Morgunblaðið - 04.05.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 34. árgangm 98. tbl. — Sunnudagur 4. maí 1947 íaafoldarprentsmiðja h.f. VITSKERTUR tVIAÐDR IUVRÐIR DIMGBARINI -<*> i Kíkisráöstundur, sem haldinn var fyrsta maí s.l., er fyrsti fundurinn frá lýðveldisstofnun- inni, þar sem forsætisráðherra, forseti sameinað s Alþingis og forseti hæstarjettar fara með vald .forseta Islands. — Þessi myndi er tekin á fundi þcssum. Talið frá vinstri til hægri eru Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra, Emil Jónsson samgöngumálaráðherra, Bjarni Benediktsson utan ríkisráðherra, Síefán Jóhann Stefánsson forsætisráðlierra, Gunnlaugur Þórðarson ríkisráðsrit- ari, Jón Pálmason foseti Sameinaðs Alþingis, J ón Ásbjömsson, forseti hæstarjettar, Eysteinn Jónsson mentamálaráðherra og Bjarni Ásgcirsson atvinnumálaráðherra. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). Ursilf atkvæðagreiðsi- unnar i Dagsbrún ð dag öriagarík fyrir verka- menn VERKAMENN hafa unnið fyrsta sigurinn í viðureign- inni við hina ofstækisfullu kommúnista, sem ráða í verka- lýðsfjelögunum. Þessi sigur vanst í gær, þegar stjórn Dags- brúnar var tilneydd að láta undan þeirri almennu kröfu verkamanna, að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um það, hvort segja skyldi upp kaupsamningi við atvinnurek- endur. Svikabrögð kommúnista. Að vísu er þessari atkvæða- greiðslu hagað þannig, að komúnistar þykjast bersýnilega geta ráðið því, hver úrslitin verða. Ekkert var látið uppi um atkvæðagreiðsluna. Öllu var haldið vandlega leyndu. En kommúnistar smöluðu á- kaft liði sínu á Dagsbrúnar- fundinn, sem boðað var íil síð- degis í gær. Og þegar þeir þótt ust öruggir um, að þeir gætu ráðið öllu á fundinum, til- kynna þeir að allsherjarat- kvæðagreiðsla hefjist þegar að fundinum loknum. Sendu þeir svo lið sitt á kjörstaðinn, til þess að greiða atkvæði! Þessar aðfarir allar eru vita- skuld ekki í anda lýðræðis, enda ekki slíks að vænta, þar sem kommúnistar lögðu á ráð- in. — Nú reynir á verkamenn. En hvað sem þessu líður, er hitt staðreynd, að atkvæða- greiðsla verður látin skera úr um, hvort samningum verður sagt upp eða ekki. Verkamenn geta því enn af- stýrt vandræðunum og voðan- um, sem ltommúnistar stefna markvist að. Verkamenn verða að gera sjer ljóst, að hjer er ekki um að ræða kaupdeilumál 1 venju- legum skilningi. Það eru ekki bætt kjör* verkamanna, sem liggur til grundvallar þessara átaka, heldur hitt, að fá verka- menn í lið með sjer til þess að rjetta hlut forsprakka komm- únista, sem hafa orðið undir í hinni pólitísku baráttu. Verkamenn eru vissulega' ekl$i of sælir af þeim kjörum, sem þeir hafa nú. Síður en svo. En eins og atvinnuástandið er í landinu, verða kjör verka- manna ekki bætt með nýrri kaupskrúfu og þar með vax- andi dýrtíð. Eina úrræðið til þess að fá bætt kjör verkamanna, eins og málum er komið, eru skynsam legar aðgerðir í dýrtíðarmál- unum. Orlagastundin. í dag eru þessi örlagaríku mál lögð í hendur ykkar sjálfra, | Framh. á bls. 2 I Særir með hnífs- stungum móðurina og annað barn hennar Sá SMIMEGI affeuröyr gsrðisf hjer á ní- unda fímsnum í gærkvaldi,. aS brjáiaSur mað ur rjeðisf með sfórri s^eðju é kenu og fvær dæfur fesnna?, fveggja eg áffa ára að aldri. Hyrfi feann yngri dóffurina, en særði mörgum hnífsstungum máðurina og eSdri dófturina. Þessi atburður gerðist í skála nr. 1 við Háteigsveg. Menn, sem kallaðir voru til hjálpar, handsömuðu morð- ingjann, INGÓLF GUÐMUNDSSON, járnsmið, sem býr einn í skúr þarna skamt frá og afhentu hann lögregl- unni. Hann hefir verið sjúklingur á Kleppi, en mun hafa útskrifast þaðan fyrir nokkrum árum. Konan, sem fyrir árásinni var, heitir Rósa Aðalheið- ur Georgsdóttir, ættuð af Snæfellsnesi. Maður hennar er Kjartan Friðberg Jónsson, trjesmiður, og var hann að vinnu, er þetta gerðist. Dóttir þeirra hjóna, er myrt var hjet Kristín, tæplega tveggja ára. Systir hennar, sem var særð, heitir Sigríður, og er 8 ára. Mæðgurnar voru fluttar í Landsspítalann. Árásin gerð. Nákvæm rannsókn á þessum hryllilega atburði hafði ekki farið fram, er blaðið fór í prentun. Ekki var nákvæmlega upp- lýst, með hverjum hætti árásin var gerð. Konan var við þvotta úti í þvottaskála, sem er rjett við braggann. Ekki er vitað, hvort árásarmaðurinn rjeðist fyrst að konunni þar inni og hún hafi svo flúið inn í braggann til barna sinna, eða hvort árásin liafi fyrst verið gerð á hörnin og síðan á konuna. Ekkert vitni, sem að árásarstaðnum har, gat borið um þetta atriði, er síðast frjett- ist til. Hrylliieg aðkoma. Maður, sem staddur var í bragga rjett hjá árásarstaðnum, en vill ekki láta nafns síns getið, skýrði blaðinu svo frá: Rósa Aðal- heiður kom hlaupandi inn í braggann, þar sem hann var staddur, og var hún alblóðug. Bað liún menn, sem þar voru, að koma sjer til hjálpar, því að verið væri að myrða börnin sín. Maður þessi brá þegar við og hljóp við annan mann að árásarstaðnum. Er þeir komu að dyrum braggans, þar sem konan bjó, lá þar eldri telpan, Sigríður, í blóði sínu, og var hún meðvitundarlaus. Báru mennirnir teipuna þegar inn í bíl, sem þar har að. í þeim svifum kom kona til þeirra og sagði, að árásarmaðurinn væri inni í bragganum og væri þar einnig yngra barn Kósu Aðal- heiðar. Báðir mennirnir fóru þegar inn í braggann. Stóð þá árásarmaðurinn þar á miðju gólfi með stóra sveðju í hendinni, alhióðuga. Heimildarmaður hlaðsins skifti sjer ekki af árásar- manninum, en svipaðist þegar um eftir barninu, Kristínu litlu. Aliir húsmunir í hragganum voru á ringulreið, og fann hann því barnið ekki strax. Á legubekk innarlega í hragganum fann liann svo harnið. Var barnið alblóðugt á hrjósti, og telur maðurinn Framh. á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.