Morgunblaðið - 29.06.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYBNUHIÖT ISLANDS t- Annað kvöld kl. 8'/2 kepna Fram og Vlkingnr R.M.S. „Britannia ftft ás leaving Reykjavik for Glasgow on 5th July. A few pas- aengers can be booked. Fare inclusive of food £ 10.10.0 Ex- cellent accommodation. Early reservations should be made Leikfimissfningaioar í g ær. Kl. 3 í gær fóru fram tvær leikfimissýningar á Þingvöllum. Fyrst hópsýningin. í henni tóku þátt rúmlega 90 manns. Stjórn- aði Jón Þorsteinsson þeirri sýn- ingu. 6-8 men óskast á síldveiði. Upplýsingar á Spítalastíg 3, mánudagin klukkan 6— 8 síðdegis. Rlease apply to; fieir H. Zoöga. Agent for: Ounard Steam Ship Company Limited and Anchor Line. Dr. Scholl’s fótlækningar eru viðurkendar af læknum um allan heim. Fæturnir eru rannsakaðir nákvæmlega og tekið Pedo- graphist mót af fótunum. Orsakir sjúkdomanna eru skýrðir og sjúklingunum sýnd tæki og aðferðir til að verða heilrigðir aftur. Alla fótasjúkdóma má lækna, til dæmis þrautir í tám og tá- bergi, hæl, ökla, rist, horn á stórutáliðunum, líkþom 0. fl. Hr. Knud Lucas sem er yfirmaður Dr. Scholls deildar- innar í Danmörku er staddur hier í eftirlitsferð og verð- ur til viðtals mánudaginn 30. júní og þriðjudaginn 1. júlí. Hann mun skoða fætuma og gefa allar upplýsingar ékeypis. — Sjerstakan tíma má panta í síma 60 og 1060. Hjúkrnnardeildlii, Austurstræti 16. Gengið inn á sama horni og í Reykjavíkur Apótek. Matsveln vantar á línuveiðarann Andey, yfir síldveiðatímann. — Upplýsingar í síma 2, Hafnarfirði. 5-6 stAlknr verða ráðnar til síldarverkunar á Svalbarðseyri í sumar. Upplýsingar í síma 2, Hafnarfirði. Á eftir sýndu Akureyrarstúlk- urnar undir stjórn Hermanns Stefánssonar. Hafa þær nýlega sýnt leikfimi í Reykjavík (tvisv- ar) og Hafnarfirði við góðan orðstír. Hópsýningin fór mjög vel fram að því er snerti stand- æfingar, en á stökkunum urðu talsverðar misfellur, enda ekki að undra um svo stóran flokk sem þenna. Aldrei hafa verið jafn margir þátttakendur í nokk- urri leikfimissýningu á Islandi sem þessari. Sýning Akureyrarstúlknanna tókst ágætlega. Var leikni þeirra meiri nú en við sýningarnar í Reykjavík. Hinar fallegu söng- raddir þeirra runnu eðlilega sam- an við yndisleik hreyfinganna. Á þessi flokkur hinar bestu þakkir skilið fyrir komu sína suður. Hátíðarslil. • Klukkan 8 í gærkvöldi átti að slíta Alþingishátíðinni að Lög- bergi. Var þá veður hálf leið- inlegt, talsvert mikil rigning. — Samt flyktist fólk upp í Almanna gjá og skipaði sjer þar fyrir framan þingpallinn. Þá var Einar skáld Benedikts- son heiSraður með ræðu, er Kristján Albertson flutti. Því næst steig Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra í ræðu- stólinn til þess að segja hátíð- inni slitið. Gat hann þess í upp- hafi, að söngflokkur myndi að lokum ræðu sinnar syngja þjóð- sönginn. Bað hann menn að klappa ekki nje láta nein fagn- aðarlæti í ljós, heldur hverfa stiltir og alvarlegir frá þeSsari merku samkomu, eins og sæmdi alvörugefinni þjóð á hátíðar- stund. Kaflar úr ræðu forsætis- ráíherra. Síðan mælti hann á þessa leið: Við komum saman til þess að segja slitið þessari 1000 ára há- tíð Alþingis. Sennilega hefir enginn okkar gert sjer það í hugarlund fyrir fram hversu stórfeld hún myndi verða — á okkar mælikvarða. Hjer hafa komið fleiri, hjer hefir verið meira um að vera en nokkur gerði sjer fyllilega grein fyrir fyrirfram. Og nú komum við saman hress í huga. Þúsund ára hátíðin hefir farið fram Islandi til sóma, og okkur öllum til ánægju. Mikil vinna hefir verið leyst af hendi við þessi hátíðahöld og þeir eru margir, sem að hafa unnið. ísland átti mikið undir því, hversu þessi vinna væri af hendi leyst, því að sómi íslands lá við að þessi hátíð færi vel fram. Þeir hinir mörgu, mjög mörgu, sem hafa leyst af hendi ágætt starf við þessa hátíð, hafa unnið landi sínu þarft verk. Þeir verðskulda allir þakk læti alþjóðar. Aðalforstöðumanninum, Mag- núsi Kjaran, og hátíðanefnd- inni færi jeg sjerstakar þakkir í þjóðarinnar nafni. Svo sem lög stóðu til til forna hafa öll sverð verið í slíðrum í þinghelginni. Er það vel, að ekki berist eingöngu hersögur af íslandi. Mætti það jafnan vera svo, að jafnvel hinni hörðustu orrahríð ljetti þegar, þá er heiður og sómi þjóðar liggur við. | Þá hefir alþjóð, heimamenn- í irnir, hvaðanæfa að af landinu ! sett sinn mikla svip á hátíðina. Megurn við vel við una hvað sjeð hafa hin glöggu augu gest- anna í framkomu íslenskrar al- þýðu. Er sem fest hafi verið í hvers manns hjarta, að hon- um bæri að minnast sæmilega hinna sameiginlegu forfeðra, sem fyrir þúsund árum settu hjer lög og rjett. — Og því er það ekki tilviljun ein, að okk- ur hefir enn verið forðað við öllum slysum. Svo horfir við mjer þessi há- tíð. Fyrir þúsund árum fluttu út hingað margir af hinu gófga og I gáfaða kyni Hrafnistumanna. jÞeir áttu þá ættarfylgju, að þeir ;höfðu jafnan byr þangað sem jleið þeirra lá. Vjer höfum notið giftu Hrafn istumanna um þessi hátíðahöld. Um margt urðum við að tefla í tvísýnu, um margt urðum við að leggja á tæpasta vaðið. Gifta Hrafnistumanna hefir fylgt okkur á hátíðinni. Byr — blásandi byr, fengum við jafn- an, er mest á reið. Jeg hygg, að þetta eigi við á enn víðtækara sviði fyrir Is- land, en um þúsund ára hátíð- ina. Jeg hygg, að gifta Hrafnistu- manna sje að verða mikil með- al hinna mörgu afkomenda þeirra, sem nú, þúsund árum síðar, byggja þetta land. Jeg hygg, að ættarfylgja Hrafnistumanna sje að verða svo mögnuð meðal íslendinga, að íslenska þjóðin í heild sigli til hamingju og bjartari fram- tíðar við byr — blásandi byr. Jeg hygg, að erlendum þjóð- um sje þetta Ijósara en áður eftir þessa hátíð ■— og við Is- lendingar munum og finna til < meiri máttar f sjálfum okkur, er við nú hefjum nýja þúsund ára sögu Islands. Jeg segi þessari þúsund ára hátíð Alþingis og íslenska ríkis- ins slitið. Þá söng karlakór úr ýmsum fjeJögum „ó, guð vors lands“, rjett fyrir framan þingpallinn. Hljómaði það mikið betur þar en á söngpallinum. Hinn mikli manngrúi hlýddi á sönginn með fjálgleik og það var eins og náttjúran sjálf vildi gera þessa stund sem hátíðlegasta, því að í sama bili hætti að rigna og gerði hið yndislegasta veður. Með því lauk þessari merki- legu þjóðhátíð. Flugið. Súlan og Veiðibjall- an hjeldu uppi flugferðum milli Reykjavíkur og Þingvalla í all- an gærdag. Flugu þær 11 ferðir hvor fyrir sig. Auk þess fóru þær í nokkur hringflug yfir bæinn. 1 dag munu þær halda kyrru fyrir. Flugvjel af franska herskip- inu Suffren var á flugi hjer yf- ir bænum í gærdag og fór einn- ig snögga ferð til Þingvalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.