Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 1
16 sáður 34. árgangur 245. t!>L — Þriðjudagur 28. október 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. De Gaulle krefst nýrra þingkosninga ------- — ----——— --— « ------- Sigraoi í Frakkianci De Gaulle hefur nú sýnt það svart á hvítu, að hann er öfl- ugasti stjórnmálaleiðtogi Frakklands í dag. Hann kvefst nýrra þingkosninga. Dönsku |)ingkosningarnar í dag snúast itm Slies- víkurmálið 02 fiármálin Kaupmannahöfn í gær. > Einkaskeyti frá frjettaritara vorum. DÖNSKU KOSNINGARNAR, sem fram eiga að fara á morgu þriðjudag) munu að nokkru leyti snúast um Sljesvíkurmáli svonefnda og að nokkru leyti um fjármál. Það er erfitt að sp nokkru um úrslitin vegna þess, að skoðun kjósenda' á Sljes víkurmáúnu þarf ekki að vera sú sama og skoðun þeirra Efldi enn aðstöðu sína í kosningunum á sunnu- dag PARÍS í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. CHARuES De GAULLE — sem í kosningunum í gær enn styrkti aðstöðu sína sem öflugasti stjórnmálaleiðtogi Frakka — krafðist þess í dag, að franska þingið yrði leyst upp og efnt j'rði til nýrra þingkosninga. Lýsti hershöfðinginn yfir því, í ávai’pi, sem hann birti, að stjórnarvöldin hefðu nú misst þann stuðning kjósenda, sem þau þörfnuðust til að geta áfram farið með stjórn i landinu, en ástandið væri hinsvegar svo alvarlegt, að engura tima mætti tapa. --------------------® övísf m örlðg pðlska bændaSeiðtcgans London í gærkvoldi. . ENN hefur ekkert héyrst til Mikolajczyk, pólska bændafull trúanum, sem stjórnarvöld Pól lands tilkyntu um helgina, að horfinn væri frá Varsjá. — ' Fylgdi það fregn þessari, að hamx mundi hafa farið úr landi, og i dag halda pólsku blöðin þyí enn fram, í frjettum sín- um, að svo sje. Fijettamenn höfðu fyrir all- löngu síðan spáð því, að ekki mundi langt líða, þar til öx’lög Mikolajczyk yrðu þau sömu og annara stjórnarandstæðinga í Austur-Evrópu. Hefur mikill styr verið um hanr að undan- fförnu og árásir kommúr.jsta magnast dag frá degi. —Rcuter. Breskir námumenn saitiþykkia lengdan vinnutíma London í gærkvöldi. ■NÁMUMENN í öllum námuhjer- uðum Bretlands hafa nii fallist á þá málaleitan bresku stjórnar- innar, að þeir lengi vinnutíma sinn frá því sem um var samið, meðan núverandi efnahagsvand- ræði halda áfram. Námumönnum hefur verið gef inn kostur á að velja, hvort þeir vilji vinna hálfri klukkustund lengur fimm daga vikunnar, eða starfa í námunum annan hvern laugardag. Flest námuhjeruð hafa til þessa valið síðari kostinn. — Reuter. Gulistuldur Naslsta á stríðsánmum PÓLLAND hefur sent nefnd þeirri, sem sjer um skiftingu •gullsins, sem nasistar stálu á stríðsárunum, orðsendingu, þar cem þess er krafist, að nefixdin hætti að afhenda gull þetta, þar til áætlun hennar um dreifingu málmsins hafi verið breytt þann ig, að mögulegt sje að uppfylla kröfur allra þeirra landa, sem telja sig eiga heimtingu á hluta af gullinu. Pólland mun líta svo á, að sum lönd hafi fengið of mikið af gulli, samtímis því sem önnur hafi orðið út undan. — Reuter. íxokkunum og þjóðmálastefnu Gegn sósíalisma. Ihaldsflokkurinn leggur aðal áherslu á fjármálin í kosninga- baráttunni og halda því fram, að kosningai’nar snúist fyrst og fremst um, hvort athafnalífið eigi að vera frjálst, eða bundið ríkinu. Blöð íhaldsmanna hvetja kjósendur að kjósa gegn sósíalisma, án tillits til þess hverrar skoðunar þeir sjeu í Sljesvíkurmálinu, þar sem það vandamál verði ekki leyst á næstunni, hvort eð er. Forustumenn Vinstri flokks- ins og Radikala leggja mikla áherslu á Sljesvík.urmálið, frá ólíkum sjónarmiðum, þar sem vinstrimenn styðja, en Radi- kalir eru á móti innlimun Sljes víkur. En þrátt fyrir Sljesvík- uráróðurinn er búist við að flestir kjósi eftir flokkum og er ekki búist við neinum stór- breytingum. Spádómar. Sumir spá því, að Vinstxá- menn og jafnaðarmenn vinni á á kostnað íhaldsmanna og kom þeirra. múnista. En ekki er talið, að jafnaðarmenn vinni það tap upp, sem þeir urðu fyrir í kosn- ingunum 1945. Búist er við að radikalir standi í stað, eða tapi lítilsháttar. Christmas. Christmas Möller býður sig frem sem óháður íhaldsmaður í kjördæmi í Suður-Jótlandi og er talið líklegt að hann nái kosningu. — Christmas Möller berts cinr.a hai'ðast gegn þeim, sem vilja innlima Sljesvík. Jafnaðarmenn vonast til að geta myndað minnihlutastjórn eftir kosningar, en íhaldsmenn og' radikalir vilja samsteypu- stjórn, sem mynduð yrði af borgaraflokkunum og jafnaðar mönnum. Páll. 1’erslunarviðrœ&ur í Haag LONDON: — Nýloga hefur verið tilkyut, að viði’æður um frekari verslunarviðskifti milli Hollend- inga og Breta muni fara fram síð- ast í þessum mánuði. Kasmís sameinast Indlandi New Delhi í gærkvöldi. FYLKISSTJÖRI Kasmir hefur nú boðist til að sameina hjerað- ið Indlandi. Hafa miklar óeirðir verið þar að undanförnu, en þær munu að mestu eiga rætur sínar að rekja til þess, að flestir em- bættismenn fylkisins eru Hind- úar, en þegnarnir hins vegar Múhameðstrúar. Mountbatten lávarður, land- stjóri Indlands, hefur tilkynt, að tilboð Kasmirs um sameiningu verði þegið, en er friður sje kom- inn þar á, verði lát.nar fara fram kosningar, til að ganga úr skugga um, hvort hjeraðsbúar vilji frekar heyra undir Indland eða Pakistan. — R.euter. Þjóðverjar sfjórna kolaframleiðslu í Ruhr London í gær. TILKYNT var samtímiS í Lon- don og Washingfon í dag, að stjórnir Bretlands og Bandaríkj- anna hefðu nú samþykt sam- komulag það um kolaframleiðslu í Ruhr, sem náðist í viðræðum breskra og bandarískra fulltrúa í Bandaríkjunum í síðastliðnum mánuði. Yfirmönnum bresk-bandaríska hernámssvæðisins hefur þegar verið tilkynt þetta, en samkv. hinu nýja samkomulagi, munu Þjóðverjar stjórna námunum í Ruhr undir eftirliti hernámsyfir valdanna. — Reuter. Erlendir verkamenn í Bretlandi. LONDON: — Samkvæmt skýrsl- um breska verkamálaráðuneytis- ixxs eru nú í Bretlaxxdi 21,223 verkamenn frá breska hernáms- svæðinu í Þýskalandi. Konimúnistarnir tapa enn. Lokatölur úr kosningunum í gær eru ekki væntanlegar fyr en eftir einn eða tvo daga, en alt bendir þó til þess, að aðstaða De Gaulle hafi enn eflst frá því fyrir viku síðan. Kommúnistar hafa tapað fylgi, en sósíalistar heldur bætt aðstöðu sína. Kommúnistarnir víkja. Tap kommúnista kemur aðal- lega fram í borgar- og bæjar- stjórnarkosningum. — í stærri borgum hafa þvínær allir borg- arstjórar kommúnista orðið að víkja fyrir annaðhvort flokki De Gaulle eða mönnum þeim, sem verið hafa í framboði fyrir sós- íalista.. Stærstu borgirnar. Þegar athuguð er skipting meir en 82,000 sæta í stærri borgum og kjördæmum, ei' heildarsvipurinn svona: Sameiningarfl. fx-önsku þjóðarinnar með 29,137 fulltrúa kjörna; sósíalistar með 15,439; radikalar með 14,904; íhaldsmenn með 8750; republikanar með 6239; kommúnistar með 6487. Fulltrúar erlends veldis. De Gaulle veittist mjög að kommúnistum í ávarpi sínu í dag. Bendir hann á það, að þeir hafi tapað að minnsta kosti ein um sjöunda hluta kjósenda sinna. enda sjeu þeir nú ekki lengur stærsti stjórnmálaflokk ur Frakklands. De Gaulle end- ar með því að kalla þá fulltrúa erlensds herveldis og ekkert annað. Þingið. Franska þingið kemur sam- an á fyi-sta fund sinn í dag, og má búast við því að Rama- dier fari fram á traustsyfii'lýs- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.