »vaseline«. Þá er og nnnin úr þvi »parafin«-olía, sem er bráðnauðsynleg til margs og segir blaðið, sem þetta er tekið eftir, að margar eldspýtnaverksmiðjur, pappírs- verksmiðjur og ritblýaverksmiðjur (sem allar þurfa mikið af »parafin«- olíu«) hefðu orðið að hætta starfsemi sinni, ef olíuverksmið,urnar í Arós- um hefði eigi notið við. Þá framleiðir verksmiðjan einnig tólg úr lýsinu og er eigi hægt að þekkja hana frá venjulegum tólg. Auk þessa rekur verksmiðjan ýms- an annan stóriðuað. Meðal annars býr hún til kartöflumjöl, sago, þrúgnasykur og dekstrín úr kaitöfl- um. Úr lyngi býr hún til lyngmjöl, Stúlkur óskast í kaupavinnu og drengur til snúninga. Komi til við- tals kl. 9—12 f. m. og 6—9 e. m. á Hverfisgötu 94 (uppi). sem er ágætt 'nestafóður og auk þess lyngte — Terica — sem nú er mjög farið að nota i Danmörku. Með aðstoð verksmiðjunnar er nú daglega framleitt »benzol« í gasstöð- inni i Árósum fyrir mörg hundruð krónur. Enn fremur hefir verksmiðjunni tekist að framleiða sápu, kítti og margt annað úr glerlegi (Vandgias). Hér skal nú staðar numið með að telja upp afrek verksmiðjunnar, en vér höfum viljað segja frá þessu ef ske kynni að einhver framtakssamur maður vildi koma á fót verksmiðju hér, til þess að vinna iðnaðarvörur úr lýsi. Af þeirri vöru höfum vér nóg og þar sem nú mun ilt að koma henni markað sem slíkri, mundi það gróðavegur að breyta henni í aðrar vörur, er vér þörfnumst mjög tilfinnanlega. Gæti sú iðnaðargrein og orðið arðberandi að striðinu loknu, því að satt að segja er það mesta sleifarlag að vér skulum enn flytja út hrálýsi, en vinna eigi sjálfir úr því aðrar og dýrmætari vörutegundir. ----- ■ ................. ...... Kaupirðu góðan hlut mundu hvar þu tekst hann. Smurningsolia: Cylinder- & Lager- og 0xulfeiti eru áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Sigurjóni Hafnarstræti IS Simi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.