Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 8
8 VETTVANGUR TÍMINN ÆSKUNNAR LAUGARDAGUR 24. aprfl 1965 Mjog fjölbreytt og þróttmikil starfsemí ÆSi á síðasta ári A'ðalfundur fulltrúaráðs Æskulýðssambands íslands var haldinn þriðjudaginn 20. apríl s.I. og flutti Hörður Gunnars- son, formaður ÆSÍ þar skýrslu um istörf stjórnarinnar á starfs árinu. Kom fram í skýrslu hans að starfsemi sambandsins var mikil á árinu, bæði á innlend- um og erlendum vettvangi, og merkustu nýmælin voru störf sérstakra nefnda á sviffi mann- réttindamála og aðstoðar við þróunarlönd. Þá var fjárhagur ÆSÍ betri á s.I. ári en nokkru sinni fyrr. Á aðalfundinum var Hannes Þ. Sigurðsson, full trúi fþróttasambands fslands, kjörinn formaður ÆSÍ næsta starfsár. Stjórn ÆSÍ s.l. starfsár var þannig skipuð: Hörður Gunn- arsson, Sambandi ungra Fram- sóknarmanna, formaður, Örlyg- ur Geirsson, SUJ, varaformað- ur. Hannes Þ. Sigurðsson, ÍSÍ, ritari, Sigurður Jörgensson, ÍUT, gjaldkeri ,og Helga Krist- insdóttir, BÍF, erlendur bréf- ritarl .í varastjórn voru Svavar Gestsson, ÆF, Háukur ísfeld, SBS og Gylfi Guðjónsson. INSÍ. Formaður ræddi síðan um starf stjórnarinnar á starfs- árinu og tók fyrst fyrir inn- lenda starfsemi: MANNRÉTTINDAMÁL „ Á fundi sínum hinn 23. júní samþykkti stjóm ÆSÍ að setja á laggiraar nefnd til athugun- ar á því, hver afskipti samtök- in gætu haft til stuðnings mann réttindabaráttu hörundsdökkra manna í Suður-Afríku. í nefnd ina voru skipaffir Einar Ilann- esson, formaður, Hörður Zoph- oníaisson, SUJ, og Ólafur Ein- arsson, ÆF. Elías Snæland Jónsson, SUF, var skipaður varamaffur, en starfaði að fullu með nefndinni. Einar er úr ÍUT. Undirbúningsnefndin hóf þeg ar störf og aflaði þeirra gagna innan lands og utan, sem nauð- synleg voru talin. Hinn 9. sept ember skilaði nefndin áliti og gerði tillögur um meðferð þess- ara mála af hálfu ÆSf. Framkvæmdanefnd kynþátta- mála, sem síðar hlaut heitið Mannréttindanefnd ÆSÍ, var skipuð hinn 9. september að tillögu undirbúningsnefndar- innar. f nefndina voru skipaffir Einar Hannesson, ÍUT, formað ur, Elías Snæland Jónsson, SUF, (valinn ritari af nefnd- inni), Hörður Zóphoníasison, SUJ, Svavar Gestsson, ÆF, og síðar var skipaður Jón E. Ragn- arsson, SUS. Sæti Svavars Gestssonar ÆF, tók síðar Hall- veig Thorlacius, ÆF, og sam- þykkti stjórn ÆSf það. Erindis bréf var nefndinni sent hinn 17. nóvember 1964, og kemur þar fram, að tilgangur þessar- ar nefndar er mun víðtækari en undirbúningsnefndarinnar. og því eðlilegra að nefna hana mannréttindanefnd. Hinn 2. marz 1965 skilaði mannréttindanefndin tillögum að fyrstu aðgerðum á vegum ÆSÍ. 13. marz var kynningar- og upplýsingafundurinn haldinn í húsakynnum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Stjórnaði honum Einar Ilannesson, formaður mannréttindanefndarinnar. Var fundurinn vel sóttur af fulltrúa ráðsmönniim og áhugamönnum úr aðildarsamböndunum. Hinn 18. marz var efnt til blaðamannafundar að Hótel Borg. Þar flutti formaður ÆSÍ stutt ávarp. Einar Hannesson, form. Manróttindanefndarinn- ar, gerffi grein fyrir tilhögun fræðslustarfsemi „mannrétt- indaviku ÆSÍ“, en það heiti hlaut starfsvikan 21.-28. marz. „Mannréttindavika ÆSÍ“ 21. —28. marz tókst með afbrigð- um vel og raunar enn betur en þeir bjartsýnustu höfðu þor að að vona. f öllum dagblöðum Reykjavíkur birtust ritstjóra- argreinar, auk 40 greina eða frétta í beinu sambandi við vikuna, sem lesa mátti dag- lega. Þá var „mannréttindaviku ÆSÍ“ gerð góð skil í Trétta- tíma Ríkisútvarpsips. f sam- bandi við < „mannréttindaviku ÆSÍ“ voru tvö erindi flutt í Ríkisútvarpið, af þeim Jóni E. Ragnarssyni og Elíasi Snæland Jónssyni, um ástandið í Suður- Afríku. Vöktu þessi ‘krif og erindi fólk til meiri umhugsun ar og umræðna um mannrétt- indi og brot á þeim en ætla hefði mátt að óreyndu. Gera má ráff fyrir, að mann- réttindanefndin hugi að enn stærri verkefmim í framtíð- inni en skýrt var frá hér að framan að lokinni svo góðri byrjun. Á fundi sínum 1. apríl sam- þykkti stjórn ÆSf að veita til mannréttindanefndarinnar kr. 5.000.00 sem byrjunarfram- lag til starfsemi nefndarinnar. HERFERÐ GEGN HUNGRI Á fundi 25. ág. ákvað stjórn ÆSÍ að beita sér fyrir fundi með fulltrúum hinna fjögurra pólitísku æskulýðssambanda innan samtakanna til þess að kanna hvort möguleikar væru á að hefja aðgerðir hérlendis til styrktar því fólki í heimin- um, sam við slbort og hungur býr. Þessi fundur var síðan haldinn 1. september, og mættu þar af hálfu ÆSÍ formaður og ritari og einn fulltr. frá hverju hinna fjögurra stjórnmálasam- banda, þeir Elías Snæland Jóns son, SUF, Sigurður Guðmunds- son, SUJ, Ragnar Kjartansson, SUS, og Olafur Einarsson, ÆF. Kom fram mikill vilji allra fundarmanna á því að kanna möguleika til aðgerða hérlendis til aðstoðar við út- rýmingu hungurvofunnar. 9. sept. samþykkir stjórn ÆSÍ á fundi sínum að skipa undirbúningsnefnd FFHC — (Freedom from Hunger Cam- paign), aðgerða og völdust í nefndina Sigurður Guðmunds- son, SUJ, formaður, Elías Snæ- land Jónsson, SUF, Ragnar Kjartansson, SUS og Örlygur Geirsson, varaform. ÆSÍ, sem oddamaður. Fimmti maður í nefndina var síðar skipaður Magnús Jónsson, ÆF. Hörður Gunnarsson, SUF, fyrrverandi formaður. Undirbúningsnefndin hóf þeg- ar störf og vann mikið verk við öflun gagna innan lands og utan. Þá hafði nefndin einnig samráð við Davíð Ólafsson, for mann FAO-nefndarinnar ís- lenzku, sem reyndist hinn hjálp legasti í öllum greinum. Ljóst var þegar, að fjármagn skorti til allra aðgerða, sótti því Æskulýðssamband fslands að tilhlutan nefndarinnar, um styrk til Alþingis til starfsemi hennar. Styrkur þessi, að fjár- hæð kr. 75.000.00 var veittur, og mun efalaust mikil stoð að honum, þegar til framkvæmda kemur. Undirbúningsnefndin skilaði áliti til stjóraar ÆSÍ, og var það tekið til meðferðar á fundi hinn 16. marz. Eru tillögurnar mjög vel unnar og sérstaklega ítariegar. Er Ijóst, að geysi- mikið starf liggur þar að baki. Nefndin gerði m.a. tillögu um, að starfsemin í heild nefnd ist: „Herferðin gegn hungri“ og samþykkti stjórain það að sínu leyti, skammstafað HGH. Framkvæmdanefnd væntan- legra aðgerða skipaði stjórnin á sama fundi — hinn 16. marz. í nefndina voru skipaðir Sigurð ur Guðmundsson, formaður. SUJ, Elías Snæland Jónsson, ritari, SUF, Ragnar Kjartans- son, gjaldkeri, SUS, Magnús Jónsson, ÆF, og Örlvgur Geirs- son .varaform. ÆSf. af hálfu stjórnarinnar. Er hér tvímælalaust um að ræða stærsta einstaka verkefn- ið sem Æskulýðssambandið hef ur ráðgert að vinna að. TILLÖGUR UM STARF- SEMI 30. október skipaði stjórnin starfsnefnd til tillögugerðar varðandi námskeiðshald o.fl. á vegum sambandsins. í nefndina voru skipaðir Gísli B. Bjömsson, formaður, ÆF, Ásgeir Thoroddsen, SUS, og Ingi B. Ársælsson, SUF. Hannes Þ. Sigurðsson, ÍSÍ, núverandi formaSur. Starfsnefndin gekk frá á- liti og skilaði formaður hennar Gísli B. Bjömsson tillögum á stjórnarfundi 11. janúar. FJÁRMÁLANEFND 3. növember ákvað stjóm ÆSÍ að skipa sérstaka fjár- málanefnd á vegum samtak- anna. Segir svo í erindisbréfi nefndarinnar: Hlutverk nefnd- arinnar er að fjalla um fjár- hagsástand sambandsins hverju sinni og áætla fjárþörf með til- liti til starfsáætlana stjórnar- Jafnframt er nefndinni falið að gera tillögur um og kanna færar leiðir til lausnar fjár- þörfinni. I nefndina voru skipaðir eft- irtaldir menn: Axel Jónsson. alþm., form., Geir Gunarsson, alþrn., Jón Skaftason. alþm.. Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri, og Magnús Óskarsson, vinnumálafulltrúi. Er gert ráð fyrir. að fjár- málanefndin verði fastanefnd Á árangur starfa hennar án efa eftir að verða samtökunum til hags. TÓRAKSAUGLÝSINGAR Á fulltrúaráðsfundi 10. nóv- ember var eftirfarandi sam þyklkt gerð: Fulltrúaráðsfundur ÆSÍ haldinn 10. nóvember 1964. lýsir yfir ugg sínum vegna tóbaksauglýsinga í blöð um. kvikmyndahúsum og á al- mannafæri. Vísindamenn hafa sannað, að tóbaksreykingar eru hættulegar heilsu manna, og skorar því Æskulýðssamb. fs- lands á hæstvirt Alþingi að hlutast til um, að tóbaksaug- lýsingar verði bannaðar með lagasetningu. Samþykkt þessi var send Alþingi, en afrit hennar einn- ig til dagblaða og útvarps. Nokkru síðar lagði Magnús Jónsson, alþingismaður, fram í Efri deild Alþingis, frumvarp til laga um bann við tóbaks- auglýsingu, og má segja, að árangur hafi orðið góður og skjótur, en hafa ber í huga áhrif annarra aðila, eins og bindindissamtakanna. FRÉTTABRÉF Fréttabréf ÆSÍ kom út á árinu og birtust 3 tölublöð V. árgangs. Ritstjóri 1. tölublaðs- ins var Hörður Sigurgestsson, en hinna tveggja Svavar Gests- son og Haukur fsfeld. f fréttabréfinu gat að líta sikýrslur af starfi samtakanna, upplýs. um aðildarsamtökin, frásagnir af sendiförum full- trúa ÆSÍ á alþjóðafundi og ráðstefnur og sitthvað fleira. WAY — HEIMSÞING ÆSKUNNAR Þá ræddi Hörður um sam- skipti ÆSÍ við erlenda aðila, og þá fyrst við WAY, en 5. þing þess var haldið í Amherst Massaehussetts í Bandaríkjun- um dagana 31. júlí til 12. ág- úst s.l„ og fór sex manna sendinefnd frá fslandi, en það eru fleiri fulltrúar en nokkru sinni fyrr. íslenzku fulltrúamir voru Hörður Gunnarsson, sem var formaður sendisveitarinnar. Örlygur Geirsson. og Sigurður Jörgensson. Þá fóru þessir á kostnað sinna eigin - félaga: Benedikt Blöndal, SUS, Gísli B. Bjömsson, ÆF og Ingi B. Ársælsson, SUF. f sambandi við för sendisveitar ÆSÍ á WAY-þingið kom upp mikið vandamál, sem þó leystist far- sællega á síðustu stundu. Banda ríska sendiráðið í Reyfcjavík dró það þar til tæpum tveim klukkustundum fyrir brottför að gefa út áritanir í vegabréf tveggja nefndarmanna. Eftir nokkrar viðræður tókst samvinna með sendisveitum Norðurlanda, fslands, Svíþjóðar Noregs og Danmerkur, um kjör manna í trúnaðarstöður innan alþjóðasamtakanna. Áheymar- fulltrúar Finna áttu einnig hlut að samkomulaginu. Fór svo, að Svíinn Carl-Axel Valen var kjör inn aðalframkvæmdastjóri WAY. í fulltrúaráð alþjóðasam- takanna var af hálfu Norður Ianda að þessu sinni stuðlað að kosningu íslendings, Inga B Ársælssonar, og náði hann kjöri. Eins og að framan greinir Framhald á 12. sfð- UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.