Morgunblaðið - 31.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1919, Blaðsíða 1
íiFöstudag 31 |au. 1919 6. argangr 79 tölubia® Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen tsafoldarprentsmiCja Afgrei8slu*ÍMÍ nr. 500 llr loftinu London, 30. jan. Frakkar austan Rínar. Símskeyti frá Basel hermir það, að uin miðjan dag' á. mánudag' haii Frakkar lagt undir sig eystri hakka Rínar og' járnbrantarbriina hjá Weil Leopoldshöe skamt fra Basel. Frifearfundurinn: Það er nú sagt, að friðarfnlltrú- ar Þjóðverja verði ]>eir Scheide- mann, Erzberger, Dr. Konrad Ilaussman, Rantzau greifi og Beru- storff greifi. Samkvæmt því sem „Matin“ seg- ist frá, eru friðarskilmálar Japana í 9 greinum. Þeir leggja það undir friðarfundinn að ákveða sektir og skaðabætur. Iþn framtíð Samoa- eyjanna cru þeir fúsir að semja við Breta og Bandaríkjamenn. Þeir vilja liafa yfirráð Marskálkseyj- anria, Karolineeyjanna og Larirone- eyjaima og sömuleiðis yilja þeir fá Tsingtau, Kiaochau og Tinan jarn- brautina. Þeir vilja semja við bandamenn um það að lialda uppi reglu í Síberíu og vilja að .1 apan og Kína sé opin lönd vegna þess að það miði að því að viðhalda friði í Austurálfu. Stjórnin í Ástralíu hefir símað til HUghes og mótmælt því kröft- uglega, að Suðurhafseyjar verði gerðar að alþjóðaeign eða settar nndir nokkra aðra þjóð en Breta eða Astralíumenn. Friðarfmidurinn hefir enn eigi tekið neina fullnaðarákvSrðun. Langur tími gekk í það í gær að hlusta á pólsku fulltrúana, sem skýrðu frá ástandinu þar í landi og báru fram kröfur, og einnig full- trúa Czecho-Slovaka, sem létu uppi álit sitt. Forseti Þýzkalands. Það er mælt, að jafnaðarmenn vilji gera prins Max af Baden, fyr- verandi kanzlara, að ríkisforseta. Fréttaritari Reuters í Berlín seg- að það sé nokkurn veginn víst, að jafnaðarmenn muni samtals Kaupirðu góðan hlut, J»á mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. hafa meirihluta í prússneska þing- inu. Sennilega verður flokkur Scheidemanns öflugastur og þar næst demokratar og miðflokkur- inn. Það er talið sennilegt, að óháð- ir jafnaðarmenn muni fá fleiri full- trúa heldur en íhaldsmenn og að minsta kosti fleiri heldur en natio- nal liberalar. / Brezka stjórnin Indverji ráðherra. Ilin nýja brezka st.jórn er þannig mönnum skipuð, að Bonar Law er ríkisinnsiglisvörður og forseti neðri máistofunnar, Curzon lávarður er formaður léyndarráðsins og forséti efri málstofunnar. Innanríkisráð- herrann heitir Short. Balfour er ut- anríkisráðherra, Milner nýlendu- ráðherra, Seely hermála- og flug- málaráðherra, Phrothero landbún- aðarráðherra, Fisher kenslumála- ráðherra, Weir hergágnaráðherra. Indlandsráðherra er Moncagu og aðstoðarráðherra hans Sir S. P. Sinha, og er harin liinn fyrsti Ind- verji, sem á sæti í ríkisstjórn Breta. Flotamálaráðherra er Walter Long, verzlunarmálaráðherra Albert Stan- ley, matvælaráðherra G. H. Ro- berts og siglingajráðherra Joseph Maclay. Aðstoðarráðherra í utan- ríkisráðuneytinu ef Cecil Harms- worth. Atvimiumálaráðherra R. S. Horne, fjármálaráðherra Austen Chamberlain, írlandsráðherra Sir John French og undirráðherra hans Macpherson. Auk þess eiga þeir sæti í stjórninui: Barnes, Sir Erie Geddes, Frederick • Smith, Worthington, Evens og Sir Auck- land Geddes. „Daily News“ og „Times“ eru harðóánægð með það, hvernig stjórnin er mörinum skipuð og segja að það séu beiskustu von- svik fyrir alla fylgismenn Lloyd George. Önnur blöð láta helduír eigi í Ijós neina ánægju með mann- valið. Orói i her Breta. að sendast aftur til Frakklands í öndverðum janúarmánuði og voru komnar til Folkestone, en þar beið skip eftir þeim. Það hafði vakið almenna gremju meðal hinna cldri hermanna, að þeir yrigstu voru fyrst leystir úr herþjónustu og sátu á þann hátt,fyrir atviimu. Þessir hermenn, sem komnir voru til Folkestone, kröfðust ])ess nú, að allur herinn yrði þegar upp- leystur. Síðan gengu þeir fylktu liði um götur borgarinnat, með trumbuslagara í fararbroddi og hélclu svo ráðstefnu skamt frá ráð- húsinu. Fluttu margir þeirra ræð- ur þar og síðan var stofnað her- mannafélag og kosin 9 manna nefnd til þess að semja við yfir- völdin og krefjast ]ress, að herinn yrði þegar í stað leýstur upp og enginn hermaður sendur lil Frakk- lands. Eftir tveggja daga samningatil- raunir var málið útkljáð á þann hátt, að orlof hermannanna var framlengt og öllum hermönnum, sem gátu fært sönnur á það, að þeir gæti fengið atvinnu, gefin lausn undan lierþjónustu. 1AOEOK I. O. O. F. 1011319—III. Hjálpræðisherinn hafði skemtun í HafnarfirSi fyrra mánudag' og komu þar inn kr. 150, sem ganga ti! sjó- mannaheimilisins. Kensla í hjúkrunarfræði. Bandalag kvenna hefir námsskeið í hjúkrunar- fræði um sex vikna tíma, frá miðjum febrúar að telja. Yerður kent í tveim ílokkuui og hver flokkur fær tveggja stunda kenslu tvisvar sinnum í viku. Á tíandalagið þökk skilið fyrir það að gangast fyrir þessu. „Botnía“ fer héðan á morgun. „Lagarfoss“ fer héðan vestur úm haf uni helgina. Hermennirnir afsegja, að fara til Frakklands. Nokkrar brezkar hersveitir, sem höfðu verið í orlofsför heima, áttu Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson. Ebbe Kornerup. Hann flytnr i’yrir- lestur í Bíó-húsinu í Hafnarfirði í dag kl. 4, en ekki í G. T. húsinu, eins og miglýst var. Seinasta fyrirlestur sinn flytur hann svo hér í kvöld kl. hálf níu. Verður sá fyrirlestur um Ecua dor, og er hann alveg nýsaminn. Það er líklega einhver allra fróðlegasti fyr- irlesturinn og hefir konunglega danska 1 andfræðifélagið beðið höfundinn að flytja hann í Kaupmannahöfn í vor Hér er hann fluttur í fyrsta sinni, og Kaupirðu góðau hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. verða aðgöngumiðar seldir í Iðnó eftir kl. 4. Sænskt barkskip, Augelo, sem var á leið með kolafarm frá Englandi til íslands (um 1600 smálestir) hefir strandað í Noregi. Yarúöarreglur við taugaveiki. Af ]>ví að taugaveiki breiðist út hér í bænum, eru gefnar eftirfar- andi varúðarreglur og leiðbeining- ar fyrir almenning: 1. Húseigendur skulu það allra fyrsta: a. Þrifa í kringum hús sin, safna öllu sci pi og óþverra af lóðnm sínum í sorpílátin. b. Láta þvo setur, gólf og veggi í salernum við og við úr sterku sótthreinsunarlyfi (t. d. kreólínblöndu 1:10). 2. a. Þar sem taugaveiki eða grun- ur um taugaveiki kemur upp á heimili, skal ])egar frá því fyrsta beita sérstakri varúð og þrifnaði. Sjúklingurinn. skal, ef unt er, vera einn í herbergi, að eins ein mann- eskja hjúkra honum, aðrir komi ekki í sjúkraherbergið. Sá, sem hjukrar, skal hafa slopp eða forklæði, er hann hjálpar sjúklingnum, og bera handleggi eða uppbrettar ermar og þvo og bursta hend- ur og handleggi úr sótthreins- unarlyfi í hvert sinn eftir að haun hefir aðstoðað eða snert sjúklinginn. b. Saur og þvag frá sjúklipg- unum skal blanda með jafn- miklu af sterkri sótthreinsun- arlyfsupplausn og standi blandan 2—3 klukkustundir áður en öllu er helt í salerni. c. Óhrein rúmföt og klæðnaður leggist í bleyti í sótthreins- unarlegi ^2 klukkustundir og- sjóðist síðan og þvoist. d. Sjúklingurinn hafi eigin mat- artæki og skulu þau þvegin eður soðin út af fyrir sig, helzt inni í sjúkraherberginu. 3. Börn frá sýktum heimilium mega ekki fara í skóla. fyr en Iæknir liefir gefið vottorð um að engin sótthætta stafi af þeim. 4. Ráðlegast er að sjóða fyrst um sinn alla mjólk. Suða í 3—5 mín- útur drepur áreiðanlega tauga- veikissýkla. Heilbrigðisnefndip í Reykjavík. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.