Morgunblaðið - 10.07.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1918, Blaðsíða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ góðan veðnrdag rekur svo að því að einhver nauðsynleg vara er upp gengin, hefir verið seld út úr land- inu aftur, án þess nokkuð eftirlit væri með því haft. Við skulum taka til dæmis vöru eins og kaffi — sem að vísu getnr eigi talist með lífsnauðsynjum, en fæstir geta þó án verið —. Hversu mikið mun eigi selt af þeirri vöru til útlendra skipa fram yfir það, sem þau þurfa sjálf að nota? Það er kaffiskortur hér í nágranua- löndunum, og eigt nema eðlilegt að sjómenn reyni að nota sér það, að kaupa hér eins mikiar- birgðir og þeir gera náð í, og flytja heim til sin. Það væri oflangt mál að fara að telja upp allar þær vörur, sem hætta er á að gangi til þurðar á þennan hátt. En nauðsyn ber tii þess að sem fyrst sé tekið til þess ráðs, að hafa sem strangast eftirlit með sölu til skipa á hvaða vöru sem er. Jarðgöngin undir Dofrasundi. Langt er síðan það kom til tals að grafa göng neðansjávar milli Eng- lands og Frakklands. Ea aldrei höfðu stjórnir landanna getað komið sér fullkomlega saman um það stórvirki áður en ófriðurinn hófst. Siðan hafa Bretar fundið til þess fremur en áð- ur, hve lífsnauðsynleg þeim er slík samgöngubót og nefnd hefir verið skipuð í neðri málstofunni, sem á að koma verkinu i framkvæmd. Sir Atthur Fell er formaður þeirrar nefndar og hefir hann nýiega skýrt málið nokkuð. Hann telur framtíð Lundúnaborgar undir þvi komna, að járnbrautarsamband . komist á milli hennar og höfuðborga meginlands- ins, el!a muni hún ekki standast samkepnina við þær að ófriðnum loknum. »England er lítið eyland, skilið frá meginlandinu af úfnu hafi; það má heita algerlega einangrað frá meginlandinu, þeg3r stórviðri ganga, og ef svo verður eftir ófrið- inn, þá mun önnur heimsborg rísa npp. Það gæti orðið París eða Vínarborg, jafnvel Berlín eða Brussel, en þaðan verða járnbrautir að liggja í allar áttir út um álfuna. Auðmenn í öðrum heimsálfum mundu þá fara beint til hafnarborganna á megin- landinu, og þaðan á þessa miklu miðstöð járnbrautanna, en London yrði sniðgengin vegna einangrunar sinnar á eylandinu. Það yrði refs- ingin, sem við hlytum fyrir að van- rækja að leggja neðansjávar-járnbraut- ina. Jarðgöngin mundu ekki að eins efla land vort og höfuðborg, held- ur vera skilyrði þess, að vér getum staðið fremstir í flokki um flutning farþega vestan um haf«. Sir Arthur sagðist vera sannfærð- ur um, að hið fyrsta verk, sem Frakkar og Englendingar gerðn eftir ófriðinn, væri að grafa þessi jarð- göng — og hann sagði þ.ið mann- virki ætti að verða fyrsta minnis merkið um óbilandi vináttu við þá þjóð, sem barist hefði með Eng- lendingum árum saman fyrir frelsi allra þjóða. Ný herskipagerð. í árás, sem ítalir gerðu nýlega á herskipahöfnina í Pola, notuðu þeir nýja gerð herskipa. Var það tundur- skeytavélbátur, sem þeir höfðn gefið nafoið »Grilio«. Bátur þessi var sambland af »tank« og tundurbát. Voru skriðdrög undir honum, eins og á »tank« og gat hann því mjak- að sér áfram á grunni. Var þessi útbúnaður hafður til þess, að hann gæti komist yfir girðingar þær, sem eru þvert fyrir mynni hafnarinna'-. Vélin, sem knúði skipið áfram, vann hávaðalaust og þess vegna komst báturinn inn að höfninni án þess að Austurríkismenn yrðu varir við. Lá hann þar nokkra hríð og beið þess að birti af degi, til þess að reyna að koma tundurskeyti á eitthvert her- skip Austurrikismanna. En áður en svo bjart var orðið, varð varðlið hafnarimar vart við hann og var þá eigi að sökum að spyrja, og var báturinn ónýttur á svipstundu með fallbyssuskotum, áður en haun gæti skotið tundurskeytum sínum. — Hér á myndinni má sjí fl.kið af bát þessum og er myndin tekin inni á herskipahöfninni 1 Poia. DAQBOK Gangverð erlendrar myntar. Banbar Doll. U.S.A.&Ganada 3,35 Póvthún 8,60 Frankl franskur 59,00 62,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 103,00 103,00 Stwrllngspund ... 15,50 15,70 tóark 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 Botnvörpungarnir og vélbátar héð- an eru uú sem óðast að halda norð- ur til síldveiða. Mun síldveiði verða stunduð meir en búist var við í fyrstu Kveðja frá heimskauti. Mynd þessi, er hér birt- ist átti að fylgja grein þeirri er blaðið flutti í gær um norðurför Roald Amundsens, en varð óvart eftir. Hún er af einu hinu nafnfræga »Pólpóstkorti« Amundsens, sem seld voru til ágóða fyrir norðurför- ina. Þessi póstkort flutti hann með sér norður og á að stimpla þau með póst- stimpli þar sem skipið kemst lengst norður og s ðan er sk'pið kemur heim verða þau send í P sti til þeirra, sem þau eru stíluð til. Heíir selst fjöldi slíkra póstkorta og hafa menn talið það skyldu sína að sendr þau góðum vinum — enda þórt þau verði nokkuð lengi á leiðinní. Þessi Póstkort geta orðið dýr- gr p r þegar fram i sækir og sérstakiega eftirsótt af þeim, sem safna fá- gæium minjagripum. Stúiku % r '' >.. - vactar til saumaskapar á vmuustofu Rydelwborg Laugaveg G. Cruðm. Thorsteinsson listmálari og frú hans fóru í gær upp í Borgar- fjörð. Ætla þau að dvelja í Norð- tungu um hríð, — Guðmundur auð- vitað til þess að mála. Alþing. f>að þykir líblegt að þingi verði slitið í næstu viku. Ráðgert er að dönsku sendimeun- irnir, eða nokkrir þeirra, bregði sér austur til Geysia og Gullfoss í lob vikunnar, ef þesa verður nokkur kost- ur vegna anua við nefndaratörfin. Knattspyrnu þreyttu »Víkingur« og sjóliðsmenn á Fálkanum í fyrra- kvöld. Fóru svo leikar, að jafntefli varð og hafði sinn vinning- inn hvor flokkur. Bifhjólum fjölgar hér í bænum og með Gullfossi nú eiðast komu hing- að körfur til þess að feata við hjól- in og má nú daglega sjá tvo og þrjá menn þeysa um bæinn í þessum farartækjum. Hjúskapur. Jungfrú Rannveig Sigurðardóttir og Hallgr. Jónsson II. vélstj. á Gullfosa. Leiðrétting. Af vangá var það sagt í blaðinu f gær að Soffia, kona Hjálmars Sigurðssonar kaupmanns í Stykkishólmi væri dóttír Sigurðar prófasts Gunnarssonar. Hún er dóttir Gunnars bróður hans, en fóst urdóttir BÍra Sigurðar. Inflúensa hefir fluzt hingað frá Englandi með sjómönnum á botn- Vörpungum. Er sagt að veikin sé mjög væg; en mjög er það leitt, að eigi skuli vera betra eftirlit með heilbrigði manna, sem koma hingað frá útlöndum, og ætfð geta flutt með sér einhverja næma sjúkdóma. Far fyrir dreng með bil, óskast austur að Stokkseyri sem fyrst A. v. á. Agætur mór 60—loo tonn af óvanalega góðum mó, er til sölu seint í n. m. eða saemma í september. Upplýsingar gefur Arni SveiDsson Laugaveg 79. Stílt og vönduð unglingsstúlka sem helzt hefir verið við afhendingu áður, getur fengið létta og góða stöðu á Kaffihúsi nokkra tíma á dag sumarlangt. Uppiýsingar á afgreiðslunai. GIi!ofnaí abíeiður eða gömui söðulklæði, vetða keypt háu verði. R. v. á. Síöustu símfregniL Khöfn 8. júli Flugvéhárás hefir verið gerð á Miklagarð. Það er talið að motð Mirbachs. sé upphaf að allsherjar uppreL t gegn Maximalistum. París býst við nýrri sókn af Þjóð- verja hálfu. Frá Berlín er símað að Astralíu- menn hafi aukið sókn hjá Somme og Lys. \ ^írsíitaRappíeiRur i Rvöíó RL 9 á dþrcttav. milli iRincjs“ og „dsíanés c?aíRu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.