Morgunblaðið - 16.09.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1918, Blaðsíða 1
Mánudag 16. sept. 1918 HORGUNBLABIÐ 5. argangr 309. tðlnblað Knstjórparsitni nr. $oo Ritstjón: VUhjáitnKr Ftnsen Ísaíoidsrfrcntsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 Finnland. Það mun enn eigi fyllilega afráðið hvernig landamærum Finnlands mun hagað, en hitt er áreiðanlegr, að Finnar fá ísfria höfn við íshafiði Riissar hafa samþykt að Finnlandi skuli falla alt land fyrir vestan línu, sem menn hugsa sér dregna milli Korvatonturi og Supuska. Með þvi móti fá Finnar hina ágætu höfn Petschenga. Öll þessi nöfn má finna hér á kortinu. Einnig sézt þar vegurinn, sem liggur frá stærsta kaup- staðnum á Finnmörk, Kovaniemi til Kyrö sunnan við Enare-vatnið og siðan meðfram vatninu, niður Paatsjoki-dalinn og alla leið til Petschenka. Er nú í ráðt að lögð verði járnbraut a!la þessa leið. Fmska stjórnin væntir sér mikils af því, að hafa fengið aðgang að íshafinu. I norðanverðu landinu eru elfur margar og fossar og þaðan ætla Finnar sér að fá rafmagn. Hjá landamærum Noregs eru allmiklar námur og skógar miklir eru nyrst i landinu. Er búist við miklum timburútflutningi frá Petschenka er stundir líða. Með svo greiðum að- gangi að Ishafinu, sem Finnar hata fengið, geta þeir og stundað fiski- veiðar þar og hefir það eigi minsta þýðingu fyrir laudið. Erlendar símfregnir. Khöfn 14. sept. Herlína bandamanna er nú frá Ypres austur fyrir Estaires, um Lens að Sensee, suður fyrir Douai beint suður austur að Queant, austur fyr- ir Peronne, um eystri bakka SQtnme og austur fyrir Nesle. Síðan heldur hún áfram austur fyrir Guiscard og Dramny, um nyrðri bakka Ailette að Crecy í suð-suðaustur að nyrðri bakka Vesle, alla leið austur fyrir Fismes. Als hafa bandamenn bandtekið um 50,000 Þjóðverja. Ameiíkumenn léttu við herlinuna i gær og sóttu fram 15—20 kiló- tnetra á 40 kílómetra svæði hjá St. Mihiel. Handtóku þeir þar 15,500 fanga. Rússneskur kvenmaður skaut á Denin, sem særðist en er nú á bata- vegi. — Arás var gerð á sendiherrahöll Breta i Pctrogiad 5. sept. Uppreistarmenn í Rússlandi taka menn i þúsundatali fasta og myiða fjölda manns. Allir sem eru á móti stjóimnni eru vægðarlaust skotnir. Siðustu fregnir herma að bændur hafi gert uppreist, ráðist inn í Petio- grad og brent þar fjölda bygginga. Brazelía hefir sagt Austurríki stríð 4 hendur. Grikkir hafa sótt fram 5 kílómetra á 50 kílómetra svæði i Struma- dalnum. K irzlaraskifti í vændum í Þýzka- landi. Heyrst hefir að Hertling greifi hatdi mjög fast fram frumvarpinu um aukinn kosningaiétt. F íðrik Kari prjns af Hessen mun verða kjórinn konungur Finna. F egn hefir borist af því, ag Sír Douglas Haig æski þess að láta af yfirherstjórninni. Liusafregn hermir að rússneska keisaraekkjan og dætur hennar hafi verið myitar. Harðviðri á Norðurlandi Sauðárkróki i gær. Hér var 8*/a gráðu frost fram i sveit í nótt og grasfyllir af sajó vestan vatna. Hér á Sauðárkróki er 4 gráðu frost, hríðarfok öðru hvoru, en bráðn- ar i rót með sólskini. Góður fiskafli, þegar á sjó gefur. Hörmulegt slys. Það sorglega slys vildi til austur i Olvesi i fyrradag, að maður varð fyrir skammbyssuskoti, sem dró hann til bana nokkrum klukkustundum síðar. Maðurinn var Sig. Sigurðsson bú- fræðingur, sonur Sig. Eirikssonar regluboða hér í bænum. Hafði hann ásamt öðrum manni verið að skoða skammbyssu, sem hann ekki vissi að var hlaðin. Skotið reið af, hljóp i kvið Sigurðar og að sögn i gegn- um líkamann. Var þegar simað til Reykjavikur eftir lækni og fór Hall- dór Hmsen austur á bifhjóli. En á miðri Hellisheiði mætti hann bifreið, seir flutti Sigurð hingað. Var síðan gerður holskurður á Sigurði, en kl. 5 í fyrrinótt andaðisl hann á Landa- kotsspítala. Fráfall þessa unga efnilega manns er jafn sorglegt sem sviplegt. Hann var atorkumaður, góður drengur og vel látinn af öllum, sem honum kyntust. Sigurður heitinn var tilvonandi tengdasonur Daníels á Sigtúnum, var trúlofaður Solveigu dóttur þeirra hjóna. Söngskemtun. Næstkomandi miðvikudag gefst bæjarbúum kostur á því að heyra nýjan íslenzkan |söngmann syngja opinberlega. Hr. Arngrímur Vala- gils ætlar þá að láta til sín heyra í Bárunni. Arngrímur Valagils er að vísu eigi alveg óþektur söngmaður hér í bæ. Fyrir tveim árum lét hann til sín heyra, en var þá alveg að byrja listamannsbraut- ina, og því eigi hægt að búast við miklu. En þeir sem þá heyrðu hann, þóttust þess vissir, að hann væri efnilegt söngmanns- efni. Nú er Valagils kominn miklu lengra. Tvö undanfarin ár hefir hann stundað söngnám í Kaup- mannahöfn, fyrst hjá Vald. Lincke en síðan hjá finskum manni, sem dvelur í Kaupmannahöfn, er Talvi heitir og þykir nú einna beztur allra söngkennara í Danmörku. Vér höfum séð meðmæli, sem þessir kennarar hafa gefið Vala- gils og Ijúka þeir báðir lofsorði á rödd hans og sönghæfileika. — Ætlið þér að verða operu- söngvari, spurðum vér Valagils í gær, er vér hittum hann í Aust- urstræti. Hann var þá leið til pianóleikarans, Emil Thoroddsen, til að æfa lögin, -sem hann ætlar að syngja á raiðvikudaginn. — Það er ekki gott að segja. Maður fer náttúrlega eins langt og maður kemst. En mik- ið langar mig til þess að verða operusöngvari. — Hvað ætlið þér að syngja? — Eg syng lög eftir Schubert, Schumann, Tscheikowsky, Gade, Merikanto, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson o. fl. Svo sera lesendur sjá, eru tón- skáldin ekki valin af verri end- anum. Og vér spáum þvi, að meðferðin hjá þessum unga lista- manni verði okkur öllum til ánægju. Á miðvikudagskvöldið á að verða húsfyllir í Bárunni. Uppþot I Rúmeniu Samkvæmt fregnum í þýzkum blöðum, varð nýlega megnt uppþot í ýmsum borgum i Rúmeníu, þeim, sem Þjóðverjar hafa á sínu valdi, því þeir ráða þar lögum og lofum þó friður sé saminn milli þjóðanna. Ástæðan til uppþotsins er talin vera matvælaskortur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.