Morgunblaðið - 25.06.1930, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1930, Blaðsíða 1
yikublað: lsafold. 17. árg., 144. tbl. — Miðvikudaginn 25. júní 1930. Isafoldarprentsmiðja h.f. HátíðarQestirnir. Honungur tslands og drottning. Kristján X. Alexandrina. Undanfarna daga hefir margt góðra gesta gist höfuðstað vom, menn, sem langt eru að komnir og mikið hafa á sig lagt til þess að heiðra þjóð vora á 1000 ára hátíð Alþingis. í dag leggja hjer að landi „skrautbúin skip“ fleiri og stærri en nokkru sinni áður. í dag ber hjer að garði konung vorn Kristján X. og Alexandrínu drotningu, er koma nú í þriðja sinn til landsins. í þetta sinn er erindi Hans Hátignar konungs- ins, að setja þingfund að Lög- bergi á þúsund ára hátíðinni, og sitja hátíðina sem konungur ís- lands. Er hann á morgun stendur á helgasta stað þjóðar vorrar, Lög- bergi, er eðlilegt, að þingheimur fyrir hátíð renni hugcmum til þeirra fyrir- rennara hans, föður og afa, er báðir tóku heillaríkan þátt i framþróun íslands og íslenskra stjórnmála, til Kristjáns IX., er færði þjóð vorri „frelsisskrána“ 1874,- til Friðriks VIII. er með alúð sinni og umönnun fyrir vel- ferð og fram förum íslands vakti blátt áfram vorhug í brjóstum íslenskra mamw. Sjálfur hefir Kristján X., konungur vor, und- irritað þá samninga, sem gerðu ísland fullvalda ríki. En því má eigi gleyma, að viðsýni þeirra fyrirrennara hans, velvild og virðing fyrir islenskri þjóð, vís- uðu honum veginn þangað, sem nú er komið. Nú í fyrsta sinni kemur kon- J ungur á Þingvöll til þess að ann- ast þar stjórnarathöfn. Öldum saman höfðu konungar þar um- boðsmenn. Endurminningarnar um þá eru misjafnar, sem endur- minningar aldarfarsins. En Kristján X. er fyrsti kon- — fyrsti konungur að Lögbergi. Og er hann lítur yfir þingheim, lítur yfir mannfjöldann, sem saman kemur á Þingvöll úr öllum hjeruðum landsins, mun hann sjá og finna, að hin frjálsa islenska þjóð fagnar honum á hinum forn-helga stað, ekki aðeins sem konungi, heldur og sem vini og verndara íslenskrar menningar, íslensks athafnalífs, islensks sjálfstæðis. Norðmenn og íslendingar eru tvær greinar af sama þjóðstofni. Norðmeun senda hingað tvo fulltrúa, sinn frá hverri þing- deild, og er annar. þeirra Chr. Hornsrud forseti. Og fjærsta Norðurlandaþjóð- in, Finnar, sendir hingað tvo fulltrúa: Hakkila varaforseta þingsins og ungfrú Sillandaa, til að sitja Alþingishátíðina. Þótt Finnland sje okkur fjarstaddast allra Norðurlanda, og kynni okk- ar af þeirri ágætu þjóð minst, þá standa þeir okkur að því leyti næst allra, að þeir eru okkur svo jáfngamlir i tölu hinna sjálf- stæðu Norðurlandaþjóða. Þvi er hvert framfaraspor þeirra okk- ur hjartfólgið. — Þeir eru út- verðir Norðurlanda að austan. Við vildum geta heitið eitthvað í þá áttina að vestcm, þó fámenn- ið geri það nafn ekki rjettmætt. þessari sendiför, að sú þjóð, sem' fremst allra þjóða hefir alið \ þingræðið við brjóst sjer, skuli á' þúsund ára hátíð Alþingis vors j senda sitt mesta skip með hinu fríðasta liði í heimsókn hingað.l Með sendiför þessari sýnir | breska þjóðin okkur íslending Meðal hinna tignu gesta, sem hingað koma í dag, ber fyrst að nefna Gustaf Adolf ríkiserfingja Svía, er heiðrar Alþingishátíðina með nærveru sinni. Meiri og betri viðurkenningu hefðum vjer islendingar ekki getað á kosið vora fyrir því, að hin sænska þjóð er okkur vin- veitt, og vill telja til frændsemi við okkur, minstu Norðurlanda- þjóðina. Snemma lærðu Svíar að meta gildi íslenskrar menningar, enda stendur menning þessarar glæsi- þjóðar tveim fótum í norrænum hugheim. Væri það mikill feng- ur okkur íslendingum, ef okk- ur auðnaðist, að ná til menning- aráhrifa frá Svíum, sem svo djarflega hafa sameinað norræn an smekk, og norrænt hugarfar við nútíma líf Evrópumenning- arinnar. í fylgd með hinum sænska rík- iserfingja eru þingfulltrúar tveir hvor frá sinni þingdeild. Mikill sómi hefir oss fallið í skaut, íslendingum, með hinni veglegu þátttöku Breta í Alþing- ishátíðinni, er þeir senda hingað eitt sitt mesta og tígvlegasta herskip, „Rodney“ (42.000 smá- lestir), með fulltrúa sína á Al- þingishátíðina, og ennfremur flugvjel, sem flýgur hingað alla leið og vekur með því sjerstaka athygli á landi og þjóðhátíð. Fulltrúar þeir, sem Bretar senda hingað, eru 5 að tölu. Eru það þessir: Newton lávarður, Marks lávarður, Lamington lávarður, Sir Robert W. Hamilton og Rhys J. Davies. Er alveg sjerstök ástæða ■ til þsss fyrir okkur íslendinga, að fagna því, hve mikinn sóma breska þjóðin sýnir íslandi með Fulltrúar Þjóðverja. Talið frá vinstri: Hermann Hof- mann, þingmaður (miðflokks) Ludwigshafen. Karl Hildenbrand þingmaður (jafnaðarmaður), BerUn. Berndt borgarstjóri í Berlín-Schöneberg; þingmaður (hægri). un% jafnt vináttu sem viðurkenn- ingu — og er hvoNtveggja okk- ur ómetavJegt En um leið er vert að minnast sendinefndar, scm vekja mun 'sjerstaka athygli í fulltrúahópn- um, og sjerstakar endurminn- ingar í íslenskum brjóstum. Það eru fulltrúar Manarbúa, þeir þrír, Mr. Farrand dómari, P. M. C. Kermode safnvörður og þing- forsetinn Clucas. Saga eyjunnar Mön er skyld sögu vorri. Þeir eiga þar Þing- völl sem við. Þeir eiga og varð- veita minjar frá þeim tímum, er norrænir vikingar sigldu um höf- in og reistu hjer bú. trúum, er hingað komu , vestan um haf; sendinefnd Bandaríkj- anna, þeim Peter Norbeck senats þingmanni frá Suður-Dakóta, O. B. Burtness congressþingmanni frá N orður-Dakóta, Sveinbirni Jónssyni prófessor, Friðrik H. Fljózdal forseta bandalags járn- brautarmanna og O. B. P. Jakob- sen söngfjelagsstjóra. Þing og stjórn Bandaríkjanna hafa sjeð svo um, að koma þess- ara manna hingað á Alþingishá- tíðina gleymdist seint meðal ís- lenskrar þjóðar. Með hinni merkilegu gjöf, myndastyttu af Leifi heppna, hefir hin volduga Bandaríkjaþjóð veitt íslending- um stórmerkilega uppörfun í því að varðveita sín fomu einkenni,. áræði, víðsýni, stórhug. Þegar reist verður hjer minnismerki Leifs heppna, sem gjöf til ts- lands frá Bandaríkjamönnum, er Þá er skylt að fagna þeim full- Því miður gat hinn norski rík- iserfingi, Ólafur, ekki komið hingað, eins og til var ætlast. Þótt vegir frændþjóðanha Norð- manna og íslendinga hafi skilið snemma á öldum, er saga vor á Fulltrúar ítala. Ríkisþingmaðurinn Fausto Bi- anchi, málaf'ærslumaður frá Reg- giolo, og dr. Buch, prófessor í norrænum málum við háskólann í Róm. hjer greypt í málm og stein hin sögulega staðreynd, sem íslensk- um sjógörpum mun ætíð verða hjartfólgnust, en um leið áber- andi viðurkenning frá Vestmönn- um um það, að íslenskt landnám varð upphaflega til þess að mönnum opnuðust leiðir til Vest- urheims. margan hátt samtvinnuJð, og upp ungur, sem endurtekið hefir kom runa sínum gleymir íslensk þjóð ur sinar hingað til þess að kynn- j aldrei, ætterni þeirra, er fyrir ast landi og þjóð, fyrsti konung- 1000 árum stofnuðu hið islenska 1ur hins fullvalda íslenska ríkis lýðveldi, gleymir því eigi, að Fulltrúar Breta, sem komu hingað í gær með orustuskip- inu „Rodneyþ: Lord Marks, Rhys J. Davies, Sir Robert W. Hamilton, Lord Newton, Lord Lamington. Aftast á mynd- inni sjást þeir Ásgeir Sigurðsson aðal- konsúll og yfirforinginn á „Rodney“. Fulltrúar Frakka. Fernand Lancien forseti efri málstofu þingsins og Leon Vincent, ]>jóðþingmað- maður og borgarstjóri í Calais.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.