Morgunblaðið - 11.10.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1918, Blaðsíða 3
MORtfUNBLAÐlÐ 3 Ionilegt hjaitans þakklæti til allra, sem sýndu mé samúð og vinsamlej.a hluttekningu við andlát og jarðatför konunnar minnar sál., Kristjönu Sigurðardóttur Snæland. P. t. Reykjtvík, 9. október 1918. P V. Snæland. íreiðanlegan dreng kon vantar strax í dag til að bera út Isafold. U Rjöltóbak fyrirliggjandi í heildsölu hjá Clausensbræðrum Hote.l ísland (1. hæð). Sími 563. Hljóðfærasveit Þriggja manna, epilav nú á Fjallkonunni á hverju kvöldi Virðingarfyllst. A. Dahlsted. I. 0. 0 F 10010119 ^mmmtm Gamiu Bið mmmammt Guiidjöfuilinn Afarípennandi og áhrifamikill sjónleikur í 4 þáttum, urn hið' dularfulla hvarf miljónamæringsins Cameron Myndin er leikin af ágætum Amerí kum leikurum meðal kín- verjabúa í New York, sem gerir myndina einstaka í sínni röð. Brúðkaup í Hjálpræðishernum! Kl. 8 í kvöld verða sameinuð undir fána Hjálpræðishersins lautin- ant Laufey Bjarnason og adjutant Jacob Hárlyk. Allir eru velkomnir. Björnst.’erne í kYilmyndnm. •Tidens Tegn« getur um það nýlega að Björn Björnson, sonur skáldsins Björnstjerne B. hafi nýlega samið við kvikmyndafélag i Svíþjóð og selt því einkarétt á þvi gera kvik- myndir úr skáldverkum Björnsons. Svar Wilsons. Það fór svo sem búast mátti við, að Wilson Bandaríkjaforseti mundi ekki með öllu hafna friðarboðum Þjóðverja, heldur setja einhver skil- yrði fyrir þvi, að vopnahléssamning- ar gætu hafist. Þetta er ekki i fyrsta skifti, sem Þjóðverjar hafa boðið frið, en það hefir jafnan komið í Ijós, að að eins hálfur hugur fylgdi máli þeirra — það hefir ekki verið ætlun þeirra, að beygja sig fyrir neinum af þeim réttmætu kröfum, sem bandamenn hafa sett til þess að tryggja varanlegan frið f Norðurálfu. Jafnvel hið mikilvæga spursmál um framtíð Belgíu hafa ffokkarnir í Þýzkalandi eigi verið sammála um. Fjöldinn allur af Þjóðverjum hefir haldið því fram, að Þýzkaland ætti ekki að endurreisa Belgíu heldur inn- lima haua i þýzku heildina — það væri nauðsynlegt framtíð Þýzkalands. Þó ganga megi að því vísu, að friðarboð Þjóðverja hafi aldrei verið jafn ákveðin og nú, og þó tekið sé tillit til þess, að friðarboðið likist mest friðarbeiðni, þar eð Miðríkin undanfarnar vikur alstaðar hafa farið halloka, þá er það sizt að furða, þó Wilson forseti vilji setja einhver skilyrði fyrir því, að það sé í raun og veru alvara Þjóðverja, að ganga að þeim friðarskilyrðum, sem Wilson hefir áður nefnt í ræðum sinum. Og svo sem búast mátti við, hefir forsetinn bundið svo um þá hnúta, að nú verður þýzka stjórnin að svara hreinskilnislega, annaðhvort já eða nei. Það er undir Þjóðverjum kom- ið, hvort nokkuð verður úr friðar- ráðstefuu að svo komnu. Ummæli þýzka stórbl.Nordd.»Allge- meine Zeitung«, sem prentuð eru knnarsstaðar í blaðinu, virðast benda til þess, að það sé þó flokkur manna í Þýzkalandi, sem vilji umfram alt koma á friði. Allir hygnir Þjóð- verjar hljóta og að sjá, að það er þýðingarlaust fyrir Þýzkaland að halda ófriðnum áfram. Hann hlýtur fyr eða síðar að enda með algerum ósigri Miðveldanna, og það er ekki óhngs- andi, að sumir þeirra hugsi sem svo, að það geti verið, að friðarkostirnir yrðu betri nú en síðar. En banda- menn þurfa ekki né geta slakað nokkurn hlut til frá þeim skilyrðum, sem þeir margsinnis hafa látið uppi og sem öll eru til þess, að tryggja rétt smáþjóðanna, koma á varanleg- nm, réttlátum friði og eitt skifti fyrir öll brjóta á bak aftur þýzka hervaldið, svo heimurinn hafi eigi slíkan ófögnuð vofandi yfir sér fram- vegis. Verði Þjóðverjar við kröfum Wil- sons og hverfi þegar á burt úr Belgiu og Frakklandi með her sinn, þá hafa þeir með þvi játað, að þeir ern sigr- aðir. Og það er mjög liklegt, eins og alt horfir við nú, að það sé það hyggilegasta, sem þeir geta gert. Það er trú manna, að friður sé mjög nálægur. Hindenburg-linan. Þetta nafn kemur nú hvað eftir annað fyrir í símskeytum og fiétt- um frá striðinu. En fæstir munu þó vita hvað Hindenburg-linan er. í grein, sem hershöfðingi von Ar- denne ritar nýlega i »Tageblatt« segir hann nokkuð gjör frá þessum vígstöðvum, heldur en aðrir. Hann segir svo: — Þeir Þjóðverjar sem heima sitja, furða sig á þvi, hvers vegna her- sveitir vorar berjast fyrir framan' og í kringum Siegfried-línuna í staðinn fyrir það, að hörfa þegar undan til aðal-viglinunnar, þar sem vörnin ætti að vera auðveldari. Þetta stafar af misskilningi á þvi, hvernig hinar nú- verandi varnarstöðvar vorar eru. Bretar kalla þetta Hindenburg-linuna. En það er ekki lina, heldur kerfi af stöðvum sem hermiðarþýðingu hafa, og hafa verið víggirtar, alla leið frá Cambrai til La Fere, eða með öðr- um orðum, 60 kílómetra langar stöðvar og 40 kilómetra breiðar, Óvinirnir verða þvi að sprengja 2400 ferkilómetra víggirðingn, áður en þeim gefst tækifæri til þess að koma við öllum hersveitum sinum og stefna þeim að hærra takmarki, því að þótt að þeir taki Siegfried- stöðvarnar og áfastar stöðvar þá er það að eins inngangur að enn harð- ari viðureign. — Tíminn er nú Þjóðverja megin. Veturinn nálgast hröðum skrefum og þegar hann er kominn, getur Foch eigi lengur beitt hersveitum sinum frá hitabeltinu, en þær halda nú J/g—2/3 af herlinn Frakka. Ovinirnir reyna að skýla Vegna vöíutalningar verður umboðsverzlun miri lokuð laugardaginn 12. þ. mánaðar. J. Aall-Hansen. Scií RcrScrgi óskast til leigu í einn til tvo mán- uði. Góð borgun fyrirfram. Gunttar Sigurfinnsson, Hittist hjá R. P. Leví. Cacao og Te er bezt að kaupa i verzlun O. Amundasonar, Sími 149. — Laugavegi 22 a. f tXaupsSapuT ^ Úísaían á Stýrimannastíg 9 heldur enn áfram. Hvergi betra verð. Fjölskrúðugast úrval af kven- slifsum, morgunkjólatauum o. fl. Gott kúahey, ca. 60 hestar, til sölu austur á Skeiðum. Tilboð merkt »riey« komi í kvöld á afgr. Morgunbi. Fóðrahestur tekinn á sama stað. Tilboð óskast. Stór fataskápur til sölu (kr. 135.00) hjá Hliðdal, Laufásveg 16. Til sölu karlmannsfrakki og kven- dragt úr bláu Cheviot og einnig lopi. A. v. á. JSeiga Stúlka óskar eftir herbergi. A. v. á. Winna Stúlkn og ungling 15—16 ára vantar i vist á Grundarstig 15- Martha Strand. Unglingsstúlka óskast hálfan dag- inn. Maria Pálsdóttir, Óðinsgötn 8. erfiðleikum sínum með villandi skýrsl- um. Þannig segja Bretar frá þvi sigri hrósandi, að Wotan-línan, sein- asta og styrkasta vigi Hindenburg- linunnar, sé rofin. En hin svonefnda Wotan-lina er ekki vigi, heldur skag- ar hún norður úr Siegfried-stöðvun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.