Morgunblaðið - 20.07.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1918, Blaðsíða 1
Xaugard. éo* julí 1918 H0R6DNBLADID 5. argangr 253. tðlublað Ritstjórnarsý.n nr. 500 Ritstjóri: Vilhiiimar Finsea ísafoláarpreatsmjðja Afgreiðslusimi nr. 500 !j> Gamla Bió <| Bjargað úr sjávarháska Fallegur og átakanlegur sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af ágætum dönskum leikurum. Aðalhlutverkin leika: Herm Florentz og Llli Jausen. Myndin er viðbarðaiík og snildarlega vel leikin. Hér eftir hefi eg 3 bila i I»iagvallaferðum 2 fira austur í dag. Pautið íar á Nýja Landi Sími 367. Magnús Skaftfeld. Bifreið fer til Þingvalla mánudag 22 júlí kl. 12. Farseðlar seldir í Breiðabliki. Steindór Einarsson. Erl. simfregnir (Frí fréttaritara Mergunhl.). % K.höfn 18. júlí. Frá Berlín er símað í gærkvöldi' að afstaðan á vígstöðvunum væri óbreytt. Influenzan er enn að breiðast út. — Enn hafa nokkrir menn sýkst af kóleru í Stokkhólmi. Hveðja frá , Guíífossi'. Morgunblaðinu hefir borist svo hljóðandi símskeyti: | Átta daga ferð til HaH^ íaxr Skilið kveðju til'allra vina og aettingja.j Farþegarnir á „Gullfossi*. Iðnaður. Það hefir oft verið talað um það, að Islendingar gæfu iðnaði alt of lítinn gaum. Og það er satt, — en sérstaklega á það þó við nú á þess- um tímum, þegar ilt er að fá vörur frá útlöndum. Um stóriðnað getur þó eigi verið að ræða sem stendur, en heimilisiðnaður ætti að vera miklu meiri en hann er. A heim- ilunum má gera fjölda marga nyt- sama muni, sem áður hafa verið keyptir frá útlöndum en ern nú ófáanlegir, eða illfáanlegir og dýrir. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að iðn- aður geti þrifist, er það að markað- ur sé fyrir vörurnar. Og nú er áreiðanlega óþrjótandi markaður hér fyrir allskonar heimilisiðnað. Þarf nú eigi annað en alþýðu verði þetta ljóst, til þess að áhugi hennar vakni fyrir heimilisiðnaði. En bezta ráðið til þess, að efla og auka áhugann, er það að hafa opinberar sýningar á iðnvörum. Slík sýning hefit nú nýlega verið haldin á Akureyri fyrir forgöngu Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands. Er félaginu og Norðlendingum sómi að því, að hafa komið sýningunni á. Og ef Sunnlendingar vilja eigi verða eftirbátar þeirra, þá ættu þeir að hafa iðnsýningu hér i Reykjavík að áliðnu hausti. Slik sýning ætti jafnframt að verða kaupangur (markaðsstefna) — milli- liður framleiðenda og kaupenda. Það er áreiðanlegt, að margir kaupmenn hér mundu fú,sir til þess að kaupa vel gerða muni, en nú er framboðið lítið sem ekkert og framleiðendur þekkjast eigi. Hn með þvi að vekja eftirtekt á vömm sínum gætu risið hér upp fjölda margir sjálfstæðir iðn- rekendur í þeim iðngreinum sem eigi þekkjast nú, eða iðnaðurinn mundi skiftast milli margra þannig, að í stað þess að framleiða einn og einn hlut, mundu menn snúa sér að því að framleiða þá í stórum stíl og ætti varan þannig að geta orðið ódýrari og um leið rutt sér braut á markaðnum. í öllum löndum hafa komið upp nýjar iðngreinar á þesium siðustu árum, vegna þess að ýmsar iðnvör- ur hefir þrotið. Merkastur er eftir- líkinga-iðnaðurinn, þar sem reynt er að bjargast við alt nýtt, bæði í efni og framleiðsiu-aðferð. Hér fer nú að sverfa svo að, að eftirlíkinga- eða »Surrogat«*-iðnaðarins fer að verða þörf. En þá þarf jafnframt að styðja að því, að framboðið og eftirspurn- in nái saman, og verða eigi önnur ráð til þess heppilegri en það að halda iðnsýningu. Þessu máli beinnm vér til framtaks- samra iðnaðarmanna og Heimíiisiðn- aðarfélagsins, þvi að þeim stendur næst að gangast fyrir slíkri sýningu. En þar sem hún yrði mjög i al- þjóðarþágu, þá ætti landstjórn að telja sér , skylt að styðja að fram- gangi málsins m. ð ráðum og dáð og treystum vér henni vel til þess. sendinefndarinnar. í fyrrakvöld hafði Hage forsætis- ráðherra boð inni um borð i »Islands Falk« fyrir Islenzku nefndarmennina og ráðherrana. Stóð það hóf til klukkan hálfellefu og voru ræður haldnar fyrir minni Danmerkur og minni íslands o. s. frv. Að veizlulokum lagði Fálkinn af stað, og skaut 17 fallbyssuskotum til kveðju, en á bryggjunni stóð múgur manns og árnaði dönska nefndinni heilla og góðrar heim- ferðar. Bæjarstjórnarfundur 18. þ. mán. Fundurinn var settur kl. 5,25 e. h. eða nær hálftlma eftir að byrja átti; fyr var ekki fundarfært, sökum þess hve fáir mættu á réttum tima. For- seti áminti fulltrúana um stundvísi og að tilkynna forföll ef ekki gætu mætt, því að í stundvisi, sem og *) Hver treystir sér til þess að þýða á islenzku orðið Surrogat? . Nýja Bió. Einstæðingurinn Þessi Ijómandi mynd, sem þykir ganga næst hinni al- kunnu mynd, Skrifarinn, verð- ur sýntl enn í kvðld. Nýkomið! Mikið úrval af útlendum nótum í Bókaverzlun Fr. Hafbergs Hafnarfirði. annari góðri reglu, ættu þeir að keppa eftir að vera fyrirmynd annara bæjar- manna. Stækkun slökkvistöðvarinnar. Samþykt var að verja 16 þús. kr. til viðgerðar og stækkunar á slökkvistöðvarhúsinu. Er ráðgert að sett verði ofan á húsið og þar gerðar skrifstofur, svo að viðgerð- inni Iokinni verði þar komnar á einn stað skrifstofur borgarstjóra, bæjargjaldkera, bæjarverkfræðings, byggingarfulltrúa, heilbrigðisfulltrúa og heibergi fyrir bækur bæjarins og skrifstofa fyrir menn er vinna að ýmsum skriftum fyrir bæinn, skrá- setningar o. fl. Yfirlitsuppdrátt af eifðafestulöndum i landi bæjar- ins var samþykt að gera skyldi f sumar og i haust. Ólafur Friðriksson hreyfði því, hvort ekki væri kominn tími til að bæjarstjórn hætti að láta lönd bæjar- ins á erfðafestu, þau er enn væru ekki af hendi látin, en léti þar á móti fara að rækta lönd þau sjálf, því að lönd þau, er einstakir menn hefðu, væru mjög misjafnlega ræktuð. Borgarstjóri sagði, að því hafi oft verið áður hreyft i bæjarstjórninni Þe8ar væri tekin ákvörðun um að ekki yrði látið á erfðafestu land í Fossvogi, heldur yrði riéktað á kostn- að bæjarsjóðs. Það væri satt að lönd þau, er einstakir menn hefðu á erfða- festu, væru misjafnlega ræktuð, en til þess að geta haft betra eftirlit með því, hverjum þeir blettir til- heyrðu, er í órækt væru, væri nauð- synlegt að fá yfirlits-uppdrátt yfir erfðafestulönd bæjarins, og þvi væri tillaga um að láta gera hann fram- komin. Að honum fengnum, mundu frekari ákvarðanir teknar viðvikjandi meðferð og ræktun erfðafestulanda. Kaupírðu góðan hlut þá mundu hvar bú fekst hann. SmurningsoUa s Cylínder- & Lager- og 0xulfeitl eni,_’áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Slgurjónl Hafnarstræti 18 Simi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.