Morgunblaðið - 14.02.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1919, Blaðsíða 1
’ITÖstudag 0. argaugr 14 Tebr. 1919 93 tölublad Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen j| IsafoldarprentsmiCj* Afgreiðffltulml nr. 500 Úr loftinu Lo'ndon, 13. febr Þ jóSabandalagi'5. Þjóðabandalagsnefnd friðarráð- stefnunnar átti fund meS sér þ. 12. febrúar. til þess að ræða tillögur þeirra Hyiuans, Bourgeois, \ eni- zelos og Eobert Ceeil lávarðar. Það er fullyrt, a"5 samkomulag muni verða milli Breta og Banda- ríkjamanna uin það, að koniið verði upp alþjóða lier og flota, í sam- ræini við tillögur Frakka. En það sem nú bíður úrlansnai', er það, hvernig tekið verði i taumana með hervaldi, er ein þjóð ræðst á aðra. Hr. Bourgeois hallast ekki að _því, að myiidaðui’ verði alþjóðaher, af hermönnum allra þjóða, en vill láta skipa hermálaráð í sambandi við yfirstjórn þjóðabandalagsins. Þetta lu rmálaráð á að liafá eftir- lit með frámförum í herbúnafei og sjá um að þjóðabauclalagið liafi . ávalt til sinna uinráða nýjustií teg- tindir af fallbyssum o. s. frv. Ef ein þjóð ræðst á aðra, ætti að kveðja þann her til hjálpar, sem næstur væri. Frakkar te'lja sig hættast stadda fyrir árásum og vilja því koma þessu skipulagi á. Rússar og bandamenn. Það er tilkynt op’nberlcga í Par- ís, að Eistlendingar, Lettar, Lit- haugabúar og Ukrainemenn hafi tekið boði bandamanna um að koma á ráðstefnu með þeim á Prin- kipo-eyju (stærsta eyjan af Prins- eyjum í Marmarahafi). Frá Þýzkalandi. Frá Kaupmannahöfu er símað, að Hamborg hafi verið lýst í ófrið- arástandi. Um kvóldið þann n. febr. fóru hersveitir stjórnarinnar um götur borgarinuar í vígbúnum bifreiðum Og afvopnuðu verka- menn og tóku allar skotfærabirgð- ir Spartakista, þar á meðal 20 vél- byssur og' miklar birgðir af sprengjum og skotfærum Hersveitir stjómarinnar liafa • einnig tekið Erfurt í nánd við Wei- mar. Þar liöfðu Spartakistar liafið alvarlegar óeirðir og liaft í heiting- mn um, að fara til Weimar og t■víst ra bjóðsamkundumii. Verkföll i Bretlantíi. 180,000 verkfallsmenn. Um mánaðamótin síðustu segir fréttaritari „Politiken“ i London, að verkföllum fari dagfjölgandi í Englandi og að verkfal'lsmenn séu þá 180,000. Þeir haía allir lagt uið- ur vinnu án þess að reyna að kom- ast að samningum við vinnuveit- endur og án þess að ráðgast við for- sprakka verkamannaflokksins. Að- alóánægjan er ekki risin út at' lágu kaupi, heldur út af því, hvernig upplausn hersins gengur og að mat- vörubirgðir í landinu eru eigi gefn- ar lausar, svo að vérðið á þeim geti lækkað. Meðal vinnuveilenda er líka megn óánægja út af því, að hrá- yörur eru skamtaðar þamiig' úr hnera, að finmm g-eta ekkert látið til sín taka á heimsmarkaðinum. Alþýða er ákaflega óánægð út af því, að helztu menn stjórnarinnar skuli sitja í París og vanrækja skyldur sínar heima fyrir. Og margir ganga uin og rægja stjórn- ina á allar lundir. í Belfast liafa 100,000 menn lagt niður vínnu. Oll verzlun hefir lagst þar í dá, sporvagnarnir eru hættir ferðum, borgin er ljóslaus og brauð- skamtinn hefir orðið að setja nið- ur mn helming. 1 Clyde bafa 20,000 meim lag't niður vinnu, aðallega verkamenn í skipasmíðastöðvmi- um. í London hafa 15,000 menn lagt niður vinnu, 40,000 í Man- ehester og 6000 námumenn í Wales. f öðrum borgum er og útlitið hið ískyggilegasta. Eftirmsður Wilsons Aæsta ár fer fram kosning for- seta i Bandankjunum, og er þar þegar farið að liugsa fyrir manni í stað Wilsons, sem ekki verður í kjöri aftur. Á fundi sem haldinn var nýlega í Chigago, þar sem mættir voru fulltrúar „republik- anska“ flokksins,var næsta forseta- kosning til umræðu. Ákvörðun var engin tekin, en ínenn hyggja. að Pershing, yfirhershöfðiugi Ame- ríkuhersins í Frakkland, nmni hafa mikið fylgi.. Aðrir nefna Wood hershöfðingja, aftur aðrir Hughes dómara, sem - áður liefir verið í kjöri, og loks vilja sumir fela Taft forsetaembættið enn á ný. Carl Larsson látifín. Hinn frægi sænski málari Carl Larsson lézt í Falum 22. janúar, 66 ára gamall. Að meistaranum Zorr einum undanskildmn mnn Larsson hafa verið frægastur allra sænskra mál- ara. Myndir hans, einkum barna- myndirnar, þykja alveg einstakar í sinni röð og hafa verið birtar í fjölda tímarita uin alla Norður- álfu. Larsson átti við mikla erfiðleika að stríða í byrjun. Landar hans virtu list hans einskis og' hann dvaldi um margra ára skeið í París við fátækt mikla. En loks tókst lionuin að fá myndir teknar á vor- sýniuguna í París og' á nokkrum mánuðum varð hann frægur íýrir. Frægastur er Larsson í’yrir myndir sínar af sænskum lieimil- um Hafa þær myndir verið prent- aðar í hefti, sem hefir flogið út mn öll Norðurlönd. Carl Larsson dó af hjartaslagi. Þjóöhátiðip Og þjóðsöngurinn. i. Enda þótt skoðanir manna um gildi sambandslaganna séu nokk- uð skiftar, þá munu þó ílestir telja það spor, sem með þeim var stigið, hafa flutt þjóðina fram á við, í sjálfstæðisbaráttunni.Og allir munu telja tímabil þetta hið þýðingar- mesta í sögu landsins, síðan sá at,- burður varð, er fór í gagustæða átt. Yið höfnm undanfarið reynt að minnast þeirra atburða, sem hafa hrundið okkur áfram á framfara- brautinni. Ymist með því að minn- ast atburðanna sjálfra, eða þeirra manna, sem mestan þátt hafa átt í þeim. Það er líka loísvert, að kunna að meta sína mestu menn og þá helzt verkin þeirra. Það er siður hjá öllum þjóðum, að halda þjóðhátíð árlega, og venjulega er minníngin, sem vi5 hana er tengd, um sigur í frelsis- baráttu þjóðarinnar, því allar þjóð- ir eiga það Sameiginlegt, að berj- ast fyrir auknu frelsi sínu. Yið íslendingar höfum, nú á síð- ustu áratugum, lialdið þjóðhátíð á hverju ári. En sökum þess, livað dagurinn er á óheppilegam tíma,; þá hefir liann orðið að víkja fyrii* öðriuu degi. sem með því að vera á mikið hagkvæmari tíma her langt um þýðingarmeiri minningu, minn- inguna um J ó u S i g u r ð s s o n, vorn mesta mann. Eg geri ráð fyrir, að flestir verði sammála um það, að minnast beri þess, að ísland varð fullvalda ríki, í annað sinn, 1. desembfr 1918. Sannarlega er vert að minnast þess, svo lengi höfmn við þráð þá stund. En 1. des. er ekki hentugur til að verða að þjóðhátíðardegi. Þá er venjulega kominn vetur, og veður oftast mjög andstætt útisamkom- um þeim, sem slíkir dagar tileinka sér. Eu við þurfmn ekki endilega að minnast atburðarins þenna dag. Minningin ætti að vera okkur jafn helg', þótt við færðum hana á ein- livern annan dag, og auðvitað yrði sá dagur að vera að sumrinu. Ef til vill verður nú skoðana- munur mn það, hverjum deg'i skuli hlotnast sá heiður. En frá mínu sjónarmiði er að eiiis einn dagur, sem verður er þess, að slík minning sé við hann tengd. Það er 17. júní, fæðingardagur Jóns Sig- urðssonar. Það var Jón Sigurðsson, sem riiddi brautina og henti okkur hvert við skyldum halda, og hon- mn eigum við að þakka framsóku okkar í sjálfstæðisbaráttunni. Full- veldi Islands er því beinn ávöxtur af æfistarfi hans. Nafn þessa niamis og fullveldisviðurkenning vor eru svo nátengd hvort öðru, að þar verður ekki gerður greinarmunur á. Þar sem atburðarins 1. desember er minst, verður Jóns Sigurðssonar einnig jninst. Minningar dagaima hljóta að renna saman. 17. júní á því að vera þjóðhátíð okkar íslend- inga. Enga fegurri né hetri afmælis- gjöf gætum við gefið afmælisbarni dagsins, heldur en minninguna um fullveldi íslands. II. í sambandi við þjóðhátíðina vildi eg fara nokkrum orðum um þjóð- sönginn okkar Islendinga. Kaupirðu göðan hlut, bá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá miuidu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst barm Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann< Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.