Morgunblaðið - 18.06.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.06.1918, Blaðsíða 1
Þriðjudag jímí 1918 5. argangr 221 tiöiubíað Rjtf-tjörr-arsiminr. 500 Rimjón: Vflhjtfaiur Fiaseo Ísaíoldarprents- Aíareiftslusími nr. 500 L 0 0. F. 1006189 — 0. Samla Bió Bailet- ieikmærin. (Thanbouser Film) Ahrifamikill, efnisgóður og vel leikinn sjónleikur, í 3 þáttum. Aufeamynd: Chaplin sem afbrýðissamur eiginmaður. Fyrsía flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Einarsson. Gr. Sigurösson. j, Simi 127. Sími 581. Erl. simfregnir (Fr* fréttaritara Morgunbl.). Khöfn 15. jdni. Gnillaumet, hershöfðingi Fiakka í ■ S ilcniki, er orðinn herstjóri i Paris. Þýzka rikisþingið lætur i ljós óánægju með herstjórnina. Khöfn 16. júni Akafar stórskotaliðsorustur i ítölsku vigstöðvunum. Frá Berlíu er símað að Frakkar hafi gert árangurslaus gagnáhlaup ihér og hvar. Hersveitir Eichorns hafa upprætt 10.000 rússneskra »friskara» hjá Taganrok í Ukraine. Japanskur her hefir verið settur á land í Dimese i Kvangtung-héraði. Khöfn 16. júni. Frá Rómaborg er símað, að Aust- urrikismenn hafi hafið grimmilega sókn hjá Ostico, Brenta, Piave, á Asiago-hásléttunni, hjá Groppa og á sléttlendinu. Bretar tilkynna að bandamenn haldi sinu i hægra herarmi, en i vinstra herarmi hafi Þjóðverjar sótt fram um 1000 metra og nm 2500 metra í miðju. Drengir og telpur óskast til að selja slaufur ug blöð 19. júní. Komið kl. 11 f h. i Good-Templarahúsið. LiEidsspifalasjóðsnefddin. íslandsmál í Danmörku. Simskeyti frá Ritzau. Khöfn. 16. júni. í rikisþinginu var i gær rætt um það að senda fulitrúa til Reykjavikur. Nefndamenn\ frjálslynda flokksins, »$adikalac og jafnaðarmanna úr báð- um þingdeildum höfðu lagt það til að þingið féilist á tiliögu stjórnar- innar um það að senda fulltrúa, en nefndarmenn íhaldsflokksins voru á móti þvi. Borgbjerg, fulltiúi jafnaðarmanna, var framsögumaður málsins í þjóðþing- inu og mæltihannmeðtiDögu stjórnar- innar. Sagðist hann þó fremur mundi hafa kosið að samningar milli þjóð- anna hefðu farið fram i Kaupmanna höfn, en kvaðst eigi hika við það, að verða við óskum íslendinga um það að samningarnir færu fram í Reykjavik. Fulltrúarnir ættu eigi að fá neitt vald til þess að binda hend- ur ríkisþingsins, en það væri aug- ljóst, að ef þeir gætu komist að samkomulagi við íslendinga, þá væru allar likur til þess að rikisþingið mundi fallast á það samkomulag. Kvaðst hann þess fullviss, að ríkis- þingið og öll danska þjóðin mundi Hta hinar hugheilustu óskir fylgja nefndinni um það að henni mætti takast að koma þvi í kring, að trygt væri ríkjasambandið, þannig að létc- mætum kröfum íslendinga um þjóð- lega sjálfstjórn, væri fullnægt* Framsögumaður minni hlutans var Johan Knudsen og lýsti hann yfir þvi, að íhaldsmenn áliti að fulltrú- arnir æltu að hafa takmarkað umboð og að þeir gætu alls eigi fallist á tillöguna að þvi leyti að láta sendi- nefndina hafa óbundnar hendur. Mælti haun með þeirri tillögu ihalds- manna, að samningum yrði frestað. Khöfn 16. júní. Önnur og siðari umræða ríkis- þmgsins um íslandsmálin fór þannig fram: Starfandi forsætisráðherra, fjár- málaráðherra Edward Brandes, lýsti því yfir, að stjórnin gæti fallist á tillögur meiri hluta nefndrrinnar. Hann sagði, að sambandsdeilan milli Daomerkur og íslands hefði nú stað- ið yfir í mörg ár og nú að siðustu harðnað svo, að æskilegt og nauð- synlegt væri, að byrjað yrði á samn- ingatilraunum svo fljótt sem unt væri. En það væri ómögulegt, að binda hendur fulltrúanna fyrir fram á nokkurn bátt. Hann harmaði það, að ekki hefði verið unt að fá flokk- ana til að fylgjast að málum. ís- lendingar vaeru einhugs, en sendi- nefnd Dana ætti ekki alla þjóð sina að baki sér. Það geiði samningana erfiðari, en þó mætti gera sér beztu vonir um árangurinn. Danir ósk- uðu þess allir einhuga, að ísland og Danmörk mættu einnig i framtið- inni halda saman. Tillagan um að senda fulltrúa til Reykjavikur var samþykt með 102 atkv. gegn 19. í landsþinginu fóru umræðurnar i sömu átt og i þjóðþinginu og var tiflagan þar samþykt með 46 atkv. gegn 15 og greiddi Rottböll, fyrv. ihaldsmanna-ráðherra, atkv. með meiri hlutannm, og á móti ihalds- flokknum. Ritzau. Khöfn 16. júni. Konungurinn skipaði í gær sendi- nefndina, sem á að fara til Reykja- víkur, þá Christoffer Hage verzlun- armálaráðherra og þjóðþingsmennina I. C. Christensen, Borgbjerg og Erik Arup, prófessor við háskólann. Hage er formaðnr nefndarinnar. Ráðuneytið hefir skipað cand. jnr. Magnús Jónsson ritara nefndarinnar. Blöðin láta þá von í ljós i dag, >Nýja Biö • I Prinsessan. Sjónleikur i 3 þáttum um ástir ungrar konungsdórtur. Aðalhlutverkin leika: Nícolai Johansen, frú Fritz Petersen, Aage Hertel. að nefndinni takist að komast að samningum, sem verði bæði íslandi og Danmörku til gagns og gæfu. Sænsk og norsk blöð segja, að málið snerti ekki að eins Danmörku og ísland, heldur næst þeim öll Norðurlönd. Ritzau. Símskeyti frá fréttaritara M.bl. Khöfn, is. júni. Borgbjerg var framsögumaðurmeiri hluta íslandsmálanefndarinnar í þjóð- þinginu, og mælti hann á þessa leið: — Það hefir verið talið að vér værum of frjálslyndir með þvi að senda fulltrúa til Reykjavíknr. En þar sem vér erum vissir um góða afstöðn vora i þessu máli, þá þurfum vér eigi að óttast samningaformið. Það er áreiðanlegt að nú er heppi- legri tími til samninga heldnr en nokkru sinni endranær og öll þjóð- in mun láta fylgja sendimðnnunum óskir um það, að samningarnir tak- ist vel, og að báðir málsaðiljar verði ánægðir. Ef til vill verður samn- ingunum haldið áfram hér i Kaup- mannahöín. Vér verðum að óska þess samhuga, að árangurinn af sendi- förinni verði eigi að eins til þess að fnllnægja kröfum íslendinga um sjálf- stæði, heldur verði úr því samning- ar milli tveggja þjóða um reglulegt rikjasamband. Framsögumaður minni hlutans, Johan Knudsen, mælti: Siðan ákveðið var að samningar skyldu fram fara i Reykjavik höfum vér haldið fast við það, að sendi- nefndin hefði takmarkað umboð. — Vér erum því fylgjandi að íslend- ingar fái aukið sjálfstæði inn á við og vér álitum að sambandinu sé slitið með þvi ef ísland gerist sjálfstætt Kauplrðu góðan hlut íi>á mundu hvar þú tekst hann. Smurningsolia: Cylinder- & Lager- og 0xuifeiti ere áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá SlguvJÓnl Hafnarstræti 18 Simi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.