Morgunblaðið - 04.09.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐÍÖ Listasýningin i Barnaskólanum opin kl. 10-7. Aðgangur I króna. MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. Ritstjórn og afgreiCsla í Lækjargötu 2. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Kemur út alla daga vikunnar, að mánudögum undanteknum. Ritstj ór narskrif stof an opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. AfgreiCslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- 3miðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum) en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kx 1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum síðum kr. 0.80cm. Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði. innnar. — Sjávarútvegsnefnd hefir borið fram frumvarp til laga um land helgisvarnir og er þar gert ráð fyr ir að landið kaupi strandvarnarskip sem haidi uppi landhelgisgæzlunni Hér er á döfinni þýðingarmikið málefni. Samkvæmt sambandslög- unum tókust Danir á hendur að ann ast gæzluna svo lengi sem íslend ingar vildu ekki taka hana í eigin hendur. En landhelgisgæzla Dana hefir nú síðasta álrið ekki verið nema nafnið tómt og fiskimiðin inn- an landhelgi verið alveg varnarlaus fyrir uppvöðslum erlendra fiski- skipa. Allir vita að eirfhver breyting þarf að verða á þessu og það fljótt. > Landhelgin er dýrmætasta eign okkar og að láta hana vera varn- arlausa er álíka mikið ráð eins og ef bóndinn ræki ekki úr túninu fyrir sláttinn. Og það vita einnig allir, að það getur bakað landinu skaða, sem nemur mörgum miljónum króna á hverju ári, og getur leitt til algjörðar eyðileggingar fiskimið- anna, ef eigi verður tehið í taum- ana. Til þess að bæta landhelgisgæzl- una eru tvær leiðir. Önnur sú að Danir vilji lcrfa því, að koma hér á gæzlu, sem verði að gagni, og um það eru menn vondaufir, því það virðist svo sem þeir hafi skilið á kvæði sambandslaganna á þann hátt að gæzlan mætti vera nafnið tómt. En hin er sú að íslendiugar taki strandgæzluna í sínar hendur. Enginn neytar því að þar sé mikið ráðist. Strandgæzlan kostar landið mikið fé og dugandi menn. En treysta má því að duglegur mað- ur íslenzkur, sem iengið hefir þá mentun er nauðsynleg verður að teljast foringja á varðskipi reynist miklu betur en danskir foringjar, sem koma hingað eitt ár að eins og eru allsendis ókunnir háttum og at- hæfi útlendinga. fsléndingurinn er kunnugri og það er fyrir mestu. f greinargerð sjávarútvegsnefnd- ar er áætlun um kostnaðinn sem af úthaldinu leiði fyrir landið, á ári hverju. Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að hann muni verða 256,300 kr. á ári hverju. Þar af eru 60 þús. kr. áætlaðar til fyrningar á skipi og áhöldum, Við áætlun þessa er eitthvað að athuga. T. d. er gert ráð fyrirtveim kýgdurum og 5 hásetum að eins. ■Hvernig er hægt að hugsa sér strand varnarskip með 14 manna áhöfn alls, að matsveiirfUm meðföldum. Gæti ekki farið svq, að trollari gerði sér lítið fyrir og færi með sjálft strandvarnaskipið til Englands eins og sýslumanninn forðum?Ef hugsað er um að gera út strandvarnarskip, þarf það að vera svo útbúið að það geti komið að fullum notum, að það komi að fullu gagni. skipið þarf að vera vel liðað og það er líklegt, að hægt væri að hafa það vel liði skip- eru: eru hér Bónarbréf um samskot til Yiðreisnar Bessastaða-kirkju. að án mikils kostnaðarauka. Svo er mál með vexti, að kvaðir um sjó- mensku hvíla á þeim sem taka vilja próf við stýrimannaskólann og vél- stjóraskólann. Ekkert lægi nær en áð þessir menn væru látnir vera um tíma á varðskipinu. Gera má ráð fyrir að regla öll og agi verði þar fyrirmynd. Og varðskipið gæti þá orðið skóli í sjómensku um leið og æfingin sem skipstjóraefni fengju þar yrði miklu betri en annarstaðar Störfin á skipinu yrðu líka hægari á varðskipinu að öllum jafnaði, svo að tími gæti unnist til bóknáms samfara daglegu störfunum. Yarla trúum vér öðru, en að það yrði eftirsókt af ungum mönnum sem ætla að gera sér farmensku að líísstarfi að 'komast á svona skip þó kaup væri lítið sem ekkert. Þeir sem þar hefðu verið mundu að öll- um jafnaði sitja fyrir öðrum eftir á: því þeir hefðu fengið þann bezta skóla í sjómensku sem unt er að fá Og þeim mundi eigi að eins lærast regla og stjórnsemi, fyrir utan sjó mannaþekhinguna heldur einnig kurteisi og háttprýði í a-llri fram- göngu en á því eru síður tök á þil- skipunum. Ef strandvarnarskipið verður keypt og gert út á landsins kostnað má ekki ganga fram hjá þessu at- riði. Strandvarnarskip með 5 há- setum getur aídrei orðið að liði, heldur miklu fremur til þess að vekja ltilsvirðingu útlendra skip- stjóra á oss og ala upp í þeim strák- mn í yfirgangi og spillvirkjum. En strandvarnarskip með nógum mannsafla og vel búið öllum tækj- um getur orðið til stór gagns og slenzkri sjómannastétt til mikillar eflingar. Að strandvarnarskipið verði skólaskip jafnframt er atriði sem vér vildum biðja alþingismenn að athuga við væntanlega meðferð máls þessa í þinginu. Skipað 'þ a r f fleiri menn en nefndin hefir gert ráð fyrir, og beinasti vegurinn til pess að fjölga mönnununi án þess að kostnaður a,ukist tilfinnanlega, er einmitt sá, sem bent hefir verið hér. Málið í heild sinni er mikils vert, eins og nú er ástatt. Danir hafa sýnt pað í verkinu, að þeim er ekkert á hugamál að rækja strandgæzluna á þann hátt sem oss er nauðsynleg- ur. Og þá er ekki nema eitt íyrir hendi: að gera það sjálfir. Fjárhagur landsins er þannig uú, að landið má illa við jafn stór- inn feldum útgjaldaliðum og þeim, sem af strandgæslunni leiðir. En það má enn ver við hinu, að fiskimiðin séu eyðjlögð. Og á því er hætta, ef ekki verður hafist handa. En það skiftir þó mestu í þessu máli sem öðrum, að að sem gert verður komi að gagni. Og því verð- ur að vanda vel til. Yér þurfum að sýna Dönum og öðrum hvemig hægt er að gæta fiskimiðanna. Ef vér gerum það ekki, er ver farið en heima setið. Fá eru gömul hús á landi liér, en því meiri nauðsyn ber til að varð- veita þau vel, sem merkust þeirra steinkirkjurnar gömlu, sem allra kirkna elztar. Ein þeirra er kirkjan áBessastöðum,sem nú er um 100 ára ’gömul, fullgerð 1823. Hún er 22y2 m. að lengd og stöpull, 5 m., að auki, en 11 m. að breidd. Gerð hennar alla, svo sem hún hefir verið að upphafi, má sjá allglögglega af 6 myndum er hr. Guðjón Samúelsson húsameistari hefir gjört eftir nákvæmum mæl- ingum og athugunum, og að sumu leyti eftir lýsingu gamailla manna. Kirkjunni hefir verið að ýmsu leyti breytt á síðari tímum og færi að vísu bezt á að henni yrði komið aft- ur í hið upprunalega horf, en mest er þó áríðandi nú, að fyrirbyggja frekari hrörnun hennar og gera að hinum stóru skemdum, sem á henni eru orðnar. Leki 'hefir komist að henni, á suðurþekju einkum, við stöpulinn, og hefir hann valdið miklum fúa á loftinu og einkum gólfinu, svo það verður að endur- nýja að miklu leyti. Ýmislegt annað þarf og umbóta við. Múrveggir all- ir eru heilir; hafa þeir verið hlaðnir úr höggnu grágrýti að utan, en á síðari tímum, því miður, sléttaðir með steinlími og kalkaðir. 1 stað hins upprunalega, bikaða timbur- þaks hefir verið sett á rautt járn- þak, sem er óþétt og farið að skemmast. Söngloftið hefir verið rifið í burtu og sömuleiðis stúka sú, er stóð við norðurvegg miðjan, þar sem nú er lítill söngpallur, en múr- að upp í glugga þann, sem þar hefir verið. Bessastaðakirkja er bóndakirkja nú og sóknarkirkjaBessastaðasókn- ar.Er hún ein með veglegustu og há- tíðlegustu guðshúsum þessa lands. Finst öllum, er hana fara að skoða, mikið til hennar koma og er hverj- um manni jafnframt mikil skap- raun að því, hversu iilla hún er nú á sig komin. — Gripi á hún ágæta og suma forna og mjög merka. Fyrir tilstilli fornmenjavarðar hefir núverandi eigandi og áhúandi Bessastaða, hr. Jón Þorbergsson, heitið að afhenda Þjóðmenjasafn- inu kirkjuna með _ öllum gripum henuar og áhöldum að gýöf, ef safn- ið vill umbæta hana og halda henni við. 'Þjóðmenjasafnið hefir eigi 'fé til að kosta aðgjörð kirkjunnar svo sem með þarf. Fyrir því er hér með leitað til góðra manna og þess beð ist, að menn bregðist nú vel við málaleitun þessari og leggi fram fé svo að nægi til viðreisnar og góðra umbóta þessu ágæta guðshúsi. Það er ekki fullvíst hversu mikið fé þarf, en gizkað er á að 10 þúsundir króna muni nægja til hins nauð synlegasta. Þeir sem taka vilja þátt í sam- skotum þessum eru beðnir að til- kynna það undirrituðum eða senda honum þá upphæð, er þeir vilja leggja fram. Reykjavík, 2. sept. 1919. Matthias Þórðarson, l fornmenjavörður. Um mælsku. Eftir Chr. (iieriöff. m. Edvard Munch er í sinn hóp tal- inn einhver mælskasti maður, sem völ er á. Hann er bæði fyndinn og tilfinningaríkur, kjarnyrtur og smekklegur í ræðum sínum. Og hann hefir málið svo á valdi sínu, að fáir standa honum þar jafnfæt- is. Auk þess er hann allstaðar 'heima hvar sem er á sviði þjóð- og stjórn- málanna, og þekking hans á lífinu og mönnunum er næstum einsdæmi. Sá maður er ekki til, sem getur mætt Edvard Munch í orðasennu. En þó hefir hann, sem virðist vera fæddur mælskumaður, að eins einu sinni komið opinberlega fram sem ræðumiaður. Hann var þá fyrir skömmu kom- inn á listamannsbrautina og var heiðursgestur í stóru samsæti hjá föðurbróður sínum, Munch prófasti á Nesi. Edvard Munch segir sjálfur svo frá: „Borðdaman mín var ung og falleg og við vöktum bæði mikla eftirtekt. Eg hafði að vísu ekki sofið mikið nóttina fyrir, því mér hafði verið sagt, að mér mundi verða flutt ræða og yrði eg að svara henni. Mér hafði 'líka tekist, með fádæma fæðingarhríðum, að sjóða saman ræðu uin nóttina og hafði velt henni fyrir mér allan daginn. itæðan lá tilbúin 1 byssuhlaupinu og að eins eftir að bauna henni á fólkið. En bíðum nú við. Stundin nálgast og eg heyri sjálfan mig slá glasið' skjálfandi hendi * , , , eg fann, að eg stóð á fætur og að allra augu störðu á mig, . . þá hendir mig eitthvað það ömur- legasta sem nokkurn tíma hefir mér mætt á lífsleiðinni. Mér finst eins og gripið sé fyrir kverkar mér og þrýst að hálsinum, alt hverfur fyr- ir augum mér, og eg sé ekkert nema hvíta þoku. Eg vissi að eg átti að tala, en eg gat ekki munað eitt einasta orð, minnið var alveg guf- að burtu og ekkert eftir. Og um leið fanst mér eg allur leysast upp í mauk eða eins og eg væri hengdur upp á krók. Eg get ekki lýst sálar- ástandi mínu eins og það var. Það eina, sem eg gat gert mér grein fyrir, var ákaflega sár styngur und- ir vinstra brjósfinu, eg kom ekki upp nokkru orði. Sólin stóð kyr í Gideonsdal. Eg veit ekki hve lengi eg stóð þarna og starði út í hvíta þokuna, en loks rann martröðin af mér og hægt og hljóðlega seig eg lóðrétt niður á stólinn aftur. Þá hvarf hvíta þokan og nú sá eg sam- kvæmisgestina, sem mér hafði sýnst óraveg í burtu meðan eghéltræðuna. Þeir sátu og störðu ofan í diskana sína, með ótrúlegri athygli. Og mig furðaði á hve fallega borðdaman mín var niðursokkin í að athuga- diskinn sinn. Mér 'hefir aldrei verið eins létt um hjartað eins og mér var þarna, sem eg sat, og mér fanst hlægilegt að alt hitt 'fólkið sat þegjandi og gláfti ofan í diskana. Þetta var fyrsta ræðan mín. Eg hafði góða samvizku af að hafa gert skyldu mína. Eg hef þó ekki haldið fleiri síðan. Maður á ekki að láta ræðuhöldin keyra fram úr hófi.“ Það eru ekki svo fáir mætir menn sem hafa svipaða sögu að segja frá fyrstu tilraun sinni til að Íala o[iin- berlega, eins og Munch. Það eru margir sem geta verið hreinustu mælskugarpar í sinn hóp, en eigi þeir að tala í f jölmenni, jafn vel þó áheyrendurnir séu þeim vel- viljaðir og kunnugir. þá er ems og þeir verði snögglega lamaðir. Þessi lömun lýsir sér í því, að manni finst eins og maður riði á fótunum. Ræðuhrollurinn (sbr. prófhrollur, sem mun vera svipuð kend, og marg ir þekkja) fer eins og lamandi straumur um mann allan og gerir hugsana- ogmálstöðvarnar aflvana. Að vísu eru þeir ti'l, seni aldrei hafa fundið til þessa kvilla. En allir ræðumenn, sem eru dálítið við- kvæmir, hafa áreiðanlega í eitt eða annað skifti verið staddir í þessum hreinsunareldi. Óteljandi eru þær ræður, andríkar og snjallar, sem aldrei hafa verið haldnar, af því þær hafa beðið kvalafullan dauða í nornapottum lireinsunareldsins. Við áheyrendur höfum að því leyti stundum ástæðu til að vera hreins- unareldinum þakklátir. En fyrir viðkomendur hefir það vanalaust mikla þýðingu að ná svo valdi yfir sjálfum sér, að þeir geti boðið hætt- unni byrginn og hrakið hrollinn á flótta strax og hann gerir vart við sig. Einu sinni, þegar heitar kappræð- ur stóðu yfir í neðri málstofunni í enska þinginu, bað ungur maður, sem var ný orðinn þingmaður, um orðið. Þingmaðurinn stóð upp, en sagði ekki orð heldur starði á for- setann þegjandi eins og steinn. For- setinn starði á hann aftur með eft- irvæntingu að fá að heyra, hvaða vísdóm þessi nýi stjórnmálagarpur hefði að flytja til upplýsingar í málinu. En hinn stóð o;g gláfti. Hver mínútan leið af annari. En ekkert orð kom. Þessi óvanalega aðferð í kappræðu vakti þegar al- menna eftirtekt .... Það var dauðaþögn í salnum, en ungi mað- urinn þagði áfram eins og steinn. Loks sjá menn hann eins og taka skyndilega ákvörðun, hann tekur hatt sinn af bekknum, setur hann upp, og rýkur formálalaust á dyr. . . Ungi maðurinn, sem síðar varð Guilford lávarður, hefir sagt frá því, að sér hafi fundist eins og liann fá þoku fyrir augun um leið og hann stóð á fætur til að tala, — þar kemur hvíta þokan aftur — og sér 'hafi fundist stóra hárkollan forsetans vaxa og vaxa, uns hún fylti alt húsið. Hann fór, ungi mað- urinn, og kom aldrei aftur . . . í annálum efri málstofunnar finnast samskonar dæmi. Munurinn var að eins sá, að unga láva"rðinum tókst loks að opna munninn til þess að---------senda brennandi bæn til guðs um, að sér yrði hlíft við að þurfa nokkurntíma aftur að taka þátt í umræðum í þinginu. Svo rauk hann á dyr. í flestum þjóðþingum er rík til- hneiging til að gera sér mat úr öllu því sem tekst óhönduglega fyrir þingmönnum og þingmenn hafa oft- ast opin augu fyrir því kátlega í fari hvors annars. En hvergi á þetta fremur heima en í enska þingínu. Enda nötraði líka salurinn af hlátrasköllum og fagnaðarlátum á hælana á ungu mönnunum, sem flúðu út í fyrsta skiftið og þeir áttu að tala. Því sannleikurinn mun sá, að varla hafi nokkur verið til í báðum málstofunum, sem ekki hafi í eitt eða annað skifti fundið hjá sér löngun til hins sama, ef að eins hefði ekki skort hugrekkið, til að taka ósigrinum með öllum hans af- leiðingum. Maður eins og D i s r a e 1 i, sem síðar varð Beaconsfield lávarður, sagðist heldur viija stjórna riddara- liðsáhlaupi en standa augliti til aug litis við neðri málstofuna. J o h n B r i g h t, sem jafnhliða Gladstone mun talinn mesti ræðuskörungur Englands á síðari tímum, sagðist aldrei standa svo upp til að tala í neðri málstofunni, að hann ckki titraði á beinunum. Sjálfur G 1 a d- s t o n e játaði, að hann væri alt af ákaflega óstyrkur í taugunum áður en hann flytti stórar framsöguræð- ur. En svo bætti hann við: „í til- svarsræðum er eg það aldrei.“ C a r 1 y 1 e lýsir ræðuhrollinum þannig, á sinn kröftuga og kátbros- lega hátt: „Eg kvaldist af taugaveiklun og gat ekki sofið í margar nætur áður en eg átti að tala. Dögum saman var hálsinn á mér þur eins og gam- all bambusreyr hversu mikið sem eg helti niðrum hann af drykkjar- vörum. Eg valt einhvernveginn upp tröppurnar að ræðustólnum, eyði- lagður og æstur. Og þegar eg svo sté ofan, klukkustundu seinna, var eg bæði sigri hrósandi og skömm- ustulegur, eins og maður sem hefir rænt og ruplað.“ Ruskin var alt af vanur 'að skrifa fyrripartinn af ræðum sín- um og fyrirlestrum og þegar hann hafði svo yfirbugað ræðuhrollinn og náð valdinu yfir sjálfum sér, tal- aði hann blaðalaust. Margir, sem hafa hlustað á „the re ddragon from Wales“, mælsku- snillinginn Lloyd George, mundu vart fást til að trúa því, að sá maður, sem er eins og skapaður fyrir ræðustólinn, hafi nokkurn tíma kvalist af taugaóstyrk- áður en hann stæði upp til að tala. En hann hefir sjálfur skýrt frá fyrstu ræðu sinni í neðri málstof- unni þannig: „Eg var í óttalega aumkunar- verðu ástandi. Það eru engar ýkjur heldur bókstaflega satt, að tungan í mér loddi við góminn og í fyrstu kom eg ekki upp nokkru orði. En eg herti upp hugann og þröngvaði sjálfum mér til að halda áfram. Eg man nú ekki hvað eg sagði, en það hefir víst hlotið að vera eitthvað merkilegt.“ Jafnvel þó gagnrýnin komi hvergi harðara niður en á ræðu- manni, sem lætur sér mistakast, þá er ekki um annað að gera fyrir þann, sem veit, að hann hefir eitt- hvað að flytja, en að herða upp hugann og þröngva sjálfum sér til að halda áfram eins og Lloyd George gerði. Það djarfasta og jafnframt það óskaplegasta, sem eg hef heyrt um af þessu tagi, er um nýbakaðan stúdént einn, sem stóð upp í virðu- legu samsæti lærðra manna og ærn- verðra kvenna og bað sér hljóðs. Ræða hans var einn óskiljanlegttr hrærigrautur, verri óskapnaður en sá, sem eftir sögn á að hafa drotn- að í geymnum á undan sköpuninni. Kátínan tók að vakna í þessum dauðalvarlega ’hóp umhverfis hann. En pilturinn hélt áfram án þess svo* mikið sem depla augunum, unz hann hætti alt í einu og settist, um leið og hann bætti við þessari at- hugasemd: „Já, eg hafði nú reyndar hvorki haft tíma til að raða orðum mínum eða minnisblöðum. En þetta var nú það sem eg hafði í huga.“ (Skellihlátur). Aðferðinni verður ekki mælt með. En hver veit nema verði ræðumað- ur úr piltinum? Að vísu getur fyrsta ræðan haft mikla þýðingu fyrir álit manns í framtíðinni, því fólk er nú þannig gert, að að dæmir mann helzt eftir því hvernig framkoman er í fyrsta skifti. En til eru líka dæmi þess, að menn, sem hafa farið afarflatt á fyrstu ræðu sinni, bæði higstað og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.