Morgunblaðið - 03.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1918, Blaðsíða 1
Fimtndag 3. okt. 1918 nORGDNBLáBID 5. argangr 326. tðlnblkð ' ------- -= Ritstjórnarsitvi nr, 500 Erlendar símfregnir. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Kanzlaraskifti. Khöfn, 30. sept. »Vossische Zeitung* segir frá þvi, að Hertling rikiskanzlari og Hintze ntanríkisráðherra hafi sagt af sér. [Þetta skeyti hefir tafist]. Kaupmannahöfu, 2. okt. Frá Vin er sítnað, að hersveitir Miðríkjanna hafi tekið Sofia ogkom- ið á nýrri stjórn til bráðabirgða og lögleitt hervald. Cambrai brennur. Þjóðverjar hafa gert áköf gagnáhlaup, en bandamenn hafa sótt mikið fram. Frakkar hafa tekið St. Quentin. Frá Berlín er símað, að meiri hluti þingsins vilji gera Payer vara- kanzlara að ríkiskanzlara. Hraðlestin frá Málmhaugum rann lit af sporinu hjá Notrköping. 300 farpegar urðu undir vögnunum. Öll prtissneska stjórnin og ríkis- stjórnin í Þýzkalandi hafa sagt af sér. I gær var stofnað hér félag ís- lendinga, Svía, Dana og Norðmanna og heitir »Nordisk Forening<. Oengi erlendrar myntar. Kaupmannahöfn, 1. okt. Gengi á erlendri mynt í bönkum .hér, er sem hér segir: Sterlings pund . . . . kr. 16.44 Dollar • • — 3 47 Norsk króna . . . Sænsk króna . . . . . — 109.75 Úr loftinu. Tilkynning frá Ludendorff. Berlín, 1. okt. Frá vesturvigstöðvunum: Her %upprechts ríkiserfinqja. Ná- -lægt ströndinni gerðum vér sigur- Hitst|ón: Vilhjáimur Finsen sæla framsókn og tókum nokkur hundruð Belga höndum. Óviuirnir gerðu áhlaup síðdegis í gær milli Roeselare og Wervik an Er en voru hraktir. Auk belgiskra og breskra hermanna tókum vér einnig frarska hermenn höndum í gær. Hrundið var framsókn óvinanna milli Fleuaux og Hulluck og smá áhlaupum á hæðirnar hjá Fromelles og Aubers. Báðum megin við Cambrai héldu Eoglendingar áfram áköfum áhlaup- um allan daginn. Undir forystu generallautenants v. Fritrch, sem stýrir 26. varaliðsherdeild Wiirtem- burgarmanna í orustunni milli Arras og Cambrai, hrakti hersveitin óvin ina aftur á bak til Tilloy. Her pvzka rikiserfinqjans. I Cham- pagne létu óvinirnir sér nægja að gera smá-áhlaup austan við Somme Py og á hinar nýju stöðvar, sem vér höfðum tekið um nóttina norðan við Aure og Narvaux. Öllum pess- um áhlaupum var hrundið. Hjá St. Marie-a-Py tókum vér tvær franskar liðsveitir (Companie) höndum. Bacdaríkjamenn gerðu hin öflug- ustu áhlaup austarlega í Argonne- héraði. Orusturnar snerust enn aðal- lega um Apremont og Montrebeau- skóginn. Voru óvinirnir hvarvetna hraktir aftur og i gær biðu þeir enn hið gifurlegasta manntjón. FraRkar sækfa stöðugt fram. Paris, 2. okt. í sambandi við her Breta hefir fyrsti her Frakka í dag haldið áfram hinum áköfustu áhlaupum í St. Quentin-héraði og orðið vel ágengt. Frakkar veita Þjóðverjum, sem eru á undanhaldi, eftirför, og hafa kom- ist inn í St. Quentin rétt hjá skurð- inum. Þjóðverjar veita enn hið öfl- ugasta viðnám í borgiuni, en Frakk- ar komust inn í norðurhluta henn- ar. í þessu héraði hafa Frakkar tekið skurðinn milli Tranquoy og Rou- vroy. Þar fyrir sunnan hafa Frakkar komist inn í Hindenburg-stöðvafnar, á um 2 kílómetra svæði i héraðinu fyrir vestan Gauchy. í héraðinu hjá Vesle hefir hin þunga ásókn fimta hers Frakka bor- ið ágætan árangur frá því f gær. Þjóðverjar verða að hörfa úr há- lendinu milli Aisne og héraðins um Rbeims. Frakkar hafa tekið Maizy Concevreúx hjá ánni fyrir sunnan Aisne, sem Frakkar fóru yfir milli þessara tveggja þorpa. A hægri hönd hafa Frakkar tekið Meurival, Vente- lay, Bouvencourt, Trigny, Cheny, Merfy, St. Thierry og fært fram stöðvarnar að viginu i St. Thierry. Síðan i gær hafa 2100 fangar verið teknir á þessum slóðum. Frakkar ísafoldarprentsmiðja hafa einmg tekið um 20 fallbyssur. og af þeim voru 10 mjög stórar. í Champagne-héraði hefir fjórði her Frakka sótt fram undanfarna daga og orðið vel ágengt. A hægri hönd hafa þeir brotist inn í Aisne- dalinn, Autry og Autry-skóginn og Vaux—les—Mourrous, 3 kílómetra fyrir norðan Bouconville. Þar fyrir austan hafa þeir fært fram' stöðvar sínar að einum kílómeter suður af Liry og hafa komist inn í Orfeuilli- skóginn, i suðvestur frá þessum stað. Frakkar hafa tekið marga fanga í dag, náð mörgum fallbyssum og óhemju af hergögnum, sem ómögu- legt hefir verið að telja. Tilkynning Bandaríkjanna. París, 2. okt. í gær fluttum vér herlínu vora framar í Argonneskógi. Austarhafa framvarðasveitir vorar farið fram hjá Berjond Cierges, og eiga nd í höggi við óvinina þar fyrir norðan og á veginum milli Exermont og Ges- nes. Norðar sækja hersvqitir vorar fram, ásamt Frökkum og Bretum. Síðan 26. september hafa flugmenn vorir skotið niður rúmlega 100 flugvélar óvinanna, og 21 flugbelg. Ahlanpum hrnndið. Berlín, 1. okt. að kvöldi. Opinberlega er tilkynt: Áköfum áhlaupum óvinanna i Flandern, báð- um megin við Cambrai og i Cham- pagne var hrundið. Otakmörkuð fjárframlög I Banda- ríkjunum. París, 2. október. Frakkar sækja fram milli Aisne og og Vesle og fylgja eftir áhlaupum og sigurvinningum í Champagne. Er sókn þeirra einkum mikilvæg i Aisne- dalnum. Hafa þeir tekið fjöldafanga og allmikið herfang, þar á meðal yfir 200 járnbrautarvagna. Síðan 26. septbr. hafa þeir tekið milli Suippe og Argonne yfir 13000 fanga, 300 fallbyssur og flölda þeirra mjög stórar. ' Frá Washington er slmað, að stór- eignamenn og auðkýfingar Banda- rikjanna hafi heitið stjórninni tak- markalausum f)árstyrk. Hefir for- maður amerikskra banka, Charles S. Hinsch, gengist fyrir því og látið það ummælt, að bankarnir muni verja sfnum siðasta dollar, ef á þurfi að halda, til þess að leiða ófriðinn til farsælla lykta. Eru allir þar á einu máli um það, að hlíta eigi Afgreiðsinsimi nr, 300 ótímabærum friðarboðum Miðveld- anna. Safnast hafa afskaplegar fjár- hæðir til hernaðarþarfa, ef á þarf að halda. T. d. hefir »Stálfélagið« lof- að 40,000,000 doll. og »Prudential« lifsábyrgðarfélaga-sambandið 25,000,- 000 doll. Japanar vinna vel á í Siberíu. Hafa þeir rekið Bolsjevika frá Bla- govestchensk og hrekja Rauðfylk- ingahersveitir á víð og dreif. Orustnrnar að vestan náð himarki sínu. Berlin i gær á hád. í fyrra mánuði gerðu óvinirnir margar flugárásir á þýzka staði, þeg- ar bjartar voru nætur. Arásir þessar gerðu mjög lítið tjón og er það að þakka ágætri vörn. Frá Genf er símað, að franskir herfræðingar haldi því fram, að öll varnarlina Þjóðverja milli Rheims og Verdun sé svo rambyggileg, að eigi sé hægt að rjúfa hana. Orusturnar á vesturvígstöðvunum hafa nú bráð- um náð hámarki sínu. Foch hefir ætlað sér að rjúfa herlínu Þjóðverja á tveim stöðum i senn, milli Cam- brai og St. Quenfin og eins i Cham- pagnehéraði. Hefir hann í þeim til- gangi hlifðarlaust beitt öllu þvi liði er hann hafði yfir að ráða, jafnve síðustu varaliðsherdeildum sínum. París: Síðan á sunnudagskvöld hefir stöðugt verið skotið á Dunkirke með langdrægum fallbyssum og hafa eigi liðið nema fimm mínútur milli skota. Uppgjöf Bálgara, Berlín í gær á hád. London: Eftir þvi sem Reuter fréttastofa segir, hafa nú samningar um vopnahlé, þangað til friður verð- ur saminn, verið fullgerðir milli Búlgara og bandamanna. Banda- menn krefjast þess, að Búlgarar yfir- gefi þegar í stað þau héruð i Grikk- landi og Serbiu, sem þeir hafa tek- ið, að herinn verði þegar uppleystur og bandamönnum fengið alt vald á öllum samgöngum, bæði skipum og járnbrautum. Bandamenn skulu hafa óhindraða leið yfir Búlgaríu og fá á sitt vald þá staði, er hernaðarþýð- ingu hafa. Fjárheimtur Pjóðverja í Rásslandi. Berlín i gær. í gær kom gullflutningur frá Rúss- landi til landamæra Þýzkalands og veittu fulltrúar þýzka rikisbankans fénu móttöku. Kólera I Berlln. Paris, 2. okt. Kóleran er komin til Berlin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.