Morgunblaðið - 09.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1918, Blaðsíða 1
5. argangr Miðv.dag 9. okt. 1918 HORGUNBLADIÐ 332. tðinbiaö RitstiórnarsÍTrii nr. $oo Erlendar símfregnir. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Kböfn 7. okt. Agence Havas-fiéttastofan segir að svar Frakka við friðarbeiðni Þjóð- verja munu verða ákveðið, en því mun ekki hraðað. Vissulega munu Frakkar neita að semja vopnahlé nema þá með þeim skilyrðum, sem Foch yfirhershöfðingi kann að setja. Frá Vlnatborg er síœað, að Aust- urriki og Tyrkland hafi eiunig sent vopnahlésbeiðni til Wtlsons forseta. 80,000 manns hafa verið fluttar burtu tir New Jersey vegna yfirvof- andi sprengingarhættu. TJr loftinu. Tilkynning frá Ludendorff. Berlin 7. okt. Vesturvígatöðvarnar. Her Rupprechts ríkiserfivfja: í Flandern og hji Cambrai var alt ró- legt i gær. Her Boehns: Norðnn við St. Quentin halda enn áfram hinar hörð- ustu orustur, er staðið hafa þar nær látlaust siðan í miðjum september. Þrátt fyrir það þótt óvininirnir hafi hvað eftir annað sk pað hér fram nýju herliði hafá þeir sama sem ekk- ert unnið á þarna. í gær vorn áhlaup þau, er þeir gerðu snemma dags norðaustur af Le Catelet og báðum megin við Lesdins og eins áhlaup þau, er þeir gerðu síðari hlma dags á stóru svæði norðan við St. Quen- tin, brotin enn á bak aftur. Hjá Somme-skurðinum höfðu óviu- irnir sótt fram alt að Essigny Le Petit, en með sigursælum gagn- áhlaupum voru þeir aftur hraktir til Remincouit. Her pýzka ríkiserfin^jans: Óvin- irnir sóttn fast að hinum rýju stöðv- um vorum hjá Aisne og Suippes, milli Pontavert og B izai court og gerðu hvað eftir annað áhlaup á þær. Orustur voru háðar hjá Pontavert, Berry-au-Bac, báðum megin við veg- inn milli Rheims og Neufchatel og Ritstjón: Vilhjálmnr Finsen hjá Bazanconrt. Á eicstöku stað eru smáhersveitir á norðurbakka Suippes. Óvinirnir gerðu hin grimmileg- ustn áhlaup hjá Arnes og vestan við St. Etienne. Hér urðu og áhlaop þeirra árangurslaus, vegna gagnáhlaupa vorra. A vígstöðvunum í Champagne hófst orusta aftur í gær, eftir tíu daga hlé. Austan við St. Etienne, hjá Orfeul og Autry gerðu óvinirn- ir smááblaup. Á ýmsum stöðum var tilrauna-áhlaupum þeirra hrundið. Her Gallwitz; Milli Argonne og Maas héldu Bandaríkjamenn áfram hinum áköfu áhlaupum sínum. 147. fótgönguliðstvifylkið, sem kent er við Hindenburg yfirhershöfðingja, hafði áður með prýðilegri vörn og áhlaup- nm komið i veg fyrir það að óvin- irnir brytust i gegn vestan Maas, og hrakti nú enn óvinina á hæðunum austan við Aisne. Aðaláhlaupi óvin- anna var enn í gær beint á herlínu vora báðum megin við veginn milli Chanpentry og Romagne. Hersveit- ir frá Elsass Lothringen og West- phalen, sem hafa barist þarna í marga daga, tvístruðu gersam ega enn í gær hverju áhlaupi óvinanna á eftir öðru. Biðu Bandaríkjamenn enn hið gífur- legasta manntjón. Tilkynning Bandarikjamanna, París 7. okt. Opinber tilkynning: Hersveitir vorar hafa hrakið óvin- ina úr Chatel Cherhery og eftir að hafa unnið bug á hinu ákafa viðnámi þeirra, hafa þær tekið hæðirnar vest- an við Aire. Á öðrnm stöðum, þar sem her- sveitir vorar eru, hefir ekkert mark- vert skeð. Frakkar tilkynna, Paris 8. okt. Norðaustan við St. Quentin hafa Frakkar gert ýmislegt til þess að bæta aðstöðu sína og styrkja stöðv- ar sínar. Fangatala yfir 800 á sið- ustu 24 timum. Sama orrahríðin hjá Suippe og Arne, frækiieg mót- staða og ógurleg gagnáhlanp Þjóð- verja. Náðu þeir St. Etienne þorpi, en mistu það aftur, og 100 fanga tóku Frakkar þar af þeim. Vestar hafa Frakkar mitt i blóðugnm orust- um búið nm sig í viggirðingum bjá Suippe. Frakkar hafa ' tekið Berry- au-Bac og fleiti bæi. ísafoldarprentsmiðja Siórviðri á Siglufirði. Skip stranda hús og bryggj- ur skemmast. Siglufirði í fyrradag. Afskaplegt norðvestanrok i gær og nótt og stórrigning í þrjú dægur. Vatnið hjá Hrauni f Fljótum hækkaði um eina alin. Skipin »Gunnvör* og »Njáll« strönduðu, sömuleiðis sænskt síldar- flutningaskip og vélbátarnir »Georg« og »Drangey«. Taisverðar skemdir urðu á húsum og bryggjum. Sildaraflinn hér i sumar nemur 40 þús. áfyltum tunnum. Afgreiðslnsími nr. 500 vélbátum fari þá stórum i vöxt, i stað þess að þeir ættu algerlega að hverfa úr sögunni. A hinn bóginn er það þjóðar- smán, að íslendingar skuli nú orðnir svo ófrómir að þeir steli sama sern úr sjálfs síns hendi. Þsi að með því að hleypa farþegum i lestar skip- anna, er þeitn sýnt það trausp að þeir hvorki skemmi vörur þær, sem þar eru, né steli. Hefit það jafnan þótt bera vott nm hina verstu lubba- mensku, að bregðast því trausti sem mönnum er sýnt. Og verstu þjóf- arnir eru þeir, sem stela úr sjáifs sín hendi. Anders Hovden og sambandslögin. Skeyti þetta hefir tafist vegna síma- bilunar. Seglskipið »Gunnvör« er eign Timbur- og Kolaverzlunarinnar »Reykjavík« og átti að taka sildar- farm á Siglufirði til Warberg í Sví- þjóð. Stuldur i skipum. A dögum Fróða konungs Frið- leifssonar var »engi þjófur eða ráns- maður, svá at gullhringr einn lá á Jalangrsheiði lengi«, segir Snorri. Nú er öldin önnur. fafnvel hér á íslandi, þar sem virðing fyrir eignar- réttinum hefir verið tótgróin meðal alþýðu til skamms tíma, er nú svo komið, að hvergi er óhætt fyrir þjófum. Þó mun kveða einna ramm- ast að hvinsku manna á skipum, eins og sjá má á þvi, að Eimskipa- félagið hefir nú neyðst til þess að auglýsa það, að engum óviðkomandi mönnum muni hleypt i lestar skipa þeirra, er það hefir með að gera, ef þjófnaður sá á skipunum, setn sífelt fer í v'óxt, legst eigi niður þegar í stað. Nú vita allir það, að t. d. strand- ferðaskipið, getur eigi fullnægt sam- gönguþörfinni nema_ því aðeins að hafa farþega í lestanum. Eigi því að leggja þann sið niður, að leyfa mönnnm að hýrast þar hafna i milli, versna samgöngurnar til muna frá þvi sem nú er. Hér er þvi um all- mikið vandamál að ræða, og nærri gengið þeim, sem þurfa að ferðast landsfjórðunganna milli til þess að leita sér atvinnu. Er eigi annað sýana heldur en fólksflutningar með í norska blaðinu »Nidaros« ritar Anders Hovden á þessa leið um sambandslög Islands og Danmerknr: — ísland á að verða »frjálst og sjálfstætt«. íslendingar eru glaðir, --------,éto það eru Danir líka. Og Danir hafa ástæðu til þess, þegar litið er! á framvarp það, sem vér höfum séð. íslendingar eru frelsi unnandi 6g hámentuð þjóð. Hið fátæka land & bókmentir, sem hafa verið settar a bekk með fornbókmentum Grikkja. Og hinar nýrri bókmentir íslend- inga standa ekki að baki hinum eldri. íslendingar hafa varðveitt hina göf- ugn norrænu tungu, og þjóðin getur því enn hagnýtt sér hinn gamia bókmentafjársjóð. Þetta setnr mark á þjóðina. Oss Norðmönnum ma likja við »andl.ega farandsala«, ec íslendingar eru aðalsmenn, þvi afe þeir hafa tileinkað sér hinar fom* norrænu bókmentir. Og það hefir sett kjark i þjóðin. Sé nokkur sú þjóð til, sem er því vaxin, að rækta landið sitt og ráða sér sjálf, þá eru það Islend- ingar. Þjóðin er smá, og þyifti víst eigi annara hjálpar til þess að stjórna sér. En hvernig er nú það frelsi, secr. henni er boðið og hún virðist taka með þökkum? Það er Danmörk, sem á að hafa utanrikisstjórnina, Eins og Sviar höfðu meðan vér vor- um i sambandi við þá. Og áf löngu strríði og illri reynslu höfurt vér komist að því, hvers virði slíkt sjálfstæði er. ísland fær að komas: að hinu sama. Þegar einhver þ|ó8 fær eigi að koma í beint samband við aðrar þjóðir, þá er hún einskis- virt. Og fæstum kemur til hugar að sú þjóð sé sjálfstæð. Eg maa hversu niér gramdist það meðan vi& vorum í sambandi við Svia, og eg var á ferðalagi suður i Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.