Morgunblaðið - 22.02.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1919, Blaðsíða 1
a. ftnsr»* Xawgardag 22 febi’. 1919 Ritstjómarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmur Finsen laaíoldarprðntSmiSj* ar 6(K? Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, nær og fjær, að bróðir minn, Edvard Runólfsson, andaðist í Glasgow 18. þ. m. úr influenzu. Borgarnesi 20. íebr, 19x9. Sig. B. Runólfsson. 1 Eogir farpegar með Sterlini Samkvæmt reglngerð nm sóttvarnir á Austnr- og NorðnrlaDdi, er oss i dag bannað að flytja faiþega með Sterling þessa ferð til Austnr- og Norðnrlandsins. Reykjavík, 2t. febrúar 1919. H.f. Eímskipafólag Islands. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Khöfn, 20. febr. Clemenceau sýnt banatilræði. í morgun réðist byltingamaður áð Clemeneeau, þar sem hann var á ferð í bifreið og skaut á hann fimm skotum. Hitti eitt. þeirra hann í öxlina og' særði hann, en til lækn- is náðist samstundis. Múgurinn réðist á manninn, og var hann tek- inn fastur. BæjarstjórnsirfuRdur 20. þ. mán. Bærinn kaupir erfðafestulönd. Eftir tillögu fasteignanefndar var samþykt að kaupa erfðafestu- Sönd, er liggja við Eiðsgranda, og' boðinn hefir verið forkaupsréttur fi, þ. e. Vatnavelli iýrir 8 þús. kr. og viðauka við hann fyrir 4 þús. kr. Sömuleiðis var samþ. að kaúpa Seljaland með húsum og' landi, á- samt Kringlumýrarblettum IV og VI, fyrir 28 þús. kr. ÞA var og ákveðið, að bærinn skyldi taka, endurgjaldslaust, erfðafestuland í Kaplaskjólsmýri ■IX, þar sem erfðafestuskilmálarn- ir hafi verið brotnir, landið ætti nú að vera fullræktað, en væri ó- ræktað. Rafmagnsmálið. Skýrt var frá, að íslands banki hafi sent borgarstjóra bréf, dags. 10. þ. nx., þar senx bankinn tilkynni, að ákvörðun bæjarstjómar 4. þ. m. nm byggingu rafmagnsstöðvariim- ar raski svo skilyrðum fyrir þátt- töku bankans í láni til byggingar Stöðvarinnar, að bankinn sjái sér ekki fært að vera einn af lánveit- endunum. — Tii ag ræða um þetta mál kom svo rafmagnsneínd sam- án 13. og 14. þ. m., skrifaði Jslands banka bréf og skýrði frá þeim á- lyktunum, er bæjarstjórnin hefði tekið og samþ. viðvíkjandi stöðvar- byggingunni, a téðum fundi, jafn- framt því sem nefndin lét það álit sitt í Ijós, að ekki hafi neitt verið gert í malinu af hálfu bæjarstjórn- ar, er færi í bág við lánsskilmál- ána. Borgarstjóri skýrði svo nánar frá málavöxtum: Að tslands banki hafi þegar í upphafi gert það að . Kaupirðu góðan hlut, , |>á mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. skilyrði fyrir þátttöku sinni í lán- veitingunni, að verkið við raf- magnsstöðvarbygginguna væri boð- ið út, en svo þegar skýrt hafi verið frá því í blöðunum, með dálítilli ónákvæmni, að feld hafi verið til- laga um að bjóða verkið xit í keilu lagj, þá bafi bankastjóri Tofte skil- ið það svo, sem bæjarstjórnin væri horfin frá því ráði að bjóða verkið út; svo væri þó ekki; þótt felt hafi verið að bjóða verkið út í heilu lagi, þá þýddi það ekki, að ekki ætti að bjóða neitt út af því. Þetta hafi stjórn íslands banka ver- ið t.jáð, og það með, að ákveðið væri að bjóða út meira og minna af verkinu, útvegun á efni, vélum °- s- frv., eu pð sjálfsögðu með því skilyrði, að bæjarstjórn væri það í sjálfsvald sett, hvort hún gengi að nokkru því tilboði, er fram kæmi, eða ekki. Eftir að þetta hafi verið skýrt fyrir stjórn bankans, bafi hún horfið frá ákvörðun sixmi um að synja um þatttöku í lán- veitingu til rafmagnsstöðvarinnar, en taki þann þátt í henni, er upp- liaflega var lofað. Laun lögregluliðsins o. fl. Lögreglusamþyktarnefnd hafði á fundi þ. 19. þ. mán. gert svohljóð- Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson. andi tillögur um skipun lögreglu- liðs bæjarins, er samþyktar voru: Lögregluliðið sé skipað 1 yfirlög- regluþjóni og svo mörgum öðrum lögregluþjónum, sem þörf þykir og bæjarstjórn ákveður, fyrst um sinn 9, Árslaun yfirlögregluþjóns skulu vera 3000 kr„ hækkandi um 200 kr. fyrir hver 3 þjónustu ár, upp í 4200 kr. Arslaun lögregluþjóna sknlu vera 1800 kr., hækkandi um 200 kr. fyrir liver 3 þjónustu ár, upp í 2800 kr. Núverandi lögreglu- þjónar fái laun eftir þjónustualdri frá skipunardegi, og greiðist frá 1. jan. þ. á. Auk launanna skulu lög- regluþjónar fá einn einkennisbún- ing á ári, og- yfirfrakka og regn- kápur annaðhvort ár, en skila skulu þeir öllum einkennum, er þeir láta af starfi sínu. Lögregluþjónar mega ekki hafa á hendi nein þau störf, er tefji þá frá lögreglustarfi þeirra; þeir skulu skyldir að starfa eftir fyrir- lagi lögreglustjóra, livort sem er að nótt eða degi, og liaga sér eftir þeim reglum, sem settar eru, eða settar kiinna að verða um starf þeirra. Gert er ráð fyrir, að eftir breyt- ingu þessari kosti löggæzla bæjar- Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétnrsson. ins í ár 20500 kr., fyrir utan laun yfirlögregluþjóns. í sambandi við þetta mál tóku nokkrir fulltrúanna til máls. Þorv. Þqyvarðsson lýsti óánægju sinni yfir því, að bæjarstjórnin hefði ekki orðið við kröfum lögréglu- stjóra um fjölgun lögregliiþjóna; lögreglugæzla bæjarins væri vart forsvaranleg, því að menn gætu næstnm aldrei náð til lögreglu- þjóns, ef með þyrfti; þeir væru látnir gera ýmislegt það, sem eklti beyrði til starfi þeirra. Lagði liann áherzlu á það, að lögregluþjónum væri fengið erindisbréf, sem þeir gætu farið eftir með störf sín. Kröfu um að aukið lögreglulið mundi haldið áfram, af þeim sem óánægðir væru með löggæzluna, þangað til bót, væri á orðin. — Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagðist vera á sama máli; fullir menn og götustrákar mættn óáreittir gera fólki ónæði með ópum og káreisti um nætur, og jafnvel gera spjöll á húsum og mannvirkjum; lögreglu- þjónar sæust ekki í Þingholtsstræti nema með reikninga. — Ágúst Jós- efsson vildi að svo yrði störfum hagað í framtíð, að lögregluþjónar skiftust á um dag- og næturgæzlu, en ekki eins og verið hefði, að sum- ir væru næturverðir cn aðrir dag- verðir. — Borgarstjóri sagði að því mætti treysta, að lögreglustjóri kæmi góðri og fastri reglu á með starf lögregluþjóna í framtíðinni, kauphækkun þeirra væri einmitt því skilyrði bundin, að þeir hefðu ekki önnur störf með höndum en tilheyrðu stöðu þeirra. Einkennisbúningur heilbrigðis- fulltrúa. Tillögu lögTeglustjóra um ein- kennisbúning handa heilbrigðis- fulltrúa var vísað til fjárhags- nefndar. Sundkensla og sundlaugarnar. Samþyktar voru tillögur frá Ól. Friðrikssyni, þess efnis, að tafar- laust skyldi, er tíðarfar leyfði, þétta sundlaugina á viðunandi hátt og leggja nýjar pípur á þeim liluta varmavat-nsleiðslnnnar, sem ónýtur er. Sömuleiðis að kjósa tvo menn, ásamt borgarsfjóra, í nefnd til þess að athuga og koma fram með tillögur um, hvernig suud- kenslunni verði bezt komið fyrir i framtíðinni, hvort ekki sé tiltæki- legt, að gera sundnámið að skyldu- námsgrein í barnaskólanum og livort að breytingar þurfi að gera á sundlauginni, til þess að hún i ull- nægi sem bezt þörfinni. Hjálparstöð fyrir berklaveika. Erindi frá lijúkrunarfélaginu' ,,Líkn‘£, um bjálparstöð fyrir berklaveikt fólk, var vísað til far- sóttarbússnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.