Morgunblaðið - 29.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1919, Blaðsíða 1
Miðv.dag 6. argaugr Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Villijálmur Finsen IsafoldarprentsmiÓja Áfgreiðsltuími nr. 500 Ebbe Kornerup rithöfundur Voðinn, Prófin í svívirðingarmáliuu halda áfram og nýtt fólk flækist inn í óþverrann. Það' er uppliaf málsins, sem vér sjáum fyrir .»«■} mi, en ekki er öll nótt úti enn. Enginn hugsandi maðnr gengur þess dulinn, að bæjarbragur liöfuð- staðarins hefir eigi verið sem skyldi á undanförnum árum. Svo auðsæ sjiikdómseinkenni hafa á lionum verið, að full ástæða liefði veriö til þess fyrir longu að taka í taumana og' liefja mótvaruir. Eu alt hefir verið látið slarka fram að þessu, svo að í óefui er komið og erfitt orðið að vinna bug á. Sanna má það með fjolda dftrna, að annaðhvort er réttarmeðvitund almennings mjög sljó orðin, eða réttarfarið á eftir tímanum, og lík- lega er hvorutveggju til að dreifa. Það ber við að kalla má daglega, að menn brjóti lög, án þess að um sé fengist, og það er síður en svo, að lögbrjótarnir þokist niður á við í almenningsálitinu. Þvert á móti. Líklega er virðingarleysi það fyrir landslögum og rétti, sem þjóðin hefir drukkið í sig, öllu öðru fremur bannlögunum að kenna. Hér skal eigi út í það farið, bvort vínbannlög séu uytsamleg eða ekki, en liitt þarf eigi blöðum um að fletta, að íslenzka þjóðin hefir eigi verið nógu þroskuð fyrir þau og því hafa þau orðið til meiri bölvunar en nokkur önnur lög, sem sett hafa verið áíslandi.Þau eru alnhogahörn mikils meiri hluta þjóðarinuar og virðingárleysið fyvir þeim hefir smittað og gildir nú einnig önnur lög, sem annars hefðu haldið virð- ingu. Og' eftirlitið því erfiðara nú en áður var. Hins vegar er engan veginn hægt að afsaka með þessu það algjörða reiðileysi, sem orðið er ríkjandi í eftirliti með fram- kvæmd laga og hina lágu mark- línu, sem dregin er í almennirxgs- álitinu milli þess sem sæmandi þyk- ir og ósæmilegt. 1 Það er á allra manna vitorði, að undanfarin ár hafa margjr menn rekið vínverzlmi hér í bænum og grætt fé, og mörgum sinnum fleiri verið viðskiftavinir þeirra. Það líð- ur ekkert kveld svo, að ekki sjáist á götum bæjarins menn sem eru sýnilega druknir og stundum með svo mikla háreisti, að eigi liðist í nokkurri siðaðri borg. Oft sinnis Kaupirðu góðan hlut, gþá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. hefir verið reynt til þess, að girða fyrir Jjennan ósójna, en alt af reynzt árangurslaust. Sögur, sem eigi er ástæða til að rengja, ganga um það, að hér séu þorparar, sem ginna ógætna menn út í fjárhættu- sj)il og steli af þeim stórfé. Og svo kemur það upp úr kafinu í viðbót, að saurlifnaður er orðinn að at- vinriuvegi í höfuðstaðnum. — Dá- fallegt tannfé handa íslenzka rík- inu! Mönuum gremst — og það með rét.tu — framtaksleysi .og ónytj- ungsháttur þeirra, er ábyrgðin hvílir á, þegar drepsótt sækir að Iandinu og er tekið með opnum önn- um. Inflúenzan drap nýléga 300 Reykvíkinga. En hér er að ræða mn drep, sem er miklu verra en inflú- enzan, þeim sem fyrir verða. Al- gleymingsspilling og fullkomin glötun sómatilfinningarinnar, <>r af öllu vondu verst. Því þó illur þyki dauðinu, þá er liitt verra, að lifa við skömm. Verði ekki tekið í taumana nú, þá hlýtur;að korna að því síðar, að hefjast hánda. En ljóst ntá liaðVera hverjum manni, ■! að hami yrði. dýrkeyptur frcstur- iim sá. Hver veit nema ástandið yrði ]iá líkt milli fjalls og fjöru í sveitunum, sem nú er hér, á þeim blettinum, sem á að vera fyrir- myndin. Afskifti stjórnarinnar af óþverra- málinu, sem nú er svo ofarlega á haugi, eru henni eigi til sóma, ef satt er að_ hún hafi limnmað fram af sér að skipa rannsóknardómara í málið, þrátt fyrir beíðni bæjar- fógeta. Ef liún hefir eigi getað út- vegað neinn mann til þess, hefði hún samtímis átt að leggja niður völd, þar sem liiin játaði sig óverk- færa í málí, sem varðar almenn- ingsheill. En annars er ilt að áltæra, því allir eiga hér nokkra sök, sum- ir fyrir að fremja óhæfu, en aðrir fyrir að þola hana þegjandi og hljóðalaust. Almeuningsálitið verð- ui' að breytast, en það verður ekki gert með eintómum lagasetningum. Vér erum í flestu á eftir tímanum og svo margt nytsamt á liér svo örðugt uppdráttar. Réttarfarið er á eftir tímanum. En verstu mein- semdir siðmenningarinnar eru komnar hingað. Þar fylgjumst við með tímanum. Oivis. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Hann kom hingað í gær „maður- inn, sem hefir ferðast um öll lönd heimsins“, eins og „Svenska Dag- bladet“ segir. Hann hefir aldrei heimsótt Reykjavík fyr og hann dvelur hér að eins stutta stund. Hann hefir aldrei tíma til þess að dvelja lengi á sama stað — hann er alt af á ferð og flugi, og ])ó hefir hann haft tíma til ])ess að skrifa margar ágætar bækur, svo sem eins og „Araber“, „Australia“, „Syd- havsöerne“ o. fl. í Indlandi hefir hann dvalið í heilt ár sein Hindúi, og þar safn- aði luinn efninu í bók sína „Kha- dia“. „Hann ferðast ekki eins og aðr- ir ferðalangar,“ segir „Politiken“. „Þegar liann vill kynnast einhverju landi, þá sezt hanu þar að, tileink- ar sér siði þjóðanna og lifir sig inn í hugsunarhátt þeirra, lærir tungu þeirra, hugsay á sama hátt og þær og semur sig að öllu leyti að landsháttum, þangað til ferða- löngunin grípur hann aftur og' hann verður að ferðast til nýrra landa. Stundum er haim Bedúini, stundum Kínverji, og svo er liann alt í einu. kominn suður í Ástralíu, og þaðan til Mexikó og svo til Ta- hiti.“ — Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. í kvöld lieldur hr- Kornerup hinn fyrsta af fjórum fyrirlestr- um sínum hér, og er hann um Ta- hiti, íbúana þar, hvernig þeir lifa enn frumbýlingslífi mannkynsins, líkt og Adam og Eva í i’aradís. Annað kvöld heldur hann fyrir- lestur um himi nafnfræga, ame- ríkska rithöfund Jack London. Hefir hr. Kornerup verið gestur hans í „Mánadal“ og góður vinur, og skuggamyndir ]>ær, er Iiaiui sýnir þaðan, hefir hann sjálfur tek- ið. Fyrirlestur þessi hefir vakið á- kaflega mikla eftirtekt. Þriðji fyr- irlesturinn, sem einnig verður hald- inn á morgun, er um Ástralíu. Fjórði fyrirlesturinn er um ECUADOR, og hann verður fluttur á föstudag. Á föstudaginn ætlar hr. Kornerup líka að halda fyrir- lestur í Hafnarfirði, ef tími leyfir. Hanu fer héðan með „Botníu“ aftur, svo tíminn er naumur, eins og allir sjá. En þeir, sem vilja hlusta á æfintýramann og heyra um það, sem á daga hans lieíir drifið, ættu að koma og hlusta á þessa fyrirlestra. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.