Morgunblaðið - 21.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1918, Blaðsíða 1
Mánudag 21. okt. 1918 H0R6ONBLABID 5. argangr 344. sðlobiaö RitstjórnarSÍmi nr. 500 | Ritstión: Viihiáimnr Fmsen srprentsmiöja Afgreiðsinsimi ar. soo Símfregnir. Briigge og Zeebriigge fallnsr. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins) Khöfn, 19. okt. Reuter segir frá því að Bretar hafi :sótt frain 5 kílómetra á vígveilinum milli Lys og Scarpe og handtekið .4200 menn. Borgirnar Biugge, Turcoing, Rou- baix og Zeebruiigge hafa bandamenn •tekið. Erlend mynt. Khöfn, 19 okt. Gengi erlendrar myntar er í dag 4 bönkunum hér: Pund sterling . . kr. 17,5° Dollar .... — 3,68 Sænsk króna . — 108,00 Norsk króna . . — 102,00 Spaoska veikin i Frakklandi. Berlín, 19. okt. Frá Bern er simað: Samkvæmt 'írönskum blöðum geisar spanska veikin mjögákaflega um altFrakkland. Síðustu viku dóu 700 menn úr lienni i París og viknna þar á und- ?.n 400. Er gert ráð fyrir þvi að loka þat öllum skólum og sam- komuhúsum. I Lyon hefir þegar verið lokað öllum leikhúsum, kvikmyndahúsum og hljómleikahúsum. — Enufremur hefir verið íyrirskipað, að lík þeirra manna, sem úr veikinni hafa dáið, meigi eigi standa uppi nema vissan tima og likfylgdir eru bann- aðar. — í Clermont-Ferraud hafa allar samkomur verið bannaðar og einnig er mönnum þar bannað að safnast saman á götum úti. Ollum skemti- stöðum hefir verið lokað þar. í öðrum frönskum borgum hefir ^mist verið gripið til samskonar ráð- stafana eða þá að það er í aðsigi. Sóknin í Belgíu. • London 19. okt. Að eins lítill hluti Belgiustrandar er nú eftir á valdi Þjóðverja. í gær sóttu bandamenn fram fyrir austan Ostende og tóku Blankenberghe. Komust þeir nálægt Zebrugge, sem sagt er að standi í björtu báli og var þar tekið á móti flugmönnum Breta með grimmilegri skothrið í gærkvöldi. En samtimis þessu skutu óvinirnir á Ostende á löngu færi. Her Belga hélt áfram sókninni og liggja stöðvar hans nú um Quden- burg, Ethelghem, Warsenaire, Sain- tande til St. Michel. Nálægt strönd- inni mættu þeir megnri mótstöðu en náðu þó Ringvesk. í sókninni tóku Belgar yfir 300 fanga, 2 fall- byssur og mikið herfang. Bretar tilkynna. London 19. okt. Bretar og Amerfkumenn héldu í gær áfram árásinni á Boham-Lecha* tau stöðvunum i samvinnu við fransk- ar hersveitir og varð vel ágengt* Náðu þeir Warsiguy, Ribeauville og og Baguet og tóku yfir 1200 fanga og nokkrar fallbyssur. Milli Seuree- skurðar og Lys sótti Bandamanna- herinn fram um meira eu 5 milur. Douai var tekin fyrir fult og alt og Og herinn hélt austur fyrir borgina. A þessum stöðvum hafa Bretar tekið aðallínuna um Marquette, Ostrevant, Wasny, Bersee, Fretue, Sanaghain og Ascoq. Frá franska hernnm. París 19. okt. Frakkar hafa hrundið óvinunum aftur fyrir sunnan Serre. Hafa þeir unnið Aqoilcourt, náð aftur Menn- evret- og Audigny-skóginum, sótt fram um 3 milur á þessum stöðv- um og tekið fjölda þorpa. Sunnar á herlínunni tó'ku þeir 10 þorp og yfir 1500 fanga, fóru yfir Aisne báðumegin við Vousir og tókn þar nokkur hundruð. Ameríkumenn sóttu fram fyrir vestan Meuse og tóku Batherville og Talmar(?). Þeir tóku og ásamt Bretum mörg þorp fyrir sunnan Lecateau og 2300 fanga. Hryðjuverk í Kasan. Berlin 19. okt. Frá Wien er símað: í tilefni af frásögn um það, að Czecko-SIavonar hefðu myrt 500 þýzka liðsforingja í Kasan, flytur blaðið »Reichspost« bréf frá lækni, sem hafði tekist einum manna að flýja frá Kasan. í bréfi þessu segir svo: — Eg skal hér með skýra yður frá þvi, að enginn þýzknr liðsforingi hefir verið myrtur í Kasan, og eigi heldur annars staðar, að þvi er eg bezt veit. Hinn 6. ágúst i sumar tóku Czeko- Slavonar Kasan og varð það með svo mikilli skyndingn að vér gátum ekki flúið. Hinn 8. ágúst voru aust- urrikskir og ungverskir læknar, sem heiteknir höfðu verið, teknir fastir og skotnir 10 mínútum síðar. Mér einum tókst að flýja. Var það eftir fyrirmælum serbneskra liðsforingja, að læknarnir voru teknir fastir og skotnir. Czeckar leituðu mikið að þýzku fulltrúanefndinni, en hún hafði þá þegar yfirgefið borgina og þar voru engir Þjóðverjar. Wilson hefir ekki svarað Austurríki. Berlin, 19. okt. Frá Washiogton er símað, að þar hafi það verið opinberlega tilkynt, að Wilson muni ekki svara Austur- ríki og Ungverjalandi fyr en Þjóð- verjar hafi gefið fullnægjandi svar við síðasta ávarpi forsetans. Ánstarriki og Ungverjaland. Skilnaður i aðsigi, Berlin 19. okt. Frú Budapest er slmað: A fundi hins þjóðkjörna þings í dag kom Karolyi greifi fram með frnmvarp um það að Ungverjaland segði slitið sambandi við Austurriki um viðskiftamál, hermál og utanrík- ismál. Frumvarp þetta kemur til umræðu í þinginu á morgun. Framsókn Frakka. París i gær. I opinberri franskri tilkynningu er sagt frá stöðugri framsókn Frakka á nær allri herlínunni. Viðnám Þjóð- verja er nú nokkuð öflugra, en þeir láta þó hægt og sigandi undansíga og Frakkar hafa tekið nokkur þús- und fanga. Niknlás stórfnrsti skotinn. Berlin, 19. okt. Blöðin i Paris flytja þá loftskeyta- fregn frá Zarskoje Selo, að fyrver- andi yfirhershöfðingi Rússa, Nikulás Romanov, hafi verið skotinn hinn 16. október. Sambandslögin. Ofsögum sagt af mótblæatrinum her. Fréttaritari »Nationaltidende« hér i Reykjavik símar svo hinn 11. þ. mán.: — Enda þótt svo virtist, að bæði alþing og kjósendur væru á sama máli meðan dönsku sendimennirnií voru hér, er nú hafin hin ákafasta deila um það í blöðunum, hvort samþykkja eigi samninginn við Dani eður eigi. Það hafa verið send út ýms fiug- rit, bæði með og móti sambandslög- unum, og af beggja hálfu er kostað kapps um það, að vinna sem flesta á sitt mál og skortir eigi á hin venjulegu skammaryrði. Andstæðingar laganna leggja sér- staklega áherzlu á það, að nú fái Danir jafnan rétt á íslandi sem ís- lendingar sjálfir og ern óánægðir með það, að Danmörk skuli fara með utanríkismál íslands. í stuttu máli halda þeir því fram, að full- veldið, sem fengið er, sé að eins á pappirnum til að slá ryki í augu manna, og krefjast þess, að ísland sé fyrir íslendinga. Gegn þessu halda sambandslagamenn því fram, að ísland hafi mikla hagsmuni af samningnum, svo sem fullveldi, fána, konungssamband (Personalunion) o. s. frv., og taka það fram hvað eftir annað, að satnningurinn eigi að eins að qilda i 22 dr og pá verði honum dreiðaniega sagt upp. Það má gera ráð íyrir því, að samningurinn verði samþyktur með þjóðaratkvæði — en það er að visu aldrei á íslendinga að ætla. Atkvæðagreiðslan. Fregnir eru að eins komnar úr þrem stöðum um úrslit atkvæða- greiðslunnar um sambandslögin. Á tsaflrði, þar sem mótstöðumennlaganna munn hafa verið einna öflugastir, fór at- kvæðagreiðslan svo, að 248 greiddu sambandslögunum atkvæði, en 9/ voru á móti. Frá Akureyri. Þar hefir áhugi manna verið freœ- ur litill, því að fréttaritari Morgun- blaðsins símar, að af 840 kjósendum hafi að eins 264 greitt atkvæði Vegna fjarveru bæjarfógeta verða at- kvæði eigi talin þar fyr en i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.