Morgunblaðið - 29.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ o Tttorgunbkifctí) Útcef.: H.f. Árvakur. Keykjavlk Rltatjórar: Jón Kjartansaon. Valtýr Stefánaaon. Rltstjórn Og- afgrjiCsla: Austurstrœtl 8. — Slml 500. Auglýalngastjórl: E. Hafberg. Auglýsingaskrlf atof a: Austurstrætl 17. — Sfml 700. HelJaiimar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutii. Utanlands kr. 2.50 á mánuOi. 1 lausasölu 10 aura eintaklB, 20 aura metJ Leibök. Crlendar sfmfregnlr. London (UP) 28. júní FB. Erjur milli Rússa og Japana. Ominato: Frégn barst um það hingað, að eitt af varðskipum rússnesku ráðstjórnarinnar hafi skotið aðvörunarlaust á japanska fiskiskútu. — Einn skipsmanna heið bana, en fjórir særðust. — Rússar handtóku hina skips- mennina. Japanar hafa sent beiti skipið „Matsukasi“ til Kams- jatka, en þar gerðist fyrnefndur atburður. Alsherjarverkfall á Spáni? Madrid: Innanríkisráðherrann hefir sent símskeyti til allra fylkisstjóra á Spáni og beðið þá að gera nauðsynlegar var- úðarráðstafanir, þar sem horf- ur sjeu á því, að alsherjarverk- fall verði hafið í öllum hjeruðum Spánar á morgun. Þiððmlniasafnið og forngripirnir frá Danmörku- Einn af viðburðum þeim, sem merkur verður talinn í sam- bandi við Alþingishátíðina, er heimkoma íslensku forngrip- anna frá Danmörku, sem getið hefir verið um hjer í blaðinu. „Vandi fylgir vegsemd hverri“, segir máltækið. Þegar hinir dýru íslensku gripir koma hingað, er það fyrsta spurning- in, hvernig fyrir þeim er sjeð hjer heima. Þeim verður „hrúg- að“ upp á hanabjálkaloft Lands bókasafnsins, þar sem þjóð- minjasafn vort er. Loftið getur brunnið. Munirnir eru ekki tryggilega geymdir þar. Al- menningur hefir ekki hálft gagn af þeim vegna þröngra húsakynna. Meðan svo er, er vafasamur gróði að því, að seil- ast eftir, að íslenskir munir komi heim. Heimkoma hinna dýru gripa bindur okkur þá skyldu á herðar, að koma upp á næstunni eldtryggu, rúmgóðu þjóðminjasafni. Þýska tónskáldið Max Raebel hefir gefið Alþingi í tilefni af Alþingishátíðinni vatnslitamynd af Almannagjá. Ennfremur hef- ir hann gefið Landsbókasafni Islands eitt eintak af lagi sínu „Islandia“. Raebel hefir radd- tt nokkur íslensk þjóðlög fyr- ir hljómsveit. Lög þessi ætlar hann að leika í radio í Bergen 22. júlí n. k., ennfr_emur lag sitt „Islandia". Fer hann hjeðan til Þýskalands 3. júlí’ og ætlar að halda þar nokkra fyrirlestra um Alþingishátíðina, en fer síðan til Bergen. Hingað kemur hann aftur að ári. Dagbók. I. O. O. F. 3 = 1126308. Messur í dag. I dómkirkj- unni kl. 11 f. h. síra Bjarni Jónsson; kl. 5 sí'ra Jónas A. Sigurðsson frá Vesturheimi. Athyglisverður hljómleikur. — Hljómsveit sú er ljek á Alþingis- hátíðinni efnir til hljómleika í Gamla Bíó annað kvöld. I hljóm- sveit þessari eru 43 menn og meðal þeirra margir ágætir, svo sem meðlimir konunglegu hljóm- sveitarinnar. Meðal viðfangsefn- anna eru tvö lög eftir Fr. Schu- bert, sem eru yndi allra hljóm- listarvina og hverjir eru það sem ekki telja sig meðal þeirra? Stjórnandi er Dr. Franz Mixa frá Vínarborg, sem verið hefir hjer í vetur og æft hljómsveit- ina. Hefir hann að verðleikum getið sjer góðan orðstír hjer og væri það skaði ef ekki yrði hægt að njóta leiðsögu hans lengur. Hljómsveit Reykjavíkur vinnur að auknu sjálfstæði í hljómlist, að við í framtíðinni, getum stað- ið sem mest óstuddir í þeirri grein. Hljómleikur þessi varðar miklu um framtíð hennar, þær vonir hennar sem við hana eru bundnar, mega ekki bregðast, um það ættu allir hljómlistarvinir að verða samtaka. Hátíðarblað Morgunblaðsins (84 blaðsíður með rúmlega 200 myndum) fæst á afgreiðslu blaðs ins í Austurstræti 8 í Reykjavík. Allir hinir mörgu hátíðargestir, sem hafa pantað blaðið, eru beðnir að vitja þess þangað hið fyrsta. Þeir, sem ekki koma til Reykjavíkur aftur frá Þingvöll- um, geta fengið blaðið sent með fyrstu póstferð, ef þeir senda afgreiðslunni kr. 1.25 í frímerkj- um. Þeir, sem ekki geta flutt blaðið með sjer án ]>ess það skemmist, geta fengið það sent í pósti, ef þeir greiða andvirði ]>ess fyrir fram, annað hvort á afgreiðslunni á Þingvöllum eða afgreiðslunni í Reykjavík. Stauning forsætisráðh. Dana hjelt miðdegisveislu í gærkvöldi sendiherrabústaðnum, og bauð þangað ýmsum höfðingjum. Útilegan á Leirunum. Hing- að til bæjarins hafa heyrst undanfarna daga ýmsar sögur um misjafna líðan bæjarbúa í tjaldborginni á Leirunum. Fjöl- margir þeir bæjarbúar, sem höfðust þar við alla hátíðisdag- ana, láta mjög vel yfir veru sinni þar, segja, að tjaldveran 1 hinni miklu tjaldborg hafi ver- ið hin skemtilegasta. Breska herskipið „Rodney“ getur almenningur fengið að skoða í dag og á morgun kl. 21/2—6 e. m. En þeir sem þang- að vilja fara, verða að sjá sjer sjálfir fyrir bátum. Hljómsveit af „Rodney“, 24 manna, mun sennilega spila á Austurvelli í kvöld kl. 6—8. A. B. Vaslev, danskur blaða- maður, sem hjer var um tíma í haust sem leið, hefir nýlega gefið út bók um Island, er hann nefnir ,Tusindaarsriget Island'. Bókin er 111 síður að stærð og fjallar að mestu leyti um fram- farir síðustu ára hjer á landi. Knattspyrnumót fslands. — Annað kvöld kl. 814 keppa Fram og Víkingur. Frú Dóra Sigurðsson syngur annað kvöld kl. 71/2 í Nýja Bíó. Á söngskránni eru m. a. þessi lög: Hvar eru fuglar, eft- ir Svbj. Svbj., Kirkjuhvoll, Nótt eftir Á. Th„ Gígjan og Drauma- landið eftir Sigf. E„ tvö lög eft- ir Pál ísólfsson, 4 lög eftir Þór- arinn Jónsson o. m. fl. Þarf ekki að efa, að húsfyllir verður á þessari söngskemtun, því vafa- laust er frú Dóra best menta söngkonan, sem hjer hefir látið til sín heyra. Kri.stileg samkoma á Njáls- götu 1 kl. í' kvöld. Allir vel- komnir. V Hjalti Jónsson framkvæmda- stjóri hefir verið viðurkendur pólskur konsúll í Reykjavík. „Stella Polaris“. Nic. Bjarna- son afgreiðslumaður bauð í gær, f. h. Bergenska fjelagsins, blaðamönnum og pokkrum öðr- um um borð í hið skrautlega og fagra skip „Stella Polaris“. — Þegar um borð kom, söfnuðust gestir aftur á þilfari og fengu hressingu; framkvæmdastjóri Bergenska bauð gestina vel- komna, en Hjalti Jónsson þakk aði fyrir þeirra hönd. Síðan skoðuðu menn skipið og dáðust mjög að skrautinu og öllum frá- gangi þar um borð. 75 ára er í dag Jón Einars- son, Nýjabæ, Garði. Bragi Ólafsson hefir opnað lækningastofu í húsi frú Berg- mann í Hafnarfirði; sjá augl. í blaðinu í dag. Einar E. Markan syngur í Gamla Bíó kl. 3 í dag. Á söng- skránni eru bæði íslensk og er- lend lög. Stórstúka fslands heldur aukafund á morgun í' Góðtempl- arahúsinu til að taka á móti erlendum heimsækjendum. Danski fáninn að Lögbergi.. „Best er að segja hverja sögu eins og hún gengur," segja menn. Frá því var skýrt laus- lega hjer í blaðinu í fyrradag, að mistök hafi orðið í því, er draga skyldi hinn danska fána að hún að Lögbergi. Þó atvikið væri í sjálfu sjer lítilfjörlegt, þótti almenningi lejtt, að ein- mitt þessi urðu mistökin. En fæstir munu vita með sannind- um. hvernig á þessu stóð. í gistihúsinu Valhöll voru geymdir fánar allra þeirra þjóða, sem fulltrúa sendu á há- tíðina. Meðal þeirra var og fáni Austurríkis, vegna þess að há- tíðanefnd átti von á því fram til þess síðasta, að þaðan myndu koma fulltrúar. En menn þeir, sem tóku til fánana, aðgættu þá ekki nákvæmlega og tóku aust- urríska fánann fyrir þann danska. Er hægt að villast á því þegar fánarnir eru saman vafð- ir, því báðir eru rauðir og hvít- ir, og báðir með hvítu röndinni eftir miðju að endilöngu. FulHrúar ftala, þeir er komu hingað á Alþingishátíðina, fóru hjeðan á miðvikudagskvöld, áð- ur en hátíðin byrjaði. Eigi gerðu 'ieir neitt viðvart um brottför sína, ljetu ekki einu sinni kon- súl sinn vita. En maður sá, sem hjer var þeim til aðstoðar og eiðbeiningar, innti þá eftir, hvort hin skyndilega brottför þeirra stafaði af því, að þeir væru óánægðir með viðtökumar hjer, og þvertóku þeir fyrir, að svo væri. Annar þeirra var lasinn og mun lítt hafa treyst sjer til að dvelja á Þingvöllum. Frá lögreglustöðinni á Þing- völlum fjekk Mgbl. þær fregn- ir seinnipartinn í gær, að eng- 'nn maður hefði verið settur í varðhald þar eystra, meðan á hátíðinni stóð, og mjög hefði lítið borið á háreysti eða óspekt- um. — Aftur á móti hefir á því borið, að stolið hefir verið ýmsu fjemætu þar eystra, og hefir jafnvel borið á vasaþjófnaði, eftir því sem Mgbl. heyrði ann- arsstaðar að. Almannagjá og hátíðin. Öldr- uð kona amerí'sk, sem var á Al- þingishátíðinni, spurði eitt sinn fólk, er hún hitti í Almanna- gjá, hvort gjáin hefði verið bú- in til fyrir hátíðina(I). Fornritafjelagið hefir fengið að gjöf frá Hans Hátign Krist- jáni konungi X. 15 þús. kr. — Mjög er það bagalegt, að fje- lagið skuli ekki hafa getað komið neinni af Islendingasög- um út nú í sumar. Dráttur 4 út- gáfunni stafar m. a. af því, að prófessor Sigurður Nordal var lengi veikur í vetur. Allmargar staðamyndir vantar fjelagið enn af þeim, sem auglýst var eftir í fyrra. Stúdentar frá 1913 komi sam an niðri í Háskóla kl. 1 í dag til að ræða um sameiginlegan gleðskap. Sýning á áburðarefnum, gras fræi o. þessh., er í húsi Búnað- arfjelagsins um þessar mundir. Ættu bændur þeir, sem koma til bæjarins um þessar mundir, að gefa sýningu þessari gaum. Trúlofun sína opinberuðu á Þingvöllum á föstudag ungfrú Helga M. Kristinsdóttir, Sam- komugerði í Eyjafirði, og Jó- hann Valdimarssan frá Möðru- völlum. Á sýningu Guðmundar Ein- arssonar í Listvinahúsinu hafa selst nokkrar raderingar og 3 málverk: „Frá Fiskivötnum eystri“, „Karlsdráttur við Hvít- árvatn“ og „Á Moldbrekkum“. Sýningin er opin daglega frá kl. 10—9. I Alþingishúsið eru fulltrúar erlendrá ríkja kvaddir til fund- ar í dag kl. 4. Engin Lesbók kemur út í dag vegna þess að frí' hefir verið að mestu í prentsmiðjunum und- anfarna 3 daga. Myndir hafa engar fengist í blaðið, vegna þess, að prentmyndagerðin hef- ir verið lokuð. Færeyskur legsteinn hefir verið reistur á leiði þeirra, sem dóu af bruna á færeyska fiski- skipinu „Acorn“. Hann verður afhjúpaður í dag kl. 31/4. Forstöðunefnd Landssýning- arinnar í Mentáskólanum biður konu þá, sem var með ensku konunum tveim, er keyptu nál- húsið á sýningunni í gær (sem skorið er úr beini í lúðulíki), að koma til viðtals í Mentaskólann þegar í stað. Prúðmannleg framkoma al- mennings á Alþingishátíðinni, vakti aðdáun margra erlendra manna og óblandna ánægju ís- lenskra. Það var auðsjeð, að það var sameiginlegt áhugamál alls þorra manna, er hátíðina sótti, að engin yrðu þar hátíða- spjéll. I tjaldborginni á JÞingvöllum var m. a. tjald fyrir læknavörð og spítala. Re.vndist full þörf fyrir hvorttveggja. Á fimtudag- inn voru 16 sjúklingar á spítal- anum, á föstudag ca. 10 en í gær ekki nema 1. En auk þeirra sem á spítalanum lágu, leituðu margir aðrir læknis, ýmist til þess að fá skifti á sáraumbúð- um eða læknisráð við smákvill- um. — Yfirlið voru mjög tíð og einnig kramnar, sjerstaklega þegar mannsöfnuðurinn var aíl- ur í gjánni. Var hitasvækjan þar mjög mikil og loftþrýsting- urinn óbærilegur, sjerstaklega kvenfólkinu. Slys urðu fá, eitt fótbrot og önnur minni háttar fótarmein. Fjalla-Eyvmdur verður leik- inn í kvöld kl. 8 í Iðnó. *Takið vel eftir! Kaffistell fyrir 12 manns 22.00. do. fyrir 6 manns 12.90. Vaskastell, 5 hlutir 11.50. Matarstell, danska postulíns- munstrið. Skeiðar og gafflar, alp. 0.75. Teskeiðar alp. 0.40. Skeiðar og gafflar alm. 0.25. Teskeiðar alm. frá 0.05. Skeiðar og gafflar 2 turna 1.60. Kökuspaðar 2 turna. 2.25. Teskeiðar 6 stk. 2 turna 2.90. Ferðasett, skeið, hnífur og gaff- all 1.50. Diskar emal 0.65. Drykkjarkönnur emal. 0.70. Vaskaföt emal. 1.25. Myndarammar, Leikföng. Snyrtiáhöld. Silfurplettvörur. Brauðhnífar 0.50 og alt eftir þessu. Versl. )öns B. Helgasonar Laugaveg 12. Frá Flugfjelaginu. Fjelagið tilkynnir, að reglubundnar flug- ferðir hefjist á morgun mbð langflugi til Austfjarða. Fl'ogið verður á hverjum mánudejgi þessa leið; hjeðan til Stykkin- hólms, Sauðárkróks, Siglufjarð- ar, Akureyrar, Þórshafnar, Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og til baka aftur. Ein ferð verður farin á viku til Vestfjarða og önnur til Vestmannaeyja. 120 manns fluttu flugvjel- arnar milP Reykjaví'kur og Þingvalla um hátíðardagana. Enski flugbáturinn flaug til Þingvalla í gær en hafði þar skamma viðdvöl. Frk. Thora Friðriksson fæ»ði konunginum • að gjöf, meðan hann dvaldi hjer í bænum, eínn af Alþingishátíðar-„plöttum“ þeim, er hún hefir látið gera. Var „plattinn“ í skrautlegri blárri öskju, silkifóðraðri og var á Jokinu miðju kóróna. Nýja Bíó sýnir í kvöld 1«- landsmynd Lofts Guðmundsson- ar í aukinni og endurbættri út- gáfu. Á Derby veðrdðunum síðustu sem íram fóru 4. júní síðast varð skjótastur hestur austurlenska höfðingj'ane Aga Khans. Næstur honum ehm’ hestlengd á eftir var hestur Tatter salls en þriðji var hestur sá sem flestir höfðu veðjað á, hestur Hugo Herst. Veðmálin fjellu þannig aÞ á sigurvegarann komu 18:1, hest. Tattersalls 25:1 og Hirst 11:4. 17 hestar tóku þátt í veðreiðunum. Um Atlantshaf efru væntanlegar nokkrar flug- ferðir í sumar, nyrðri leiðina. 1 vor barst hingað lausafregn um að Ahrenberg væri farinn að undirbúa annan leiðangur um Grænland til Ameríku, en síðan hefir ekkert frá honum heyrst. — 3 júlí leggur enskur leiðangur af stað til Græn- lands til þess að koma þar upp loftferðastöð og rannsaka mögu- leikana fvrir Atlantshafsflugi nyrðri leiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.