Morgunblaðið - 29.06.1930, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1930, Blaðsíða 1
Þingvalla-útgáfa Rlþingishótíðin. Þessa viku hafa hugir allra landsmanna snúist um eitt efni: Alþingishátíðina, um undirbún- inginn fyrrihluta vikunnar, komu hinna tignu gesta og full- trúa, er sóttu okkur heim, og síðan um hátíðina sjálfa, og ýmsa viðburði er gerst hafa í sambandi við hana. Annars hefir lítið gætt — enda ekki við að búast, því svo fjölsótt var há- tíðin Qg svo mikið var í sölurnar lagt, til þess að hún gæti orðið sem best og þjóðinni til heilla. Þegar þetta er ritað (laugar- dag) hefir ekkert það gerst, á hátíðinni, sem skygt gæti á þá vissu, að hátíðin tókst vel — fulltrúar erlendra ríkja, er há- tíðina sóttu, voru mjög ánægðir með hana — töldu hana stór- fenglega — og öllum íslending- um, sem þátt tóku í henni verður hún áreiðanlega ógleymanleg. Uggur mikill var í mönnum út af því, að veður myndi ekki verða gott, meðan á hátíðinni stæði, og myndi það skjótt spilla veislugleði og allri ánægju ef veður yrði slæmt. Tíð hefir ver- ið úrfellasöm sunnanlands í sum- ar, og viðbúið að slíkt myndi verða enn hátíðardagana. Spáð var mörgum og margvíslegum hrakspám út af því, að fólk myndi veikjast af vosbúð og kulda, að menn myndu eigi geta * komist ferða sinna, er þeir vildu, yrðu að dúsa á Þingvöllum o. s. frv. Svo kæmi upp úr kafinu, að Þingvallavegur yrði ófær — og þar fram eftir götum, eða stórfeld slys kæmu fyrir. En ekkert af þessu hafði komið fram, þegar þetta er ritað. Bílflutningar gengu greiðar, en búist var við. Strangt eftirlit var haft með því, að allir bílar ]>eir, væru í góðu lagi, sem not- aðir voru í Þingvallaakstrinum. Mjög lítið bar á bílunum. Og Morgunblaðinu er ekki kunnugt um önnur bílslys, sem teljandi eru, nema óhappið í Mosfells- dalnum á fimtudagskvöld, sem minst hefir verið á. Tjöldin reyndust sæmilega góð, fyrir þá, sem höfðu nokkurn út- búnað sjer til hlýinda. Leirurnar eru ekki ákjósanlegur tjaldstað- ur að öllu leyti. Fjarlægðin frá þingstaðnum og þangað er baga- leg. Og grasrót var ljeleg eða svo til engin undir nokkrum hluta tjaldborgarinnar. En eigi verður á alt kosið. Ekki var hægt að tjalda í hrauninu, og ekki var hægt að nota vellina sjálfa undiri tjöldin. Þeir urðu að vera hátíð- arsvæði. Matarbirgðir reyndust mjögl nægilegar á Þingvöllum, og ekki bar^á því, að tilfinnanleg tregða væri á framreiðslu matar. Altaf má eitthvað að öllu finna. Og þeir sem óánægðir eru yfir gerðum náungans, eru að jafn- aði háværari en hinir, sem á- nægðir eru. Spítalatjald og læknavörður hefir verið allan tímann á Þing- völlum. En slys hafa þar engin orðið, síðan Jón Ólafsson trje- smiður fótbrotnaði á miðviku- dagskvöld. Nokkrir hafa vitan- lega veikst, af öllum þeim mann- fjölda, sem þarna hefir verið, en lítt hefir gætt afleiðinga af kulda eða illum aðbúnaði. í öllum undirbúningi hátíðar- innar hefir einna mest borið á því, að hátíð þessi ætti að verða einskonar auglýsing fyrir landið — og það með tvennum hætti. Vegna hins almenna umtals í heimsblöðunum í tilefni af há- tíðinni og með því að hinir er- lendu gestir, og þá einkum boðs- gestir þeir, er hingað kæmu, kyntust landi og þjóð, og hefðu sem besta sögu að segja af hvoru tveggja. Stórrigning eða annað illviðri gat spilt hátíðinni gersamlega. Teflt var ákaflega í tvísýnu. En sú gifta fylgdi þjóðinni, að veður var yfirleitt hagstætt, og erlend- ir gestir vorir fengu hin bestu kynni af landi og þjóð, sem hægt var við að búast. Smávægilegar misfellur sem fyrir komu, voru alveg hverfandi í þeim heildar- svip af hátíðinni, sem geymist í hugum manna. Eftir þessa Þingvallahátíð er það augljóst mál, að við íslend- ingar verðum að hugsa til þess að halda þar alþjóðarsamkomur við og við, á nokkurra ára fresti. Samkomur þessar verða að vera sem þessi hátíð, fyllilega utanvið flokkadrætti í landinu. Þar á að [>agna „dægurþras og rígur.“ Þar eiga menn að mætast til að kynnast og örfast í framfara- baráttu þjóðarinnar. Þar eiga þjóðnytjamál að vera rædd, mál sem liggja utan við vígvöll flekksmálanna. Að þessu eiga þeir að snúa sjer, sem haldið hafa |>ví fram, að flytja Alþingi úr núverandi höfuðstað landsins upp í fjöllin. Að draga löggjaf- arstarfið, eins og það er nú, út úr mannabygð, er ekki annað en misskilin sjerviskuháttur. En IÞingvallasamkomur alþjóðar um Jónsmessuleytið, ættu að geta orðið heillaríkur gróðurreitur samúðar og samvinnu að þjóð- nytjamálum, vettvangur fyrir íþróttaiðkanir, og holl skemtun fyrir það fólk, sem að jafnaði lifir tjlbreytingarlausu lífi. Samsöngurinn. Rjett um það leyti sem sögu- legu sýningunni var lokið, hófst samsöngur á söngpallinum í Al- mannagjá. Söng Þingvallakór- inn og Karlakór K. F. U. M. hvor í sínu lagi, og auk þess sör>g Pjetur Jónsson óperu- söngvari nokkra einsöngva. — Hljómsveit Reykjavíkur ljek undir. Öllum söngnum var fádæma vel tekið. Var hrifning áheyr- enda svo mikil, að bæði kór- arnir og einsöngvarinn urðu að syngja mörg aukalög. — Stóð söngurinn yfir í rúman klukku- tíma, en að honum loknum var hlje þar til kl. 7þt>. Um það leyti var bjargsig af efri barmi Almannagjár, and- spænis Lögbergi. Loks hófst glíman og byrjaði hún kl. 8,15 á stóra pallinum. Fimleikasýning I. R. Eftir Íslandsglímuna í fyrra- kvöld sýndu 15 stúlkur fim- leika á stóra pallinum á Þing- völlum, undir stjórn Björns Jakobssonar leikfimiskennara. Flestar stúlknanna voru hinar sömu og í sýningarflokkum þeim, sem áður hafa farið ut- an, til Noregs og Frakklands, til sýninga. Ljettar og mjúkar liðu stúlk- urnar um pallinn, gengu eftir grannri slá, öruggar og ákveðn- ar. — Var þeim fagnað á* gætlega af áhorfendum, enda síst að undra, þar eð hjer er um flokk að ræða, sem vakið hefir einstaka athygli meðal er- lendra þjóða, sem æft hafa leikfimi lengri tíð. Vikivakar. Þegar rætt er um viðburði Alþingishátíðarinnar, má síst af öllu gleyma vikivökunum. Stór barnaflokkur steig þá ljett og mjúklega eftir gömlum þjóð- lögum, sem þau sungu prýði- lega. Varla hefir fólk skemt sjer betur við annað en að sjá þenn- an stóra flokk fallegra barna ~,vífa um pallinn við söng og dans. Þjóðbúningar dansfólksins gerðu sitt til að prýða þessa sýningu. — Margar telpnanna höfðu glóbjart — norrænt — hár, sem hrundi um herðar nið- ur. Vonandi halda börn þessi áfram að æfa vikivakana sína, og gefa fólki tækifæri til að sjá þá .við og við. Leikfimissýning Ármanns. Eftir vikivakana sýndi úrvals fimleikaflokkur Ármanns leik- fimi, undr stjórn Jóns Þorsteins- sonar íþróttakennara. Voru 20 menn í flokknum. Sýndi flokk- urinn fyrst nokkrar standæf- ingar. Síðan ýmiskonar stökk á hesti og dýnu. Um sýningu þessa er það skemst að segja, að hún tókst ágætlega. Margir er- lendir gestir voru alveg forviða yfir því, hve Islendingar væru ■langt komnir í leikfiimsíþrótt- inni. Var þessi sýning sem hin fyrri, undir stjórn Björns, ís- lendingum til hins mesta sóma. Hátiðarbrannr. Þeir sem á ferli voru á Þing- völlum aðfaranótt laugardags, munu lengi minnast þess. Þá voru Þingvellir með hátíðar- brag. Dansað var og sungið, sungið og spilað, gengið og sungið, skrafað og skeggrætt. Dalalæðan kom niður með Ármannsfelli kl. að ganga 3; rjett eins og hún væri að minna fólkið á, að nú væri ekki seinna vænna, ef það ætlaði að leggja sig út af þá nóttina. En fáir hugsuðu um að leggja sig út af — fyrst um sinn. . Þá var g.latt á hjalla á Leir- unum. Hjeraðatjöldin flest meira og minna full af fólki. Menn mæltu fyrir minni hjer- aða sinna, sungu ættjarðar- söngva, gengu milli tjaldanna til að sjá framan í hverja sýsl- una fyrir sig. I tjaldborgargöt- unum bylgjaðist fólksstraumur- inn áfram. Allir voru .kátir og glaðir yfir því að vera þarna í faðmi Þing- vallasveitar á 1000 ára hátíð- inni, að liðnir voru 2 ánægju- legir dagar og nú var nóttin kyr, hlý, hásumarnótt. Hvergi sást missætti, hvergi óánægja. Það var eins og öll þjóðin væri alt í einu komin á eitt heimili þar sem ríkti friður og eining, ánægj^ og lífsfjör í laukrjettri temprun. Og svo rann sólin upp í norð- austri yfir Skjaldbreið, og eyddi þokulæðunni á svipstundu, og landið alt stóð í vorsólar morg- unroða. Mjer dettur ekki í hug að reyna að lýsa hásumar-sólar- upprás yfir Þingvelli, lýsa skóg- arilminum og loftinu tæra, lýsa fjallahringnum í Þingvallasveit og suður með Þingvallavatni — eða lýsa Almannagjár hamrin- um háa, þegar geislar lágsólar strjúkast eftir hrufóttu hraun- inu, og laða þar fram á svip- stundu óteljandi skuggamyndir, myndir, sem breytast — lifandi myndir úr ljósi og skugga. Þeir hafa hlotið að fara snemma á fætur á Þiugvöllum í gamla daga. Þá hefir fólkið horft á myndirnar 1 jUmanna- gjá eins'og nú er farið í bíó. Almannagjá er undrastaður. — Þar hefir forsjónin kepst vi5 mannshöndina í gjallarhorna- smíði og lifandi myndagerð. En hvað þá um lygnur hinnar helgu Öxarár, svo hreinar og- tærar að lesa má í vatninu hvert litbrigði í klettunum. Öxará segir eftir ef eitthvað er kvikt uppi í klettaskorunum. Þegar morgunsólin hafði ljómað yfir landið og fólkið í 2—3 tíma, og hitamóðan byrj- aði að gera vart við sig, þá drógu menn sig í tjöld og feld yfir höfuð sjer, og hugsuðu um þessa undraverðu nótt, þegar góðviðrið á Þingvöllum gerðí eitt heimili úr öllu Islandi og- það meira að segja með glað- værð og góðum heimilisbrag. Kl. að ganga 7 um morgun- inn gengu menn til hvílu. Hueðiur erlendra gesta. Klukkan 10 í gærmorgun fluttu þessir gestir íslendingum kveðju sína á Lögbergi: Sejersted Bödtker bankastjóri (Norðmaður). Hauff, frá norska bóksalafje- laginu. Hjelm Hansen, lögmaður í Frosta og Gulaþingslögum. Síra Myrwang frá fylkinu Wisconsin í Bandaríkjum. Thor, Thors (las upp heilla- skeyti frá norrænum stúdentum) Síra Rossland frá Chicago. Joannes Paturson kóngsbóndi. Van Blankenstein frá Nið- urlöndum. Berdal frá norska samlaginu. Dr. Alfred Dieffenbach, frá Marylandi í Bandáríkjunum. Miss Kitty Cheatham. Frú Rennwich Mc Affee, New York. Oktovianus Helgason fyrir K. F.U.M., Danmörku. Bjarne Rekdal, frá norskum ungmennaf j elögum. Prófessor Clyde Fisher, New York . Mr. Ingjaldsson frá Manitoba- fylki. Sumir þessara ræðumanna færðu íslendingum veglegar gjafir og verður getið um þær síðar Þinelansnir. Þá er hinir erlendu gestir höfðu fíutt kveðjur sínar, fóru fram þinglausnir. Kom neðri deild fyrst saman og sleit Bene- dikt Sveinsson þingfundi og mælti um leið nokkur orð til þingheims. Ásgeir Ásgeirsson sagði sam- einuðu þingi slitið með stuttri ræðu og síðan kvaddi forsætis- ráðherra sjer hljóðs og las upp konungsbrjef um að 1000. Al- þingi Islendinga væri slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.