Morgunblaðið - 27.07.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1918, Blaðsíða 1
iF östudag 5. argangr 260. tðlnbiað 27 júlf 1018 nOBGUNBLA Ritsjfomarskni nr. joo R’tstjón: Vilhiátnjnr Finpen | ísafo!dsrprert«r •jxj» Afgreið Eri. simfregnir (Fri fréttaritara Morgunbl.). Khöfn. 25. júli. Baron Hussareck er orðinn for- sætisráðherra Austurrikis. Bandaríkjamenn hafa sótt f am um 2 mílur hjá Querq og Marne. Frakkar mótmæla þvi að »Vater land« hafi verið sökt. Danska sendinefndin kom hingað i kvöld. Síldin komin Isafirði i gær. í morgun kl 10 komu 5 bátar hingað inn hlaðnir af sild. Höfðu þeir allir aflað hana norður undir Horni og segja afarmikla síid þar. Áætlaður afli hvers báts er utn 300—400 tunnur, sem má kallast ágætt. Allmargir bátar hafa verið á veið- um hér í Djiipinu í morgun, en þeir hafa lítið fengið enn. Veður er heldur betra í dag. Skriða fellnr nr hafnarbakkannm í fyrradag um kl. 11V2 féll skyndi- lega skiiða úr hafnarbakkanum á uypfyllingutini, að" austanverðu. — Grjót er þar hlaðið upp bakkann, en mnn hafa verið heldur lauslegt, enda jarðvegur gljúpur undir og enn eigi siginn að fullu. Við skiiðn þessa varð ekkert slys sem betur fór. Hn það vekur þá hugsun hjá mönnum, hvort nógu tryggilega sé frá þeitri hleðslunni gengið, hvort eigi megi búast við þvi að stærri skriða falli þá og þeg- ar,tsem,geti haft alvarlegri afleið ingar og meiri skemdir í för með sér. Bókmsntafélagið heiðrar elzta félaga sinn. Engilbert Kolbeinsson heitir sá 'maður, sem lengst hefir verið i Bólt- mentafélaginu allra manna; hann á heima á Lónseyri í Jöku fjörðum, Korður-ísafjarðarsýslu og er nú 38 ■4ra gamall. Hann gerðist félagi Bók- mentafélagsins árið 1857, eða snemma á forsetatið Jóns Sigurðs- sonar, og hefir verið skilvís félagi í 61 ár. Stjórn félagsins hefir í viður- kenningarskyni gert hann gjaldfrían félaga úr þessu og sent honum 100 króna heiðursgjöf með lofsamiegu bréfi, sem vænta má að verði hon- um mikið fagnaðareíni. Bjarni amtmaður Thorsteinsson var 60 ár í Bókmentafélaginu, eða frá stofnun þess til dauðadags og hafði hann orðið langlífastur allra manna í félaginu þangað til Engil- bert komst fram úr honum. ---*=-■- ~ fcí-ý,■——*-- Simagjöldin. Þegjandi og fyrirvaralaust voru símskeytagjöldin hækkuð um 100 °/0 hinn r. þessa mánaðar. Veit engi hvað veldur, nema ef vera kynni, að þannig ætti að ná upp nokkru af þvi fé, sem nú á að verja til þess að bæta sultarlaun símamanna og meyja. Á þinginu í fyrra voru samþykt lög um það, að hækka póstburðar- gjaid um helming og mun þessi simgjaldahækkun þykja nokkuð i sam- ræmi við það. En sá stóri tnunur er á þessu þó, að blöð og tfmarit voru undanþegin hækkun póstgjaldsins, en hér er símskeyta-taxti blaðanna hækkaður um helming, eins og önn- ur gjöld. Vér þykjumst nú vita með vissu, að þessi hækkun símagjaldanna eigi að eins að vera til bráðabirgða — nokkurskonar neyðarúrræði, eins og hnrðargjaldshækkunin. Því að að því er kept alls staðar um allan heim, að hafa síma- og póstburðar- gjöld svo lág sem unt er. Og alls staðar eru sfmagjöld fyrir blaða- skeyti höfð lægri heldur en önnur gjöld. Sýnir það skilning manna á hlutverki blaðanna og nauðsyn á þvi, að gera þeim eins létt fyrir i starfi sínu og unt er. Því mun nú haldið fram, að hér sé tekið fult tillit til blaðanna, því að eftir sem áður hafi þau rétt til þ“ss að senda skeyti fyrir hálft gjald. Þetta er satt, en að voru áliti er það þó hróplegt ranglæti sem blöð- unum er sýnt með þessu. Þvi að eigi sú að vera tilætlunin með hækk- un skeytagjaldanna, að afla fjár til þess að launa betur en áður starfs- menn Landsímans, þá hrökkva litið blóðpeningar þeir, sem teknir eru af blöðunum, en á hinn bóginn er þeim gert hálfu erfiðara fyrir að afla sér frétta utan af landinu, og kemur það harðast niður á lesendunum, þvi að blöðin sjálf hafa eigi þann sand af peningum, að þau geti bruðl- að miskuuarlaust með þá. Þessi ónærgætni og skilningsleysi á hlut- verki blaðanua kemur því eigi að eins niður á þeim sjálfum, heldur á öllum almenningi og er það að von- um að það verði því il!a þokkað af allri alþýðu. Þegar þingið var að ræða um hækkun burðargjaldsins í fyrra, var það fyrst ætlun þess, að hækka líka burðargjald blaðanna. En er vér höfðum bent þinginu á það hvílik dæmalaus fásinna það væri, var við það hætt, og má segja þingmönn- um það til verðugs lofs, að þeir voru þá fljótir til skilnings. Og með því sýndu þeir líka, að eigi væri á bætandi þá erfiðleika, sem blöðin eiga við að striða á þessum timum, því að eigi hafa afleiðingar styrjaldar- innar komið léttar niður á þeim heldur en öðrum. Það er því þvert ofan í yfirlýstan vilja alþingis um þnð að greiða götu blaðanna, að þessari simskeytahækkun var demt á af landsímastjóra. Jóhannes Jósefsson. Glimukappinn mikli, Jóhannes Jó- sefsson dvelur nú sem stendur í bæ er York heitir og er í Bandaríkjun- um. Sýnir hann þar islenzka glímu og sjálfsvörn sina, sem hann er orð- in frægur fyrir meðal iþróttan.anna og fþróttvina viða um lönd. í vor var Jóhannes í New York og sýndi þar iþróttir sinar um cokk- urt skeið og hlaut mikið lof fyrir. Eti hvar sem hann fer er það jafnan fytsta verk hans, áður en hann byrj- ar íþróttasýningu, að flytja stutta ræðu til áhorfendanna og skýra þeim frá því að hann sé íslendingur og að íslenzkar séu íþróttirnar, sem hann sýnir. Jafnframt fræðir hann þá áhorfendur nokkuð um ísland og ber þannig víða hróíur þess. Nú vautar Jóhannes góðan glímu- mann sér til aðstoðar og efumst vér eigi um, að margan muni fýsa að fara vestur um haf og gera félag við hann. Fáheyrð geshisnL Fyrir nokkru fór Reykvíking- ur nokkur með fjölskyldu sina skemtiför suður í Griudavík. Komu þau þar að bæ nokkrum og hvíldu þar um hríð. — Höfðu þau nesti með sér og snæddu þar á bersvæði í móa nokkurum. Kaffi, sem þau höfðu með sér á 2 potta brúsa, fengu þau hitað heima á bænum, en meiri var átroðningurinn eigi. En i nr. 500 hvað hyggja menn að það hafi kostað, að hita þessa 2 potta af kaffi ? Það kostaði tlu hrónur! Reykvíkingar gera átroðning oft og viða um nærliggjandi sveit- ir. Því verður eigi neitað. En þeir eru líka fúsir til þess að greiða sanngjarnlega fyrir það — og það er eigi nema sjálfsagt. Lengi vel eimdi svo mikið eftir af hinni alkunnu íslenzku gest- risni, að enginn þurfti að óttast það að hann yrði hafður að fé- þúfu, þótt hann skryppi út fyrir endimörk síns hóraðs. En nú er þessu lokið — og er það sorg- legur sannleikur. Að vísu finnast enn margir höfðinglundaðir gest- risnir menn og sannsýnir í hverju héraði. En ókunnugir menn hitta eigi altaf á þá og lenda stund- um þar sem fyrir eru þeir menn, sem hugsa sem svo, að það sé bezt að flá þessa slæpingja úr Reykjavík, sem ekki hafa annað við sjálfan annatímann að gera, en slæpast og eyða peningum. En rétt er að halda slíkum sög- um á loft, svo að einn maður geti eigi komið óorði á heila sveit eða hérað. Drengur hveríur í Þingvallahrauni Þingvöllum í gær. Á fimtudagskvöldið hvarf drengur frá Svartárgili i Þingvallasveit. Hann var þar smali og kom ekki heim með ærnar um kvöldið. Þegar hann var enn ókominn á föstudaginn var far- ið að leita hans, en hann fanst 'hvergi. — Hugði enginn drengnum líf þar eð næturkuldi var mikill. Á mánudaginn kom þó drengurinn heim heilu og höldnu. SiliP á SiglnJrSL —o--- Siglufirði í gær. Fréttaritari vor á Siglufirði símað oss i gær að þangað hefðu komið þrir bátar, þeir Henning, Gizzur hviti og Hrafn, með um 100—200 tunnur af sild hvor. — Veður gott í dag hér nyrðra, nær þvi logn og nokkru hlýrra. Eru allir bátar úti á veiðum nú og er búist við þeim að landi í kvöld. Töluvert af síld úti fyrir en nokk uð kvað hún vera strjál ennþa. Útlitið töluvert betra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.