Morgunblaðið - 24.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1918, Blaðsíða 1
Fimtudag 24 okt. 1918 HORGUNBLADID 5. argangr 347. tðlublað Ritstjóraarsfmi nr. 500 Ritstión: Vishiálnmr Finseö tsafoldarprantsmiófa Afgreiðslasimi nr. 500 Símfregnir. Kötlugosið. Fjörir bæir hafa farið i auðn. -«- . ískyggilegar horfur eystra. Járnbrautarslyá. Wien 21. okt. Járnbrautarslys varð milli Wien og Kapfenberg í nótt sem leið. Biðu xj menn bana en 50 meiddust. Poincaré á vígsteðvanum. Frakkar hafa tekið Challendrey, Bretar Scheidt og Buyelles og eru komnir langt austur fyrir St. Amand. Poincaré, forseti Frakklands, er á ferð um vigstöðvarnar — í Lilie og Douai. Bretar tiikynna. London 22. okt. Minni orrahríð í gær á Flandern- strönd, bæði vegna illviðra og hins, að nú eru Þjóðverjai komnir íjlinu þá, er þeir halda kyrru fyrir á. Hr við- nám þeirra þrálátt. En nú eru þeir komnir að baki fljóta og skurða margra frá landatnærum Hollands til St. Amand norðan Valencienn'es. — Fimti her Breta hefir náð vestur-út- hverfum Tournai. Her vor sækir áleiðis til Vaienciennes, þrátt fyrir talsverða mótspyrnu. — Áttum vér tæpar 2 mííur ófarnar til borgarinn- ar í nótt sem leið. Grimmileg or- usta hefir verið milli Denain og Cateau við Selle-fljót. Þjóðvetjar reyndu að ná stöðvum, er þeir mistu i fyrradag. — Bretar halda öllum stöðvum. — Frakkar sækja fram i geiranum milli Oise og Serre. — Gagnáhlaupum Þjóðverja við Vouz- iers er hrundið. Brezk flotadeild skaut í gærkvöldi á Thionville. Hersveitir Frakka á Balkanskaga eru komnar að Doná við Vidin og eru þar í þann veginn að einangra óvinina. Berlin 25. okt. Nefnd hlutleysingja, er í eru sendi- herrar Spánverja og Hollendinga í Btiissel og tilkvaddir borgarar þar, athuguðu spell þau, er sprengikúlur Breta hafa gert á fám dögum i Den- ain, sem liggur langt að baki víg- stöðvanna. Sá nefndin framhaldandi loftvarp sprengikúlna á Tournai og Valenciennes. Sem forboðar frels- unarinnar heimsækja flugvélar banda- manna daglega setuliðsborgir, og kasta sprengiefni yfir borgir i Belgíu og Frakklandi er til þessa voru óskemdar. Þann r8. þ. m. réðust 12 flugvélar á Ghent, biðu 68 manns bana og þar af 22 börn drepin eða meidd. Nóttina milli 18. og 19. þ. m. réðust flugvélar bandamanna á Maubeuge, Hirson, Hautemont, Fourmies og Mont Cornet. Auk skemda á húsum, og eldsvoða, drápu þeir og særðu fólk, aðaliega frið- sama borgara. Þann 19. þ. m. ki. 2 síðdegis réðu þeir með sprengjum á Mons, — varð stórtjón á kvenna- spítala, Jesúítastofnuninni, þýzku sjúkraskýli og ýmsum borgarhverf- um, 38 manns dóu og særðust, þar af 23 konur. S. d. hófst skothríð óvinanna fyrsta sinni á Traumont norðvestan Rethel. — Ný sönnun þess, að frakkneskir borgarar eyði- leggi sjálfir eignir sínar áður en þeir flýja, er komin frá Haspres, suð- vestan Valenciennes. íbúsrnir eyði- iögðu þar vistir og rsimf"t, er þeir gátu eigi tekið brott með sér. Svar Þjóðverja. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Khöfn, 22. okt. Reuter segir, að svar Þjóðverja til Wilsons sé í raun og veru ekkert svar, að eins orðagjálfur, sem á að leyna því að þeir fari f kringum kjarna málsins. Upplansn AnstörríkÍB Khöfn, 22. okt. »Vossische Zeitungí segir, að innanlands-ástandið í Austuriíki sé nú orðið hið háskalegasta, sem hugsast geti. Upplansn rikisins hefir komið á stað mjög alvarlegum hreyf- ingum innaniands, sem ekki verður séð hverjar afleiðingar hafa. Atkvæðagreiðslan.. í Austur Skaýtafellssýslu féliu at- kvæði þannig, að 297 voru með lög- unum, en 2 á móti. í Vestur-lsafjarðarsýslu vorn 296 með lögunum, en 52 á móti. í Norður-ísafjarðarsýslu verður eigi talið fyr en á iaugardag. Eins og fyr hefir verið getið var hraðboði sendur, að tilhlutun Stjórnar- ráðsins, úr Homafirði vestur í Skaftár- tungu, til þess að fá fregnir úr sveit- unum austan Mýrdalssands. í fyrra- kvöld fékk Stjórnarráðið svolátandi skeyti frá Þorleifi Jónssyni aiþingis- manni í Hólnm: Hornafirði, 22. okt. Þorbergur sonur minn, sem fór sendiferðina suður að Hlíð í Skaftár- tungu, til að fá fregnir af Kötlu- gosinn, kom aftur i gærkvöldi og skýrir svo frá: Kötiugosið byrjaði um nónbil 12. október með vatn og jökulhlaupi yfir Mýrdalssand, austan Hafurs- eyjar. Hlaupið geisaði fram Hólmsá, sópaði burtu Hólmsárbrú með stein- stólpum. Fólk flýði Hrífunesbæinn, en bæinn sakaði þó ekki. Hlaupið fór i Kúðafljót með miklum jaka- burði og gerði megnan usia í Meðal- landi. Eyddust þar bæirnir Sandar, Sandasel, Rofabær og Melhóil. Fólk komst alt af; flýði sumt að Leið- velli, en talið að jörðin Sandar eyði- leggist með öllu. Hross frá Sönd- um hafa mörg fundist dauð i ís- hrönnum og mörg vantar. Rúmlega 70 kindur fundust dauðar, flestar frá Söndum, og margt fé vantar. I iMftaveri gerði hlaupið einnig tjón. í Skálmabæjarhrauni fyltist kjallari, en fólkið flýði i fjárhús. Frá Holtsbæjum flýði fólkið að Herjúlfsstöðum. Umhverfis Hraunbæ og víðar eru háar íshrannir. Manntjón varð hvergi. Taisvert af vikri, sandi og ösku hefir fallið yfir Skaftártungu og allár sveitir Vestur-Skaftafellssýslu austan Mýi dalssands. Ill beit, en fénaður þó óviða á gjöf nema í Landbroti. Þá hefir og fallið mikil aska innan til i Öræfum, en einkum í Svínafelli. Eru þar hagar slæmir. í Suðursveit hefir fallið nokkur aska, svo að fén- aður h: fir látið iila við jörð. Gosið virðist heldnr í rénun, þó vottur af ösknfalli í næstu sveitum við Kötlu alla daga frá því gosið hófst og til 18. október. Þann dag þykt loft svo ekki sást til .Kötlu, en dynkir heyrðust, og þann 20. heyrð- nst enn miklir dynkir austur i Öræf- um. Ef askan fýkur ekki bráðlega eða þvæst af, er auðsjáanlegt að eyða verður miklu af fénaði í Vestur- Skaftafelissýslu, með því að hey- fengur var lítiil í sumar. Bjargráða hefir verið óskað í skeytum frá hreppsnefndum Vestur-Skaftafells- sýslu. í nótt hefir fallið aska hér lítið eitt og mistur mikið í lofti. Eftir þeim fregnum sem komið höfðn af gosinu i Vík í Mýrdal, höfðu menn búist við því, að ekk- ert jökulhlaup hefði farið fram aust- an Hafurseyiar. En því miður varð það á annan veg. Bærinn Sandar standa á hólma, sem myndast milii Kúðafljóts og Skáimar, Jökulhlaupið ruddist niður þá árfarvegu báða og skali á bæn- um. Húsbóndinn var þá ekki heima. Var hann staddur í Vík, og er tept- ur þar enn. En heimafólk sá til hlaupsins og bjargaðist með nanm- indum austur yfir Kúðafljót á báti, en bær og fénaður varð hlaupinu að bráð. Afarmiklar íshrannir eru á öllum söndunum, og er sagt, að sums- staðar séu jakarnir 60 faðma háir. Grosið magnast. Skýrsla sú, sem komin er úr Hornafirði er nú orðin nokkuð á eftir tímannm og eigi gott að vita nema Katla hafi valdið enn meira tjóni heldur en þar er frá skýrt, því að í fyrradag magnaðist gosið sftur að miklum mun, og var oss sagt svo í símtali austan úr Vik, að aldrei hefði Katla látið ver heldur en í fyrradag og fyrrinótt. Var þá að heyra ógurlegar drunur til jökulsins, vábresti og þrumur. Gosmökkinn lagði þá enn hærra en nokkru sinni fyr. Var hann nú koisvartur og kvikur af eldglæringum. Lagði hann fyrst norður og austur, en þegar á leið daginn breyttist vindáttin, og kom þá öskukófið yfir Mýrdalinn. Hafði hann áður sloppið furðanlega vel, en nú dreif öskuna niður lát- Spelivirki í Frakklandi og Belgía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.