Morgunblaðið - 12.08.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1918, Blaðsíða 1
Mánuda? ágúst 1918 5. argangr 275. t$Iab'að Ritstjórnarsími nr. $oo Ritstjóri: Viihjáimur Finsen isafoidarpren tsm iftja Aígmðslnsimi nr. 500 Eplendar símfregnir. ’Bandamenn sækja fram. Khöfn 10. Frá London er símað, - að banda- menn haldi*áfram að sækja|fram á Öllum ' Ifvigvellinum fyrir sunnan Somme,“þrátt fyrir aukna mótspyrnu Þjóðverja, Bandamenn hafa^tekið Pierrepont, Moneres og Morcourt og handtekið 17000 Þjóðverja og tekið 3°o fallbyssur. Ástaiidið Zí Kússlandi. Khöfn 10. ág. Þjóðverjar óttast mjög, að banda- menn muni ná yfirhöndinni i Ráss- iandi og hafa þvi sendiherrar Aust- nrrikis og Þýzkalands í Moskva verið tallaðir til fundar í Berlín. Lockharl, aðalræðismaður Breta i Moskva, hefir verið hneptur i varð- hald. Verkfall í Rotterdam. Khöfn 10. ág. Verkalýðurinn, sem að skipaaf- greiðslum vinnur í Rotterdam, hefir hafið verkfall. Eri. símfregnir Opinber tilkynning frý brezku utan- rikisstjórninni i London. London, ódagsett. Hernaðarskýrsla vikuna sem lauk 8. ágdst. Þjóðverjar hafa haldið áfram und- anhaldinu í Champagnehéraði. 1. igúst tóku Frakkar með nðstoð brezkra herdeilda þýðingarmiklar stöðvar á Rozoysléttunni og komust þannig á hlið við alla línu Þjóðverja þar fyrir norðan. Þetta orsakaði hratt undanhald Þjóðverja. Þeir héldu uud- an á iicunni milli Presserhulu og Soissons, og héldu því næst undan á allri herlinunni. Að kvöldi 4. ágiist hötðu Frakkar náð fótfestu á syðri bakka A;sne og Veslefljótsins. S., 6. og 7. ág. var barist ákaft á þessum slóðum, frakkneskar herdeild- ir fóru yfir fljótin á ýmsum stöðum -Og héldu yfirleitt velli fyrir ákveðn- Om gagnáhlaupum óvinanna, þó á Þrátt fyrir stríðið er enn ótölulegur fjöldi lögregluþjóna í Berlín, enda er altaf yfirvofandi sd hætta, að verkalýðurinn leggi niður vinnu og hefji óspektir. í vor var hafið allsherjarverkfall í Berlín og voru verk- fallsmenn um eitt skeið 300.000. Þurfti þá á miklu lögregluliði að halda, enda var alt varalögregluliðið þá kallað saman. Lögregluþjónarnir í Berlín ern alkunnir fyrir hæversku meðan ekk- ert bjátar á. En þegar þeim finst þurfa að láta til sín taka, þá er »eng- in miskunn hjá Magnúsi*. Mnydin hér að ofan sýnir nokkra lögregluþjóna sem handsima óróa- fásan verkfallsmann. einstaka stað hafi þeir orðið að hörfa aftur yfir á syðri bakkann. Óvin- irnir béldu norðurbakka Aisnefljóts- ins og höfðu þar mikið lið. En þó þeir eigi hefðu þar áður undirbiin- ar varnarstöðvar, þá er landið sjálft mjög hentugt til varnar og fyrir ramgerðar stöðvar. Óvinirnir höfðu komið fyrir mörgum fallbyssum á þessum stað og höfðu auðsjáanlega eigi gert neinar miklar ráðstafanir til þess að halda undan. Er fað llklega þess vegna, að óvinirnir ætla sér að halda þessum stað i bráð, en halda síðan undan að likindum yfir Aisne, ef þeir yrðu fyrir miklum áhlaupum. A vigstöðvum Frakka og Breta milli Montdidier og Lys hafa óvin- irnir og haldið dálítið nndan. Þeir hörfuðu austur yfir Avre milli Mont- didier og Moreuil og einnig úr stöðv- urr> fyrir vestan Ancre á vigstöðv- um Breta, þó þeir enn haldi Albert. A Lysvígvellinum hörfuðu þeir dálitið rétt fyrir norðan Labassee- skurðinn og } héraðinu kringum Pacantskóginn, þar sem vér sóttum fram um 1000 metra á um 5 mílna svæði. Stöðvar óvinanna fyrir vest- an Ancre og Avre voru óhagstæðar, þar sem þeir héldu dálítilli ræmu okkar megin við fljótin, en á þá ræmu gátum við skotið úr stöðvum voium. Aðstaða þeirra batnar þvl mjög mikið við undanhaldið, frá varnarsjónarmiði. Undanhald þeirra úr héraðinu við Pacantskóginn í Lys- dalnum má skýra þannig, þeir vilja stytta herlínuna og komast burt úr mjög mýrlendu héraði. En það er ekki auðvelt að skýra undanhald þeirra fyrir austan Givenchy, þar sem stöðvar þeirra voru þar á hæð- um Dokkrum og það er eigi unt að sjá að þeir hafi bætt stöðvar sínar með undanhaldinu. Ef til vill er undanhald þeirra í Lysdaluum und- anfari allsherjar undanhalds á þess- um slóðum. Það er miklum erfið- leikum bundið fyrir þá að halda nú- verandi herlínu sinni í hinum vot- lenda dal og hersveitirnar ættu þar við harðan kost að búa i vetur. Þess vegna getur það verið að Þjóð- veijar ætli sér að yfirgefa fleyginn milli Bailleul og Gívenchy og gera þannig herlinu sína beina i sömu stefnu og herlínan er í Flandern. Samt sem áður eru engar ábyggi- legar sannanir fyrir þessu. Undanhaldið frá vestri bökkum Ancre og Avre mun auka mjög erfið- leika við framsókn Þjóðverja síðar í áttina til Amiens og fyrirætlanir þeirra um það að aðskilja heri Frakka og Breta. Til þess að sú fyrirætlun gæti hepnast, var þeim nauðsyn á því að hafa fótfestu vor megin við þessar ár. í sambandi við betta hófu Frakkar og Bretar sigursæla sókn á Moreuil—Morlancourt vígstöðvunum að morgni hins 8. igúst og er sagt að hún gangi vel enn. Síðustu fregn- ir herma það, að bandamenn hafi sótt fram um 7—9 mílur sumstaðar og hafi handtekið 14 þús. manna og hafi náð 100 fallbyssum að her- fangi. Hersveitir Þjóðverja, sem hfa verið i Champagneorustunni frá 15. júli til þessa tíma, eru 74 talsins. Bandamenn hafa hafið sókn i norðanverðu Rússlandi og orðið mikið ágengt. Archangel náðu þeir svo að segja orustulaust hinn 2. ág. og hafa þeir styrk af hinni sigur- sælu uppreist gegn Bolchewikkum. Hafa þeir náð miklu herfangi í laus- um munum og birgðum og tveim- ur stórum fallbyssustöðvum. Hinn mikli sigur í seinni orust- unni hjá Marne er fyrst og fremst að þakka herstjórn Fochs. Hann tók á móti hverju áhlaupi Þjóðverja á fætur öðru án þess að gjalda þeim í sömu mynt og honum varð eigi vikið frá ásetnÍDgi sínum þrátt fyrir það þótt honum væri borið á brýn að hann sýndi fyrirhyggjuleysi i því að undirbúa gagnsókn. Það er satt, að þetta var eini staðurinn til þess að velja til gagnsóknar, þar sem Frakkar komust þar á hlið við Þjóð- verja og stutt framsókn steypti í tví- sýnu ölluœ stöðvum Þjóðverja í framsóknarfleygnum milli Rheims og Soissons. En það þurfti stórkostlega fyrir- hyggju til þess að hætta öllu í und- irbúning þessa áhlaups og glöggan skilning á árangrinum af þvi að velja hið heppilegasta tækifæri til áhlaups- ins. í þriðja lagi sýndi hann frá- bæra einbeitni i því, að hefja áhlaup þar sem svo mikið var í húfi sem hér. Þessi árangur var og því að eins hugsanlegur, að treyst væri á dirfsku bandamannahersveitanna og vegna hins stórkostlega viðnáms, sem brezki herinn veitti í orustunnm í marz og apríl og franski herinn i orustunum í mai og júni. Þá var að eins vörn af bandamanna hálfu og hið mikla undanhald reyndi mjög á hersveitir þeirra. Síðasti en eigi sizti þátturinn í hinum mikla sigri bandamanna er hin dásamlega fram- gaDga Bandaríkjahersveitanna. Frá Borðeyri. Þaðan var oss simað í gær, að afskaplega slæm grasspretta væri alstaðar þar nyrðra. Sumstaðar væri alls ekki sláandi, þar sem t. d. í fyrra var góður heyskapur. En hvergi mundi heyjaður helmingur af heyskapnum i fyrra. Á Lækjamóti í Víðidal fengust 130 hestar af töðu af túni, sem í fyrra gaf 250 hesta, en mest hefir gefið 418, og er þó bandið töluvert minna en venjulega vegna þess, hve grasið er smátt. Að Hnausum fengust 50 hestar, þar sem 130 voru heyjaðir i fyrra. Á Kollá í Strandasýslu einnig 50 hest- ar, en 250 í fyrra. Horfir til stór- vandræða hér um slóðit og ekki annað fyrirsjáanlegt, en að bændur verði að fækka skepnum tnjög mikið. ---m. . .......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.