Morgunblaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÖ Laugardagur 23. sept. 1939. SKIFTING PÓLLANDS Æðsta herráö ÞjóðverjarogRússarhöfðu samið um fyrir stríðið að taka hvor sinn helming Kortið sýnir svæðin sem Þjóðverjar og Rússar ætla að leggja undir sig í Póllandi, hvor um sig. Krossalínan sýnir hvar landamæri Póllands voru áður. Hin nýja sameiginlega landamæralína Rúss- iands og Þýskalands skiftir Póllandi um það bil í tvo jafna hluta. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ÞAÐ var tilkynt í Þýskalandi í dag hvaða svæði þýski herinn og rússneski herinn myndu leggja undir sig í Póllandi, hvor um sig. Samtímis var tilkynt að línan, sem skiftir þessum svæð- um, hafi verið dregin, með samkomulagi Þjóðverja og Rússa, áður en Þjóðverjar hófu innrás sína í Pólland. RÚSSAR FÁ HELMING Rússar fá um það bil helminginn af Póllandi. Línan er dregin að norðan hjer um bil um miðbik Austur-Prúss- lands, eftir ánni Pissa, suður með Narew til Weichsel, um 25 km. norður af ;Varsjá. Síðan liggur hún meðfram Weichselfljóti og skiftir Vaiisjá í tvo hluta: Rússar fá útborgina Praga á vinstri bakka Weichsel, en Þjóðverjar fá aðalborgina á hægri bakkanum. Línan fylgir síðan Weichsel suður að Sandomiers, beygir þar lítið eitt til austurs, og fylgir síðan San fljótinu suður í Karpata-fjöllin á landamærum Slovakiu, skamt frá landamærum Siovakiu og Ungverjalands. >. ' ■ • v, KÁPPHLAUPIÐ íyí Þannig verður landamæralína Þýskalands og Póllands í stór- um dráttum. En samningar halda áfram um einstök atriði millí Þjóðverja og Rússa. Vestur-veldanna ð fundi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. dag var haldinn í borg í Sussex í Englandi annar fundur æðsta herráðs V est- ur-veldanna. Fundinn sátu af hálfu Breta Mr. Chamber- lain, Hálifax lávarður, og Chat- field lávarður. Af hálfu Frakka sat Daladier fundinn ásamt þrem fulltrúum franska hersins, þ. á m. Gamelin. Fundirnir voru tveir, annar í morgun og hinn síðdegis. 1 opinberri tilkynningu, sem gefin var út í kvöld segir að rætt fiafi verið um helstu at- burði sem gerst hefðu síðan herráðið kom saman 14. sept. síðastliðinn. Algert samkomulag ríkti á fundinum í öllum greinum Ákvarðanir voru teknar um sameiginlegar ráðstafanir til hergagnaframleiðslu og um hergagnabirgðir. Frönsku full- trúarnir komu og fóru loftleiðis. Um 300 manns teknir af Iffi i Rúmeniu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. að er ekki talið að morð rúmenska forsætisráð- herrans Calinescu fái alvarleg- ar afleiðingar. í Associated Press-skeyti frá Bukarest segir, að litið sje á morðið sem þátt í diplomat- jskum átökum stórveldanna um Rúmóníu. í öðrum fregnum segir þó að járnvarðarliðsmennirnir, sem stóðu að morðinu hafi aðeins viljáð hefna Codreanus, manns- ins,'sem skipulagði járnvarða- liðið. Stjórnin í Rúmeníu virðist staðráðin í að berja járn- verðina niður með harðri ■’ hendi. Síðan morðið var framið hafa samkvæmt opinberum tilkynningum 292 manns verið teknir af lífi, En aðrar heimildir herma, að margir fleiri hafi verið drepnir. . Morðingjarnir, sem náðist til 1 gðer, samtals 9 manns, voru skotnir um kvöldið á sama stað og þeir drýgðu glæp sinn. Lík þeirra voru látin liggja þar í nótt og í dag og á spjaldi yf- ir þeim var skráð: „Hjeðan af verða þetta örlög föðurlands- svikara og morðingja“. Hlutur Rússa hefir orðið talsvert stærri en gert var ráð fyrir úti um heim. Rússar fá m. a. olíuhjer- uðin í Austur-Galiziu, sem talið hafði verið að Þjóð- verjar myndu ætla sjer. Austur-Galizia var hluti af Austurríki þar til 1918. Það er athyglisvert, að ít- alska blaðið ,,Stampa“ ræddi í gær um hernaðaraðgerðir Þjóð-i verja og Rússa í Austur-Galiziu á þá leið, að þeir keptust um að leggja undir sig pólsk-rúmensku landamærin. SKIFTINGIN. Hersveitir Þjóðverja, sem komnar voru í grend við Lem- berg (Lwow), hurfu úr stöðum sínum fyrir Rússum í dag. Verj- ast Pólverjar þar enn.' Auk Lembergs fá Rússar borgirnar Lublin (og ný iðnað- arhjeruð, sem Pólverjar hafa komið sjer upp þar síðustu ár- in), Brest-Litovsk, Bialostok og Wilna. Þjóðverjar halda því fram í móti, að þeir hafi fengið Var- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Stór-Þýskaland íðan Hitler hóf „utanríkis- málapólitíska sókn“ sína árið 1938 hefir hann aukið íbúa- töluna í Þýskalandi um ca. 30— 35 miljónir (aukningin í Pól- landi meðtalin) og stærð Þýska- lands um ca. 300 þús. ferkíló- metra. Sigrar hans hafa yerið sem hjer segir: í MARS 1938: Austurríki, 83.868 ferrnk., íbúar 6.760.000. í SEPTEMBER 1938: Sudet- enþýsku hjeruðin, íbúar ca. 4—5 miljónir. í MARS 1939: Bæheimur og Mæri, íbúar ca. 6 milj. (Tjekkó- slóvakia var öll eins og landa- mærin voru ákveðin í friðar- samning-unum 1919 140.499 ferkm. Við skiftinguna síðast- liðið ár fengu Ungverjar R.ut- heníu og Slóvakía varð sjálf- stæð, þótt raunverulega sje hún á valdi Þjóðverja. Þjóðverjar fengu rúmlega þriðja hlutann, ca. 50—60 þús. ferkm.). í MARS 1939: Memel, á ann- að þús. ferkm., íbúar 150.000. í SEPTEMBER 1939: Danzig, 1952 ferkm., íbúar 405.000. í SEPTEMBER 1939: Helm- inginn af Póllandi. (Pólland er alt 388.634 ferkm., íbúar 34- 221.600; hlutur Þjóðverja ca. 180—190 þús. ferkm. og ca. 20 milj. manna). Bardagarom Varsjá ekki byrjaðir — scgja Þjóðverjar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ólverjar verjast enn í Varsjá, Borgarstjórinn sagði í út- varpsræðu í dag: „Hvarvetna um- hverfis okkur rignir niður sprengi- kúlum. Hvarvetna umhverfis okk- ur er fólkið myrt með þessum grimmilegu morðtólum. Hvarvetna umhverfis okkur eru minnismerki um hina æfagömlu menningu okk- ar eyðilögð“. En þótt hörmung- arnar væru miklar hvað hann Pól- verja ekki munu gefast upp. I hernaðartilkynningu, sem út- varpað var frá Varsjá í dag, segir að Pólverjar hafi gert gagnsókn hjá Praga og getað hrakið Þjóð- verja úr framlínum þeirra. Þjóðverjar viðurkenna að Pól- verjar hafi reynt að gera gagn- sóknir. En þeir segja að orusturn- ar um Varsjá sjeu ekki byrjaðar ennþá. , Flótti. 1371 útlendingur, þar af 171 starfsmaður erlendra sendisveita, kontu til Königsberg í Austur- Prússlandi frá Varsjá í dag. Var Það gert með samkomulagi við yf- irherstjórn Þjóðverja að útlend- ingarnir voru fluttir burt.u úr Varsjá. Enn eru itokkrir útlendingar sagðir vera í borginni. Rúmenskt skipulag. I rúmenskum fregnum segir, að Rússar sjeu að „hreinsa til“ í hjeruðunum, sem þeir hafa tekið, og þeir sjeu byrjaðir að korna þar rússnesku: skipulagi á hlutina. I rnörgum þorpurn er bítið að hengja upp myndir af Stalin. Ekkert nýtt á vestur- vígstöövunum Frá frjettáritara vörum. Khöfn í gær. rátt fyrir að dr. Göbbels hafi mótmælt því, að í- búunum í Aachen (við landa- mæri Hollands og Belgíu) héfir verið fyrirskipað að flytja burtu úr borginni, halda frönsk og belgisk blöð áfram að skýra frá því, samkvæmt áreiðanle^- um heimildum, að látlaús straumur sje á vopnum frá Aachen. í 38. tilkynningu frönsku her- stjórnarinnar segir, að á öllnm vesturvígstöðyunum hafi verið til- tölulega kvrt í gær. (FÚ.). Ekki eitt eiiiasta blað í Þýska- landi birti í gær frásögn um ræðu Roosevelts forseta, er Þjóðþingjð kom saman í fyrradag. (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.