Morgunblaðið - 14.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1918, Blaðsíða 1
Mánttd. 5. argangr 14. okt. 1918 HORGONBLABIB 337. ISlablað ísafoidarprentsmiðja Aígrfiðslnsími nr. 500 R mjOrnarsimi nr. 500 Ritst óri: Vilhjiití ui F :■ Kötlu Á víö og dreif. Þegar er fyrst varð vait við eld- gosið í /ík í Mýrdal, voru verðir settir i öll skörð og á alla hnúka þar umhverfis til þess að þegar fengjust fregnir um það, ef einhver veruleg hætta væri á ferðum. Eftir frásögu þessara varðmanna varð fyrsta jökulhlaupið allmikið. Náði það alla leið auctur að Dýralækjarskerjum og vestur undir Höfðabrekkufjall. Var að eins suðvestursandurinn (hásand- urinn) upp úr flóðinu. Æ^ilegastar hafa þessar hamfarir náttúrunnar orðið á Hjörleifshöfða. Hann er fram við sjó á miðjum sandinum, en svo hár að vísu, að engin hætta er á því, að yfir hann flæði. En á honum brotnaði flóð- bylgjan og er hann nú sem eyja í ógurlegum ólgusjó. Þar er einn bær og var bóndinn staddur i Vík, þegar gosið hófst og verður þar nú teptur þangað til sandurinn verður fær aftur, en þess getur orðið langt að bíða. Heima situr konan og heimilisfólk og má nærri geta að þvi líður ekki vel. f1 Sú sveit, sem hættast er stödd, mun vera Álftaver. Er hún alveg inni- króuð milli vatna og hefir gosið rétt yflr sér. Hagar þar og svo til, að sandainir fyrir framan eru hærri beldur en sveitin, eða sumt af henni, og stafar henni því bæði hætta af vatnagangi og öskufalli. Engar sannar fregnir hafa menn fengið af þvi, að ferðamenn hafi verið á söndunum austan Mál kvisl- ar. Tveir menn frá Asum i Skaft- ártungu komust yfir kvislina áður en jökulhlaupið kom og náðu heilu og höldnu til Vikur. Vissu þeir eigi til þess, að nokkrir menn hefðu ver- ið á eftir sér. Þegar Kitla gaus seinast, voru ferðamenn á sandinum austan Múla- kvíslar og komust þeir við illan leik til Hjörleifshöfða og barg það lífi þeirra. En í þann mund lá vegur- inn sunnarlega yfir sandana. En siðan brý-nar komu á Hölsá og As vatn og vegur var ruddur yfir Skaftirhraun, hefir umferð um neðri veginn minkað stórum og fara nú flestir hið efra um s.mdana. Hafi menn því verið þar á ferð, rrun vonlaust um, að þeir hafi náð Hiör- leifshöfða. Aftur á móti eetur vel verið að þeir hafi bjargast upp i Hafurs'ev, sem er miðja vegu á sand inu n og svo há, að aldrei getur flætt yfir hana. Er þar sæluhús fyrir ferðamenn, en stendur 1 gt og má gosið. vel vera, að þar sé ekkert skjól að fá. En fá má þó skýli þar milli kletta uppi á há-eyinni. Kaupstaðnum í Vík, er eigi hætta búin af öðru en flóði, ef stór hlaup skyldi koma úr jöklinum. En það getur komið á hverri stundu. A Vikursandi hafa verið reist nokkur nýbýli á undanförnum árum og standa þau svo lágt, að sjálf sjávar- ströndin er hærri. Hefir það komið fyrir í miklum brimum að sjór hefir gengið yfir fremsta hávaðann og þá komið hlaup á þessi býli og kjallar- ar fylzt af sjó. Komi þvi mikil flóðbylgja, eru flest eða öll býli þessi i hættu. Fyrir vestan Vík er Reynisfjall. Það gengur þar fram í sjó og hlífir bygðinni þeim megin. Vestan við það er Jökulsá á Sólheimasandi (Fúlilækur) og var sagt í gær, að hún væri i vexti. Getur því verið að allar samgöngur við Vík tepp st um hrið. A Mýrdalssandi eru tvö aðalvatns- föíl, Málakvisl og Sandvatn. Fyrir nokkurum árum var Sandvatn stærra vatnsfall, en tók svo að smá minka, þangað til að það var horfið að kalla. En jafnframt jókst þá vatns- magn Múlakvlslar. En i sumar brá svo við, að Sandvatn tók að renna aftur um gamla farveginn en jafnframt minkaði þá vatnsmagn Múlakvíslar. Sem betur fer er það ekki oft sem Reykvíkingar fá aðra eins sjón að sjá, eins og i fyrrakvöld. í austri, norðan við Hengl fjöllin, gat að lita sllkt flugeldaskrúð, að enginn hefir annað eins sé\ Voru það leiftur í gufumöknum og þutu eldingarnar i bendu hver um aðra og voru jafn- vel tugum saman á loftinu i senn. Voru sum leiftrin svo björt að nátt- myrkrið rofnaði i svip og sázt glögt fjallahringurir n i austri, en menn fengu ofbiitu i augun. Var þetta stórfenplegri sjón en svo, að hægt sé að lýsr henni með orðum. Aður en tók að dimma reyndu menn að reikna það hve gufustrók- urinn mundi vera hár og komst snjall re kningsmaður að því, að hann mundi vera um 12 kilometra á hæð, eða um 36000 fet. En þó virtist mönnum sem hann hækkaði enn meira eftir það og drógu þá áiyktun :í þvi hve hátt á lofti eld ingamar voru. Einstaka sinnum brá fyrit eld auðum bjarma, og þóttust menn vita, sð það væri eldurinn upp úr gígnum og áður en dimdi var nokkra hríð svo að sjá, sem eldhjálmi hefði verið steypt yfir gufustrókinn. Múgur og margmenni var hér úti fram á nótt að horfa á þennan hrikaleik náttúruaflanna. Stóð fólkið i þéttri þyrpingu uppi hjá Skóla- vörðu alt kvöldið, en þaðan sáust eldarnir einna bezt. Voru menn þögulir, eða töluðu saman í hálfum hljóðum og má bezt af því marka hve mikils þeim þótti um vert. Eldblossarnir sáust úr Hólmavík. Hólmavík í gær. Eldblossar meiri og minni sá- ust héðan i suðaustri í alt gærkvöld. Dynkir heyrðust og allmiklir í alla nótt og í morgun, en titring hafa menn eigi orðið varir við. Frá Vestmannaeyjatn. Fféttaritai-i vor í Vestmannaeyjum simaði oss í gær. Kvað hann gosið hafa sézt mjög greinilega úr Eyjun- um. Hafi glæringarnar verið svo miklar, að albjart hafi verið þau augnablikin í Eyjunum. í gærdag sást eldur við og við úr jöklinum, en öskufall var þar ekkert. Frá Garösauka var si nað i gær kl. 6, að ösku- fallið væri töluvert að minka. Það var svo bjart kl. 4, að menn gátu slökt lampaljósin, sem logað höfðu allan daginn vegna ösku-myrkurs. Af Sterling sem i fyrrakvö’d var á siglingu fyrir Vestfjörðum, sást greinilega eldur- inn úr Kötlu. Að öllum líkindum hafa glæringarnar sést viðast hvar á landinu. Fyrri Kötlugos. Katla hefir gosið n sinnum svo að sögur fari af. Er skýrt frá gosum þessum í bók Þorvaldar Thor- oddsens, »Landskjálftar á íslandi*, sem Bókmentafélagið gaf út árið 1905. Skulum vér hér birta frá- signirnar um gos þessi, eins og frá þeim er skýrt i bókinni. »í lard lamstið hefir Mýrdalssand- ur , ð miklu leyti verið grasi vaxinn og bygyilegur; þar mynduðust heil- ar sveitir með mörgum bæjum og vita menn enn nöfn margra býla sem þar hafa verið. Katla hefir því lislega haft langan hvildartima, svo mestallur sandurÍDn var gróinn upp. Hið fyr ta Kötluhlaup yfir Mýr- drlssand, sem getið er um, var Sturluhlaup 1311, og á það að hafa eytt stórri bygð, sem hét Lágeyjar- hverfi. Sagan segir að flbúar i þess- ari sveit hafi allir farist nema Sturla nokkur Arngrimsson og barn eitt. Þegar hann sá hlaup ð koma, hljóp hann inn og greip barn úr vöggu, komst út og upp á jaka, sem i því flaut að húsagarði, barst jakinn svo út á sjó og austnr með landi unz hann rak upp á Meðallandsfjöru. Liklega hafa önnur Kötlugos kom- ið áður, þó að menn hafi ekki vissu fyrir þeim. Jón Steingrímsson segir, að í annál, er Þorleifur prófastur Árnason (1630—1713) skrifaði, hafi verið getið um Kötlugos árið 1000, án þess að nokkuð meira væri um það talað. Annáll þessi er nú lík- lega týndur og ekki er þess goss getið í öðrum bókum. En það er vist, að bygðir á Mýrdalssandi voru mikið farnar að skemmast og bæir höfðu eyðst af jökulhlaupum á seinni hluta 12. aldar; þetta sézt af sögu Þorláks helga og þegar Landnáma var færð i letur, var Kerlingarfjörð- ur horfinn og Höfðársandur mynd- aður. Höfðá hefir að öllum hkmd- um runnið þar sem nú heitir Múla- kvisl, eða þá austan við Hafursey, þar sem Sandvatnið er nú. Haustið 1179 kom Þorlákur byskup að Höfða- brekku til fundar við Jón Loftsson, og var ágreiningur milli þeirra um kirkjumál, »enn var önnur grein millum þeirra, og stóð sú af Höfð- árhlaupi, því hún hafði tekið marga bæi, þá er þangat lágu undir, og tvá þá, er kirkjur voru á. Varð af því minni tíund og færri hús til brottsöpgs*. Þetta Höfðárhlaup hefir þá liklega fyrir skömmu verið af staðið og hefir gert mikinn skaða, þvi af öllu má ráða, að þar hafi verið stór graslendi, og er sagt á sama stað, að Höfðabrekkuland > þótti eitthvert bezt veja, áðr en Hófðá spiltic. 1416. Kom upp eldur i Höfðár- jökli og brendi mikinn dal i jökul- inn. Þetta er kallað Höfðahlaup, hefir að iikindum stefnt fram að Hjörleifshöfða. 1580. Kötlugos 11. ágúst. Sprakk °g hljóp fram Mýrdalsjökull, með eldgangi suður hjá Þykkvabæjar- klaustri. Sá bær eyddist, en ei sak- aði fólk. Dunur og dynkir heyrð- ust til Hafnarfjarðar og ísjakar stóðu á 40 faðma dýpi þar sem hlaupið bar fram. 1625. Köflugos mikið með nokk- urum jarðskjálftakippum. Þors.tt*ir n Magnússon sýslumaður i Þykkvabæ hefir ritað itarlega um gos þetta og setjum vér hér stutt ágrip af frá- sögn hans. í fyrstu birtingu um morguninn 2. sept. 1625 fundust í Þykkvabæ i Alftaveri nokkrir smáir jarðsktálfta- kippir; litlu siðar heyrðust dunur og gnýr svo þungur að jörð krf undir fótum manna; þá sprakk jok- ullinn fram í fyrsta sinni. Um það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.