Morgunblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 8
8 MQRGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 1. mars 1935.. Smá-augltfsingar Athugið. Hattar og fleira ný- komið. — Karlmannaliattabúðin, H,afnarstræti 18. Binnig hand- unnar hattaviðgerðir, þær einustu bestu, sama stað. Saltkjöt, baunir, hangikjöt, k'artöflur í hálfum og heilum pok- ium. Sendum heim. Barónsbúð, Hverfisgötu 98. Sími 1851. ... ... ............. ...... —f Ráðskonu vantar frá 15. maí n. k, til ungs bónda í sveit. Uppl á Hótel Heklu, herbergi nr. 12 í kvöld kl. 6—9. v --------------- Saumakonur! Brúnn silkitvinni og flestir aðrir litir fást í Versl. Lilju Hjalta, Austurstræti 5. í Það spillir ekki ánægju Bollu- dagsins að hafa „Freia“-fiskbollur Ú miðdagsmatinn. „Freia“, Laufás- vegi 2. Sími 4745 og Laugavegi 22 B. Sími 4059. , Xaupum gamlan kopar. Vald. Poúlsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 ] 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru iog verða, bestu fiskisímar bæjar , ins. Hafliði Baldvinsson. i Vegna veikinda, geta tveir lær- |lingar komist að á saumastofu I Smart, strax, Kirkjustræti 8 B. Sími 1927. Veggmyndir og rammar í fjöl- breyttu úrvali á Freyjugötu 11. Dömur! Georgette vasaklútar og hálsklútar í mjög fallegum litum, ullarhosur, einnig blúndur á und- irtau, fæst í Versl. Lilju Hjalta, Austurstræti 5. Nýja fiskbúðin, Brekkustíg 8, selur ódýran fisk aðeins 7 aura y2 kg. af stútung. Sími 1689. Opið allan daginn. — Jeg þekki áttræða konu, sem hefir eignast tvíbura! — Þú1 meinar það ekki? — Jú, það er alveg satt, en það var fyrir 50 árum. Ullar-barnateppi, föt, kjólar og samhengi, fallegir smekkir gúmmí, ljereft og „frotte“, fást í Versl. Lilju Hjalta, Austurstræti 5. REYNIÐ okkar ágætu kinda- og hrossabjúgu. Mllnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505. Hveiti í smápokum, 1,25. # ‘iS? Bolludagur. Rjómabollur, romm- bollur, krembollur, súkkulaðiboll- ur, rúsínubollur, vínarbollur, hveiti bollur. Fást sunnudag og bolludag. Munið eftir að „Freia“-boIlur eru altaf bestar. Gjörið svo vel að senda pantanir yðar tímanlega. „Freia“, Laugaveg 22 B, sími 4059. „Freia“, Laufásveg 2. Sími 4745. §pikfeitt kföt af fullorðnu fje á 40 sura % kg. 'í írampörtum og 50 aura í lærum Besía saltkjötið, sem ál bæjar- ins hefir flutst, fæst í undirrit- aðri verslun. Alt stnt heim. Verslan Sveíns Jóhannssonar, Bergstaðastræti 15. Sími 2091. HiBDfirætti Hísiii! $s 25 ooo; hlulir 5 OOO vinningair 1% miljón ktfÓMtai*. 1 miljón 50 þús. kr. Stærstu vixmingarnir: 1 á 50 000 2 á 25000 3 á 20 000 2 á 15 000 5 á ÍOOOO 25 á 2 000 75 á ÍOOO 187 á 500. Vinningarnir eru útsvars og tikjuskattfrjálsir. Dregið verður í 10 flokkum frá mars til desember. Verð heílmiða er 60 fcr. á árí eða 6 fcr. i hverjtim fíofcki. — hálfmiða — 30 — - — — 3 — - — — — fjórðungsmíða — 15 — - — — í kr. 50 a. — — Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum happdrættisins: í REYKJAVÍK: Anna Ásmundsdóttir & Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, Vesturgötu 45, sími 2414. Einar Eyjólfsson, Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson, Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásveg 61, sími 3484- Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Stefán A. Pálsson & Sigbjörn Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. í HAFNARFIRÐI: Valdimar Long, sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310. Flýtið yður að kaupa miða. — Kaupið þá í dag! §jaldan lilýlur hikandi happ. wm. BABYION. 35. — Hún er lokuð, sagði Racksole. — Við verðum að nota stigann. — Jeg hefi altaf lykil á mjer, sagði Rocco, og dróg lykil upp úr vasa sínum og opnaði járngrind- ina.. Racksole brosti að rósemi hans. — Gerið þjer svo vel, sagði Rocco og hneigði sig eins og hann gat best, en Racksole gekk inn í lyftuna. Þá ýtti Rocco, fljótur eins og elding, jámhurð- inni fyrir, og hún lokaðist sjálfkrafa. Racksole var fangi inni í lyftunni, en Rocco stóð úti á gang- inum, frjáls maður. — Verið þjer sælir, hr. Racksole, sagði hann og hneigði sig enn dýpra en áður, — mjer þykir leitt að nota þetta tækifæri, en þjer verðið að kannast við, að þjer hafið verið einfeldningur. Yðar klók- indi ná, eins og jeg hefi sagt, ekki nema upp að vissu marki. En fyrir ofan það mark taka mín klókindi við. Verið þjer nú sælir. Sennilega fæ jeg engan svefn í nótt, eftir alt saman, en það er þó skárra en að sofa í fangaklefa. Ef þjer gerið há- váða, getið þjer sennilega vakið einhvern og slopp- ið einhvem tíma út úr lyftunni. En jeg ráðlegg yður að gera það ekki, heldur bíða til morguns. Það er að minsta kosti virðulegra. Og svo í þriðja sihn: Verið þjer sælir! Og Rocco gekk burt, eftir ganginum og enginn asi virtist vera á honum. Racksole sagði ekki orð. Hann var of reiður við sjálfan sig til að geta sagt nokkuð. Hann krepti hnefana, gnýsti tönnum og hjelt niðri í sjer and- anura. í næturkyrðinni gat hann heyrt fótatak Roccos fjarlægjast. Þetta var versti ósigurinn, sem Racksole hafði upplifað. Næsta morgun barst sá orðrómur til hinna tignu gesta í Hótel Babylon, að auðkýfingurinn, eigandi gistihússins hefði fyrir einhverja slysni lokast inni í lyftunni. Það heyrðist líka, að Rocco hefði lent saman við húsbónda sinn og yfirgefið starf sitt tafarlaust. Hertogafrú ein sagði, að burtför Rocco þýddi sama sem endalok hótelsins, en maður henn- ar sagði henni að vera ekki að bulla. Hvað Racksole snerti, sendi hann eftir spæjar- anum, sem fjekst við Dimmocksmálið, og sagði honum hreinskilnislega frá því, sem skeð hafði um nóttina. Súl frásögn var eldraun fyrir mann eins og Racksole, en hann stóð sig sem hetja. — Einkennileg saga, sagði Marshall spæjari, og gat ekki stilt sig um að brosa. — Endirinn var slæmur, en þjer hafið sjálfsagt mikilsverðar upplýsingar. Racksole sagði ekki orð. — Jeg hefi sjálfur spor, sagði spæjarinn. — Þegar skilaboðin komu frá yður, var jeg einmitt í þann veginn að fara til yðar. Mig langar að biðja yður að koma með mjer til staðar, sem ekki er langt hjeðan. Viljið þjer koma — núna strax? — Með ánægju, svaraði Racksole. I því bili kom drengur inn með símskeyti. Rack- sole opnaði það og las: „Komdu hingað tafarlaust. Nella. Hotel Wellington Ostende.“ Hann leit á úrið sitt. — Jeg get ekki komið, sagði hann við spæjar- ann. — Jeg er að fara til Ostende. — Til Ostende? — Já, nú á stundinni. — Já, en herra Raeksole, sagði spæjarinn, —- mjer er áríðandi, að þjer komið með mjer., — Já, en mjer liggur líka á, svaraði Racksole Eftir tíu mínútur var hann kominn á leið til. Viktoríustöðvarinnar. XV. Nú skal horfið aftur til Nellu og Ariberts prins af Posen, þar sem þau voru saman á nafnlausa skemtiskipinu. Fyrsta verk prinsins var að binda Jules rambyggilega með kaðli. Enda þótt hann væri í óviti og marið sár bak við eyrað á honum, var ekki að vita hvenær hann gæti raknað úr rot- inu og orðið illur viðureignar. Svo prinsinn Ijet sjer nægja að binda hendur hans og fætur held- ur batt hann hann einnig fastan við sigluna. — Bara að hann deyji ekki, sagði Nella.------- Hann er mjög fölur. — Hans líkar deyja aldrei, svaraði prinsinn, — fyr en þeir eru hengdir. En vel á minst, það er undarlegt, að enginn skuli hafa skift sjer neitt af okkur. Kannske eru skipsmennirnir hræddir við skammbyssuna mína — yðar, meina jeg. Hann og Nella horfðu á hinn rólega mann, sem stóð við stýrið og stýrði skipinu beint til hafs. Þegar hjer var komið voru þau komin einar tvær mílur frá strönd Belgíu. Prinsinn ávarpaði manninn á frönsku og skipaði honum að stýra til lands, en maðurinn ljet sem hann heyrði ekki. Þá miðaði prinsinn skammbyss- unni á hann og maðurinn tók að babla á blendingi af frönsku og flæmsku. Hann sagðist hafa strang- ar skipanir frá Jules um að skifta sjer ekki af neinu, sem fram færi á þilfarinu. Hann væri sjálf- ur skipstjóri á skipinu og yrði að stýra því til hafn- ar í Englandi, sem hann mætti ekki nefna, og hana:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.