Morgunblaðið - 15.02.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1919, Blaðsíða 1
6. argfmgr ^augardag í5 febr. 1919 HðRGUNBLABIÐ 94. tölublaO Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmur Finsen IsafoldarprentsmiCja Af(prei6sIuilMl nr. 500 Úr loftinu London, 1.4. febr. Flug milli París og London. Brezka flugmálnráðuneytið til- .kynnir, að á miðvikudaginn hafi ein af póstflugvélum þeim. er Iiafð- ■ ar eru í förum mibi London og París, flogið fram og aftur milli borganna á 4 klukkustundum og 25 mínútum. Á heimleiðinni var hún að eins 1 kl.stund og 50 mín., og er það fimm mínútum skemmri tíini en hraðasta flug áður milli borganna. Skátar. Baden Powell herfonngi hefir boðið brezkum Skátum að ráða fram úr því í félagi við sig, liveruig fagna skuli því, er friður verður ■ saminn. Pax æterna. — Vér verðum að bei'jast til þess ■ að tryggja eftirkomendum vorum frið á jörðu. Vér verðum að berj- ast til sigúrs, til þess að geta séð Hm það að þetta verði seinasti ó- friðurinn í sögu heimsins. — Hvað oft heyrði maður ekki þessi orð og þvílík frá vörum stjórn- málamanna ófriðarþjóðaíina meðan Stríðið stóð. Og' hvað oft heyrði fciaður það ekki klingja hjá þeim, að landvinnningar væri ];eim fjarri skapi og að takmörkun eða algert afnám herbúnaðar væri það sem ke.pt væri að. Og svo átti að stofna alþjóðafélag — eitt allsherjar- bræðrafélag' þjóðanna, sem komið gæti í veg fyrir það um allar aldir, að nokkur þjóð gerði á hluta ann- örar þjóðar. Fallega var nú þetta mælt. En svo komu stríðslokin, og þá kom að tví, að stjórnmálamennirnir urðu ®-ð standa við alt, sem þeir höfðu Sagt. Hvernig fer þá ? í nafni ensku st.)órnarinnar farast Churchill (sem er hermálaráðherra) þannig 0rð: „Vér komum á friðarþingið ^’-ð þeim ófrávíkjanlega ásetningi, ' ftð engin takmörk verði sett rétti v°rum til þess að halda við flota v°rum og sjóvörnum. Einu gildir Vftða ástæður og áskoranir koma Hús til sölu. Vel bygt liús á góðum stað í Hafnarfirði er af sérstökum ástæð- um til sölu nú þegar með mjög góðu verði. Laust til íbúðar 14. maí næstkomandi. Þoa>8teinn J. Sigurðsson, Traðakofssundi 6. Heima 4—6 e. h. Talsími 529. fram gegn oss. England ætlar sér, hvað sem öll þjóðasambönd segja, að halda enska flotanum stærri en flota nokkurrar annarar þjóðar; halda honum nógu stórum til þéss að ráða yfir heimshöfunum.“ Griffith, sjóliðsforingi Banda- ríkjanna, lýsti yfir því um sama leyti, að svo mikið eigi að stækka flota Bandaríkjanna, að hann verði 1291 skip á árinu 1920. Fyrir stríð- ið var flotinn 364 skip. Og Daniels, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, hefir lýst yfir því, að Bandaríkin verði að eiga svo öflugan flota, að þau geti boðið öllum öðrum þjóð- um byrginn á hafinu og að þau muni koma upp slíkuin flota. Þetta er þá takmörkun herbún- aðarins! Þá má minnast á hitt, hvort þjóð- irnar kæra sig nokkuð um land- vinninga. Hinn 27. janúar var á friðarfundinum rætt um nýlendur Þjóðverja. Ollum kom auðvitað sarnan um, að Þjóðverjar skyldu aldrei fá þær framar. Wilson vildi gera þær að alþjóðaeign, en full- trúar hinna þjóðanna voru því al- gerlega andvígir. Segir „Politiken“ að búist sé við að Suður-Afríka eigi að fá þýzku Suðvestur-Afríku, Ástralía fái að líkindum hluta Þjóð- verja úr Nýju-Guineu og eyjarnar þar umhverfis. Japanar muni vilja fá Kyrrahafseyjarnar allflestar, eu Bandaríkin nokkrar. Kína á að fá Kiauchau aftur með vissuin skilvrð- um og Frökkum hvað vera ætlað Togoland og Kamerun. Þannig horfir þá málum, að Þýzkaland á að missa auðsupp- sprettur sínar — nýlendurnar — allmikinn hluta af heimalaudinu (Elsass-Lothringen, Slésvík, Posen og ef til vill Saar-héraðið) og samt á það að greiða hernaðarskatt, sem nemur um 3000 krónur á nef livert í landinu, auk alls annars. Hver getur svo sagt, að verið sé að vernda framtíðarfriðinn? |j DA8BOS_________ p Messufall á morgun í fríkirkjumii í Hafnarfirði vegna samkomubanns- ins. Samverjinn. G. H. færði oss 5 kr. 1 gær lianda Samverjanum. Prófi í grísku við háskólann hafa þessir nemendur lokið: Friðrik Frið- riksson stud. theol., ágætiseinkunn (15 stig), Hálfdán Helgason stud. theol., ágætiseinkunn (16 stig), Magn- ús Guðmundsson stud. theol., 1. eink- unn (13 stig). ■ s* íslenzki fáninn í Noregi. „Willemo- es‘ ‘ var fyrsta skipið, sem dró upp íslenzka fánann í Noregi. Skipið fór héðan seint í nóvembermánuði og sigldi því undir dönskum fána yfir hafið og með dönsku hlutleysismerkin á hliðunum. En er skipið kom til Xor- egs og fékk þar staðfestingu á því, að Islan.l væri orðið fullvalda ríki, yar málað yfir dönsku hlutleysismerkin, „Dannebrog“ dregið niður og íslenzki fáninn í þess stað dreginn við hún. Vélritunar samkepni. Verzlunar- mannafélagið Merkúr gengst fyrir því, að haldið verði mót hér í hænum í næstkomandi maímánuði, þar sem kept verði í hraðritun á ritvélar. Verða hinum hraðvirkustu og velvirkustu keppendum veitt þrenn verðláun. Er þetta í fyrsta skifti sem slík kapp- ritun fer fram hér og verður hún eigi bundin við neina sérstaka gerð skrif- véla, heldur fær hver keppandi að rita, þar á þá vél, sem hann óskar. Fisksalan í Englandi. Verð á nýj- um fiski er nú fallið í Englandi að miklum mun. „Skallagrímur' ‘ seldi afla sinn fyrir 2300 Pund Sterling, „Jón forseti“ fyrir um 2700 Pund ög „Vínland“ eitthvað líkt. „Crullfoss“ kom hingað í gærniorg- un. Með skipinu kom Magnús Th, S. Blöndahl stórkaupmaður. 20 ára afmæli á „Knattspyrnufélag Reykjavíkur“ í dag. Mun það vera elzta knattspyrnufélag landsins. .1 til- efni dagsins liefir félagið mannfagn- að mikinn í Iðnó, verður þar etið og drukkið og ýmiskonar skemtanir hafð- ar um hönd — en danz verður eng- inn, því að þar verða eintómir karl- menn, um 100 talsins. Messað í Dómkirkjunni á morgun; kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 5, síra Jóh. Þorkelsson. Almanök, sem jafuframt eru mjög snotrar og handhægar miunisbækur, gaf heildverzluu H. Benediktssonar út um áramótin og sendi þau viðskifta- vinum sínum að gjöf. Hefir verzlunin beðið Morgunblaðið að skila til þeirra viðskiftavina sinna, sem kynnu að hafa orðið út undan, að vitja ab.nanakanna á skrifstofu sína. „Geir‘ ‘ kom hingað í gærmorgun með „Hafursfjord“, og hafði ekkert emað að skipinu. Aftur fór „Geir' ‘ í gær- kvöldi tii Vestmannaeyja. Með honum tóku sér far Gísli J. Johnsen konsúll og Páll Oddgeirsson kaupmaður. Fyrsti bæjarstjórnarfur.dur Vest- mannaeyja var háður í gærkvöldi Söngskemtun hefir Benedikt Árna- son í Bárunni annað kvölJ. Verður það í síðasta sinn sem bæjarbúum gefst kostur á að heyra til hans nú um hríð. Aðalfundur Fiskifélagsins er liald- inn í dag. Heimsending herfanga. Miðríkin hafa nú skilað aftur öllum þeim hermönnum, er teknir höfðu verið höndum í ófriðnum, en tala þeirra nam um eina miljón, auk Rússanna. Heimsending her- fanganna var eitt skilyrðanna í vopnahléssamningunum, en þar var og tekið fram, að bandamenn skil- uðu eltki þýzku föngunum fyr en endanlegur friður væri saminn. Nú hefir páfinn gengist fyrir því, að fá bandamenn til þess að skila þeirra föngum og sent áskor- un því viðvíkjandi til allra banda- þjóðanna. Það er þó búist við því, að bandamenn gangi ekki að því, enda ætíð svo til ætlast, að föng- unum væri ekki skilað fyr en friður væri kominn á. ^aupirðu góðan hlut, a niundu hvar þú fékst hann Sigurjón Pétursson. KaupirSu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. KaupirBu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.