Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 5
GOTT EIGUM VIÐ ÍSLENDINGAR, EN.... Pistlar urrí jarðskjálfta Eftir Sigurð Þórarinsson Þtfðjudagtir 6. febrúar 1940. ! ðtcet: H.f. Arvakter, BajkJavfk. !l. : 1 “ * Rltat JOrar: J6n K-jartanaaon, Valtýr Stefánaaon (ábyrcflaraa.). f JLuglístngar: Árnl óla. | Rltatjörn, auglýaingar o( afarrelöaln: Austuratraeti 8. — Bfaal láM. Áakrlftargrjalð: kr. 8,M á mánutll. 1 ianaasölu: 16 aura elntakiO, 26 aura aaeV LeaMk. Varhugaverð braut | Við erum komnir út á var- hugaverða braut í skatta málunum, Islendingar. Allir viðurkenna nú orðið, að skattabyrðin sje langsamlega ©f þung á öllum almenningi. Pegar saman er lagður skattur. inn til ríkis og sveitarfjelaga, verður útkoman sú, að skatta- byrðin hjá okkur er miklu hærri en í nálægum löndum. En þrátt fyrir það, að þetta óþolandi ástand hefir ríkt hjer um langt skeið, hefir reynst ó- kleift að fá nokkru um þokað. Þetta á vafalaust mjög rót sína að rekja til þess, að til eru í landinu öflug fyrirtæki, sem njóta sjerhagsmuna um skatta- álögu, en þau eiga mikil ítök á Alþingi. Það mátti e. t. v. rjett- lætaþað í byrjun, að veita sam-' viiínufjelögunum þessi sjerrjett- indi, en eins og verslunin er nú kömín, er ekkert sem getur rjettlætt sjerrjettindin, í þeirri mynd sem þau eru. En þótt Alþingi hafi ekki fengist til að taka skattalög- gjöfina í heild til endurskoð- unar, hefir það þó viðurkent ranglæti hennar og fjarstæður. Þ4 hefir sú leið verið farin, að taka út úr ýmsa aðila og veita þeim ný sjerrjettindi. Þannig vár t. d. farið að með Eimskipa- fjelag Islands og nú síðast með sjómenn og útgerðarfyrirtækin. En þessi leið getur aldrei verið annað en bráðabirgðaráð- stöfun, sem gripið er til út úr neyð, þegar menn sjá ófreskj- uraar, sem frá okkar skattalög- gjöf koma. Hitt má ekki ske, . að þetta neyðarúrræði verði til þess, að Alþingi fari að sætta sig við skattalöggjöfina og hirði ekki um endurskoðun hennar. En á þessu er einmitt nokkur hætta, ef ekki verður hraðað - endurskoðun skattalöggjafarinn ar, en .í þess stað veittar íviln- anir á ívilnanir ofan. Þá er þætt við, að áhuginn fyrir end-i urskoðun minki. Milliþinganefnd situr nú á rökstólum, sem á að endurskoða alla skattalöggjöfina. En eins og í pottinn er búið, er útilokað, að sú endurskoðun fari fram á þinginu í vetur. Þetta er mjög illa farið, því að ekkert stór- mál er nú eins aðkallandi og ■endurskoðun skattalöggjafar- innar. Ríkisstjórn og Alþingi mega ekki gleyma því, að núverandi skattalöggjöf hittir fleiri en þá, sem fengið hafa ívilnun. Það verður meira að segja svo í framkvæmdinni, að vegna íviln- unarinnar koma skattarnir með enn meiri þunga á aörar stjettir. Þessvegna má ekki draga endur r skoðunina. Gott eigið þið íslending- ar, ekki þurfið þið fyrir þessu að hafa“. Svo mælti einn fjelaga minna fyrir nokkrum mánuðum síðan, er okkur var gengið fram hjá Tegnér-lundinum í „Gott eigið þið íslendingar, ekki þurfið þið að óttast þetta“. Þannig mælti annar kunningi hjer á dögunum um leið og hann rjetti mjer frjettablað með mýnd af Helsingforshúsum í rústum eftir -rússneskar sprengjur. Já, gott eigum við Islendingar, en . . . Þegar jeg sá myndina af hinnm hrundu húsum, sá jeg fyr- ir aðrar myndir, þær voru einnig af hrundum húsum, en þau hús voru heima á Eyjaf jarðarströnd, á Dalvík, eftir jarðskjálftann 2. júní 1934. Og hjer með er jeg kominn að efninu. íslendingar eru liin eina sjálfstæða þjóð veraldar, sem ekki hefir vopn borið í fleiri aldir, það er náðargjöf, sem vart verður of- metin. Þjóðin hefir ekki þurft að sjá sonum sínum blæða út á or- ustuvöllum. En það varð okkar hlutskifti að berjast á öðrum vett- vöngum. Við byggjum hættuland, land óblíðu og dutlungafullra náttúrukrafta. Alt er þegar þrent er, og þrír eru þeir óvinir, sem við lengst af höfum átt í höggi yið og sem við stöðugt verðum að vera viðbúnir að mæta. Þessir þríf ÓVinir heita; ísaár, eldgos og jarðskjálftar. Stríðið við þá líkist að því leyti nútímastríði, að þa.5 er allsherjarstríð (totalitert) og gengur yfir alla, konum og börn- um er þar eigi hlíft fremur en í nútímastyrjöld. En einmitt þess- vegna getum við ýmislégt lært af varnarráðstöfunum gegn nútíma- styrjöld. Þetta gildir eigi minst um baráttuna gegn fjanda þeim, sem jeg síðast nefndi og sem jeg mun gera að nánara umtalsefni í þessari grein. Þessi fjandi er jarðskjálftarnir. ★ Það er sameiginlegt loftvörnum ogylandskjálftavörnum, að engar líkur eru til þess að liægt sje að afstýra hættunni með öllu. Og í báðum tilfellum eru varnaraðgerð irnar þrennskonar: 1) Rannsókn á eðli hættunnar, 2) verklegar að- gerðir til varnar gegn hættunni og 3) regiur og leiðbeiningar um hegðun fólks, er hættuna ber að höndum. Á þessari öld liafa orðið fleiri stórir og mannskæðir landskjálft- ar en menn áður vita til á svo stuttu tímabili. Jeg skal aðeins minna á nokkra hina stærstu, en þeir eru: Jarðskjálftinn í San Eranciseo 18. apríl 1906. Kostaði eitt þúsund mannslífa og skaðinn var metinn á 350 miljónir króna. Jarðskjálftinn í Messína og Cala- bríu 28. des. 1908. í Messína dóu 83 þúsund af 138 þúsundum íbúa og í Reggío 20 þúsund af rúmum 40 þúsund. Jarðskjálftinn í Cing-liang í Kína 16. desember 1920. Kostaði 200 þúsund mannslíf. Jarðskjálftinn í Sagamíflóa í Japan 1. september 1923. 247 mannéskjur farast, þar af flestar í Tokíó og Yokohama. Skaðinn metinn á 5506386034 yen (5V2 miljarð). Jarðskjálftinn í Quetta á Ind- landi 30. mars 1935. Kostaði 40 þús. mannslífa. Eru þá ótaldir jarðskjálftarnir í Chile í fyrra og hinn mikli jarð- skjálfti í Anatólíu nú í janúaf, en um hvorugan Iiefi jeg nákvæmar skýrslur. ★ Fátt er svo með öllu ilt, , . . og þessir miklu jarðskjálftar liafa valdið því, að mjög kappsamlega hefir verið unnið að jarðskjálfta- rannsóknum og þekkingu á eðli þeirra og verkunum hefir fleygt fram. Þessar rannsóknir hafa haft stórkostlega vísindalega þýðingu óg m. a. aukið mjög þekkingu okkar á iðrum jarðarinnar. Hjer skal þó ekki farið út í þá sálma, en vikið nokkuð að þeirri hag’- kvæmu (praktisku) reynslu, er unnist hefir. Jarðskjálftaskaðar verða eink- um með þrennum hætti, annað- hvort orsakast þeir beinlínis af völdum hristingsins, eða þá af flóðbylgju, sem er jarðskjálftun- um samfara, eða þá í þriðja lagi af eldsvoðum, sein brjótast út eft- ir skjálftana. Flóðbylgja var það, sem olli aðalmanntjóninu í hinum mikla jarðskjálfta í Lissabon 1. nóvember 1755, og að nokkru leyti í Messínajarðskjálftanum. Árið 1923 fórust og nokkur þús- und manna af flóðbylgju í Sauruk í Jaþán. Sú flóðbylgja var 28.5 metra há. Auðsætt er, að flóð- bylgja er aðeius hættuleg bæjum, er stauda lágt yfir sjó. Það hefir alstaðar sýnt sig, að verkanir jarðskjálfta á byggingar o. fl. fára mjög eftir eðli þess jarð vegs, er byggingarnar standa á. I San Franeisco jarðskjálftanum var skaðaorkan í þeim hlutföllum, sem hjer segir: Fast berg = 1, sandsteinn = 2—2.4, uppfylling 4.4—11.6 og mýrlendi 12, þ. e. jarðskjálftinn verkaði 12 sinnum sterkara á hús í mýri en hús sem stóðu á föstu bergi o. s. frv. Yf- irleitt liefir það alstaðar verið reynslan, að hús sem standa nógu djúpt í föstn bergi, verjast best. Þau taka seim lieild þátt í jarð- skjálftasveiflunum, en þær sveifl- ur eru að jafnaði xnjög smáar (stærsta sveiflusvið (amplitun) nokki'ir cm.). Mjög þykk malar- IÖg geta dregið úr sveiflunum, en þunn malarlög eða mýrlendi auka þær. Má líkja slíltum lögum við hlaupbúðing (gelé) á diski. Allir vita, að aðeins þarf örlítinn titr- ing til þess að búðingurhm fari að skjálfa. I mörgum jarðskjálfta- lijeruðum er algerlega bannað að byggja hiis á hættulegum jarðvegi. En hvernig er það heima ? Er há- skólahverfið í Revkjavík á traust- um jarðtegundum ? Er yfirleitt nokkuð tillit tekið til jarðskjálfta hættu í skipulagningu íslenskra kaupstaða ? ★ Oftast er það þó eigi land- skjálftinn sem slíkur, lieklur eftir- fylgjandi eldsvoðar, sem valda mesfu tjóni. í Tokíójarðskjálftan- um 1923 fjellu um 10 þúsund bús í sjálfri Tokíó og um þúsund manns fórust. En eftirfylgjandi eldsvoði eyðilagði yfir 360 þúsund hús og drap 58 þúsund manns i sjálfum aðalbænum. Á torgi einn í bæjarhverfinu Honzyo höfðn safnast saman um 40 þús. manns, er flúið höfðu hús sín. Mannþröng in á torginu varð svo þjett, aS erfitt var að breyfa sig. Nokkrum klukkustundum eftir að land- skjálftinn var afstaðinn ber vind- ur eldneista yfir hópinn ojf kveikti í klæðum manna. 38 þús- undir brunnu þar til dauða. Aðal- skaðarnir í San Francisco jarð- skjálftanum urðu og af völdum eldsins. Það er því sýnt, hversu mikið veltur á því, að hægt sje að veita eldinum viðnám. Fyrstn skilyrðið er, að brunastöðvarnav sjeu bygðar sem traustastar og k sem öruggustum stað. Þá er o» nauðsynlegt, að allar vatnsleiðsl- ur sjeu Iagðar þannig, að sem minst hætta sje á því, að þær bili. Þetta gildir náttúrlega einnig un aðra nauðsynlegar leiðslur, sv«> sem gasleiðslur. Bæði í Tokíó og San Francisco sýndi það ,sig, að ieiðslur, sem voru lagðar grnát í malar- eða mýrarjarðvégi, gengn allar af sjer, en þar sem þeim var komið niður á fasta klöpp, vörð- ust þær vel. Það liggur í augum uppi, hvílík hætta er af íkveik- ingu ef vatnsleiðslurnar bila. ★ Það er gömul reynsla, að hús þola landskjálfta mjög misjafn- lega. Traustbygð timburhús þola þá best, en hiis úr tígulsteinum eða öðrum hlöðnum steinum illa. Ójárnbent steinhús eru nær óhaef á jarðskjálftasvæðum. Það sýndi meðal annars landskjálftinn S Dalvík, þessi jarðskjálfti, sem drottinn af náð sinni sendi okkur til lærdóms og áminningar, en hvað þó tifclítils kom. Vel járn- bent steinhús með steingólfum og ekki altof þungn þaki þola skjálfta vel. En þess ber að gæta, að það gera þau aðeins svo lengi sem járnin eru óryðguð. Og það þarf ekki sterkan skjálfta til þes» að smásprungur komi í járnbenta veggi, og sje ekki að gáð, getur loft og vatn komist að járnunum og þau ryðgað og húsið hrunið saman í næsta sterka landskjálfta. Það er því nauðsyn að líta vel eft- ir slíku strax eftir jarðskjálfta- Sama gildir náttúrlega um okkar steyptu brýr. Það ætti því að vera skylda að yfirfara allar stein- steyptar brýr á svæði, sem land- skjálfti^hefir gengið yfir. Trassa- skapur’í þessum efnum hefnir sín fyr eða síðar. Þá væri og meir en nauðsyn á að húsasmíðameistarar vorir færðu sjer í nyt þá reynslu, sðm . fengist liefir í jarðskjálfta- löndum af ýmsum atriðum í húsa- „konstruktionum“ til frekari tryggingar gegn jarðskjálftasköð- um. Sum horngluggahúsin i Reykjavík benda á, að eklti sje alt of mikið tillit tekið til þess- arar reynslu. Meira. Hermenn á^kaufum Hollenskir hermeim á skautum. Sokkhólmi, en þar var verið að byggja sprengjuskýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.