Morgunblaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 1
7. árg., 104. tbl. Laugardag 28. febrúar 1920 Iskioídarprentsmiðja _____ GAMLA BIO rzmm Sýning í kvöld kl. 9. Þ?jú nlkvendi Þessi framiirskarandi góða mynd veiðar sýnd í kvöid. í síðasta sinn. Fyrirligg j andi í heildsöln til ’kaupmanna og kaupfélaga: VIKING skilvindur og strokkar (sænsk vinna) og tilheyrandi varahlutar. VIKING skilvindur, 40, 65, 120 og 200 litra. 'VIKING strokkar, ýmsar stærðir. Sænsk vinna. Ennfremur tilheyrandi vara- hlutar. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali a íslandi. Afnám húsaleigulaganna. Fjórir þingmenn úr Reykjavík, þeir Jakob Möller, Bjarni frá Vogi, Sveinn Björnsson og Gunnar Sig- urðsson, 'hafa borið fram í neðri deild svolátandi þingsályktunartil- lögu: „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að nema úr gildi frá 1. okt. 1920 að telja, og að fengnum tillögum bæjarstjórnarinnar í eRykjavík, 2. og 3. grein laga nr. 24, 12. sept. 1917, um húsaleigu í Reykjavík, 2. og 3. gr. laga nr. 45, 28. nóv. 1919“. Tillaga þessi var til umræðu í gær á fyrra fundi deildarinnar. J. Möller hafði framsögu og gat hann þess, að í tilefni af tillögu þessari hefði húsaleigunefnd haldið fund og gert þar eftirfarandi samþykt og beðið flutningsmenn að koma henni á framfæri við Alþingi: Húsanæðisnefndin er þeirrar skoðunar, að bæj'arstjórn Reykja- víkur beri að hafa ákvörðunarrétt um, hvenær tími sé kominn til að afnemá húsaleigulögin, eð'a hluta þeirra, og að bæjarfélaginu sé stofn að í hættu, ef æðri stjórnarvöld, isem ekki h'afa sömu skilyrði til að Fekkja ástandið í bænum, hafa írnmkvæði að því að afnema lögin. Nefndin telur hinsvegar rétt, að bæjarstjórnin taki húsnæðismálið til nýrrar yfirvegunar og mun hún gera tillögu um það. Viröist nefndinni hentugast, að öll ákvæði viðvíkjandi húsnæðismál inu verði sett með reglugerð, sem breyta megi þegar ástæðurbreytast, en e'kki með beinum lagáákvæðum og telur því réttast, að alþingi setji nú þegar lög, eða heimili lands- stjórninni að setja bráðabirgðalög, er heimili bæjarstjórn Reykjavíkur setja reglugerð, sem stjórnarráð- ið staðfestir, um leigu á húsnæði til íbúðar, hámark húsaleigu og annað til tryggingar því, að bæjarbúar geti notið þess húsnæðis, sem til er eða verður í bænum. Jafnframt skorar húsnæðisnefnd- in á þingmenn bæjarins að flytja svolátandi breytingartillögu við til- lögu til þingsályktunar um afnám laga um húsaleigu í Reykjavík. „Alþingi skorar á landsstjornina að gefa út, ef bæjarstjórn Reykja- víkur óskar þess, bráðabirgðalög, sem heimili bæjarstjórninni aðsetja reglugerð, sem stjórnarráðið sam- þykki, um leigu á húsnæði til íbúð- ar, hámark húsaleigu og annað til tryggingar því, að bæjarbiiar geti notið þess liúsnæðis, sem til er eða verður í bænum. Jafnframt verði þá úr gildi num- in lög um húsaleigu í Reykjavík o. s. frv. Benti J. M. á og eins aðrir flutn- ingsmenn, að þótt nauðsyn kynni að hafa verið á húsalejgulögunum þá er þau voru sett, nauðsyn sem stríðið skapaði, þá væri hún nú fa)l- in af sjálfu sér og eigi afsakanlegt, að láta nauðungarráðstafanir, gerðar í stríðinu, standa lengur en brýn nauðsyn bæri til. Húsaleigu- lögin hefði og' unnið sjálf á móti tilgangi sínum á marga lund, sér- staklega með því, að þau hefði fælt menn frá að byggja, fælt menn frá 'því að leigja út herbergi o. s. frv. En eigi virtist þó rétt,að svokomnu, að afnema öll ákvæði um eftirlit með húsaleigu. Málinu lauk svo í neðri deild, að þingsál.till. var samþykt með 13 atkvæðum gegn 2, og send til efri deildar. ---------o--------- Frá Alþingi. —0— Neðri deild. Afgreidd voru til efri deildar í gær þingsályktunartillaga um heim ild fyrir landsstjórnina að greiða fé úr ríkissjóði til dýrtíðaruppbóta o. fl. Það eru þessar upphæðir: 5400 kr. til launauppbótar handa væntanleg'um sendiherra í Kaup- mannahöfn. 20,000 kr. til þess að launa ræðismann íslenzkan í Genúa í. Italíu. Dýrtlðaruppbór til Jó- hanns Fr. Kristjánssonar af fjár- lagalaunum hans, samkvæmt 33. gr. launalaganna. Alt að 25,000 kr. til dýrtíðaruppbóta handa starfs- mönnum Búnaðarfélags íslands og Búnaðarsambandanna. Skal upp- bæð þessari skift þannig, að laun og dýrtíðarbætur starfsmannanna verði í samræmi við sambærileg launaákvæði launalaganna. 11,000 kr. viðbótarstyrk 1920 til vélbáta- ferða um ísafjarðardjúp. Handa hverjum lækni, sem full- numa verður á árinu, 1000 krónur til þess að sækja fæðingarstofnun erlendis. 80 þús. krónur til styrktar báta- ferðum á flóum og fjörðnm kring um land. (Með þessari veitingu voru teknar aftur þingsályktunar- tillögur, er komið höfðu fram um styrk til mótorbátaferða bér og hvar og stjórninni falið að nota fjárveitingu þessa eftir því sem bezt þykir henta). Launauppbót handa barnakenn- urum, þannig að þjónustualdur sé miðaður við þá er kennarinn var fyrst fastráðinn við skóla og að eng in breyting verði talin á þjónustu- aldri, þótt kennari flytjist frá ein- um launaflokki til annars. Samþykt var heimild handalands stjórninni til að veita styrk til að kaupa. björgunarbát, og afgr. til stjórnarínnar. Ennfremur þingsá- lyktunartill. um vöruvöndun. Næeti fundur er í dag kl. 10. Þá verður tekið á dagskrá: Fjölgun þingmaima í Reykjavík með mörgum breyting- artillögum, lánbeiðni frá ostabúinu í Sveinatungu (20 þús. kr. úr við- lagasjóði í viðbót við 10 þús. sem áð ur hafa verið veittar búinu), þings- ályktunartillaga frá E. E. um auk- inn ullariðnað í landinu, og nýi bankinn. Efri deild. NÝJA BÍÓ Leyfísbeiðendur hafa haldið því fram, að hér sé veruleg þörf á auk- inni bankastarfsemi og meira veltu- íé en bankarnir nú hafa ráð á, og hafa tilfært mörg dæmi því til sönn- unar, sem nefndin verður að fallast á. Árið 1885, er Landsbankinn var stofnaður, voru t. d. útfluttar vörur landsins taldar kr. 4312295. En árið 1902, er Islandsbanki var st’ofnað- ur, námu útfluttar . vörur kr. 11938294. Árið 1914 nýftnu útfluttar vörur kr. 20830000, og 1916 kr. 40101000. Þetta sýnir, hve hrað- fara velta landsins hefir vaxið. Það er því auðsætt, að hafi verið ástæða til að stofna annan banka 1902, er íslandsbanki var stofnsett- ur, þá ætti eigi að vera minni þörf á því nú. Og nefndin verður að vera þeirrar skoðunar, að hollast sé fyr- ir landið, að eðlileg samkepni geti myndast í bankaverzlun, eins og í annari verzlun, svo fljótt, sem hægt er a& sjá fyrir henni. Þess utan virðist það beint æski- 'legt, að að minsta kosti sé hér einn banki, sem sé laus við áhrif og af- skifti stjórnmálanna í landinu, en það getur því aðeins orðið, að þing og stjórn hafi engin áhrif á rekstur bankans. Réttlætið urufram alt. Áhrifamikill sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af ágætum leik- endam. Myndin sýnir baráttu nagr- ar móður, sem berst gegn ó- drenðlyndam fðður fýrir rétti barns sins og eru margir kafl- ar hennar átakanlegir. Sýning í kvöld kl. 9. Fyrirlggjandi hér á staðnum: Varahlutar allskonar fyrir BOLINDERS mótora Ennfremur lampabrennarar fyrir sömu vélar. G. EIRÍKSS, Reykjavik Einkasali á Islandi. má víst, að málið gangi til stjórn- arinnar. Mál þetta átti að vera á dagskrá neðri deildar í gærkvöldi, en vegna þess að nefndarálit þetta var þá ókomið, var því frestað. Þar urðu 9 frumvörp að lögum í gær, enda voru 3 fundir haldnir. En aðalatburðurinn í deildinni var sá, að frv. um heimild fyrir stjórn- ina til að stofna innlenda peninga- sláttu var d r e p i ð með rökstuddri dagskrá frá Halldóri Steinssyni. Var Iiún samþykt með 10 atkvæðum, •?n þessir 4 greiddu atkvæði á móti: IJj. Sn., K. E., S. E. og G. B. Öll mál á dagskrám fundanna voru afgreidd með afbrigðum frá J.-iugsköpum. Lög frá Alþingi afgreidd í gær: Viðauki við lög um stimpilgjald. Breyting á tilsk. um sáttanefndir. Kensla í mótorvélfræði. Breyting á lögum um lögreglusamþyktir. Manntal á Islandi. Bann gegn bofci- vörpuveiðum. Breyting á póstlög- um. Gullforði íslandsbanka. Bann gegtt innflutningi á óþarfa varn- ingi. Gjöld til holræsa og gang- stétta. Bann gegn innfultningi á vörum er sýkingarhætta getur staf- að af. Notkun bifreiða. Ileimild um Kjarna og Hamra. * Nýji bankinn. Nefndarálit komið. Sameinaðar fjárhagsnefndir ðfeg'gja þingdeilda hafa á nokkrum fundum athugað frumvarpið, ýmist igeð leyfisbeiðendum eða út af fyr- ir sig, til þess að geta sem bezt glöggvað sig á málinu. Nefndinni varð það brátt ljóst, að óhugsandi var að afgreiða slíkt mál sem þetta á þessurn stutta þing- tíma. Samkvæmt þessu er það álit nefndarinnar að þörf sé fyrir þriðja bankann, og að.það geti ekki sett núverandi banka í neina hættu, þótt hann sé stofnsettur. Þvert á móti mundi það létta undir með þeim að uppfylla þær skyldur, sem þeir hafa við þjóðfélagið. Nefndin var á einu máli um það, að ekki gæti hún fallist á frumvarp- ie óbreytt. Vill hún því gera, á því allmiklar breytingar, og varð sam- komulag um flestar breytingartil- lögurnar við umsækjendur. Sumir nefndarmenn lögðu áherzlu á, að þingið á sínum tíma setti á- kvæði um, hvað gróði banka mætti vera mestur með gefnu tilefni fyrir augum, og álitu, að fjarstæða væri að heimila bönkum að græða tak- markalaust. Hinsvegar álítur nefnd in, að nauðsynlegt væri að tryggja hluthöfum og varasjóði sómasam- legan arð, áður en skattur yrði á lagður, og áleit, að sá hreini arður mætti ekki vera minni en 15% af hlutafénu, ef tiltö'k ættu að vera til að fá útlent fé í fyrirtækið. Til nefndarinnar var og vísað frumvarpi til laga um að gera Landsbanka íslands að hlatafélags- banka. Og ennfremur hefir nefnd- inni borist erindi frá íslandsbanka um leyfi til hlutafjáraukningar. Nefndinni virðist að þessi mál standi í nánu sambandi hvert við annað, en er samhuga um að leggja til, að öllum þessum málum verði vísað til stjórnarinnar til undirbún- ings til næsta þings, og að stjórnin í tillöugum sínum bendi á, á hvern hátt hún álítur tiltækilegast að auka starfsfé Landsbankans. Þetta er í stuttu máli álit nefnd- arinnar. Breytingar hennar á frv. þýðir ekki að rekja hér, því að telja- 12 vélbáta vantar. Sú fregn barst hingað í gær- kvöldi, að af vélbátum þeim, sem fóru til fiskjar frá Sandgerði í gærmorgun, hafi 12 eigi komið að landi aftur, » Bað stjórnarráðið biörgunar- skipið Geir í gærkvöldi að fara suð-1 ureftir og leita bátanna, en „Geir“ gat eigi farið vegna þess að vélin /ar ekki upphituð, og var því botn- vörpungurinn „Víðir“ fenginn til fararinnar. Inflúenzan f Vestinannaeyjtlrr. Morgunblaðið átti tal við Pál Bjarnason ritstjóra í Vestmanna- eyjum í gær. Hann var þá að koma é fætur úr inflúenzunni. Hann skýrði oss svo frá, að meiri hluti Eyjarskeggja lægi enn í veikinni, en engir mundu mjög hættulega veikir. Þrjú börn kvað hann hafa dáið. — Verst hefði það verið fyrir Eyjarnar á þessum raunatímum, að ekkert eldsneyti var þar til. Sjúkl- ingarnir liggja í kulda og tefur það mjög afturbata. Hörgull hefir einn- ig verið á nýmeti og mannleysi og illar gæftir hafa hamlað því, að sjóróðrar væri stundaðir. Altaf um- hleypingar. I gærmorgun dágott veður og réru þá tveir bátar. En svo brast á með ofsarok, eins og hér, og urðu bátarnir að snúa aftur ognáðu nauðulega landi. N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.