Morgunblaðið - 12.09.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1918, Blaðsíða 1
Fimtudag 12. sept. 1918 HORGDNBLADIÐ 5. argangr 305. td!ub-að Ritftjórnarsimi nr. 300 R’tstjón: Vilhjáir-.ut t uscii íí.’ÍC -iM Afpreifislusimi nr. 500 My d þtsú sýair rýji jirnbiautnbrii i M.ilmhaugum i Sviþjóð. Myndin er tekin rétt eftir að stoðir oe stvrktarmðir voru teknir frA hinni miklu rtejpu. Jirnb'autarteinar hafa verið lagðir yíit brúna ojj fyrstn lestirnar hefja för sína yfir hana. Eru Milmhaugar nú einhver þýðingar- mesta járnbrautarstöð í Svíþjóð. Úr loftinu. Berlin, 10. sept. að kvöldi. Sunnan við herlinuna milli Peronne •og Cambrai var hnekt endurnýjuð- um áhlaupum Englendinga, og sömu- leiðis smá áhlaupum Frakka milli Ham og St. Quentin. Smáskærur viðsvegar um Ailette-sléttuna. Wien, 10. sept. Á fjölmörgum stöðum á ítölsku vigstöðvunum hófust njósnarskærur af beggja hálfu. Opinber tilkynning frá Bandaríkja- mönnum: Stórskotahríð i Lothringen og ■Vogesafjöllum, en að öðru leyti var kyrt á þeim stöðvum, sem herdeildir vorar eru á. París, 11. sept. Milli Somme og Oise hafa Frakk- ar faert út sóknarsvæðið, þrátt fyrir megna mótstöðuÞjóðverja. Frakkar ha'a farið fram hjá Hima- court, og hrundið af sér geigvænu áhlaupi Þjóverja hjá Essigny. Grimmar orustur standa yfir frá Fére að Saint Quentin. Frakkar hafa tekið þorpið Fravecy. Fyrir sunnan Oise hafa Frakkar hrundið nokkrum áhlaupum Þjóð- verja í grend við L’Affaux. í Vogesafjöllum hafa tvö áhlaup Þjóðverja orðið árangurslaus. -- ---------------- Brauðgerðin í gasstöðinni. Hún gengur agætlega, eftir þvi sem oss var jjáð af kunnugum manni í gær. Vinna þar 4 menn undir stjórn Kristjáns Hall bakara- naeistara og hafa þeir bakað þijá ofna fulla á degi hverjum, en það eru um 600 hálfbrauð alls. Meira hefir eigi verið hægt að annast, mestmegnis vegna þess að það hefir vantað benzin til þess að reka með mótor brauðgerðarinnar. Því alt gengur þar með vélum, þegar alt er i lagi. Bráðlega verður farið að gera annan bakaraofn i gasstöðinni. Til- raun þessi sem þegar hefir verið gerð, hefir sýnt það, að brauðgerð er vel framkvæmanleg í stórum stíl í sam- b.mdi við gasstöðina. Hinn nýi ofn verður alika stór og sá, sem nú er notiður. Verður þá brátt farið sð baka dag og nóit, endi veitir ekki af, því fftiispurnin eftir brauðum þaðan er mjög mikil og fer æ vax andi. Brauðin þykja ágætlega bökuð og hafa hlotið lof allra, sem þau hafa keypt. Lenin særður. Siðusru brezk blöð herma þá fregn, og hafa hana eftir fréttaritara Ham- burger Fremdenblatt’s I Helsingfors, að nýlega hafi verið skotið á Lenin með eitraðri kúlu. Hæfði hún. hann í hrygginn og lá hann veikur mjög þegar skeytið var sent. í sambandi við þetta sendi stjórn- in út tilkynningu um það, að vegna æsinga óvina stiórnarinnar, sæi hún ekki annað ráð en að koma fram með hinni mestu harðneskju. Hver sá sem bæri á sér vopn, yrði tafar- laust tekinn og skotinn. Hver sá, sem reyndi að æsa lýðinn gégn stjórninni, yrði tekinn fastur, hnept- ur i varðhald og allar eignir hans gerðar upptækar. Þektur rússneskur stjórnmála- maður ritaði nýlega grein i franska blaðið >Matin« um Lenin. Segist hann geta sannað það, að Lenin hafi látið kaupa sig fyrir þýzkt gull til þess að koma öllu í uppnám I Rússlandi og vinna að hagsmunum Þjóðverja. Lenin hafi skömmu áð- ur en byltingin hófst í Rússlandi, í marz 1917, verið i Svisslandi á ráð- stefnu með fulltrúum Þjóðverja und- ir forystu Bíilows p ius. Þar hafi honum verið borgaðar nokkrar miljónir markr til þess að frra til Rússlands og hafa khrif á hermenn- ina. Hann var fluttur af Þjóðverj- um til Rússlands og litlu eftir að hann kom þangað gerðu hermenn- irnir uppreist. Þýzka keisarafrúin veik Síðustu blöð herma þá fregn, að að þýzka keisarafrúin sé mjög yeik. Hún Iiggi rúmföst og læknar henn- ar séu mjög hræddir um að hún fái ekki bata. Þess er ekki getið hvað að henni gengur. Bretar á vesturvíg- stöðvunum. Mlkil framsókn — fjöldi fanga. Siðan sæsíminn slitnaði hafa eng- ar fréltir borist hingað af þvl, hvað Bretar hafa aðhafst á þeim kafla her- Hnunnar á vestnrvigstöðvunum, sem þeir eru1 í loftskeytunum er að eins tekið fram hvað Frakkar gera og ofurstutt skýrsla frá Þjoðverjum, en brezk skýrsla kemur engin. í nýjum enskum blöðum er sagt frá þvi, að Bretar sæki stöðugt fram i sambandi við framsókn Frakka. Reka þeir Þjóðverja úr hverri borg- inni og þorpinu á fætur öðru og hafa tekið af þeim óhemju skotfæra og hergagna. Einn daginn tóku þeir 10 þús. Þjóðverja höndum, annan daginn náðu þeir 16 þúsundum, þá 7000 og svo framvegis, avo það má skilja það, að fangataka Breta er mikil, liklega meiii heldur en Frakka. Kartöflur. Morgunblaðið lætur þess getið, að hámarksverð á kartöflum, 50 kr. tunnan, frá I fyrra, hafi nú aftur gengið í gildi 1. þ. m. Þetta kemnr öllum kartöflufram- leiðendum á óvart, en sem verra er, virðist ekki nein sannsýni á þessu verði, og skulu færð aðeins þrjú dæmi því til sönnunar. 1. Gamalt lag var og er, að láta mætast eina tunnn af kartöflum móti hálftunnu af brauðamjölmat. Sam- kvæmt verðlagi á brauðamjöli í Reykjavík í júli s. 1., er hagstofan gefur út, er meðalverð á brauðahveiti og rjúgmjöli til samans 42 aura fr. pd. eða 84 kr. tunnan 200 pd. og ætti þá kartöflutunnan að vera 42 krónur. 2. Gamalt lag var og er, að skifta að jöfnu tunnu af kartöflum og iVa fjórðung = 15 pd. smjörs. Nú er smjörið vægast selt á 3 kr. pd. eða þá 15 pd. fr. 45 kr., þann- ig gildir þá kartöflutunnan 200 pd. 45 kr. móti smjöri. 3. í Reykjavík er nú selt, til skepnufóðurs, úthey sinuborið og siðslegið, mjög lélegt fóður, frá 14— 18 aura pd. eða 1 eyri hærra að meðaltali en pd. af kartöflum, samkv. nefndu hámarki. Hvað tunna af kartöflum ætti að gilda á móti þessu heyi, sem skepnu- fóður, get eg ekki dæmt um, en víst er um það, að tunnan mætti kosta margfalt meira en þetta há- marksverð. Þetta ætti að nægja, til að sanna, að verðlagsnefndin hafi eigi vel at- hugað sig á þessu máli ogafleiðing- in getur ekki orðið góð. Akranes á fasta og góða viðskiftamenn í Reykjavík, með kartöflur, og munu þær í þetta sinn vera nálega allar pantaðar. — Með þessu verð- lagi geri eg ráð fyrir, að allar slíkar pantanir verði npphafnar og er það slæmt á báða bóga. Til þess að kartöfluverzlunin sé réttlát nú í ár, samanborið við áðrar neysluvörur, þá ætti tunnan 200 pd. að kosta talsvert yfir 40 kr. Þar sem við hér eins og áður er tekið fram, eigum í Reykjavík bæði góða og gamla viðskiftavini, þá álit eg hvorki rétt gagnvart þeim, eða hag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.