Morgunblaðið - 02.08.1924, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1924, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ verðinu. Að krónutali nema land- búnaðarafurðir álíka miklu árlega un^ aldamótin og '1874, en fara síðan bækkandi fram að stríðsár- unum. Afurðir af fiskveiðum þre- faldast í verði frá 1874 til alda- mótá, og eru orðnar nærri tífaldar þegar styrjöldin skellur á. Grundvöllur sá, sem framfarir atvinnuveganna hafa bygst á, er fyrst og fremst sjálfsforræði það og frumkvæði í fjármálum og lög- gjöf, sem stjómarskráin veitti. Af einstökum aðgerðum, sem hafa reynst áhrifamiklar til eflingar almennra framfara atvinnuveg- annna má nefna stofnun Lands- bankans 1885, stofnun veðdeildar Landsbankans 1900, stofnun ís- landsbanka 1904, símasambandið við iitlönd og innanlands 1906 og hafnargerðina í Reykjavík 1913— 1916. — Aðalframför landbúnaðarins liggur í jarðbótum, einkum tún- asljettun, í nokkurri túnrækt (ný- yrkju) hin síðari árin, svo og í áveitum á engi. púfnasljettunin færist mjög í vöxt eftir 1884 og fer ásamt öðrum jarðabótum mjög vaxandi eftir þann tíma. Um alda- mótin eru árlega unnin í búnað- arf jelögunum rúm 60 þúsund dagsverk við jarðabætur, og enn fara þær vaxandi upp í 158 þús. dagsverk árið 1912. Á stríðsárun- um dregur mjög úr þessum fram- kvæmdum, dagsverkatalan kemst niður í 68 þúsund árið 1918, en vex svo aftur og er komin upp í 102 þúsund árið 1921. pessar jarðabætur gera það að verkum, að afurðir landbúnaðar hafa vax- ið þrátt fyrir fólksfækkun í sveit- unum. Búpeningsrækt og með- höndlun markaðsafurða hefir og farið nokkuð fram, en þó eigi meira en svo, að helstu vörur land- búnaðarins á erlendum markaði, kjöt og ull, eru taldar með þeim Ijelegri eða ljelegustu hvor í sinni grein, og fæst því ekki- nema lágt verð fyrir þær, miðað við verð á j kjöti og ull frá öðrum löndum. Pramfarir sjávarútvegsins hafa verið miklu stórfeldari. pilskipa- útgerð var dálítið byrjuð hjer 1874, en mest var sjósókn þá á opnum bátum. Litlu síðar byrj- uðu Norðmenn að stunda hjer síldveiðar, og þrátt fyrir ýmsa örðugleika og óhöpp hefir sá veiði- skapur aukist mjög, og er orðin mj'ög álitleg innlend atvinnugrein, sem einmitt nú, virðist vera að komast í fast og farsælt horf. þil- skipaútgerð til þorskveiða fór mjög vaxandi fram yfir aldamót, síðan hófst mótorbáta og inótor- skipaútgerð, og loks írá 1907 tog- araútgerð. Ganga nú -28 togarar frá Reykjavík og Hafnarfirði, og ársafli þeirra í þetta sinn sjálf- sagt fimmfaldur að vöxtun á við allan fiskiitflutning frá landinu árið 1874. Jafnframt þessum vexti sjávaraflans hefir vöruverkunin tekið svo miklum framförum, að telja má yfirleitt að íslenskar sjá- varafurðir skipi öndvegissæti að gæðum og verði á erlendum mark- aði. Eiginlegur iðnaður hefir átt er- fitt uppdráttar. Heimilisiðnaðinum ihefir hnígnað af þeirri eðlilegu á- stæðu, að nú er ekki fólk aflögu frá arðmeiri störfum til að stunda hann í jafnmiklum mæli og áður. Ofurlítill vísir hefir komið upp síðustu árin til verksmiðjuiðnaðar, þó einungis til framleiðslu á ein- stöku vörum til innanlauds þarfa, útflutningur ekki teljandi enn þá. Handiðnir hafa aukist að sjálf- sögðu með vexti kauptúnanna. Verslun og vöruflutningar hafa á tímabilinu færst æ meir á inn- lendar hendur. Árið 1874 voru 68 fastar verslanir á landinu, og kaupmennirnir. taldir 36 innlendir, þ. e. búsettir á Islandi, en 32 útlendir. Verslunin var þó útlend að miklum meiri hluta í raun og veru, því að flestir hjer búsettir kaupmenn skiptu algerlega við eitthvert tiltekið erlent verslunar- hús og voru því algerlega liáðir, og salan á afurðum landsins var í reyndinni alveg í höndum þessara erlendu firmu.Nú er verslunin orð- in að heita má alinnlend á Suð- urlandi og Vesturlandi, og að miklu leyti innlend á Norður- og Austurlandi. Fyrsta sporið í þá átt að koma vöru’flutningunum á iimlendar hendur var stigið 1915, er Eimskipafjelag íslands hóf sigl- igar sínar. Af öðrum framförum, sem snerta mjög-þjóðarhag alment, en ekki fremur eina atvinnugrein en aðra, má sjerstaklega nefna, að mönnum hefir lærst að byggja varanleg og vönduð hús (veggir úr steinsteypu með mótroði), að nokkru úr innlendum efnum, svo að þau hýbýli, sem nú erú reist, eiga að geta endst handa næstu kynslóðum. vorslunareigendur, og búðarmenn j Jeg las nýlega ágæta grein um j þeirra þjónustu, sem óvirðing Stefán Eiríksson. En kynlegt þótti •yar lögð á, og nefndir voru ,búð- arlokur', sennilega eftir kviðlingi Jónasar Hallgrímssonar Nær því allir embættismenn, prestar og sýslumenn, voru bænd- ur jafnframt. Embættismennirnir í Reykjavík voru svo fáir, að tæpast gat neinum unglingi kom- Fyrir 50 árum og nú. Eftir Einar H. Kvaran. Morgunblaðið hefir mælst til þess, að jeg mintist með nokkrum orðum á eitthvað af þeim breyt- ingum, sem jeg hefi tekið eftir, að orðið hefðu hjer á landi síðan 1874, er við fengum stjómar- skrána, og tókum við fjárráðum sjálfra vor. Nú eru umskiftin svo mikil, svo margvísleg og svo gagn- gerð í flestum efnum, að eðlilegra er að nefna þau byltingu en breytingu. Svo að það liggur í augum uppi, að æði mikil fljóta- skrift hlýtur að verða á þeirri greinargerð, sem mjer skilst að fjuir blaðinu vaki að fá hjá mjer. Jeg hefi nokkuð lengi fundið til þeirrar löngunar, að semja heila bók um þetta efni, og sú löngun hefir farið vaxandi á síðustu tím- um. En í hreinskilni sagt, finst mjer jeg ekki vita, hvemig jeg á að skrifa um það stutta blaða- grein. Hvað á jeg að velja? Mjer dettur í hug, að benda á þær framtíðarhorfur, sem við okk- ur blöstu, ungmennunum, sem vorum um fermingaraldur fyrir hálfri öld. Um hvað áttu menn þá að velja? Naumast verður sagt, að um annað væri að velja en að verða bóndi eða vinnuhjú. Engin veru- leg sjómannastjett var til. Menn, sem fengust við landvinnu á sumrum, reru á opnum bátum á vetrum. 1 því var sjómenskan fólgin. Skúturnar voru aðeins að byrja, og þá helst til hákarla- veiða. Yerslunarstjett var sama sem engin til, fáeinir útlendir ið til hugar, að hann kæmist í jþeirra tölu. Vinnuhjúin sættu beinni kúg- un. pau voru ófrjálsir menn; voru skyldug til að vera í ársvist hjá bændum; gátu því að eins losað sig undan þeirri skyldu, að þau greiddu, karlmenn 100 á lands- vísu, 120 álnir, kvenfólk hálft hundrað á landsvísu, 60 álnir fyr- ir lausamenskuleyfi. Menn áttu undir högg að sækja að fá það, og enn óvísari var atvinnan, að leyfinu fengnu; sumpart fyrirþað, að ekki var litið vinaraugum á fólk með svo óhemjulegri frelsis- þrá. pessu oki var ekki af ljett fyr en nær því 20 árum eftir að stjórnarskráin gekk í gildi, 1893. 011 veruleg framkvæmdaþrá kafn- aði í getuleysi, því að peningar voru ófáanlegir. Hrossa- og sauð- f jármarkaðir byrjuðu um sama leyti, sem stjórnarskráin kom. Fram að þeim tíma var um 'enga peninga að tefla manna á meðal, annað en það örlitla, sem þeir gátu - kríað út úr kaupmönnum, sem eitthvað áttu afgangs inn- leggi sínu í verslun. Sparisjóður Reykjavíkur var stofnaður 1872, en var sama sem ekkert fyrstu árin og reri einn á báti. Banlci kom ek.ki fyr en 1886, Af þessu litla, sem jeg hefi nú bent á, mun öllum geta skilist, hvað lífið var fábreytilegt fyrir 50 árum, í svo nefndum verald- legum efnum. Ekki er það fjöl- bi’eyttara í andlegum .efnum Jeg trúi því ekki, að jeg verði nokk- urntíma svo gamáll og gleym- inn, að mjer líði úr minni bókahungrið í sveitunum á upp- vaxtarárum mínum. Altaf virðast íslendingar liafa þráð að lesa. En fyrir 50 árum höfðu þeir ekkert til að lesa, þó að einhver gæti keypt bók. Fornsögurnar voru ófáanlegar. Ein — segi og skrifa cin — skáldsaga var til, „Piltur og stúlka", og fæstir gátu í hana náð. Orfáar ljóðabækur áttu ein- hverjir gamlir Bókmentaf jelags- menn. pær lágu ekki lausar fyr- ir, enda fóru flestar bækur í blöð, því að illkleift var sveitamönnum að fá nokkura bók bundna. pjóð- sögur Jóns Árnasonar urðu hjá flestum að tengu, voru lesnar upp ti! agna. Svo mikið var þetta bókahungur, að það var ekki með öllu óalgengt, þegar mönnum auðnaðist að fá að lána bók, sem þeim þótti mikils um vert, að þeir settust við að afskrifa liana. Og um einn mann heyrði jeg get- ið í æsku, sem hafði liaft ofan af fyrir sjer 15 vetur, með því að af- skrifa sömu bókina. Jeg veit ekki, hvert menn mundu hafa ætlað að komast, ef eitthvert draumórafífl hefði fyrir 50 árum haft orð á því að koma upp list hjer á landi. Svo mikill gápi var enginn maður. Enda er hvorttveggja, að listavierk hefðu verið nokkuð hjáleit í þjóðlífinu þá, og að mönnum, óhætt að segja öllum, mundi þá hafa þótt eitt- hvað þarfara verða gert við efnin. mjer það, að> höf. þakkaði gamla tímanum fyrir hann, að því er mjer skildist. Menn gerðu það sæmdarverk, að koma St. E. til útlanda, til þess að hann gæti lært þar. Og áran^urinn varð mikill og góður, eins og öllum er kunnugt. Skagfirðingar gerðu þetta sama við Sigurð Guðmunds- son málara, sem andaðist fyrir 50 árum. Árangurinn varð sama sem enginn — fáeinar ómerkilegar alt- aristöflur, og hið mesta fátæktar- líf listamannsins sjálfs. Mjer skilst svo sem þeir, er þektu Sig- urð Guðmundsson, hafi talið hann sannan listamann. En á hans dög- um var enginn til að kaupa neitt af honum, og engin list gat þrif- ist í því þjóðlífi, sem hann var settur í. Nú eru íslensk heimili smátt og smátt að prýðast ís- 1‘enskri list, og íslenskir listamenn ei'u að bera sæmd þjóðar vorrar út um heiminn. En þeir voru fæstir, fátæku gáfumennirnir, sem lifðu fyrir 1874, er áttu eins miklu láni að fagna og Sigurður Guðmundsson. Bólu-Hjálmar er eitt dæmið. Get- ur nokkur gert sjer í hugarlund, að jafn-áberandi gáfaður maður og hann, væri á þessurn tímum látinn grotna niður í einhverri þeirri mestu eymd, sem þekst lxef- ir með þjóð vorri? pegar vjer rennum huganum 50 árurn aftur í tírnann, þá hugs- um vjer um það, við hverjum ! mannvirkjum vjer tókum. pau voru 1 trjebrú (í Jökuldal), 4 stein- ltirkjur (á Hóluni, í Reykjavík, á Bessastöðum og í Yestmannaeyj- um), 1 kapella (í Viðey), Lands- höfðingjahúsið, 1 betrunarhús og latínuskólinn. Ef eitthvað hefir gleymst mjer mun það tæpast tel- jandi. Enginn vegarspotti, enginn viti, -engin brú, önnur en þessi eina. Jeg hefi ekki talið það saman, sem þingið hefir látið leggja í mannvirki síðan það fjekk fjár- ráðin. En mikið er það eftir þeim mannfjölda og eftir þeim efnum, sem fyrir liendi voru fyi'ir fimm- tíu árum. pegai' vjer lítum 50 árum aftur á bak, þá verður fyrir oss tími, þegar vjer áttum ekkert skip og ,,enginn kunni að sigla,“ eins og Jónas Hallgrímsson kvað. Nú munu ísl-ensk botnvörpu- skip ein vera um 9 miljónir króna virði og skip Eimskipafje- agsins og ríkisins um 5 miljóna virði — auk allra annara skipa í íslenskri eign. Og vjer höfum eignast sjómannastjett, sem þykir standa jafnfætis hinum alli*a fremstu starfsbræðrum sínum hvar sem -er í heiminum og er prýði og sæmd þjóð vorri. Jeg veit ekki á þessari stund, hverju útfluttar vörur vorar námu fyrir 50 árum. En fyrir 44 árum, 1880, námu þær 5—6 miljónum. Árið 1921 námu þær 4714 miljón — þar af 39 miljónir sjávaraf- ui’ðir. Fyrir 50 árum, hafði stjórn landsins 300 þúsund króna tekjum úr að spila á ári- Næsta ár 1925, eiga tekjurnar að verða eftir á- ætlun þingsins yfir 8 miljónir og 200 þúsundir. Fyrir 50 árum hafði þjóðin enga peninga með að fara, eins og jeg hefi áður bent á. ÁVEXTIR þurkaðir og niðursoðnir hvergi betri nje ódýrar i. Versl. Visir. Nú liöfum vjer tvo banka, og' annar þeirra auglýsir veltu sína síðasta ár nærri því 367 miljónir. Velta hins bankans sennilega eitt- hvað svipuð. Og við síðustu ára- mót nemur innieign í þessum bön'kum, á sparireikning og dálk, 47(4 miljón. par fyrir utan er innieign í öllum sparisjóðnum. Ef til vill er ekkert -eitt út af t'yrir sig, sem sýna betur en þessi bankaviðskifti, hvernig þjóðlíf vort hefir umtui'nast síðan fyrir 50 árum. Jeg hefi tekið eftir því, að sumir menn leggja kapp á það, og, að því er mjer skilst, hygg- jast að leita sjer einhverrar fremd- ar með því, að gera sem allra minst úr þessari kynslóð og kasta ónotum til hinnar „nýju menn- ingar.“ Mjer er engin launung á því, að mjer finst það ósanngjarnt og” fávíslegt. pví meira sem jeg liugsa um það, því íurðulegra finst mjer það og dásamlegra, að þjóð vorri skuli hafa auðnast að inna það af hendi, sem hún hefir gert á síðustu áratugum, jafn-fámenn og hún er, og jafn-bláfátæk og bún var, þegar hún tók við umráð- um síns eigin fjár. Jeg veit vel, að framfarirnar hafa komið ójafnt niður. Jeg veit, að þær hafa mestar orðið utan landbúnaðarins, og að svo má með engu móti gánga til lengdar. Jeg veit líka, að hið unga ríki vort hefir safnað skuldum. En þegar jeg hugsa um þau óhemju átök, sem þjóð vor hefir sýnt sig færa um á undangengnum áratugum, þá finst mjer fjarri öllum sanni að efast um það, að hún reynist líka fær um að lyfta landbúnaðinum á hærra stig og að afstýra allri hættu við þessar skuldir, þegar hún snýr sjer að því af alefli. Hún hefir þegar unn- ið miklu meira afreksverk en það. Og þegar jeg skil það á mönn- um, að þeir halda, að „gamli tím- imi“ hafi verið talsvert betri en sá nýi, og að „gömlu mennirnir“ hafi verið töluvert meiri menn en samtíðarmenn vorir, þá kemur mjer í hug gamla spakmælið: „Góður er hver genginn." Og þeg- ar jeg beyri menn óska þess, að vistarbandstímarnir og þeirra hlunnindi væru komin aftur, þá finst mjer eiga við þá þessi orð Hallgríms Pjeturssonar: „Vjer vitnm ei hvers biðja ber.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.